Morgunblaðið - 17.11.2005, Page 23

Morgunblaðið - 17.11.2005, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 23 ERLENT Kaíró. AFP. | Bræðralag múslíma, helsti flokkur stjórnarandstæðinga Egyptalandi, kvaðst í gær hafa unnið 34 sæti í fyrstu umferð þing- kosninganna í landinu. Bræð- arlagið, sem berst fyrir íslömsku ríki, er bannað og teljast frambjóð- endur þess því óháðir. Hassan el-Eryan, talsmaður flokksins, sagði Bræðralagið hafa hlotið um fimmtung þeirra 164 þingsæta sem keppt var um í þess- ari umferð þingkosninganna. Kjörið fór fram í liðinni viku en á þriðjudag var kosið um þau sæti þar sem skýr úrslit fengust ekki. Önnur umferð fer fram á sunnudag og hin síðasta 7. desember. Bræðralag múslima fer fyrir stjórnarandstöðunni gegn hinum Þjóðlega lýðræðisflokki Hosni Mub- araks forseta. Bræðralagið, sem var stofnað árið 1928, kveðst vera hófsöm umbótahreyfing og helsta slagorð þess er „Íslam er lausnin“. Flokkurinn sinnir margvíslegri fé- lagslegri aðstoð við fátæka í Egyptalandi og nýtur af þeim sök- um umtalsverðs „grasrótarfylgis“. Aðeins einn frambjóðenda flokks- ins að þessu sinni hélt því fram op- inberlega að karlar ættu að vera konum æðri í samfélaginu. Viðkom- andi beið ósigur í kjördæmi sínu í Kaíró. Hins vegar bauð aðeins ein kona sig fram fyrir flokkinn. Reuters Egypsk kona greiðir atkvæði í Kaíró. Ljóst er að mun fleiri stjórnarandstæðingar en áður munu sitja á nýja þinginu þótt stjórnarflokkur Hosni Mubaraks forseta verði eftir sem áður með töglin og hagldirnar. Bræðralag múslíma lýsir yfir sigri í kosningum í Egyptalandi TALSMAÐUR bandaríska varnar- málaráðuneytisins staðfesti í gær, að hvítar fosfórsprengjur hefðu verið notaðar gegn skæruliðum í Írak á síðasta ári en neitaði því, að þeim hefði verið beitt gegn óbreyttum borgurum. Áður hafði Bandaríkja- stjórn neitað fréttum um notkun þessara vopna. „Hvítar fosfórsprengjur eru hefð- bundið vopn, ekki efnavopn,“ sagði Barry Venable í viðtali við BBC, breska ríkisútvarpið. Sagði hann, að þær hefðu verið notaðar til að byrgja óvininum sýn og einnig til að auð- kenna svæði. Vissulega væri um að ræða íkveikjusprengjur en þær mætti nota gegn óvininum. Það var ítalska ríkissjónvarpið, RAI, sem sagði frá því í síðustu viku, að Bandaríkjaher hefði notað þessi vopn gegn uppreisnarmönnum í Fallujah á síðasta ári. „Fallujah – falin fjöldamorð“ hét heimildamynd- in en bandaríska utanríkisráðuneyt- ið vísaði fullyrðingum RAI á bug sem firru. Í fyrradag skrifaði síðan Robert Tuttle, sendiherra Banda- ríkjanna í Bretlandi, í breska dag- blaðið The Independent og sagði meðal annars, að „bandarískir her- menn nota ekki napalm eða hvítar fosfórsprengjur sem vopn“. Áfall fyrir trúverðugleikann Paul Wood, sem skrifar um varn- armál fyrir BBC, segir, að það, að neitun utanríkisráðuneytisins skuli hafa verið ómerkt, sé meiriháttar áfall og rýri enn trúverðugleika Bandaríkjastjórnar. Bandaríkjastjórn er ekki aðili að sáttmála, sem bannar hvítar fosfór- sprengjur, en margir segja, að þær séu í raun ekkert annað en efnavopn. Hvítur fosfór er ákaflega eldfimur og blossar upp strax og hann kemst í samband við súrefni. Lendi hann á fólki, brennir hann allt hold inn að beini eða svo lengi sem eitthvað er eftir af honum og nóg af súrefni. Venable sagði, að bandaríska ut- anríkisráðuneytið hefði neitað frétt- inni vegna þess, að það hefði ekki haft nægar upplýsingar. Narmin Uthman, starfandi mann- réttindaráðherra í Íraksstjórn, til- kynnti í gær, að hún myndi senda nefnd manna til Fallujah til að kanna hvernig hvítu fosfórsprengjurnar hefðu verið notaðar í átökum um borgina á síðasta ári. Viðurkenna notkun hvítra fosfórsprengna Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.