Morgunblaðið - 17.11.2005, Page 32

Morgunblaðið - 17.11.2005, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR E inu sinni sagði fram- sóknarmaður í borgarpólitík að Esjan minnti sig á fjóshaug og þetta vakti ægilega hneykslun. Þetta var held ég allra mætasti maður og örugglega hreinskilinn. En hann hefur varla sótt mikið af at- kvæðum til þeirra Reykvíkinga sem líta á Esjuna sem eitt feg- ursta fjall í heimi, jafnvel helsta skart sköpunarverksins eins og einhver orðaði það í heitum potti. Blokkirnar norðan við mig skyggja alveg á Esjuna og þess vegna verð ég að fara út til að sjá hana. En þetta er nú bara fjall og nóg er til af þeim. Núna stekkur enginn Reykvík- ingur upp á nef sér yfir ummæl- um af þessu tagi, við erum orðin brynjuð. En víða á Vesturlöndum eru menn að setja lög sem eiga að koma í veg fyrir að farið sé móðgandi orðum um það sem sumum minnihlutahópum, til dæmis múslímum, er heilagt. Fleira en orð geta sært. Danska blaðið Jyllandsposten komst ný- lega að því að nokkrir listamenn höfðu færst undan því að teikna myndir af Múhameð spámanni í barnabók um hann. Þeir sögðust óttast árásir og jafnvel ofbeldi af hálfu sanntrúaðra múslíma, full- yrti blaðið. Samkvæmt hefðum múslíma er það gróft brot að búa til mynd af Múhameð. Blaðið sagði að um atlögu að tjáningarfrelsinu væri að ræða ef menn væru farnir að láta hótanir öfgamanna stýra sér. Það fékk aðra listamenn til að teikna spá- manninn og birti síðan mynd- irnar. Nýlega reyndu sendiherr- ar allmargra múslímaþjóða að fá stjórnvöld í Kaupmannahöfn til að stöðva þessar meintu árásir á íslam. Þeim var bent á dómstól- ana, þeir gætu kært ef þeir teldu að dönsk lög hefðu verið brotin. Langt er síðan upp hefur kom- ið mál sem sýnir jafnskýrt mun- inn á veraldlegum hugarheimi Vesturlandamanna og hug- arheimi trúaðra múslíma. Maður getur auðvitað efast um heilindi blaðsins sem uppskar aukna sölu og athygli með tiltækinu. Öllu mikilvægara er að spyrja: Var ekki hægt að nota aðra aðferð til að verja frelsið? Var nauðsynlegt að særa múslíma með því að gera það sem þeim finnst sumum jafnsvívirðilegt og umhverf- issinnum tillagan um að virkja Gullfoss? Hvort tveggja veldur tilfinn- ingalegu umróti, fólki er sýnd lít- ilsvirðing með því að leika sér með það sem það setur ofar flestu öðru, ef ekki öllu. Vandinn er að við hér á Vesturlöndum skiljum öll nokkuð vel andstyggð náttúruverndarsinna á því að raska við merkilegri nátt- úruperlu að óþörfu. En trúar- brögðin eru orðin mörgum fjar- læg, orðin að einkamáli og jafnvel feimnismáli, a.m.k. í norð- anverðri Evrópu. Flestir yppta bara öxlum ef hortugir listamenn svívirða Maríu Guðsmóður eða gera gys að krossfestingu Frels- arans. Svona er nútíminn, allir mega segja það sem þeim finnst, segja menn bara. Allt er jafngott og þá er auðvitað allt jafnslæmt. Bara. En nú vakna menn með and- fælum, fjöldi múslíma hefur sest að í samfélögum okkar og margir þeirra krefjast þess að við sýnum trúnni virðingu. „Ég tel ekki að tjáningarfrelsi merki að maður hafi ótakmarkað frelsi til að segja eitthvað sem getur sært annað fólk,“ sagði forsætisráð- herra Tyrklands nýlega um Múhameðsmyndirnar á blaða- mannafundi í Danmörku. Hann minnti á þau gömlu sannindi að frelsi eins lýkur þar sem frelsi annars byrjar. Ef við heiðruðum ekki þá reglu almennt væri hætt við að lífið yrði enn ofbeldisfyllra en það er. