Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR Krónan Gildir 16. nóv.–22. nóv. verð nú verð áður mælie. verð SS Grand Orange lambalæri ................. 1.259 1.798 1.259 kr. kg Kalkúnn frosinn ................................... 598 798 598 kr. kg Goða hamborgarhryggur ....................... 899 1.498 899 kr. kg Móðir Náttúra tortillur m/fyllingu ........... 498 669 996 kr. kg Móðir Náttúra sólskinssósa................... 198 295 900 kr. ltr Naggalínan kjötbollur ........................... 359 513 798 kr. kg Stjörnu hrásalat................................... 244 375 305 kr. kg Krónubrauð stórt og gróft 770 g ............ 99 129 129 kr. kg Myllu sjónvarpskaka............................. 221 276 514 kr. kg Harboe cider epla/peru........................ 199 249 99 kr. ltr Bónus Gildir 17. nóv.–20. nóv. verð nú verð áður mælie. verð Bónus malt 500 ml.............................. 69 0 138 kr. ltr Bónus appelsín 2 l............................... 98 129 49 kr. ltr Bónus ferskur trönuberjasafi ................. 259 0 259 kr. ltr Bónus hveiti 2 kg ................................. 39 59 20 kr. kg Bónus kaffi 500 g ................................ 199 229 398 kr. kg Bónus lambalæri kryddað ..................... 899 0 899 kr. kg Kjúklingalæri úrbeinuð ......................... 598 898 598 kr. kg Suðrænir ávextir í dós 850 g ................. 59 99 69 kr. kg KF hrásalat 350 g ................................ 98 159 280 kr. kg KF kartöflusalat 350 g.......................... 98 159 280 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 17. nóv.–19. nóv. verð nú verð áður mælie. verð Kalkúnn frosinn ................................... 598 868 598 kr. kg Fyllt svínasteik frá Kjarnafæði................ 795 1256 795 kr. kg London lamb frá Kjarnafæði ................. 985 1539 985 kr. kg FK jurtakryddað lambalæri.................... 1.858 1.115 1.858 kr. kg SS rauðvíns helgarsteik ........................ 1.358 1.668 1.358 kr. kg Merló rækja 1kg .................................. 595 0 595 kr. kg Vínber rauð/vínber græn ...................... 339 398 339 kr. kg Blómkál .............................................. 99 239 99 kr. kg Hagkaup Gildir 17. nóv.–20. nóv. verð nú verð áður mælie. verð Pekingönd 1/1 .................................... 999 1.499 999 kr. kg Holta kjúklingalæri fersk ....................... 360 599 360 kr. kg Holta kjúklingaleggir ferskir ................... 360 599 360 kr. kg Holta kjúklingavængir ferskir ................. 360 599 360 kr. kg Ömmubak. tilboðspizzur ferskar 3 teg. ... 298 398 298 kr. stk. Nautalundir KJÖTBORÐ ........................ 2.998 3.998 2.998 kr. kg Svínalundir KJÖTBORÐ ......................... 1.498 2.298 1.498 kr. kg Nóatún Gildir 17. nóv.–23. nóv. verð nú verð áður mælie. verð Nóatúns þurrkryddað lambalæri ............ 1.039 1.598 1.039 kr. kg Nóatúns þurrkrydduð lambasteik........... 998 1.398 998 kr. kg Móa kjúklingabringur magnpk. .............. 1.996 2.495 1.996 kr. kg Nóatúns bayonneskinka ....................... 979 1.398 979 kr. kg Goða baconhleifur ............................... 370 740 370 kr. kg Goða áleggsskinka............................... 219 339 219 kr. kg Stjörnu ferskt salat............................... 135 225 450 kr. kg Eðalf. salöt túnfisk/rækju/skinku .......... 154 256 770 kr. kg Nýbakað snittubrauð baquette.............. 119 215 119 kr. stk. Pepsi/Pepsi Max 4x2 l.......................... 499 698 125 kr. stk. Samkaup/Úrval Gildir 17. nóv.–20. nóv. verð nú verð áður mælie. verð Folalda snitsel ..................................... 989 1.499 989 kr. kg Folalda gúllas...................................... 895 1.399 895 kr. kg Filaldafille ........................................... 