Morgunblaðið - 17.11.2005, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 17.11.2005, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 25 MINNSTAÐUR Reykjanesbær | „Bókin er betri en myndin“, var meðal niðurstaðna á bók- menntaþingi ungra les- enda sem Fræðslusvið Reykjanesbæjar hélt í gær, á degi íslenskrar tungu. Þó vilja börn gjarnan sjá fleiri íslensk- ar barna- og unglinga- bækur á kvikmynd. Frummælendur á þinginu komu öll úr röð- um barna, bæði úr skól- um á Reykjanessvæðinu og eins af höfuðborg- arsvæðinu, samtals 11 framsöguerindi. Mæl- endur leituðust við að svara ákveðnum spurn- ingum, spurningum eins og: Er bókin betri en myndin? og; eiga unglingabækur að vera líkar raunveruleikanum? Á pallborði voru svo tveir rithöfundar, Þorgrímur Þráinsson og Ragnheið- ur Gestsdóttir og Sigþrúður Gunn- arsdóttir frá Eddu útgáfu og Hjalti Snær Ægisson, bókavörður á Bóka- safni Hafnarfjarðar. Sammála um að bókin geri alla upplifun betri Börnin voru nokkuð sammála um að bókin gerði alla upplifun betri, lesandinn gæti búið sér til sína út- gáfu af myndmáli sögunnar í hug- anum meðan bíómyndin segði allt. Auk þess fannst mörgum leiðinlegt að kvikmyndir stytta og breyta bók- unum. Þá eiga raunsæjar bækur meira upp á pallborðið hjá þessum lesendahópi, þær þykja meira spennandi en þó er gott að hafa ævintýrið í bland. Einn frummæl- enda nefndi að Íslendingasögurnar ættu að vera skyldulesning þar sem þær segðu svo margt um sögu þjóð- arinnar. Aðstandendur þingsins voru sér- staklega ánægðir með hvernig til tókst, ekki síst frammistöðu frum- mælenda, sem komu með ýmsar út- færslur á erindum sínum. Rithöf- undarnir voru sérstaklega ánægðir að heyra að börn lesa ennþá og um fjölbreytileika uppáhaldsbókanna. „Við förum héðan fróðari en við komum,“ sagði Ragnheiður Gests- dóttir í lokaávarpi sínu. Bókmenntaþing ungra lesenda haldið Íslendingasögur ættu að vera skylda Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Leikræn útfærsla Nemendur í Heiðarskóla brugðu á leik þegar rætt var um raunsæishöf- undinn Jónas Hallgrímsson og ævintýraskáldið H. C. Andersen. Meðal framsögumanna var Hans klaufi sem sýndi tréklossann góða. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur AKUREYRI SUÐURNES AÐSÓKN hefur að líkindum aldrei verið meiri að Samkomuhúsinu á Akureyri en nú, útlit er fyrir að um 3.000 gestir sæki leiksýningar og tónleika í húsinu nú næstu daga. Fullkomið brúðkaup sem Leik- félag Akureyrar sýnir nú við mikl- ar vinsældir verður sýnt alls fimm sinnum um helgina og er uppselt á allar sýningar. Þá verða tónleikar í húsinu á mánudag sem þegar er orðið uppselt á. Magnús Geir Þórðarson leik- hússtjóri sagði heilmikið um að vera hjá félaginu þessa daga, en Fullkomið brúðkaup hefur verið sýnt fyrir fullu húsi frá því verkið var frumsýnt fyrr í haust. Um aðra helgi er von á fimm þúsundasta gestinum á þá sýningu, um mánuði eftir frumsýningu. „Þetta er með ólíkindum,“ sagði Magnús Geir, Fyrir fáum árum var ekki óalgengt að gestir væru á bilinu 4–7 þúsund talsins yfir allan veturinn. Í því ljósi væri vissulega gaman og gott að fá 5 þúsund gesti í húsið á einni viku. Um 17 þúsund manns sóttu sýn- ingar LA á liðnu leikári, „en mér sýnist að við munum ná enn fleiri gestum á þessu leikári.