Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hvað finnst þér? Kæri Kópavogsbúi Þín skoðun skiptir máli! Íbúaþing í Lindaskóla, laugardaginn 19. nóvember Sjá nánar um dagskrána á www.kopavogur.is Líttu inn milli kl. 10-16 M IX A • fí t • 5 0 9 8 8 EF marka má orð Albertos Fujimoris hyggst hann freista þess að hreppa á ný embætti forseta Perú. Framboðið er hins vegar undirbúið við heldur óvenjulegar að- stæður því forsetinn fyrrverandi dvelst nú í fangaklefa í Santiago, höfuðborg nágranna- ríkisins Chile. Undarlegheit eru á hinn bóg- inn oftlega nærri þegar Fujimori á í hlut; hann afrekaði m.a. að segja af sér forseta- embætti í símbréfi frá Tókýó. „Ég hyggst dvelja um skeið í Chile og er það liður í áformum mínum um að snúa aftur til Perú í því skyni að efna heit mitt gagnvart stórum hluta þjóðarinnar, sem leitað hefur eftir því við mig að ég gefi kost á mér í for- setakosningunum í Perú árið 2006.“ Yfirlýs- ing þessi barst frá Fujimori 7. þessa mán- aðar en skömmu áður hafði einkaþota hans lent í Santiago eftir flug frá Tókýó þar sem forsetinn fyrrverandi hefur dvalist í sjálf- skipaðri útlegð undanliðin fimm ár. Skömmu eftir að Fujimori hafði sent yfirlýsinguna frá sér var hann handtekinn á Marriot-hótelinu í Santiago. Svo kann að fara að hann verði nú framseldur til Perú. Sú ákvörðun Fujimori að snúa aftur til Rómönsku Ameríku vakti furðu enda virtist hún við fyrstu sýn öldungis galin. En forset- inn fyrrverandi hefur sýnilega metið stöðuna á þann veg að honum gæfist nú tækifæri til að láta til sín taka á ný. Það mat hans kann að reynast rétt þótt lygileg rás atburða þurfi að sönnu að koma til. Alberto Fujimori, sem er 67 ára, var for- seti Perú í tíu ár, frá 1990 og þar til hann sagði af sér í símbréfinu fræga árið 2000. Forsetinn naut lengi vinsælda; hann náði að brjóta á bak aftur byltingarhreyfingu maó- ista, Skínandi stíg („Sendero Luminoso“ ), sem unnið hafði hroðaleg grimmdarverk í landinu. Stjórn hans náði einnig umtals- verðum árangri á sviði efnahagsmála og sýndi viðleitni til að bæta kjör fátæklinga í landinu. En valdið gat af sér einræðislega stjórn- arhætti, spillingu og að lokum hrein glæpa- verk. Áður en til þess kom að hann yrði handtekinn náði hann að flýja til hins gamla heimalands foreldra sinna, Japan, þar sem stjórnvöld hafa haldið yfir honum hlífiskildi og m.a. neitað kröfum um framsal. Ákærður fyrir spillingu og rekstur dauðasveita Í Perú hefur verið gefin út ákæra á hend- ur Fujimori, sem samanstendur af 21 lið eftir því sem næst verður komist. Þar er líkt og vænta mátti víða komið við. Fujimori er m.a. sakaður um fjármálaspillingu og að hafa heimilað rekstur dauðasveita. Ræðir þar um morð á óbreyttum borgurum í úthverfum Líma, sem nefnast Barrios Altos, árið 1991. Mercurio. Þekktur lögfræðingur í Perú, Jav- ier Valle-Riestra, sagði í gær í samtali við perúanska dagblaðið La Razón að einungis yrði unnt að krefjast framsals með vísan til morðanna í Barrios Altos og La Cantuta. Og að auki þyrfti að leggja fram sannanir fyrir ábyrgð Fujimori með slíkri beiðni. Dag- blaðið La República birti hins vegar á forsíðu sinni í gær svohljóðandi ákall: „Chilebúar, nágrannar okkar, skilið okkur einræðisherr- anum.