Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 24
               !" ! !   # !"  $ %  ! % &  $'! ( " "! $  ) % *& !" & '(! ) +  !" , *(+! , - -$! + !. ( . + !. $&%!! , ! ..          /!  0   / " , +!' # MÁLIÐ ER Í MIÐJUN NI Á MOG GANUM Í DAG Húsavík | Húsvísk fjölskylda hefur haft ungan fálka í fóstri undanfarna daga eða allt frá því börnin á heimilinu náðu að fanga hann eftir svolítinn elt- ingarleik. Heimilisfaðirinn Ragnar Þór Jónsson sagði að börnin hefðu fyrst orðið vör við hann í garð- inum við heimili þeirra. „Hann virtist ekki geta flogið, sem raunin varð á og þau eltu hann hér niður að Norðlenska og náðu að taka hann þar,“ sagði Ragnar Þór en fjölskyldan býr alveg syðst í bænum. Fálkinn hefur fengið nóg að éta, að- allega kjöt, hann er mjög gæfur og ekkert mál að klappa hon- um. Ragnar Þór hafði samband við Náttúrustofu Norðaust- urlands sem er á Húsavík og er ætlunin að skoða fuglinn nánar og finna út hvað amar að hon- um og ákveða í framhaldinu hvað gert verður við hann. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Félagar Ragnari Þór Jónssyni og fálkanum kemur vel saman. Þó segir hann að ágætt væri losna við hann fljótlega enda fylgi fuglinum óhjákvæmilega óþrifnaður. Framhaldið er í höndum sérfræðinga. Húsvísk fjölskylda með fálka í fóstri Náttúran Akureyri | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Uppgjör á Króknum | Nemendur í Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauð- árkróki æfa nú nýjan söngleik er nefnist Uppgjörið. Verkið, sem er frumsamið, verð- ur sýnt í fyrsta skipti á morgun, föstudag. Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, kennari og listamaður á Sauðárkróki, samdi handrit og lagatexta auk þess að annast leikstjórn og hönnun leikmyndar. Fram kemur í spjalli við Ægi á Heimaslóð Skagfirðingsins á skagafjordur.com að verk- ið fjallar að mestu um líf unglinga en einnig koma við sögu foreldrar og kennarar. Söng- leikurinn gerist í kaupstað á Norðurlandi. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Fiske-afmælishátíð | Minning Grímseyj- arvinarins mesta og besta, dr. Daníels Will- ards Fiske, sem fæddur var 11.11. 1831 í New York, lifir sannarlega. Grímseyingar fögnuðu Fiske-afmælisdeginum vel sem endranær. Fjöldi fólks byrjaði hátíðina með því að kveikja á kerti á minningapalli um dr. Fiske. Fiskeafmælisnefnd Kvenfélagsins Baugs, þær Anna María Sigvaldadóttir, Ragnhildur Hjaltadóttir og Steinunn Stefánsdóttir skreyttu salinn í Múla og sáu um hátíð- arhöldin. Allar konurnar í Baugi lögðu á borð fínar kræsingar og skemmtilegar línugjafir. Skólastjórinn Dónald Jóhannesson stýrði samkomunni og skólabörnunum í ótal söng- og leikatriðum. Sóknarpresturinn séra Magnús Gunnarsson á Dalvík var með kær- komna kvöldmessu í Miðgarðakirkju og sá jafnframt um orgelspil. Hátíðisdagurinn endaði svo á dúndrandi balli, fyrst fyrir yngstu íbúana og síðan al- gjörum gleðidansleik fram á rauða nótt. Hljómsveitin Bahoyja frá Bakkafirði sá um það. Unnið í Norðfjarðarhöfn | Tvö sand- dæluskip hafa undanfarið verið samtímis að störfum í Norðfjarðarhöfn. Annað er Skandía, skip Gáma- og tækjaleigunnar ehf. sem fyllir með uppdældu efni á bak við stál- þil undir þekju. Hitt er Perla, skip Björg- unar hf., sem vinnur við að dýpka höfnina, þar sem verður 10 metra dýpi þannig að stærstu frystiskip geti athafnað sig þar. Þá hefur verið unnið að lengingu stálþils í höfninni í Neskaupstað um 96 metra. Verk- taki er Gáma- og tækjaleigan og búið er að reka niður allar plötur og setja stagfestur og unnið er að fyllingu