“    Aldrei meiri aðsókn Reykjanesbær | „Við sáum ekki ein- ungis málefnalegan grunn heldur að með þessu samstarfi væri tækifæri til að vinna meirihluta,“ sagði Eyjólf- ur Eysteinsson, formaður Samfylk- ingarinnar í Reykjanesbæ, þegar hann sagði frá samkomulagi Sam- fylkingarinnar og Framsóknar- flokksins um sameiginlegt framboð við bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjanesbæ í vor. Framboðið verð- ur með þátttöku óflokksbundinna bæjarbúa. Samfylking fékk fjóra bæjarfull- trúa kosna í síðustu kosningum og Framsóknarflokkurinn einn. Eru flokkarnir í minnihluta í bæjar- stjórn. Fulltrúar þeirra hófu að ræða saman um möguleika á sameiginlegu framboði haustið 2004. Viðræðum var frestað vegna sameiningarkosn- inga á Reykjanesi en teknar upp aft- ur að þeim loknum. Flokkarnir sam- þykktu að standa að framboðinu á fundum í fyrrakvöld og kynnti við- ræðunefndin niðurstöðuna í gær. Fjárfesta í fólki Jafnframt var samþykkt framtíð- arsýn framboðsins og helstu stefnu- mál. Fram kom hjá Eysteini Jóns- syni, formanni fulltrúaráðs fram- sóknarfélaganna í Reykjanesbæ, að vinna við gerð stefnuskrár hefjist á næstu dögum. Lagði hann áherslu á að sú vinna færi fram fyrir opnum tjöldum og að leitað verði til íbúa, fé- lagasamtaka og hagsmunahópa um þátttöku. Guðbrandur Einarsson, bæjarfull- trúi Samfylkingarinnar, varð fyrir svörum þegar spurt var um hvað nýja framboðið hygðist gera öðruvísi en núverandi meirihluti til að ná markmiðum, komist það til valda: „Við leggjum áherslu á innviðina. [...] Það hafa orðið útundan þættir sem skipta okkur höfuðmáli.“ Nefndi hann málefni fjölskyldunnar, eldri borgara og ungra einstaklinga í íþróttum og fleiri mál sem sneru að íbúunum sjálfum frekar en útliti bæjarins. „Okkar meginlína er að fjárfesta í fólki,“ bætti Eysteinn Jónsson við. Af einstökum þáttum í stefnuyfirlýsingunni má nefna að nýja framboðið leggur áherslu á að taka upp gjaldfrjálsan leikskóla, í áföngum. Samkomulag hefur náðst um inn- byrðis niðurröðun og vægi flokkanna á framboðslista en ekki fékkst í gær uppgefið hvernig skiptingin yrði. Kom fram að gert væri ráð fyrir að- komu óflokksbundinna í efstu sæt- um. Framboðslistinn verður kynnt- ur, ásamt bæjarstjóraefni, í febrúar næstkomandi. Samfylkingin og Framsókn bjóða fram sameiginlega í vor „Tækifæri til að vinna meirihluta“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Samstarf Fulltrúar í viðræðunefnd Samfylkingar og Framsóknarflokks handsala samvinnuna, Guðný Kristjánsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Ey- steinn Jónsson, Eysteinn Eyjólfsson og Kjartan Már Kjartansson. SUNDFÉLAGIÐ Óðinn hefur ráðið til sín nýjan yfirþjálfara, Vladislav Manikhin að nafni. Hann er rúss- neskur en kemur hingað frá Malasíu þar sem hann var landsliðsþjálfari og því hefur sundfélaginu bæst öflugur liðsauki. Sundfélagið Óðinn er ört stækk- andi félag, iðkendur eru um 200 og er félagið eitt það fjölmennasta á lands- byggðinni. Iðkendur eru á aldrinum 4ra til 18 ára en einnig er starfandi Garpahópur fyrir eldri sundmenn. Áhersla er lögð á að halda utan um einstaklinginn hvort sem um er að ræða iðkun til heilsubótar eða afreks- þjálfun. Óðinn hefur á þessu ári átt 5 sundmenn í landsliðsverkefnum. Um næstu helgi eru 22 sundmenn frá sundfélaginu að taka þátt í Ís- landsmeistaramóti í 25 metra laug og hefur sundmönnum sem náð hafa lágmörkum inn á þetta mót fjölgað um meira en helming milli ára. Morgunblaðið/Kristján