Morgunblaðið - 17.11.2005, Side 31

Morgunblaðið - 17.11.2005, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 31 ur í samvinnu við foreldra og því starfi er fram haldið m með fjölbreyttum verk- gslum við frístundastarf. a er gert ráð fyrir að styðja a sem hafa veikari for- ir til að ná tökum á ís- g lestri. Árangur barnanna lulega. Verkefnið hefur thygli í bæjarfélaginu og utan þess. Það er gott dæmi um verk- efni sem unnt væri að skipuleggja í hvaða sveitarfélagi sem er. Sú reynsla og þekking sem aflast hefur í Reykja- nesbæ ætti að vera öðrum sveit- arfélögum góður stuðningur.“ Frumkvöðullinn að baki verkefninu er fræðslustjórinn í Reykjanesbæ, Eiríkur Hermannsson. Hann segist stoltur og glaður yfir viðurkenningunni, sem og verkefninu sjálfu. „Það að hljóta þessa viðurkenningu er okkur ákaflega mikils virði og mér þykir afar vænt um hana. Ég tók við henni fyrir hönd allra hinna fjölmörgu sem komið hafa að verkefn- inu,“ sagði hann. Verkefnið hefur staðið yfir frá því í fyrra og segir Eiríkur það hafa gengið mjög vel fram til þessa, en ráðgert er að því ljúki á næsta ári. „Þetta er mjög metnaðarfullt og stórt verkefni og hefur að sumu leyti skotið öðrum sprotum en við sáum fyrir í upphafi. En þetta hefur verið virkilega skemmtileg vinna og margir góðir hlutir gerst undir þessari regnhlíf, sem þetta verkefni er.“ Þýðingar Bjarts Á undanförnum árum hefur bókaút- gáfan Bjartur verið ötul við þýðingar á bókum erlendra samtímarithöfunda, og koma meðal annars út 4–6 bækur árlega af því tagi í ritröðinni Neon. Höf- uðáhersla er þar lögð á ný skáldverk sem vakið hafa athygli í heimalandinu og þykja eiga erindi við íslenska les- endur. Í niðurstöðu ráðgjafanefndarinnar sagði meðal annars: „Ekki þarf að fara mörgum orðum um hve mikilvægt það er að nýjum erlendum skáldverkum sé komið á framfæri hér á landi, einkum þegar um er að ræða bækur sem ritaðar eru á málum sem fáir Íslendingar kunna til hlítar eins og ítölsku og rússnesku. En hitt er ekki minna um vert að þýð- endur eru þannig hvattir í verki til að láta reyna á þanþol og þróunargetu ís- lenskrar tungu. Málnotendur og unn- endur fagurbókmennta njóta góðs af þeirri glímu og þegar best tekst til nær þýðingin að skjóta rótum í innlendri bókmenntahefð og verða hluti af menn- ingarlandslaginu. Það er lofsvert að bókaútgáfa skuli sýna slíkt frumkvæði og metnað. Bjartur er því vel að við- urkenningu kominn á degi íslenskrar tungu fyrir öflugt kynningar- og útgáfu- starf sitt á erlendum samtímabók- menntum.“ Að sögn Snæbjarnar Arngrímssonar, forleggjara hjá Bjarti, fagna menn þar á bæ viðurkenningunni. „Auðvitað getum við ekki verið annað en ánægðir. En svo er spurning hvort við stöndum undir henni,“ sagði hann í samtali við Morg- unblaðið. Snæbjörn segir útgáfu þýddra er- lendra bóka á Íslandi blöndu af hug- sjónastarfi og viðskiptum. „Við hjá Bjarti erum að reyna að færa rjómann af því besta sem gerist í heiminum hing- að heim til Íslands, enda nauðsynlegt fyrir bókmenntaþjóð að sjá það sem er að gerast úti í heimi,“ segir hann. „Fyrst og fremst viljum við gefa út það besta í bókmenntum og því liggur beint við að leita til útlanda líka.“ strarmenning í Reykjanesbæ hljóta viðurkenningar á Degi íslenskrar tungu Morgunblaðið/Kristinn Snæbjörn Arngrímsson tekur við viðurkenningu úr hendi menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fyrir framlag bókaforlagsins Bjarts til þýðinga erlendra samtímabókmennta á íslensku. erkefnið Lestrarmenning í Reykjanesbæ. ils virði og mér þykir afar vænt um hana.