Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÍSLAMSKI flokkurinn, helsti flokk- ur súnníta í Írak, krafðist þess í gær að fram færi alþjóðleg og óháð rann- sókn á misþyrm- ingum þeim, sem fullyrt er að írask- ir fangar hafi sætt í fangelsi einu í höfuðborginni, Bagdad. Á þriðjudag var frá því skýrt að um 170 fangar, flestir súnnítar, hefðu fundist í byggingu einni, sem heyrir undir innanríkisráðuneyti Íraks en því ráða sjítar. Var fullyrt að mennirnir hefðu sætt barsmíðum og þeir verið sveltir. Fangarnir fundust á sunnu- dag þegar bandarískur liðsafli réðst inn í neðanjarðarhvelfingu í bygg- inu, sem innanríkisráðuneytið ræður yfir í suðurhluta Bagdad. „Við krefjumst alþjóðlegrar rann- sóknar,“ sagði Alaa Makki, talsmað- ur Íslamska flokksins, í samtali við AFP-fréttastofuna. Hann bætti við að herstjórn Bandaríkjamanna í landinu hlyti að hafa verið kunnugt um misþyrmingarnar. „Svipuð til- felli hafa komið upp áður og rann- sóknir hafa engum niðurstöðum skil- að,“ sagði annar talsmaður, Ayad Samarrai. Súnnítar, sem eru um 20% íbúa Íraks en fóru með völdin í landinu í tíð Saddams Husseins forseta, hafa þráfaldlega haldið því fram að þeir sæti misþyrmingum og harðræði af hálfu sjíta. Þeir eru fjölmennastir þjóðarbrota Íraks og nú ráðandi í stjórnmálum landsins. Talsmenn súnníta segja að fang- arnir, sem fundust, hafi á engan veg tengst andstöðu við erlenda innrás- arliðið í landinu. Menn þessir hafi verið handteknir í moskum og víðar án nokkurrar greinanlegrar ástæðu. Hussein Kamal, aðstoðarinnanríkis- ráðherra Íraks, sagði í viðtali við CNN-sjónvarpsstöðina að hann hefði sjálfur séð nokkra fanganna, sem fundust á sunnudag. „Ég greindi merki um að menn hefðu sætt grimmilegum barsmíðum. Einn eða tveir fanganna voru lamaðir. Og nokkrir höfðu orðið fyrir húðflett- ingu,“ sagði hann. Ibrahim Jaafari, forsætisráðherra Íraks, ákvað á þriðjudag að málið skyldi rannsakað. Krafðist hann skýrslu innan tveggja vikna. Ekki lá þó fyrir í gær nákvæmlega hvernig sú rannsókn á að fara fram. Laith Kubba, talsmaður forsætisráð- herrans, sagði hann „öskureiðan“ sökum meintra pyntinga á föngun- um. Slík framganga væri í engu sam- ræmi við „gildismat“ ríkisstjórnar Íraks. Bandaríkjamenn hafa fagnað þeirri ákvörðun forsætisráðherrans að láta rannsaka málið með þeim orðum að „öldungis ólíðandi“ sé að fangar sæti misþyrmingum í land- inu. Bandaríkjamenn hafa boðið fram aðstoð við rannsóknina. Í fyrra var upplýst að íraskir fangar hefðu sætt margvíslegum misþyrmingum í Abu-Ghraib-fangelsinu í Bagdad, sem herlið Bandaríkjanna stýrir. Krefjast rannsóknar á pyntingum í Bagdad Reuters Cindy Sheehan (t.v.) sem þekkt er í Bandaríkjunum fyrir að mótmæla Íraksstríðinu, ásamt stuðningsmönnum utan við dómshús í Washington í gær. Sonur Sheehan féll í Írak. Hún vill að bandaríska herliðið verði þegar kvatt heim. „Stöðvið lygarnar, stöðvið drápin!“ stendur einnig á spjaldinu. Ibrahim Jaafari Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is Mótmælir Íraksstríðinu Kaupmannahöfn. AFP. | Búist er við, að stjórnarmyndun á Grænlandi geti orðið fremur erfið eftir þingkosning- arnar í fyrradag. Segja má, að óvæntustu úrslitin hafi verið þau, að Siumut, flokkur jafnaðarmanna, hélt sínu en honum hafði verið spáð nokkru tapi. Siumut, sem verið hefur í stjórn frá því Grænlendingar fengu sína heimastjórn 1979, hélt sínum 10 mönnum af 31 á landsþinginu en það getur orðið erfitt fyrir hann að semja við aðra flokka vegna þess, að þeir saka suma fyrrverandi ráðherra hans um að hafa misfarið með op- inbert fé. Samstarfsflokkur Siumut í