á bak við þilið og frá- gangi á svæðinu. Tríóið Rússneskirvirtuósar hélt tón-leika á Flúðum á laugardaginn við mikla hrifningu viðstaddra. Tríóið er skipað þeim Dimitry A. Tsarenko sem leikur á balalæku og á allir unnið til fjölda verð- launa í heimalandi sínu en þau komu til landsins árið 2000 til að kynna rússnesk alþýðuhljóðfæri og tónlist. Nú hafa þau haldið tónleika á nokkr- um stöðum á landinu. jafnframt heiðurinn af út- setningum allra laga tríósins, Veru A. Tsa- renko sem leikur á domru og Nigholas A. Martynov sem leikur á bassa- balalæku. Liðsmenn tríósins hafa Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Fágaðir tónar á Flúðum Í Speglinum er jafnanskemmtilegur fróð-leikur. Í nýjasta hefti er vísa eftir Hannes Hafstein í Konunglega bókasafninu: Fjörugt vín og lofnar logar lífga jafnan huga minn sjóna skeyti, brúna bogar, bála mig að sálu inn. Einnig vísa eftir Kon- ráð Gíslason: Úttaugaður af synd og sorg sit ég á hundaþúfu, horfandi í herjans borg sem helst vill liggja á grúfu. Són, hið bragðmikla tímarit um óðfræði, er ný- sprottið. Þar vex run- henda dregin af drótt- kvæðum helmingi: Rangt skrifar nú rekkur, reiknast má slíkt hvekkur, svangur er minn sekkur, en sess er kallaður bekkur. Og runhenda dregin af hálfhnepptum hætti, helmingur: Lýr mig leti og slen svo er stirður sem trén, skjótlega eyðast fén ef ekki kemur igen. Af skotspónum pebl@mbl.is Vatnsdalur | Sveitarstjórn Áshrepps í Austur-Húnavatnssýslu hefur samþykkt að óska eftir viðræðum um sameiningu við Torfalækjar-, Sveinsstaða-, Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhrepps. Umræddir fjórir hreppar hafa þegar ákveðið að sameinast en íbúar Áshrepps höfnuðu sameiningu við Blönduós, Skagaströnd og Skagahrepp í nýlegum sameiningarkosningum. Tillagan um að óska eftir viðræðum við hreppana fjóra var samþykkt í hrepps- nefnd Áshrepps með þremur atkvæðum gegn tveimur. Fram kemur í Húnahorn- inu, fréttavef Húnvetninga, að snarpar um- ræður urðu um tillöguna. Flutningsmenn tillögunnar minntu á að síðastliðinn vetur hefði komið fram undirskriftalisti í sveitar- félaginu þar sem meirihluti kjósenda lýsti yfir áhuga sínum á að ganga til samein- ingar við Torfalækjar-, Sveinsstaða-, Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhrepp. Töldu þeir einsýnt að vilji íbúa Áshrepps stæði til sameiningar við hreppana fjóra. Andstæðingar tillögunnar létu bóka álit sitt þar sem fram kom að þeir teldu að sameiningarnefndin hefði ekki umboð til frekari viðræðna þar sem hennar hlutverki væri lokið með þeirri sameiningu sem væri fyrirsjáanleg um næstu áramót. Einnig kom fram það sjónarmið að sveitarstjórn Áshrepps hefði samþykkt samhljóða að draga sig út úr sameiningaviðræðunum við hreppana í apríl 2004. Vatnsdælir vilja við- ræður um sameiningu Reykjanes | Burkney ehf. í Mosfellsbæ átti lægsta tilboð í lagningu Nesvegar á Reykjanesi og nýs vegar í Höfnum. Kaflinn á Reykjanesvegi er um 8,6 km og liggur frá Stað í Grindavík. Vegagerðin áætlaði að tilboð myndu hljóða upp á 76 milljónir kr. Burkney ehf. býðst til að vinna verkið fyrir tæpar 59,2 milljónir og KNH ehf. á Ísafirði fyrir 72,7 milljónir. Önnur til- boð voru hærri, allt upp í 84% yfir áætl- uðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar. Lagður verður nýr vegur fram hjá Kirkjuvogshverfi í Höfnum. Vegagerðin áætlaði að verktakakostnaður yrði 18 millj- ónir. Burkney ehf. býður tæpar 17,8 millj- ónir. Öll önnur tilboð eru yfir áætlun. Tvö tilboð undir áætlun ♦♦♦   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.