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ráðamenn Mið- Austurlanda ræða um göfug gildi, t.d. tjáningarfrelsi, er að þeir minni á Skrattann þegar hann les Biblíuna. Hann er sagð- ur snúa henni á haus. Íslamskir leiðtogar mættu alveg sinna mannréttindum í eigin ríkjum áð- ur en þeir gerast verðir múslíma utan eigin heimshluta. En er þar með sagt að þeir hafi algerlega rangt fyrir sér? Gefur tjáning- arfrelsið okkur ekki aðeins rétt til að segja að Esjan sé ljót held- ur rétt til að særa fólk á hvern þann máta sem okkur þóknast? Lagalega séð má ég auðvitað storka sumu fólki og segja að Esjan sé ljót en ég vex ekkert af því. Við megum líka reka út úr okkur tunguna á almannafæri. Lagalega hafði Jyllandsposten áreiðanlega rétt til að birta myndirnar og getur vel sagt að þetta sé heilög barátta fyrir tján- ingarfrelsi en allt önnur spurning er hvort það var skynsamlegt eða fallegt. Nú fer því fjarri að allir múslímar í Danmörku eða öðrum vestrænum löndum vilji skerða tjáningarfrelsið, þeir vita margir betur en innfæddir hvað þetta frelsi er dýrmætt. En það er athyglisvert að sumir hóf- samir múslímar biðja okkur ein- faldlega að rétta fram sáttahönd, sýna aðgát í nærveru sálar eins og það var einu sinni orðað á ís- lensku. Sýna tillitssemi. Aðrir leiðtogar múslíma í vest- rænum löndum vilja hins vegar ströng refsilög um að bannað verði að tala illa um íslam. Fleiri koma þá í kjölfarið. Næst yrði þá að setja lög gegn þeim sem hæð- ast að kristni. Eða búddatrú. Eða þeim sem vilja ögra ein- hverjum með því að hallmæla náttúrunni og segja að hún sé ljót. Í Bandaríkjunum setja menn nú sérstök lög gegn „haturs- glæpum“ og þá er aðallega átt við árásir gegn kynþætti eða kynhneigð. Setjum lög og aftur ný lög. Það er eitthvað örvænt- ingarfullt við þessa viðleitni. Hún er vafalaust vel meint. En laga- bálkar vinda upp á sig ef við ætl- um alltaf að leysa málin með öðru en sjálfsaga og tillitssemi, það verður sagan endalausa. Esjan er ljótt fjall Var nauðsynlegt að særa múslíma með því að gera það sem þeim finnst sumum jafnsvívirðilegt og umhverfissinnum til- lagan um að virkja Gullfoss? VIÐHORF Kristján Jónsson kjon@mbl.is HARALDUR Ólafsson, sölumað- ur hjá Sjónvarpsmiðstöðinni, segir fólk venjulega ekki skilja hvað allt þetta þýðir og margir komi við hjá þeim til að fræðast um muninn á LCD og plasma. „Bæði hafa sína kosti og galla, það er mikið horft á LCD í dag en ef fólk ætlar í sam- bærilega stærð í því og í plasmanu er LCD orðið tölu- vert dýrara. Ef fólk er að kaupa stór tæki þá er það plasmi en ef það ætlar í miðlungs eða lítið tæki er það LCD. Það selst mest af 32 tomma LCD og 42 tommu plasma, áður fyrr var fólk með 25 tommu tæki í mesta lagi. Fyrir venjulega út- sendingu, á svona stórum skjá, verð- ur myndin ekkert voðalega góð. Það eru margir að kaupa sér háskerpu- sjónvarp því þeir vilja vera viðbúnir því þegar útsendingin breytist.“ Haraldur segir mikinn mun á myndgæðum á tækjum eftir verði. „Það er mikill munur á ódýrasta og dýrasta tækinu. Margir skoða þunnu tækin því það er hægt að hengja þau upp á vegg og þau taka ekki mikið pláss í stofunni. Fólk er líka að búa sig undir framtíðina, kaupir tæki með miklum myndgæðum og flottu útliti.