Morgunblaðið - 17.11.2005, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 17.11.2005, Qupperneq 33
Auðvelda neytendum að velja hollt MATVÆLAUMBÚÐIR sem auð- velda neytendum að velja hollan mat koma e.t.v. á markað í Bandaríkjunum á næsta ári. Banda- ríska fæðueftirlitið ráðfærði sig við yfir 2.600 manns um mis- munandi útfærslur á umbúðunum og það sem fékk hæstu ein- kunn hjá neytendunum er tákn- mynd sem minnir á umferðarljós. Með því að líta snöggt á umbúðir með „umferðarljósunum“ er hægt að sjá um leið hvort maturinn innihaldi mikið af fitu, mettuðum fitusýrum, sykri eða salti þar sem rautt táknar hátt gildi, gult með- al og grænt hollast. Næsthæstu einkunn hlaut táknmynd sem einnig sýnir liti en einnig magn í grömmum. En samkvæmt könn- unum eiga sumir hópar erfitt með að átta sig á þeim merk- ingum. Talsmaður fæðueftirlitsins seg- ir að neytendur vilji gjarnan geta valið hollustu en finnist merking- ar oft ruglingslegar. Mismunandi framleiðendur geta haft mismun- andi merkingar en fæðueftirlitið vill samræmdar einfaldar merk- ingar.  MERKINGAR SÉRSTÖK úrskurðarnefnd um hollustuhætti og mengunarvarnir hefur nýlega úrskurðað að Um- hverfisstofnun skorti lagastoð til að krefjast varúðarmerkinga á matvæli til að beina viðkvæmum hópi ein- staklinga frá neyslu tiltekinnar vít- amínbættrar vöru, en það er sú að- ferð sem stofnunin vill nota til að vernda viðkvæma þjóðfélagshópa fyrir of neyslu bætiefna. Þó að laga- stoðina skorti er mikilvægt að menn átti sig á þessari raunverulegu hættu og þó að vítamín séu vatns- leysanleg geta þau samt reynst skaðleg ef þeirra er neytt í miklu magni, að sögn Jóhönnu E. Torfa- dóttur, sérfræðings á matvælasviði Umhverfisstofnunar. Ásókn í íblöndun bætiefna Vonir eru bundnar við að reglu- gerð um íblöndun bætiefna í mat- væli komi frá ESB á næsta ári, en á meðan er unnið eftir bráðabirgða- ákvæði í reglugerð um aukaefni þar sem segir að sækja þurfi um leyfi fyrir íblöndun bætiefna í matvæli til Umhverfisstofnunar. Mikil aukning hefur orðið á íblönduðum mat- vælum á íslenskum markaði að und- anförnu, en þó að flestir geri sér grein fyrir mikilvægi vítamína og steinefna fyrir mannslíkamann, er líka mikilvægt að menn geri sér grein fyrir því að máltækið „allt er gott í hófi“ á vel við þegar kemur að neyslu þessara efna, segir Jóhanna. „Áður fyrr gat það reynst neyt- endum erfitt að fullnægja bætiefna- þörf sinni, en nú hefur dæmið snúist við. Nú á dögum er orðin raunveru- leg hætta á að neytendur fái of mik- ið af vítamínum og steinefnum. Á þetta sérstaklega við um ein- staklinga, sem neyta mikils af vít- amín- og steinefnabættum mat- vælum samhliða inntöku fæðubótarefna.“ Viðkvæmasti hópurinn gagnvart ofneyslu vítamína og steinefna er börn. Foreldrum og yfirvöldum ber að vernda þennan hóp sérstaklega. Komið hefur í ljós, m.a. í Bretlandi að stórum hluta íblandaðra matvæla er beint sérstaklega að börnum og unglingum og er það mikið áhyggju- efni. Ekki er óhætt að neyta allra B- vítamína í ótakmörkuðu magni, eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum síðustu daga, að sögn Jóhönnu. „Meðal þeirra B-vítamína, sem ber að varast að neyta í of miklu magni er B6-vítamín og fólas- ín. Vísindanefnd Matvælaörygg- isstofnunar Evrópu