Sundþjálfari Rússinn Vladislav Manikhin með sundfólki Óðins á æfingu. Gróska í starfi Sundfélagsins Óðins Nýr yfirþjálfari ráðinn Bæjarstjórn | Þóra Ákadóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og forseti bæjarstjórnar Akureyrar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í bæjarstjórnar- kosningunum í vor. Þóra tók sæti á framboðslista flokksins árið 1998 og var varamaður í bæjarstjórn. Árið 2001 tók hún sæti sem aðalmaður og var kjörin forseti bæjarstjórnar. Í kosningunum 2002 skipaði hún 2. sæti á lista flokksins og hefur verið forseti bæjarstjórnar frá upphafi kjörtímabilsins, auk þess að vera varaformaður félagsmálaráðs og varamaður bæjarráðs, fram- kvæmdaráðs og fasteigna Akureyr- ar. ALLAR skemmtanir á vegum Menntaskólans á Akureyri, MA, hafa um árabil verið áfengis- og tób- akslausar. Þannig er til að mynda árshátíð skólans, sem jafnan er haldin í kringum fullveldisdaginn 1. desember ár hvert, ein stærsta vímulausa skemmtun af þessu tagi haldin hér á landi. Hana sækja að jafnaði 800 til 1.000 manns. Árvisst busaball sem svo er nefnt er einnig haldið án þess að vímuefni séu höfð um hönd. Þá hefur allt félagslíf í MA verið reyklaust um langt skeið, langleiðina í tvo áratugi. „Nemendur sjálfir hafa mikinn metnað í þessum efnum, þeir vilja að skemmtanir eins og árshátíð og busaball séu haldnar án áfengis eða annarra vímuefna. Þetta er eitthvað sem þeir sjálfir vilja og ákveða, er ekki skipun frá yfirvöldum,“ segir Edda Hermannsdóttir, formaður skólafélagsins Hugins. Hún nefnir að árshátíð skólans sé mikil hátíð og þar mæti allir í sínu fínasta pússi, nemendur í 4. bekk t.d. flestir í ís- lenskum búningi. „Það hefur enginn áhuga fyrir því að fara á fyllerí á svona fínni samkomu,“ segir Edda, en góða skapið nægi til að fólk skemmti sér hið besta án þess að áfengi komi við sögu. „Fólk skemmtir sér vel og það er dansað fram á rauða nótt. Við látum það ekki aftra okkur frá því að skemmta okkur þó ekkert sé áfengið,“ segir Edda, en í huga margra fari það saman, skemmt- un og áfengi. Innan skólans er félag, Glíma, stendur fyrir Gleði í MA, en til- gangur þess er að kynna félagslíf án vímuefna, bæði innan skól- ans og utan. Fé- lagið hefur starf- að síðastliðin tvö ár og vex og dafnar. Edda segir að um eins kon- ar jafningjafræðslu sé að ræða, fé- lagsmenn fari um skólann og ræði við nemendur um sjálfsmynd, af- leiðingar drykkju og neyslu vímu- efna og njóti aðstoðar forvarnarfull- trúa skólans. Þá hafi félagsmenn einnig heimsótt krakka í 7. og 8. bekk í grunnskólum Akureyrar og frætt þau um þessi efni. Ekki feimnismál lengur „Þetta framtak hefur fengið góð- an hljómgrunn,“ segir Edda. Félag- ið kvað hún nokkuð fjölmennt og æ fleiri gengju til liðs við félagsskap- inn. Hún segir unga fólkið alls óhrætt við að tala um þessi mál, það sé fullt sjálfstrausts og þyki sjálf- sagt að tala um að ekki þurfi nauð- synlega að drekka áfengi eða nota aðra vímugjafa þegar verið er að skemmta sér. „Þetta er ekki feimn- ismál lengur, menn segja frá því í hreinskilni ef þeir ekki drekka og það þykir bara sjálfsagt mál,“ segir Edda. Allar skemmtanir á vegum MA áfengis- og tóbakslausar Nemendur hafa mikinn metnað Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Edda Hermanns- dóttir, formaður Skólafélagsins Hugins í MA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.