Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÖLL fréttaþjónusta 365 ljós- vakamiðla mun sameinast í nýrri fréttastöð sem fengið hefur nafnið NFS og hefjast útsendingar stöðv- arinnar kl. 7:00 í fyrramálið. Mun stöðin senda út fréttir og frétta- tengt efni frá morgni til kvölds, en auk þess verða ákveðnir fréttatímar og þættir sendir út á öðrum út- varps- og sjónvarpsstöðvum 365 ljósvakamiðla. „Íslendingar eru mjög fréttaþyrst þjóð og þrá það að fá fréttir beint í æð. Við ætlum að svara því kalli, all- an daginn,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri NFS, á kynningarfundi fyrir fjölmiðla í gær. Í gær var síðasta fréttatíma Stöðvar 2 sjónvarpað, því í kvöld mun fréttastofa NFS sjá um út- sendingu frétta á Stöð 2 á kvöld- fréttatíma. Er það forsmekkur þess sem koma skal, því fréttatímar NFS kl. 12 á hádegi og kl. 18:30 verða jafnframt sendir út í opinni dagskrá á Stöð 2. Blanda af sjónvarpi og útvarpi NFS er byggð á grunni frétta- stofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar, en efld til muna með bæði fólki og nýj- um tækjabúnaði. „Fyrir vikið á okk- ur að geta lánast að senda út fréttir linnulaust frá því klukkan sjö á morgnana til klukkan 11 á kvöldin, þegar endursýningar á dagskrá NFS hefjast. Svona verður þetta alla daga, það er margt að gerast í íslensku samfélagi og ég er ekki í nokkrum vafa um að það verður auðvelt að fylla þessa þætti og þessa fréttatíma,“ sagði Sigmundur Ernir. Segja má að NFS blandi saman útvarpi og sjónvarpi þar sem dag- skráin verður send út í opinni dag- skrá bæði í gegnum stafrænar sjón- varpssendingar 365 ljósvakamiðla, auk þess sem henni verður útvarpað á rás Talstöðvarinnar, sem mun renna inn í NFS. Einnig verður sent beint út í gegnum vefinn visir.is, en NFS mun hér eftir sjá um fréttir á þeim vef. „Að mörgu leyti erum við að blanda þessum miðlum saman með hversdagslegum hætti, við ætlum að búa til hversdagslegt sjónvarp. Sjónvarpið hefur hingað til verið svolítið hátíðlegt; svolítið vel greitt, svolítið vel sminkað og kannski að einhverju leyti í allt of fallegum föt- um. Við ætlum að gera þennan miðil hversdagslegri og ef til vill nær fólki en oft hefur verið,“ sagði Sigmund- ur Ernir. Til þess að horfa á útsendingar NFS þurfa áhorfendur að vera tengdir Digital Íslandi, og geta þeir sem ekki eru með móttökubúnað leigt hann á 500 kr. á mánuði, og ná þeir þá útsendingum NFS, Sirkuss, Sjónvarpsins og Stöðvar 2 þegar út- sending er ótrufluð. Meðal dagskrárliða á NFS verða þættirnir Ísland í dag og Ísland í bítið, sem þó verða áfram sendir út á Stöð 2, auk Silfurs Egils. Auk þess verða nýir þættir á dagskrá, svo sem rannsóknarfréttaþátturinn Kompás, fréttaskýringaþátturinn Fréttaljós, viðtalsþátturinn Sögur af fólki o.fl. Einnig verða þar þættir sem áður voru á dagskrá Talstöðv- arinnar, svo sem Hrafnaþing, Miklabrautin og Eldlínan. Um 85 starfsmenn Róbert Marshall, forstöðumaður NFS, sagði að starfsmenn stöðv- arinnar væru um 85, þar af um 50 fréttamenn. Bætt hefði verið við 10– 15 stöðugildum frá því sem áður var, en kostnaður við nýju stöðina væri minni en reikna mætti með þar sem starfsfólkið hefði flest þegar starfað hjá fyrirtækinu þótt það kæmi úr mismunandi áttum innan þess. Sent verður út frá húsnæði 365 prent- og ljósvakamiðla í Skaftahlíð, og sagði Róbert að stofnkostnaður- inn við að koma upp nýju stöðinni blandaðist við kostnað við að flytja ljósvakamiðlana í Skaftahlíðina, sem fyrirhugað hefði verið um nokkurn tíma. Hann vildi að öðru leyti ekki gefa upp áætlaðan kostnað, en sagði hann verða undir 550 milljónum króna á ári, en það væri sú upphæð sem hann hefði heyrt í óstaðfestum fréttum að kostaði að reka frétta- stofur Ríkisútvarpsins. Ný fréttastöð 365 ljósvakamiðla, NFS, hefur göngu sína á föstudag Íslendingar fá fréttir beint í æð Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Róbert Marshall, forstöðumaður NFS, Edda Andrésdóttir fréttaþulur og Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttastjóri. ALÞJÓÐLEG samtök hljómplötu- framleiðenda (IFPI) hafa boðað hert- ar aðgerðir gegn því að fólk skiptist á tónlist á netinu með ólöglegum hætti. Alls verða um 2.200 manns lögsóttir, meðal annars í Evrópu, Asíu og í Suð- ur-Ameríku. 