Morgunblaðið - 17.11.2005, Síða 20

Morgunblaðið - 17.11.2005, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÍSLAMSKI flokkurinn, helsti flokk- ur súnníta í Írak, krafðist þess í gær að fram færi alþjóðleg og óháð rann- sókn á misþyrm- ingum þeim, sem fullyrt er að írask- ir fangar hafi sætt í fangelsi einu í höfuðborginni, Bagdad. Á þriðjudag var frá því skýrt að um 170 fangar, flestir súnnítar, hefðu fundist í byggingu einni, sem heyrir undir innanríkisráðuneyti Íraks en því ráða sjítar. Var fullyrt að mennirnir hefðu sætt barsmíðum og þeir verið sveltir. Fangarnir fundust á sunnu- dag þegar bandarískur liðsafli réðst inn í neðanjarðarhvelfingu í bygg- inu, sem innanríkisráðuneytið ræður yfir í suðurhluta Bagdad. „Við krefjumst alþjóðlegrar rann- sóknar,“ sagði Alaa Makki, talsmað- ur Íslamska flokksins, í samtali við AFP-fréttastofuna. Hann bætti við að herstjórn Bandaríkjamanna í landinu hlyti að hafa verið kunnugt um misþyrmingarnar. „Svipuð til- felli hafa komið upp áður og rann- sóknir hafa engum niðurstöðum skil- að,“ sagði annar talsmaður, Ayad Samarrai. Súnnítar, sem eru um 20% íbúa Íraks en fóru með völdin í landinu í tíð Saddams Husseins forseta, hafa þráfaldlega haldið því fram að þeir sæti misþyrmingum og harðræði af hálfu sjíta. Þeir eru fjölmennastir þjóðarbrota Íraks og nú ráðandi í stjórnmálum landsins. Talsmenn súnníta segja að fang- arnir, sem fundust, hafi á engan veg tengst andstöðu við erlenda innrás- arliðið í landinu. Menn þessir hafi verið handteknir í moskum og víðar án nokkurrar greinanlegrar ástæðu. Hussein Kamal, aðstoðarinnanríkis- ráðherra Íraks, sagði í viðtali við CNN-sjónvarpsstöðina að hann hefði sjálfur séð nokkra fanganna, sem fundust á sunnudag. „Ég greindi merki um að menn hefðu sætt grimmilegum barsmíðum. Einn eða tveir fanganna voru lamaðir. Og nokkrir höfðu orðið fyrir húðflett- ingu,“ sagði hann. Ibrahim Jaafari, forsætisráðherra Íraks, ákvað á þriðjudag að málið skyldi rannsakað. Krafðist hann skýrslu innan tveggja vikna. Ekki lá þó fyrir í gær nákvæmlega hvernig sú rannsókn á að fara fram. Laith Kubba, talsmaður forsætisráð- herrans, sagði hann „öskureiðan“ sökum meintra pyntinga á föngun- um. Slík framganga væri í engu sam- ræmi við „gildismat“ ríkisstjórnar Íraks. Bandaríkjamenn hafa fagnað þeirri ákvörðun forsætisráðherrans að láta rannsaka málið með þeim orðum að „öldungis ólíðandi“ sé að fangar sæti misþyrmingum í land- inu. Bandaríkjamenn hafa boðið fram aðstoð við rannsóknina. Í fyrra var upplýst að íraskir fangar hefðu sætt margvíslegum misþyrmingum í Abu-Ghraib-fangelsinu í Bagdad, sem herlið Bandaríkjanna stýrir. Krefjast rannsóknar á pyntingum í Bagdad Reuters Cindy Sheehan (t.v.) sem þekkt er í Bandaríkjunum fyrir að mótmæla Íraksstríðinu, ásamt stuðningsmönnum utan við dómshús í Washington í gær. Sonur Sheehan féll í Írak. Hún vill að bandaríska herliðið verði þegar kvatt heim. „Stöðvið lygarnar, stöðvið drápin!“ stendur einnig á spjaldinu. Ibrahim Jaafari Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is Mótmælir Íraksstríðinu Kaupmannahöfn. AFP. | Búist er við, að stjórnarmyndun á Grænlandi geti orðið fremur erfið eftir þingkosning- arnar í fyrradag. Segja má, að óvæntustu úrslitin hafi verið þau, að Siumut, flokkur jafnaðarmanna, hélt sínu en honum hafði verið spáð nokkru tapi. Siumut, sem verið hefur í stjórn frá því Grænlendingar fengu sína heimastjórn 1979, hélt sínum 10 mönnum af 31 á landsþinginu en það getur orðið erfitt fyrir hann að semja við aðra flokka vegna þess, að þeir saka suma fyrrverandi ráðherra hans um að hafa misfarið með op- inbert