Morgunblaðið - 17.11.2005, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 17.11.2005, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. M enntamálaráðherra veitti tvær viðurkenningar í gær á Degi íslenskrar tungu, en í reglum menntamálaráðuneytis um verðlaun og viðurkenningar á þeim degi segir að auk verðlauna Jónasar Hallgrímssonar, sé heimilt að veita sér- stakar viðurkenningar fyrir stuðning við íslenska tungu. Ráðherra ákvað að veita verkefninu Lestrarmenningu í Reykja- nesbæ og bókaútgáfunni Bjarti slíkar viðurkenningar í ár, og fengu þessir að- ilar afhent listaverk eftir Brynhildi Þor- geirsdóttur. Í ráðgjafarnefnd um viðurkenning- arnar sátu Baldur Sigurðsson, Kolbrún Bergþórsdóttir og Sveinn Yngvi Eg- ilsson. Hvatt til lesturs í Reykjanesbæ Lestrarmenning í Reykjanesbæ er heiti þriggja ára þróunarverkefnis, sem hófst árið 2003, og var hrundið af stokk- unum til að efla lestrarfærni og mál- skilning barna í bæjarfélaginu. Markmið verkefnisins er að fá allt samfélagið til að taka höndum saman um að efla mál- og lesþroska barna, allt frá fæðingu til fullorðinsára. Fræðsluskrifstofa Reykja- nesbæjar stýrir verkefninu, en að því koma einnig heilbrigðisstofnanir og ung- barnaeftirlit, leikskólar, grunnskólar og bókasöfn. Námskeið eru haldin fyrir þá sem að verkefninu koma og hafa verið gefnir út fræðslubæklingar fyrir al- menning og markmiðum verkefnisins komið á framfæri með ýmsum hætti, t.d. með lestraráskorun milli fyrirtækja. Í rökstuðningi ráðgjafanefndarinnar sagði meðal annars: „Lestrarmenning í Reykjanesbæ er óvenjulega metn- aðarfullt og umfangsmikið verkefni. Strax við ungbarnaeftirlit er lögð sér- stök rækt við að fylgjast með málþroska og leiðbeina foreldrum um leiðir til mál- örvunar fyrstu árin. Á leikskólastigi eru lögð drög að markvissu starfi með mál- örvun og lestu og bókasöfn, o í grunnskólum efnum og teng Sérstaklega nýbúa og aðra sendur en aðri lensku máli og er metinn regl vakið mikla at Íslenska | Bókaforlagið Bjartur og verkefnið Les Eiríkur Hermannsson veitir viðtöku viðurkenningu fyrir ve „Það að hljóta þessa viðurkenningu er okkur ákaflega miki Mikilvæg og met Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Allar viðurkenningargleðja mann, ósköp ein-faldlega vegna þess aðþær eru hvatning til þess að reyna að gera betur. Mér er fátt kærara í lífinu en Jónas Hallgrímsson, og því ekki verra að viðurkenningin skuli kennd við hann,“ sagði Guðrún Helga- dóttir rithöfundur í samtali við Morgunblaðið í gær, en hún hlaut Verðlaun Jónasar Hallgríms- sonar árið 2005, viðurkenningu sem menntamálaráðherra veitir árlega á degi íslenskrar tungu. Í rökstuðningi ráðgjaf- arnefndar ráðherra segir: „Guð- rún Helgadóttir er án nokkurs vafa vinsælasti núlifandi barna- bókahöfundur landsins. Bækur hennar eru á þriðja tug og hafa notið gríðarlegra vinsælda ís- lenskra lesenda allt frá því fyrsta bókin Jón Oddur og Jón Bjarni kom út árið 1974. Varla þarf að hafa mörg orð um það hversu miklu máli það skiptir fyrir ís- lensk börn að alast upp við góðar bókmenntir sem höfða til þeirra. Ekki er hægt að efast um áhrifa- mátt barnabóka Guðrúnar. Hún skrifar til barna á þann hátt að þau finna að þau eiga sér mál- svara enda nýtur sjónarhorn barnsins sín einkar vel í bókum hennar. Sem rithöfundur býr Guðrún yfir ríkri frásagnargáfu en jafnframt leggur hún mikið upp úr því að skrifa góðan texta. Hún hefur einkar gott vald á ís- lenskri tungu og að þessu leyti gegna verk hennar mikilvægu uppeldishlutverki þegar kemur að því að efla málsþroska barna, auðga orðaforða þeirra og gera þau meðvituð um mikilvægi rit- aðs máls. Á löngum ferli hefur hún verið óþreytandi við að leggja sitt á vogarskálarnar til varðveislu íslenskrar tungu.