Morgunblaðið - 17.11.2005, Síða 35

Morgunblaðið - 17.11.2005, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 35 DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR Fólk verslar í auknum mæliá netinu, enda hefur sáviðskiptaháttur orðiðöruggari með hverju árinu. „Reynsla og traust er að byggjast upp á netinu, því það eyk- ur auðvitað söluna að vera með hundrað prósent öryggi,“ segir Er- ling Valur Ingason, framkvæmda- stjóri hjá ShopUSA.is, sem er flutningsfyrirtæki sem sér um að flytja vörur frá Bandaríkjunum til Íslands, fyrir þá sem kaupa í bandarískum verslunum á netinu. „Við erum með vöruhús í Banda- ríkjunum, þar sem við tökum á móti þeim pökkum sem Íslending- ar hafa pantað sér og við flytjum þá hingað heim til Íslands, ýmist með flugi eða skipi. Viðskiptavinir okkar sækja svo sína pakka hingað í Hlíðarsmárann. Þessi þjónusta er nauðsynleg vegna þess að meiri- hluti fyrirtækja í Ameríku sendir aðeins vörur innanlands en býður ekki upp á þá þjónustu að senda vörur úr landi.“ Mest aukning í bílum Flutningsfyrirtækið ShopUSA.is var sett á laggirnar í febrúar 2003 og Erling segir fara vaxandi að fólk nýti sér þjónustuna. „Staða dollarsins fær vissulega miklu ráð- ið um það hversu mikið er verslað og því kemur þetta svolítið í tíma- bilum. Mesta aukningin sem við verðum vör við er 300% aukning undanfarið í því að fólk kaupi sér bíla frá Bandaríkjunum, sem er í beinu framhaldi af því hve dollar- inn hefur lækkað. Eins kaupa margir jólagjafir í gegnum vefinn okkar í október og nóvember.“ Heimasíðan ShopUSA.is er al- íslensk síða og upplýsingar og leið- beiningar eru yfirleitt á íslensku. „Þar eru líka upplýsingar um út- sölur í einstökum verslunum í Bandaríkjunum og aðalútsölu- tímabilið er núna í lok nóvember og þá eru ótal vörur með allt að 70% afslætti. Fólk nýtir sér líka ókeypis sendingartilboð innan Bandaríkjanna en þá fella ein- stakar verslanir niður sendingar- kostnað í ákveðinn tíma.“ Mikill peningasparnaður Erling segir nánast engin tak- mörk fyrir því hvað hægt sé að kaupa í gegnum ShopUSA.is, því þar eru yfir 100.000 verslanir í Bandaríkjunum. Þar á meðal eru Amazon, Ebay, Fredricks, JC Pen- ney og fleiri frægir listar sem hann segir mjög vinsæla. „Furðulegustu vörurnar sem ég man eftir að hafa afhent eru sólarrafhlaða til að stinga í bílakveikjara til að hlaða geyminn og vél sem höfð er í vasa og gefur frá sér lykt og hljóð eins og einhver hafi leyst vind.“ Erling segir að með því að versla í gegnum ShopUSA.is opnist gríðarlega stór markaður fyrir Ís- lendinga til að versla. „Og þeir geta sparað sér töluverðar upp- hæðir, þrátt fyrir að það kosti að flytja vöruna heim. Hún er yfirleitt þó nokkuð ódýrari komin hingað heim en hún kostar í búð hér- lendis.“ Panta saman á einu nafni Þeir sem vilja kaupa með þess- um hætti þurfa aðeins að fara inn á www.shopusa.is og velja sér verslanir sem eru í röðum vinstra megin á upphafssíðunni og vöru- flokkarnir eru nánast óteljandi. Á forsíðunni er reiknivél sem reiknar út hvað varan kostar í íslenskum krónum komin hingað til lands og þar inni í eru tollar og flutnings- gjald. Síðan tínir fólk þær vörur sem það vill kaupa í körfu og lætur senda í vöruhús ShopUSA.is sem er í Virginia Beach. Flutnings- fyrirtækið sér svo um að koma henni heim. Erling segir vinsælustu vöru- flokkana vera fatnað, hljóðfæri, fartölvur og annan tölvubúnað, verkfæri, barnavörur, leikföng og aðrar sérvörur. „Oft hópar fólk sig saman til að kaupa mikið magn á nafni einnar manneskju, því það er hagstæðara að deila kostnaðinum niður á marga,“ segir Erling og bætir við að skilaréttur og trygg- ing sé á þeim vörum sem Shop- USA.is flytur til Íslands, sem dreg- ur enn meira úr áhættu neytand- ans.  NETVERSLUN | Íslendingum býðst að kaupa allskonar vörur frá Bandaríkjunum í gegnum ShopUSA.is Margir kaupa jólagjafirnar á Netinu Morgunblaðið/Þorkell Erling Valur innan um ótal sendingar í vöruhúsi ShopUSA.is á Íslandi. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.