17 lönd taka þátt í herferð vegna málsins og er Ísland eitt þeirra. Gunnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri hjá Sambandi flytj- enda og hljómplötuframleiðenda, seg- ir að aldrei hafi náðst jafn viðamikil samstaða um að stemma stigu við þessum brotum á netinu. Hann segir herferðina miða að því að gera almenningi ljóst að ólöglegt sé að skiptast á tónlistar- og kvik- myndaskrám á netinu. „Tónlist hefur aldrei verið notuð jafn mikið og núna og stefnt er að því að gera þessi not lögleg og að fólk greiði sanngjarna þóknun,“ segir Gunnar. Hann segir að alltaf skjóti fleiri og fleiri löglegar tónlistarveitur upp kollinum og þar með sé hægt að sækja sér löglegt efni. Gunnar segir að aðgerðunum sé einna helst beint að svonefndum stór- notendum skráarskiptiforrita og stærstu skráarskiptiforritunum, sem starfi í leyfisleysi. Þar má nefna FastTrack (Kazaa), Gnutella (BearS- hare), eDonkey, DirectConnect, BitTorrent, WinMX, og SoulSeek, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá IFPI. Stórnotendur kærðir Gunnar bendir á að hér á landi hafi orðið gríðarlega mikil tölvu- og tækni- væðing og netið sé mikið notað. Rétt- hafar tónlistar- og kvikmyndaefnis hafi kært stórnotendur sem skiptist í miklum mæli á tónlist á netinu. „Þau mál eru til meðferðar hjá ríkislög- reglustjóra og beðið er eftir ákæru,“ segir Gunnar, en um er að ræða yfir tug mála. Erlendis hafa fallið margir dómar í málaferlum vegna ólöglegra skipta á tónlist á netinu en að sögn Gunnars er einnig algengt að sættir hafi náðst í málunum og hafi þá þeir sem brotleg- ir hafi gerst greitt sektir vegna notk- unarinnar. Fram kemur í fréttatil- kynningu IFPI að þeir sem skiptist á tónlist með ólöglegum hætti á netinu séu að meirihluta til karlmenn á þrí- tugsaldri. Gunnar segir að barátta samtaka hljómplötuframleiðanda gegn ólög- legri notkun tónlistar á netinu sé farin að skila árangri. Hertar að- gerðir gegn ólöglegum skiptum á tón- list á netinu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Ólafssyni athafnamanni. „Á blaðamannafundi í gærdag [þriðjudag] í tilefni útgáfu Jóns- bókar lét ég frá mér fara orð sem skilin hafa verið á þann veg að mér hafi verið sagt að skattrann- sóknarstjóri hefði undir áhrifum áfengis greint frá því að embætti hans hefði verið boðin 20 milljóna króna aukafjárveiting í tvö ár gegn því að embættið hæfi skatt- rannsókn á fyrirtækjum mínum og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Þarna fór ég rangt með og vil ég biðja hlutaðeigandi afsökunar þar sem ölvun kemur þessu máli ekki við. Hið rétta er að endurskoðandi úti í bæ sagði mér í símtali að yf- irmaður skattrannsóknar hefði í gleðskap sagt mönnum frá því að embættinu hefðu verið boðnar samtals 40 milljónir króna í auka- fjárveitingu gegn því að hefja rannsókn í fyrirtækjum okkar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Þetta kemur með skýrum hætti fram í Jónsbók Einars Kárason- ar.“ Yfirlýsing frá Jóni Ólafssyni RÍKISTARFSMENN í stéttarfélögum innan Bandalags háskólamanna fá sambærilegar hækk- anir og samdist um við endurskoðun kjarasamn- inga Alþýðusambands Íslands og Samtaka at- vinnulífsins og sama gildir um kennara í framhaldsskólum. Starfsmenn sveitarfélaga fá hins vegar ekki þær hækkanir samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins, þar sem endurskoðunar- ákvæði í kjarasamningum þeirra er með öðrum hætti en í samningum ríkisstarfsmanna innan BHM. Samkvæmt samkomulagi ASÍ og SA kemur 26 þúsund króna eingreiðsla til þeirra sem starfað hafa allt árið fyrir 15. des. næstkomandi, auk þess sem 0,65% almenn launahækkun kemur til fram- kvæmda 1. janúar 2007 til viðbótar áður umsam- inni launahækkun að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum. Í samningum Bandalags háskólamanna við ríkið sem gerðir voru snemma þessa árs er svohljóðandi ákvæði: „Komi til þess að nefnd sú sem fjallar um forsendur kjarasamninga á almennum vinnu- markaði nái samkomulagi um breytingu á samn- ingum skal sambærileg breyting gilda um þennan samning.“ Ákvæði í samningum Launaefndar sveitarfé- laga við Samflot bæjarstarfsmannafélaga, sem gerðir voru snemma sumars, er hins vegar ekki að finna endurskoðunarákvæði vegna ársins í ár. Þar er hins vegar sjálfstætt endurskoðunarákvæði vegna áranna 2006 og 2007 og er svohljóðandi: „Samningsaðilar eru sammála um það markmið að stöðugleiki geti haldist í íslensku efnahagslífi. Samningaaðilar vænta þess að hagvöxtur og fram- leiðniaukning muni á næstu árum skapa forsendur fyrir því að launabreytingar samkvæmt sam- komulagi þessu skili auknum kaupmætti á samn- ingstímabilinu. Leiði ófyrirséð atvik til þess að framangreint mark náist ekki skulu samningsað- ilar í nóvember árin 2006 og 2007 leggja mat á þró- unina og gera tillögur um viðbrögð. Náist ekki samkomulag um viðbrögð getur hvor aðili um sig sagt launalið samkomulags þessa lausum með tveggja mánaða fyrirvara. Komi til uppsagnar falla síðari áfangahækkanir samningsins niður.“ Ríkisstarfsmenn í BHM fá eingreiðslu ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.