hefur sett efri mörk fyrir þessi tvö vítamín sem eru mun hærri en ráðlagður dag- skammtur. Sé farið yfir þessi mörk er hætta á óæskilegum áhrifum á heilsu manna. Fyrir fullorðna eru efri mörk fyrir fólasín 1.000 míkró- grömm á dag og efri mörk fyrir B6 vítamín eru 25 milligrömm á dag. Efri mörk fólasíns fyrir 1–3 ára börn eru 200 míkrógrömm á dag og efri mörk B6-vítamíns fyrir sama aldurshóp eru 5 mg á dag. Þá skal tekið fram að konum sem hyggja á barneignir er ráðlagt að taka 400 míkrógrömm af fólasíni í töfluformi daglega til að minnka líkur á fóst- urskaða en þetta magn er vel undir efri mörkum (1.000 míkrógrömm) sem sett eru af vísindanefndinni. Felur neikvæð einkenni „Helsta þekkta neikvæða afleið- ing þess að fá of mikið af fólasíni er sú að neysla á vítamíninu getur falið einkenni B12-vítamínskorts, sem leiðir til blóðleysis og stækkunar á rauðum blóðkornum auk einkenna frá taugum, sem eru til komin vegna rýrnunar á mænu, heila, sjóntaugum og taugum í útlimum. Í flestum tilvikum skiptir engu fyrir einstaklinga með B12-vítamínskort þó að þetta vítamín komi með fæð- unni þar sem helsta ástæða fyrir skortinum er sjúkdómur, sem veld- ur lélegri upptöku á vítamíninu úr fæðunni. Hvað varðar B6-vítamín, er það eitt þeirra vítamína, sem eit- urefnafræðingar hafa miklar áhyggjur af ef þess er neytt í miklu magni, þá getur það valdið tauga- skemmdum,“ segir Jóhanna. Skoða innihaldslýsingu Rétt jafnvægi vítamína og stein- efna er til staðar í venjulegu fjöl- breyttu fæði, en við íblöndun er hætta á að þetta jafnvægi raskist. Umhverfisstofnun beinir því til neytenda að skoða vel og vandlega hvort matvæli, sem þeir neyta, inni- haldi viðbætt vítamín og steinefni til að fá yfirsýn yfir það magn, sem þeir innbyrða daglega með fæðunni. Einnig skal bæta við því magni næringarefna, sem fæst frá fæðu- bótarefnum, sé þeirra neytt. Til að sjá hvort matvæli séu íblönduð þarf að skoða innihaldslýsingu, en þar er vítamína og/eða steinefna getið ef þeim er bætt í tiltekna vöru.  HEILSA | Börn eru viðkvæmust fyrir ofneyslu vítamína og bætiefna Of mikið af vítamínum varasamt Komið hefur í ljós, m.a. í Bretlandi, að stórum hluta íblandaðra matvæla er beint sérstaklega að börnum. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Hægt er að nálgast upplýsingar um ráðlagða dagskammta á heimasíðu Lýðheilsustöðvar, www.lydheilsustod.is MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 33 DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR Piparkökumix Matvælafyrirtækið Katla hefur sett á markað piparkökumix svokall- að sem kemur í 600 gramma jóla- sekk. Út í piparkökumixið á að bæta við 100 ml af mjólk og eggjum og í fréttatilkynningu frá Kötlu kemur fram að þetta sé þriðja viðbótin af þessum toga sem bætt sé í fram- leiðslulínu Kötlu. Á síðasta ári hóf Katla framleiðslu á pönnukökumixi og súkkulaðikökumixi. Þá hefur Katla framleitt vöfflumix undanfarin 6 ár.  NÝTT SUÐURLANDSBRAUT 32 • SÍMI 591-5350 Með kveðju. Grétar, sími 696 1126. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli EIGN ÓSKAST Ég hef verið beðinn um að útvega fyrir ákveðinn kaupanda 3ja-4ra herbergja íbúð á svæði 101, 107 eða 108. Verð allt að 20,0 millj. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.