“ tnaðarfull verkefni s. kr. og ssonar í skinnbandi. Menningarsjóður Ís- landsbanka og Sjóvár-Almennra leggja til verðlaunin. Hallgrímssonar 2005 r sem ýtur sín Morgunblaðið/Kristinn ð ómælt starf við að halda börnum að bókum ún Helgadóttir rithöfundur, handhafi Verð- onar 2005. Henni er fátt kærara en Jónas. Það má segja að ég sé búinnað vinna að þessari bókmeira og minna í sautjánár,“ segir Jón Hilmar Jónsson íslenskufræðingur um Stóru orðabókina um íslenska mál- notkun, en hún er höfundarverk hans. Stóra orðabókin á sér und- anfara í tveimur orðabókum, Orðastað og Orðaheimi, sem Jón Hilmar samdi á árabilinu 1989−2002, en íslensk málnotkun er viðfangsefni þeirra beggja, hvorrar á sinn hátt. „Mér fannst ég ekki vera búinn að finna efninu þann búning sem hæfði því full- komlega, og þá réðst ég í það að flétta bækurnar saman í heildstætt verk. Það var heilmikil vinna að greina efni eldri bókanna þannig að það þjónaði því módeli. Allt Orðastaðarefnið þurfti til dæmis að vinna upp á nýtt til að samræma það orðaskrá nýju bókarinnar.“ Auk þess að spanna allt svið fyrri bókanna tveggja, byggist Stóra orðabókin á miklu nýju efni. Krakkarnir spyrja: „Hvernig borðar maður fíl?“ og í svarinu: „maður fær sér fyrst einn bita, og svo annan, og svo annan …“ felst sú hugsun að það sem ekki virðist áhlaupaverk verði einungis unnið með þrautseigju, þolinmæði og seiglu. Það sama hlýtur að eiga við um skrif orðabókar, sem er 1600 síður. Bókin skiptist í tvo meg- inhluta, annars vegar er sjálf orða- bókarlýsingin með rösklega 13.000 flettiorðum, en hins vegar er sjálfstæð skrá um öll orð og orðasambönd í orðabókartext- anum, um 85.000 talsins. „Tækni- nýjungarnar hafa fleytt þessu áfram. Það hefði verið óhugsandi að vinna þessa bók fyrir daga tölv- unnar. Um leið og búið var að greina hráefnið, orð, texta og dæmasöfn og hægt var að hefjast handa við að tengja þræðina, var þetta miklu aðgengilegra í vinnslu. Þannig vannst verkið, og stækkaði smátt og smátt.“ Þórdís Úlfarsdóttir hefur unnið að öllum bókunum þremur með Jóni Hilmari, og Ragnar Hafstað vann rafræna gerð nýju bók- arinnar, sem fylgir á geisladiski. „Það er ansi mikil viðbót við gamla hefðbundna birtingarformið.“ Jón Hilmar segir marga fleiri hafa lagt hönd á plóginn, ekki síst á lokasprettinum. „Eins og gengur, hefur þetta þó oft verið eins manns barátta.“ Jón Hilmar segir Stóru bókina óvenjulega fyrir það hvað hún bjóði notandanum margar leiðir að efninu. „Flettiorðin eru jöfnum höndum hugtök og orð í einni órofinni stafrófsröð. Það er heppi- legt fyrir þá sem áður þurftu að reika á milli bókanna. Í orða- sambandaskránni er hægt að grípa nánast hvaða þráð sem er í orðasambandi, til að komast inn í það orðafar eða orðasvið sem hugsað er til. Hugtakaheitalisti er á þremur málum. Var áður bara á ensku, en er hér líka á dönsku og þýsku. Þar er ég að reyna sér- staklega að höfða til þeirra útlend- inga sem vilja auka íslenskan orðaforða sinn. Fyrir utan þetta er svo rafræna útgáfan, sem býður upp á þann möguleika að leita dýpra. Þar er til dæmis hægt að raða efninu á ýmsan máta. Ég er mjög ánægður með hvernig Þórdís og Ragnar unnu rafrænu gerðina; þau voru mjög fundvís á tækni- legar leiðir í framsetningu, sem mér fannst hæfa efninu vel.“ Jón Hilmar segir erfitt að bera Stóru orðabókina saman við aðrar íslenskar orðabækur, og ekki sé víst að hún geymi öll orð sem séu í öðrum slíkum bókum. „Þarna er ekki verið að tíunda orð sem standa stök. Viðmiðunin er sú að orðin séu virk í orðasamböndum eða samsetningum og að þau eigi sér slíkt umhverfi. Þarna er þó gríðarlega mikill orðaforði. Sam- setningarnar sem tengjast fletti- orðunum eru ekki skilgreindar í sjálfum sér en eru þarna í efn- islega flokkuðum dálkum. Það eru um 100 þúsund orð ef allt er talið. Annað eins er svo af orða- samböndum og notkunardæmum.“ Það er JPV útgáfa sem gefur Stóru orðabókina út, og í tilkynn- ingu frá útgáfunni segir að bókin sé verk sem muni verða ómissandi á öllum heimilum, skólum, stofn- unum og vinnustöðum og auðvelda fólki á öllum aldri að finna réttu orðin til að tjá sig, auðga orðaforð- ann og styrkja málkennd sína. Tungan | Stóra orðabókin um íslenska málnotkun eftir Jón Hilmar Jónsson Óvinnandi verk án tölvunnar Morgunblaðið/Sverrir „Þarna er gríðarlega mikill orðaforði.“ Jón Hilmar Jónsson íslensku- fræðingur með verk sitt, Stóru orðabókina um íslenska málnotkun. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.