“ Kann að vera kjörgengur Ýmislegt fleira er undarlegt við mál Fuji- moris. Þannig hafa til þess bær yfirvöld í heimalandi hans úrskurðað að hann geti ekki gegnt embætti þar fyrr en í fyrsta lagi árið 2010. Þessi úrskurður, þ.e. að maðurinn verði kjörgengur þótt tiltekinn tími verði að líða, liggur fyrir þrátt fyrir ákærur og fyrri framsalskröfur gagnvart Japönum. Þarna kann að leynast von fyrir Fujimori því sam- kvæmt lögum í Perú getur kjörstjórn hunds- að álit dómstóla og lýst hann hæfan til að bjóða sig fram til embættis forseta. Fujimori er enn innan fangelsismúra, hef- ur tvo níu fermetra klefa til afnota en sætir eftirliti allan sólarhringinn. Hann mun ekki geta notað síma eða net. Hann getur hins vegar reitt sig á umtals- verðan stuðning í Perú og raunar á hann einnig aðdáendur í Chile, sem skapa kann ákveðinn vanda fyrir stjórnvöld þar. Fari svo að framsalskröfu stjórnvalda í Perú verði hafnað og Fujimori fái frelsi mun staða hans gjörbreytast og forsendur kunna að skapast fyrir pólitískum afskiptum og jafnvel fram- boði. Ef marka má skoðanakannanir gætu 15–20% kjósenda í Perú hugsað sér að styðja hann í kosningunum 9. apríl. Það fylgi gæti dugað honum til að komast í síðari umferð þar sem kosið er á milli tveggja efstu manna. Fullyrt er að dauðasveit tengd stjórnvöldum er nefndist „Colina“ hafi þar myrt 15 manns á þeim forsendum að þar færu skæruliðar Skínandi stígs. Tíu til viðbótar voru síðan drepnir í La Cantuta-háskólanum. Mann- réttindabrot af ýmsum toga eru og tíunduð í ákærunni. Líklegt er að þessi ákæruatriði verði lögð fram í framsalskröfu stjórnvalda í Perú gagnvart Chile. Hún þarf að koma fram inn- an tveggja mánaða frá handtökunni sam- kvæmt gildandi samningi á milli ríkjanna frá árinu 1932. Stuðningsmenn forsetans fyrrverandi binda hins vegar vonir við að Chile hafni framsalskröfunni. Kemur sú bjartsýni eink- um til af því að óvenju grunnt er á því góða með nágrannaríkjunum nú um stundir vegna deilu um yfirráð yfir fiskimiðum í Kyrrahafi. Aukinheldur er það svo að ráðamenn í Chile hafa lengi varist framsalskröfum. Þannig hefur stjórnvöldum í Perú enn ekki tekist að fá tvo menn, sem tengjast spillingunni í tíð Fujimoris, framselda þrátt fyrir áðurnefnd- an samning þar um. Loks er að nefna að hluti alþýðu manna í löndum þessum hefur um- talsverða nautn af því að leggja fæð á ná- grannaþjóðina. Ótæk framsalskrafa Óvissa ríkir um framhald málsins. Þannig vísaði hæstiréttur Perú (ekki Chile) á bug framsalskröfu stjórnvalda á þriðjudag. Chileanska dagblaðið El Mercurio greindi frá því í gær að framsalskrafan hefði verið í 19 liðum. Henni hefði verið hafnað sökum þess að í einum lið hefði verið vísað til þess að Fujimori hefði stungið af úr embætti for- seta. Slíkt athæfi teldist ekki refsivert í Chile og framsalskrafan því ekki tæk. Hins vegar staðfesti áfrýjunarréttur í Chile að hand- takan hefði verið lögleg, samkvæmt frétt El Fréttaskýring | Undarlegt mál Alberto Fujimori skapar spennu í samskiptum Perú og Chile Framboð undirbúið í fangaklefanum Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is Reuters Framsals Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta, krafist á fundi í Líma, höfuðborg Perú. Gautaborg. Morgunblaðið. | Sænskir fjölmiðlar hafa í vik- unni fjallað um meint fangaflug bandarísku leyniþjón- ustunnar CIA í sænskri lofthelgi. TT-fréttastofan