1.199 1.599 1.199 kr. kg Folalda hakk, kjötborð.......................... 169 399 169 kr. kg Hangiframpartur úrb. Borgarnes ............ 1.191 1.726 1.191 kr. kg Náttúru safar 1l ................................... 89 137 89 kr. ltr Ora tómatsósa 680 g ........................... 99 149 146 kr. kg Kíví..................................................... 99 228 99 kr. kg Gulrófur .............................................. 99 199 99 kr. kg Þín verslun Gildir 17. nóv.–23. nóv. verð nú verð áður mælie. verð Kjúklingalæri/leggir magnpakkning ....... 472 629 472 kr. kg Dönsk grísabógssteik ........................... 703 879 703 kr. kg Borgarnesbjúgu ................................... 458 573 458 kr. kg Borgarnes skólaskinka 165 g................ 159 199 960 kr. kg F&F gordon bleu í bk............................ 335 419 335 kr. kg SS hangiálegg 2*8 sneiðar lt ................ 2.582 3.228 2.582 kr. kg Mills kavíarmix 175 g ........................... 139 184 794 kr. kg Mills kavíar 190 g ................................ 179 269 942 kr. kg Hatting hvítlauks snittubrauð 2 stk. ....... 189 198 540 kr. kg Hatting ostabrauð 2 stk. ....................... 189 198 540 kr. kg Nautalundir og rækjur  HELGARTILBOÐIN | neytendur@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís H ún minnir helst á Jam- ie Oliver á reiðhjólinu nema hann er nátt- úrlega á vespu. Sig- rún hefur einmitt þýtt matreiðslubækurnar hans og sjálf hefur hún skrifað þrjár mat- reiðslubækur. Sigrún starfar sem blaðamaður og m.a. sem fréttaritari RÚV í London. Sigrún kaupir mestmegnis í mat- inn á matarmörkuðum og fer á hverjum laugardegi á Borough markaðinn hjá London Bridge. „Borough-markaðurinn er oft dýrari en annars staðar en gæðin eru eins og best verður á kosið. Maður veit hvaðan maturinn kemur og það skiptir miklu segir hún þegar komið er á markaðinn sem er troðinn af básum með alls konar grænmeti, ávöxtum, ostum, fiski og kjöti. „Ég kaupi uppistöðuna í mat vikunnar hér, sérstaklega grænmetið, og þetta endist fram yfir miðja viku. Annað kaupi ég svo í kjörbúðum og hverfisbúðum eftir því sem þarf. Brauðið baka ég sjálf.“ Kaupir alltaf tofu hjá sama manni Hún byrjar á því að koma við hjá einum fuglakjötssala og skoðar vandlega úrvalið en kaupir ekkert. „Ég skoða mig alltaf um og athuga svo hvað mig langar að kaupa – fer eftir framboði og árstíma.“ Hún heldur lengra inn markaðinn og stoppar ekki fyrr en hún kemur að manni sem er með ostabakka til að smakka. Hún fær sér einn bita og kaupir svo stóra sneið af „compté“ osti. „Það er hægt að kaupa franska, ítalska, enska og fleiri osta hér. Út- lendingar halda oft að enskir ostar séu óætir en það er alls ekki rétt.“ Því næst er það tofu. „Mér finnst tofu gott – ég kem alltaf hingað og kaupi tofu hjá þessum,“ segir Sigrún þegar hún stoppar hjá tofuborðinu. Hún biður um eitt stykki án vatns og er stykkið fiskað upp úr plastkistu og sett í bakka. Hún spjallar við af- greiðslumanninn og annan við- skiptavin sem hefur tekið sinn eigin bakka með til þess að vera umhverf- isvænn í stað þess að henda alltaf tofubökkunum og eru þau sammála um að það sé svakalega sniðugt og hagkvæmt. Hún fer svo á básinn við hliðina og kaupir trönuber og hindber. „Ég ætla að nota trönuberin í mauk og hindberin ætla ég að nota með pannacotta.