fé. Samstarfsflokkur Siumut í fráfar- andi stjórn, Inuit Ataqatigiit, missti einn mann og fékk sjö eins og Lýð- ræðisflokkurinn, sem bætti við sig tveimur. Fjórði flokkurinn, hinn frjálslyndi Atassut, fékk sex menn kjörna og missti einn. Atassut og Siumut ræðast við Ellen Christoffersen, frammá- maður í Atassut, sagði í gær, að stefnan hefði verið að fella fráfarandi stjórn en gott gengi Siumut væri staðreynd, sem ekki yrði horft framhjá. Ætluðu fulltrúar Atassut og Siumut að ræða saman í gær um hugsanlega stjórnarmyndun. Í kosningunum á þriðjudag voru sjálfstæðismálin ekki efst á baugi eins og í kosningunum 2002, heldur félagsleg vandamál eins og mikil áfengisneysla og langir biðlistar á sjúkrahúsunum. Óvissa um stjórnarmyndun á Grænlandi Gautaborg. Morgunblaðið. | Sænska rík- isstjórnin boðar nú atvinnuumsóknir með nafnleynd til að koma í veg fyrir mismunun á vinnumarkaði. Kannanir hafa sýnt að fólk með útlensk nöfn á erfiðara með að fá vinnu í Svíþjóð en þeir sem bera sænsk nöfn og mark- mið þessarar tillögu er að gera inn- flytjendum auðveldara að fá vinnu, að því er fram kemur í Svenska Dag- bladet. Breytingin verður hjá hinu opin- bera en Svenska Dagbladet greinir frá því að tíundi hver starfsmaður hins opinbera er fæddur utan Sví- þjóðar en hins vegar eru 17% íbúa Svíþjóðar af erlendu bergi brotinn og atvinnuleysi töluvert meðal þess hóps. Ef maður heitir t.d. Hassan eða Mohammed er ólíklegra að hann verði boðaður í atvinnuviðtal í Svíþjóð en ef nafnið er Svensson. Tanja Linderborg, fyrrverandi þingmaður Vinstriflokksins, hefur umsjón með áætlun stjórnvalda og mun skila tillögum í desember. Í sam- tali við Svenska Dagbladet segir hún að nafnlausar atvinnuumsóknir geti verið góð leið til að auka margbreyti- leikann á sænskum vinnumarkaði og vel þess virði að reyna það. Hún tekur leigubílstjóra í Stokkhólmi sem dæmi. Margir þeirra eru fæddir utan Sví- þjóðar og hafa fjölbreytta menntun að baki. Þeir ættu að hennar mati að eiga meiri möguleika á að komast í at- vinnuviðtöl ef atvinnurekendur gætu ekki ómeðvitað síað frá þá sem bera erlend nöfn. Góð reynsla í Mellerud Þetta fyrirkomulag hefur tíðkast í sveitarfélaginu Mellerud í Svíþjóð og hefur gefist vel. Umsækjendur lýsa menntun og fyrri störfum með bréfi í einu umslagi en skrifa nafn, kyn og aldur á eyðublað sem fer í annað um- slag sem ekki er opnað fyrr en búið er að ákveða hverjir umsækjenda verða kallaðir í viðtal. Þetta kemur einnig í veg fyrir mismunun á grundvelli ald- urs eða kynferðis. Fram hefur komið gagnrýni á þessa fyrirætlun stjórnvalda og að mati Muharrem Demirok, sem situr í stjórn sænska Miðflokksins, er ekki tekið á vandamálinu. Hann telur að mismununin verði áfram til staðar en hún komi bara fram í atvinnuviðtalinu í staðinn. Fredrik Reinfeldt, formað- ur Hægriflokksins, er hins vegar nokkuð jákvæður gagnvart áformum ríkisstjórnarinnar og telur þau at- hyglisverð. Nafnlausar atvinnu- umsóknir í Svíþjóð Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Addis Ababa. AP. | Talsmaður Alþjóðabankans varaði í gær Eþíópíustjórn við því að alþjóð- legri fjárhagsaðstoð við landið yrði hætt ef ekki yrðu gerðar umbætur á stjórnarháttum í landinu. „Dregið verður úr að- stoðinni. Spurningin er hversu mikið,“ sagði Ishac Diwan, fulltrúi bankans í Eþíópíu. 46 manns létu lífið í átökum við lögreglu í mánuðinum en mikil mótmæli hafa verið í Eþí- ópíu gegn stjórn landsins. Aðr- ir 42 dóu í júní í mótmælum vegna nýafstaðinna þingkosn- inga en stjórnarandstaðan sak- ar yfirvöld um kosningasvindl. Eþíópía taki sig á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.