flutti fyrst fréttir af þessu á mánudag og samkvæmt fréttum hennar í gær lenti flugvél með skráningarnúmerið N50BH í Örebro í Svíþjóð 21. júní 2002 og flaug tveimur dögum síðar frá Örebro til Keflavíkur. Þessi flugvél hef- ur samkvæmt bandarískum fjölmiðlum lent a.m.k. sjö sinnum í Guantanamo þar sem Bandaríkjamenn reka fangelsi fyrir meinta hryðjuverkamenn. Sænskir stjórnmálamenn úr öllum flokkum krefjast nú svara við því hvað flugvélar sem bandaríska leyni- þjónustan CIA notaði til að flytja fanga voru að gera í Svíþjóð fyrr í haust og fyrir þremur árum. Sænsk flug- málayfirvöld (Luftfartsverket) munu nú rannsaka málið samkvæmt beiðni ríkisstjórnarinnar. TT-fréttastofan birti fréttir um það á mánudag að flugvélar á vegum CIA hefðu lent á flugvöllunum Stu- rup við Malmö, Arlanda við Stokkhólm og á flugvell- inum í Örebro. Um er að ræða tvær flugvélar sem CIA hefur áður leigt. Lars Danielsson, talsmaður sænsku ríkisstjórnarinnar, segir að ríkisstjórnin hafi ekki vitað um þessar flugvélar og fyrstu upplýsingarnar þar að lútandi hafi hún fengið frá TT. Nú muni ástæðan fyrir umræddum millilendingum verða könnuð og í fram- haldinu tekin ákvörðun um hvernig stjórnin bregst við. Ekki liggur fyrir hvers vegna flugvélarnar lentu í Sví- þjóð en áður hefur komið fram að talið er að flugvélar á vegum CIA hafi flutt fanga í leynileg fangelsi eða til landa sem pyntingar eru jafnvel leyfðar. Lars Ohly, formaður sænska Vinstriflokksins, brást hart við fréttunum um bandarískar flugvélar í Svíþjóð. Hann benti á að þetta væri staðfesting á tengingu Sví- þjóðar og Bandaríkjanna í því stríði gegn hryðjuverk- um sem George W. Bush forseti stæði fyrir. Fangaflug CIA um Svíþjóð Vél fór frá Örebro til Keflavíkur Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is NOKKUR fyrirtæki í Ástralíu gera nú tilraunir með vinnslu orku úr geysilega heitu graníti allt að fimm km undir yfirborði jarðar. Hitinn myndast vegna þess að í granítinu er nokkuð af jarðefnum sem hafa orðið til fyr- ir geislavirkni og eru þau heitari en önnur jarðefni, að því er segir á vefsíðu eins fyrirtækjanna, Geodynamics Ltd. Óvenjuleg jarðlög valda því að mikið er um slíkt grjót í jarðskorpunni í sunnanverðri Ástralíu. Granítið helst heitt vegna einangrandi jarðlaga yfir því. Rannsóknirnar hafa staðið yfir í fimm ár og er m.a. bent á að orkan yrði algerlega mengunarlaus. Heimild- armenn telja að orkan sem fengist gæti orðið meiri en í allri kola- og olíuvinnslu Ástrala. Hitinn í granítinu, sem þarf að ná minnst 220 gráðum á celsius, er nýttur með því að dæla miklu af vatni undir gríðarlegum þrýstingi niður í granít-lagið og hita þar vatnið með hjálp hnull- unganna. Vatninu er síðan dælt upp og yfir í orkuver þar sem vatnið hitar upp vökva með lágu suðumarki. Gufan frá honum yrði notuð til að knýja hverfla og framleiða rafmagn. Um er að ræða lokuð hringrása- kerfi, sama vatnið stöðugt notað til að bera orkuna. Talsmenn fyrirtækjanna telja að vinnsla gæti hafist í fyrsta orkuverinu á næsta ári. „Svo gæti farið einhvern daginn að reist yrðu orkuver sem framleiddu yfir 1000 megavött,“ sagði Peter Reid, aðalframkvæmdastjóri Petratherm sem tekur þátt í tilraununum. Sjóðheitir hnullung- ar til orkuvinnslu ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.