Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 35 DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR Fólk verslar í auknum mæliá netinu, enda hefur sáviðskiptaháttur orðiðöruggari með hverju árinu. „Reynsla og traust er að byggjast upp á netinu, því það eyk- ur auðvitað söluna að vera með hundrað prósent öryggi,“ segir Er- ling Valur Ingason, framkvæmda- stjóri hjá ShopUSA.is, sem er flutningsfyrirtæki sem sér um að flytja vörur frá Bandaríkjunum til Íslands, fyrir þá sem kaupa í bandarískum verslunum á netinu. „Við erum með vöruhús í Banda- ríkjunum, þar sem við tökum á móti þeim pökkum sem Íslending- ar hafa pantað sér og við flytjum þá hingað heim til Íslands, ýmist með flugi eða skipi. Viðskiptavinir okkar sækja svo sína pakka hingað í Hlíðarsmárann. Þessi þjónusta er nauðsynleg vegna þess að meiri- hluti fyrirtækja í Ameríku sendir aðeins vörur innanlands en býður ekki upp á þá þjónustu að senda vörur úr landi.“ Mest aukning í bílum Flutningsfyrirtækið ShopUSA.is var sett á laggirnar í febrúar 2003 og Erling segir fara vaxandi að fólk nýti sér þjónustuna. „Staða dollarsins fær vissulega miklu ráð- ið um það hversu mikið er verslað og því kemur þetta svolítið í tíma- bilum. Mesta aukningin sem við verðum vör við er 300% aukning undanfarið í því að fólk kaupi sér bíla frá Bandaríkjunum, sem er í beinu framhaldi af því hve dollar- inn hefur lækkað. Eins kaupa margir jólagjafir í gegnum vefinn okkar í október og nóvember.“ Heimasíðan ShopUSA.is er al- íslensk síða og upplýsingar og leið- beiningar eru yfirleitt á íslensku. „Þar eru líka upplýsingar um út- sölur í einstökum verslunum í Bandaríkjunum og aðalútsölu- tímabilið er núna í lok nóvember og þá eru ótal vörur með allt að 70% afslætti. Fólk nýtir sér líka ókeypis sendingartilboð innan Bandaríkjanna en þá fella ein- stakar verslanir niður sendingar- kostnað í ákveðinn tíma.“ Mikill peningasparnaður Erling segir nánast engin tak- mörk fyrir því hvað hægt sé að kaupa í gegnum ShopUSA.is, því þar eru yfir 100.000 verslanir í Bandaríkjunum. Þar á meðal eru Amazon, Ebay, Fredricks, JC Pen- ney og fleiri frægir listar sem hann segir mjög vinsæla. „Furðulegustu vörurnar sem ég man eftir að hafa afhent eru sólarrafhlaða til að stinga í bílakveikjara til að hlaða geyminn og vél sem höfð er í vasa og gefur frá sér lykt og hljóð eins og einhver hafi leyst vind.“ Erling segir að með því að versla í gegnum ShopUSA.is opnist gríðarlega stór markaður fyrir Ís- lendinga til að versla. „Og þeir geta sparað sér töluverðar upp- hæðir, þrátt fyrir að það kosti að flytja vöruna heim. Hún er yfirleitt þó nokkuð ódýrari komin hingað heim en hún kostar í búð hér- lendis.“ Panta saman á einu nafni Þeir sem vilja kaupa með þess- um hætti þurfa aðeins að fara inn á www.shopusa.is og velja sér verslanir sem eru í röðum vinstra megin á upphafssíðunni og vöru- flokkarnir eru nánast óteljandi. Á forsíðunni er reiknivél sem reiknar út hvað varan kostar í íslenskum krónum komin hingað til lands og þar inni í eru tollar og flutnings- gjald. Síðan tínir fólk þær vörur sem það vill kaupa í körfu og lætur senda í vöruhús ShopUSA.is sem er í Virginia Beach. Flutnings- fyrirtækið sér svo um að koma henni heim. Erling segir vinsælustu vöru- flokkana vera fatnað, hljóðfæri, fartölvur og annan tölvubúnað, verkfæri, barnavörur, leikföng og aðrar sérvörur. „Oft hópar fólk sig saman til að kaupa mikið magn á nafni einnar manneskju, því það er hagstæðara að deila kostnaðinum niður á marga,“ segir Erling og bætir við að skilaréttur og trygg- ing sé á þeim vörum sem Shop- USA.is flytur til Íslands, sem dreg- ur enn meira úr áhættu neytand- ans.  NETVERSLUN | Íslendingum býðst að kaupa allskonar vörur frá Bandaríkjunum í gegnum ShopUSA.is Margir kaupa jólagjafirnar á Netinu Morgunblaðið/Þorkell Erling Valur innan um ótal sendingar í vöruhúsi ShopUSA.is á Íslandi. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.