“ Aðspurð hvort þjóðin sé of værukær gagnvart tungumálinu sínu og hvort ástæða sé til að vera betur á varðbergi um vel- ferð þess segir Guðrún að fyrr á öldum hafi fólk haft áhyggjur af velferð íslenskrar tungu, en hún hafi nú samt bjargast, fyrir til- stilli manna eins og Jónasar Hall- grímssonar. „Auðvitað er leið- inlegt að heyra hve mikið kæruleysi ríkir gagnvart tung- unni og þá ekki síst meðal fjöl- miðlafólks. Hins vegar er mikið gert til að efla íslenska tungu í skólum landsins. Í grunnskól- anum er unnið ómælt starf við að halda börnum að bókum og bók- lestri. En foreldrar þurfa líka að taka þátt í því. Það sækir margt að íslenskri tungu, og ekki sjálfgefið að hún haldist hrein. Það er á ábyrgð okkar allra að vera vakandi. Þess vegna er afskaplega gott að hafa svona dag til að minna fólk á það. Ég held að þegar öllu er á botn- inn hvolft vilji fólk ekki missa sitt móðurmál og það verður aldrei of brýnt fyrir börnum og ungu fólki, að því betri skil sem þau kunna á móðurmálinu, því auð- veldara eiga þau með að tileinka sér aðrar tungur. Við eigum bara eitt móðurmál, og ef við kunnum ekki skil á því eigum við heldur ekki gott með að læra önnur mál.“ Guðrún hefur hlotið marg- víslegar viðurkenningar fyrir verk sín, þar á meðal Norrænu barnabókaverðlaunin, verðlaun úr Thorbjörn Egner sjóðnum, barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur og barnabókaverð- laun skólamálaráðs. Verðlaunin eru 500 þús ritsafn Jónasar Hallgríms Tungan | Guðrún Helgadóttir hlaut verðlaun Jónasar Rík frásagnargáfa þar sjónarhorn barnsins n „Í grunnskólanum er unni og bóklestri,“ sagði Guðrú launa Jónasar Hallgrímsso Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Í SKUGGA EITURS Í íslensku þjóðfélagi blasir hvar-vetna við velmegun, en það get-ur verið stutt í skuggann og eymdina. Undirheimar Íslands hafa verið til umræðu vegna útkomu bók- arinnar Skuggabarna eftir Reyni Traustason. Í bókinni eru sagðar sögur þar sem eiturlyfjaheiminum er lýst. Þar koma fyrir fíklar, smyglarar, handrukkarar og ör- væntingarfullir foreldrar. Þar er meira að segja lýst tilraunum til að gera Ísland að markaði fyrir heróín. Oft þarf ekki mikið til að leiðast á glapstigu. Eitt rangt spor getur skipt sköpum. Það getur verið erfitt að skilja hvernig nokkur maður getur orðið eiturlyfjum að bráð þegar horft er á hvernig fíklar og eiturlyfjasjúkling- ar eyðileggja líf sitt og líkama. Líka má spyrja hvað sé spennandi við áfengi vegna þess að afleiðingarnar af áfengisfíkn eru ekkert síður óhugnanlegar þótt um sé að ræða fíkniefni, sem selt er með velþóknun yfirvalda. Fíkniefni tengjast jaðarmenningu og aðdráttarafli andhetja jafnt úr kvikmyndum sem tónlist. Ímynd fíkilsins var meira að segja allsráð- andi í ímyndarsköpun tískuhúsanna um skeið. Þessi ímynd og yfirbragð eru ekki til þess að fæla frá eitur- lyfjum. Raunveruleikinn er hins vegar allt annar og tilvera fíkilsins eins ömurleg og hugsast getur. Á endanum verður fíkillinn þræll eit- ursins. Það stjórnar lífi hans, ekk- ert annað skiptir máli og nánustu aðstandendur verða aukaatriði. Það er fátt spennandi við líf fíkilsins. Því fylgir enginn ljómi, bara ömurleiki. Fíkniefni eru mun sjálfsagðari meðal unglinga á Íslandi en flestir gera sér grein fyrir. Tiltölulega auðvelt er fyrir unglinga á fram- haldsskólaaldri að nálgast eiturlyf og það er alþekkt að á þeim aldri getur verið erfitt