“ Ráðleggja fólki að bíða Grétar Óskarsson hjá sjónvarps- verkstæðinu Litsýn segir að það sé mikil þróun og örar breytingar í gangi í sjónvörpum. „Því er spáð að plasmatækin detti út og LCD taki al- veg við og jafnvel einhver ný tækni. Ég ráðlegg fólki að hanga á gömlu tækjunum eins og það getur, því gott sjónvarpstæki er mjög dýrt og tækn- in er á mikilli ferð. Tæknin er dýr, góð tæki í dag sem gefa mjög góða mynd kosta líklega 300–400 þúsund. Það er hægt að fá tæki á 100–150 þúsund krónur en þá er það með lélegri mynd en gömlu tækin. Gömlu sjónvarpstækin gefa nefnilega betri mynd en ódýrari flatskjástækin.“ Grétar segir að þeir hjá Litsýn ráð- leggi sínum viðskiptavinum að bíða og sjá hvað setur. „Þessi dýr- ustu tæki eru með virkilega góðri mynd en þau eiga eftir að detta niður í verði eftir einhvern tíma.“ Skoða myndgæðin vel Hann ráðleggur þeim sem eru að skoða ný tæki að skoða myndina í tækinu við eðlilegar aðstæður, ekki í búðinni. „Flestar búðir eru með dvd- myndir í gangi í tækjunum og því digital-gæði og þá sést ekki rétt mynd. Þegar fólk fer heim með tækið og tengir það við gamla loftnetið hrekkur það við því myndin er ekki eins skýr og í búðinni. Við fáum nokkuð af útköllum þar sem fólk biður okkur að ná skýrri mynd á plasmatæki, þá er ekkert annað að en að tækið sjálft er ekki nógu skýrt. Það er ekki nóg að kaupa bara plasmatæki, fólk er ekki að kaupa mikil myndgæði á 100–150 þúsund krónur. Við ráðleggjum við- skiptavinum okkar að bíða með að kaupa sér tæki nema þeir hafi efni á tæki á yfir 300 þúsund krónur.“ Grétar segir að það hafi dregist saman að fólk komi með tæki í við- gerð. „Það er þó alltaf eitthvað en það er aðallega eldra fólk, þ.e fjöru- tíu ára og eldra, sem kemur með tæki. Við fáum allar tegundir af sjón- varpstækjum í viðgerð en þó aðallega stærri og dýrari gerðirnar, – flatskjá- irnir bila líka.“  SJÓNVÖRP | Hvað þýðir LCD, plasma og háskerpa? Morgunblaðið/Árni Torfason Breytingar eru mjög örar þegar sjónvörp eru annars vegar og margir vilja bíða með að kaupa sér tæki. Ódýr plasmaskjár eða eldra sjónvarp? Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Plasma eða PDP, Plasma Display Panel, er með gasfylltar sellur eða punkta, þegar straumur er á gasfylltu sellunum senda þær frá sér ljós sem verður að mynd á sjónvarps- skjánum. PDP Háskerpusjónvarp er með merkinu HD, eða High Def- inision. Háskerpusjónvarp er fyrir næstu kynslóð út- sendinga. Venjuleg útsend- ing er tvöhundruð þúsund pixelar en há- skerpusjónvarp nær upp í tvær milljónir pixela þannig að gæðin og skerpan í há- skerpusjónvarpi eru tíu sinnum meiri. HD LCD stendur fyrir Liquid Cristal Display og eru fljótandi kristallar. Í sjón- varpstæki liggja kristall- arnir eins og þunn filma á milli tveggja glerja. Þessir litlu fljótandi kristallar eru kallaðir punktar eða pixels og fjöldi punkta gefur til kynna upplausn á skjá. Hver og einn kristall lýsir einn lit og myndar þannig mynd. LCD Flestir horfa meira á sjónvarpið í skammdeginu en á öðrum árstímum. Sala á sjónvarpstækjum nær hámarki fyrir jólin. Orð eins og plasma, LCD og háskerpa er nokkuð sem sjónvarpskaupendur þurfa að kunna skil á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.