“ Pannacotta býr hún til með því að hita rjóma með vanillu- sykri og matarlími, lætur þetta kólna eins og búðing og hefur svo hindberin með. Eldað og grillað á markaðnum Á markaðnum er ekki bara hægt að kaupa ferskar matvörur heldur er verið að elda og grilla á mörgum básum. En Sigrún stoppar ekki þar núna heldur kaupir einungis ferskar vörur. „Þegar ég er með strákunum mínum fáum við okkur eitthvað gott að borða,“ segir hún með móðurlegu brosi og fer að skima eftir kaup- manni með svissneska osta. Eftir nokkra leit finnur hún básinn með svissnesku ostunum og kaupir vænt stykki af emmentaler-osti eftir að vera búin að smakka hann. Því næst fer hún að fuglakjötsborðinu aftur og skoðar úrvalið þar sem meðal annars er hægt að fá kornhænur, fasana og skoskar rjúpur sem Sig- rún segir að séu mjög svipaðaðar ís- lenskum rjúpum. Hún ákveður hins vegar að kaupa tvo pakka af anda- bringum. Ferskir ætiþistlar Svo fer hún að einni lítilli búð sem er með ítalska osta, ólífur og þess háttar og byrjar að spjalla á ítölsku við afgreiðslumanninn og kaupir svo pecorino-sauðaost sem inniheldur pistasíuhnetur, klettasalat og rauð- laufssalat. Ástæðan fyrir að Sigrún talar ítölsku er að hún hefur verið mikið á Ítalíu. „Ég á eiginlega svona ítalska fjölskyldu og það er ekkert sumar hjá mér ef ég kemst ekki þangað. Ég var einmitt þar núna í september.“ Eftir að Sigrún er búin að spjalla á ítölsku heldur hún til grænmetis- salans og nær sér þar í trébakka og byrjar að raða ýmsu grænmeti á. Hún kaupir einn haus af rauðlaufs- salati, tvö búnt af fersku spínati, einn bakka af kirsuberjatómötum og litla ætiþistla sem hún eldar á þann hátt að hún sker efsta partinn af og setur hvítlauk og mintu ofan í og bakar svo í ofni í lokuðu fati með olíu og hvítlauk. Því næst kaupir hún lambasalat, vatnakarsa, ferska fenn- iku, búnt af ferskri mintu, og grípur svo dill og loks steinselju. Svo nær hún í blá vínber og horfir með hneykslun á spergilinn sem er þar við hliðina. „Nú er hægt að kaupa spergil hérna frá Perú. Ég kaupi heldur eftir árstíðunum og spergil- tíminn hér er á vorin. Ég vil elda eft- ir árstíðunum hér og sjáðu bara hvað það er hægt að fá mikið af alls konar grænmeti núna sem er héðan og því vil ég ekkert fá eitthvað sem er annars staðar frá,“ segir hún um leið og hún bendir yfir úrvalið og þar eru m.a. grasker, spínat og rabarb- ari. Þegar kaupmaðurinn byrjar svo að vigta grænmetið man Sigrún allt í einu eftir að hún gleymdi kartöflum og hleypur til og kaupir fjórar mjög stórar kartöflur. Og þá er það kom- ið. Hlaðin pokum fer hún að hjólinu sínu, setur pokana á stýrið og heldur af stað heim á leið.  HVAÐ ER Í MATINN? | Sigrún Davíðsdóttir fer alla laugardaga á matarmarkaðinn í Borough í London Sauðaostar og kornhænur Sigrún Davíðsdóttir brunar á reiðhjóli á matarmarkaðina í stór- borginni London. Laila Sæunn Pétursdóttir slóst í för með henni. Sigrún Davíðsdóttir kaupir grænmeti og ávexti á markaðnum. Laila Sæunn Pétursdóttir er búsett í London. Andabringur að hætti Sigrúnar Hitið pönnuna vel og leggið bringurnar á heita þurra pönn- una með pöruhliðina niður. Fit- an sem bráðnar úr pörunni nægir til að steikja bringurnar. Steikingartíminn fer eftir stærð en 3–4 mínútur á hvorri hlið er nærri lagi. Takið af hit- anum, breiðið álpappír yfir og látið standa í um 10 mínútur áður en bringurnar eru skorn- ar í þunnar sneiðar og bornar fram. Gratíneraðar kartöflur og sellerí Kartöflur og sellerí skorið í sneiðar og sett á fat með grófu salti og pipar og vel af múskati og rjóma dreypt yfir. Látið bakast í ofni við 200° C í um 40 mínútur. Trönuberjamauk 250 g trönuber 1 grænt epli 1 pera (afhýdd) um 1–1½ dökkur hrásykur 3 negulnaglar 1 tsk. kanill nokkrar sneiðar af engiferrót. Trönuber sett í pott án vökva og suðan látin koma upp. Þá springa trönuberin og saf- inn fer úr. Trönuberin eru svo fiskuð upp með spaða. Epli og pera skorin í litla bita og sett út í trönuberjasafann. Soðið þar til eplið og peran eru orðin mjúk. Undir lokin er trönu- berjunum bætt út í. Jafnvel gott að láta standa yfir nótt. Borið fram volgt eða við stofu- hita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.