að standast þrýst- ing jafnaldranna. Í Morgunblaðinu í gær segir frá könnun, sem gerð var á liðnu ári, annars vegar um vorið meðal nem- enda í 10. bekk grunnskóla og hins vegar um haustið meðal nemenda í fyrsta bekk framhaldsskóla. Þarna var því um að ræða sama árganginn, eini munurinn var sá að liðið hafði eitt sumar, sem könnunin leiddi í ljós að hefði verið ansi örlagaríkt í lífi margra. Samkvæmt könnuninni hafði hlutfall þeirra, sem höfðu orð- ið ölvaðir í mánuðinum á undan, aukist úr 26% í 53% um sumarið og þeim, sem prófað höfðu hass, fjölg- að úr 9% í 12,7%. Það er sláandi hversu mjög þeim, sem prófuðu áfengi, fjölgar samkvæmt könnun- inni. Sumarið eftir að grunnskóla lýkur er greinilega sérstakur áhættutími. Reynir Traustason lýsir í bók sinni aðstæðum í fíkniefnaheimin- um án þess að predika og er það sennilega helsti styrkur hennar. Hann lætur lesandanum eftir að draga sínar ályktanir, sem í raun geta aðeins verið á einn veg: Ekki. Mikla áherslu á að leggja á bar- áttuna við fíkniefni. Hún snýst um að koma í veg fyrir að fólk kasti líf- inu á glæ með því að ánetjast eit- urlyfjum. Það verður gert með því að koma á framfæri upplýsingum og í þeim efnum þarf ekki að nota ýkjur vegna þess að raunveruleikinn get- ur verið alveg nógu skelfilegur. Sú barátta er ekki háð gegn þeim, sem ánetjast fíkniefnum, heldur með þeim. Hún snýst um að hjálpa þeim að losa sig úr klóm eitursins, en ekki að refsa fíklunum í ofanálag. Hún á hins vegar að beinast af fullum krafti að þeim, sem gera sér fíkni- efni að féþúfu, um leið og lögð verð- ur áhersla á að stöðva smygl á fíkni- efnum til landsins, meðal annars með því að beita bestu leitartækni, sem völ er á. Það verkefni ætti að vera auðveldara en víðast hvar ann- ars staðar á eyju þar sem inngöngu- leiðir eru þekktar. Íslensk æska er síður en svo á helvegi stödd og flest- ir komast klakklaust í gegnum helstu freistingar, en það er lítil huggun fyrir þá, sem verða fíkninni að bráð, og hver einstaklingur, sem hægt er að bjarga frá þrældómi eit- ursins, er baráttunnar virði. MENNTUN OG ATVINNA Í marga áratugi hefur verið hægtað halda því fram með fullum rökum, að háskólamenntun væri for- senda þess, að ungt fólk gæti fengið vinnu við sitt hæfi. Eftir því sem fleiri komu á vinnumarkaðinn með einhvers konar háskólapróf fór ungt fólk að leggja áherzlu á lengra há- skólanám og æðri prófgráður en áð- ur. Það dugði um skeið til þess að tryggja þeim, sem t.d. höfðu meist- arapróf frá háskóla, forskot á vinnu- markaðnum. Þar kom að meistara- prófin dugðu tæpast til og fleiri og fleiri leggja nú fyrir sig doktorsnám. En nú er augljóslega svo komið, að menntunin ein dugar ekki til. Á vinnumarkaðnum í dag er fjöldi fólks með háskólapróf, sem telur sig ekki hafa fengið vinnu við hæfi eða í samræmi við þau próf, sem viðkom- andi hefur tekið frá háskólum heima og erlendis. Þetta rýrir ekki almennt gildi menntunar en þessi þróun veldur óneitanlega vonbrigðum hjá því unga fólki, sem lagt hefur á sig mikla vinnu til þess að tryggja sér próf frá háskóla auk þeirrar fjárfestingar, sem í hana hefur verið lögð. Gera má ráð fyrir, að á næstu ár- um verði stöðugt erfiðara fyrir há- skólamenntað fólk að fá vinnu. Kannski er það skýringin á því, að samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í gær eru nú rúmlega 2.000 Íslend- ingar yfir fertugt í háskólanámi. Sennilega eru margir þeirra að reyna að tryggja samkeppnishæfni sína á vinnumarkaðnum. En er kannski svo komið að það dugar ekki til?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.