fráfar- andi stjórn, Inuit Ataqatigiit, missti einn mann og fékk sjö eins og Lýð- ræðisflokkurinn, sem bætti við sig tveimur. Fjórði flokkurinn, hinn frjálslyndi Atassut, fékk sex menn kjörna og missti einn. Atassut og Siumut ræðast við Ellen Christoffersen, frammá- maður í Atassut, sagði í gær, að stefnan hefði verið að fella fráfarandi stjórn en gott gengi Siumut væri staðreynd, sem ekki yrði horft framhjá. Ætluðu fulltrúar Atassut og Siumut að ræða saman í gær um hugsanlega stjórnarmyndun. Í kosningunum á þriðjudag voru sjálfstæðismálin ekki efst á baugi eins og í kosningunum 2002, heldur félagsleg vandamál eins og mikil áfengisneysla og langir biðlistar á sjúkrahúsunum. Óvissa um stjórnarmyndun á Grænlandi Gautaborg. Morgunblaðið. | Sænska rík- isstjórnin boðar nú atvinnuumsóknir með nafnleynd til að koma í veg fyrir mismunun á vinnumarkaði. Kannanir hafa sýnt að fólk með útlensk nöfn á erfiðara með að fá vinnu í Svíþjóð en þeir sem bera sænsk nöfn og mark- mið þessarar tillögu er að gera inn- flytjendum auðveldara að fá vinnu, að því er fram kemur í Svenska Dag- bladet. Breytingin verður hjá hinu opin- bera en Svenska Dagbladet greinir frá því að tíundi hver starfsmaður hins opinbera er fæddur utan Sví- þjóðar en hins vegar eru 17% íbúa Svíþjóðar af erlendu bergi brotinn og atvinnuleysi töluvert meðal þess hóps. Ef maður heitir t.d. Hassan eða Mohammed er ólíklegra að hann verði boðaður í atvinnuviðtal í Svíþjóð en ef nafnið er Svensson. Tanja Linderborg, fyrrverandi þingmaður Vinstriflokksins, hefur umsjón með áætlun stjórnvalda og mun skila tillögum í desember. Í sam- tali við Svenska Dagbladet segir hún að nafnlausar atvinnuumsóknir geti verið góð leið til að auka margbreyti- leikann á sænskum vinnumarkaði og vel þess virði að reyna það. Hún tekur leigubílstjóra í Stokkhólmi sem dæmi. Margir þeirra eru fæddir utan Sví- þjóðar og hafa fjölbreytta menntun að baki. Þeir ættu að hennar mati að eiga meiri möguleika á að komast í at- vinnuviðtöl ef atvinnurekendur gætu ekki ómeðvitað síað frá þá sem bera erlend nöfn. Góð reynsla í Mellerud Þetta fyrirkomulag hefur tíðkast í sveitarfélaginu Mellerud í Svíþjóð og hefur gefist vel. Umsækjendur lýsa menntun og fyrri störfum með bréfi í einu umslagi en skrifa nafn, kyn og aldur á eyðublað sem fer í annað um- slag sem ekki er opnað fyrr en búið er að ákveða hverjir umsækjenda verða kallaðir í viðtal. Þetta kemur einnig í veg fyrir mismunun á grundvelli ald- urs eða kynferðis. Fram hefur komið gagnrýni á þessa fyrirætlun stjórnvalda og að mati Muharrem Demirok, sem situr í stjórn sænska Miðflokksins, er ekki tekið á vandamálinu. Hann telur að mismununin verði áfram til staðar en hún komi bara fram í atvinnuviðtalinu í staðinn. Fredrik Reinfeldt, formað- ur Hægriflokksins, er hins vegar nokkuð jákvæður gagnvart áformum ríkisstjórnarinnar og telur þau at- hyglisverð. Nafnlausar atvinnu- umsóknir í Svíþjóð Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Addis Ababa. AP. | Talsmaður Alþjóðabankans varaði í gær Eþíópíustjórn við því að alþjóð- legri fjárhagsaðstoð við landið yrði hætt ef ekki yrðu gerðar umbætur á stjórnarháttum í landinu. „Dregið verður úr að- stoðinni. Spurningin er hversu mikið,“ sagði Ishac Diwan, fulltrúi bankans í Eþíópíu. 46 manns létu lífið í átökum við lögreglu í mánuðinum en mikil mótmæli hafa verið í Eþí- ópíu gegn stjórn landsins. Aðr- ir 42 dóu í júní í mótmælum vegna nýafstaðinna þingkosn- inga en stjórnarandstaðan sak- ar yfirvöld um kosningasvindl. Eþíópía taki sig á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.