Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HER OG hernaðarbrölt hefur fylgt mannkyninu svo lengi sem skráðar heimildir lýsa og sögusagnir ná til og til eru ritaðar heimildir á Ís- landi sem segja frá vopnaskaki og hroðalegum meiðingum og drápum. Íslenskir framámenn hafa ýjað að nauðsyn þess að stofna her á Íslandi, ekki síst eftir end- urteknar hryðjuverka- árásir undanfarin ár. Reyndar skil ég ekki samhengið því þessar árásir voru gerðar á þjóðir sem eru gráar fyrir járnum og vel vopnum búnar og kunna að drepa mann og annan. Nei, ég tel að Ísland hafi ekki þörf á þannig her. Hermönn- um sem eru þjálfaðir til þess að drepa. Herinn sem ég vil skapa er velmenntaður og upplýstur um lýðræðisleg vinnubrögð. Margar (flestar) vestrænar þjóðir sem við gjarnan berum okkur saman við bjóða sínu unga fólki uppá þriggja ára almennt bóknám til stúdents- prófs eftir grunnskólann. Að því loknu er ýmist herskylda í allt að 16 mánuði eða ungmenni tæld með gylliboðum og ærnum kostnaði til að læra að drepa, myrða og meiða fólk. Menntamálaráðherra Íslands á að vera stoltur af að kynna fyrir með- bræðrum sínum í öðrum löndum að við bjóðum ungmennum okkar uppá ódýrt og gott nám allt að fjórum ár- um eftir lok grunnskóla. En ráð- herra á einnig að gera kollegum sín- um grein fyrir að kerfið okkar er búið að vera mjög svo sveigjanlegt allt frá að gert var ráð fyrir því í Menntaskólanum í Reykjavík að hægt væri að lesa tvo bekki saman (sá möguleiki hefur verið til staðar síðan á nítjándu öld). En sveigjan- leikinn varð enn meiri eftir að hið frábæra áfangakerfi var þróað og byggt upp hér á Íslandi. Kerfi sem býður uppá að náminu sé lokið á tveimur árum, en án þess að gefið sé eftir um tommu í námskröfum þ.e. lokið sé að lágmarki 144 einingum. En áfangakerfið býður einnig uppá að nem- endur bæti við sig og oft ljúka nemendur allt að 160 til 180 einingum á fjórum árum. Okkar herskylda er langt og metnaðarfullt almennt framhaldsnám að lokn- um grunnskóla. Menntamálaráð- herra leggur nú allt kapp á að stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár. Það á að framkvæma meðal ann- ars með því að auka við námsefni í bóklegum greinum í efstu bekkjum grunnskóla. Stöðugt er áherslan aukin á bóklegar greinar í grunn- skóla sem mun enn frekar draga at- hygli unglinga frá möguleikum verk- náms. Ég tel að brýnna sé að stórauka veg og virðingu verk- og listnáms í grunnskólum landsins en auka við hefðbundið bóknám. Legg ég til að menntamálaráðherra kló- festi eitthvað af „milljörðunum sex- tíu“ til þess að byggja list- og verk- námshús við alla grunnskóla landsins. Að ráðherra einbeiti sér að því að byggja upp og styrkja þá þætti sem hafa verið vanræktir í ís- lensku skólakerfi í stað þess að hræra í þeim þáttum kerfisins sem hafa sýnt sig að standast alþjóðlegan samanburð. En eins og alþjóð veit hefur íslenska stúdentsprófið veitt íslenskum námsmönnum aðgang að virtustu háskólum heimsins. En þegar talað er um nám til stúdents- prófs má ekki gleyma að íslenskir verknámsskólar hafa einnig unnið þrekvirki við þröngan kost og lítinn skilning íslenskra mennta- og fjár- málayfirvalda. Það er löngu orðið tímabært að veita peninga af rausnarskap í verk- nám á Íslandi. Einnig ætti að stórauka listnám í íslenskum framhaldsskólum. Gefa fólki kost á að styrkja og vekja löng- un til að skapa og búa til. Sjáum til þess að íslensk ungmenni mæti um- heiminum vel menntuð, skóluð í lýð- ræðislegum vinnubrögðum, vopnuð gítar og mandólíni, ekki byssum og sprengjuvörpum. Við sem bæði elskum frið og lýð- ræði og viljum veg framhaldsskólans sem mestan verðum að snúa bökum saman. Styrkjum og stöndum vörð um íslenskt skólakefi. Verum stolt af því að reka metnaðarfulla skóla sem bjóða alla velkomna og veita náms- þyrstum nemendum menntun sem stenst allan alþjóðlegan samanburð, menntun sem gerir nemandann víð- sýnan og þyrstan í meiri fróðleik og þekkingu. Íslenskur her Gísli Þór Sigurþórsson fjallar um eflingu náms á framhalds- skólastigi ’Okkar herskylda erlangt og metnaðarfullt almennt framhaldsnám að loknum grunnskóla.‘ Gísli Þór Sigurþórsson Höfundur er framhaldsskólakennari. Reykjavík, 17. október 2005 Hr. framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Kjartan Gunnarsson Valhöll Reykjavík Á NÝAFSTÖÐNUM landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt ályktun, þar sem lýst var yfir stríði gegn 26. grein stjórnarskrárinnar og þeim þorra þjóð- arinnar sem í skoð- anakönnunum á síð- astliðnu ári hefur lýst sig andvígan því að sú valdheimild embættis forseta Íslands, sem í henni felst, verði af- numin. Með þessari samþykkt verður að líta svo á að ekki gef- ist lengur svigrúm til að berjast fyrir því sjónarmiði innan flokksins, að þessi grein stjórnarskrár- innar fái að halda sér. Ég undirrit- aður, fyrrverandi varaþingmaður og flokksstjórnarmaður, hlýt því að segja mig úr flokknum og geri það hér með. Greinargerð Ég hef að undanförnu verið tals- maður Þjóðarhreyfingarinnar – með lýðræði. Eitt af markmiðum hreyfingarinnar er að við yfirstand- andi endurskoðun stjórnarskrár- innar sé ekki hróflað efnislega við 26. grein núverandi stjórnarskrár. Fyrir því eru eftirtalin rök: Ákvæðið var sett inn í stjórn- arskrána að vel yfirlögðu ráði þess alþingis, sem fjallaði um nauðsyn- legar breytingar á stjórnarskránni vegna afnáms konungdæmis og stofnunar lýðveldis að undan- gengnum ítarlegum umræðum í nefndum og í báðum deildum þings- ins. Því mætti kalla þessa grein „ís- lenska ákvæðið“ í stjórnarskrá, sem annars er að stofni til dönsk og ber sterk einkenni viðhorfa 19. aldar. Ákvæðið var einnig staðfest í þjóð- aratkvæði sem fram fór um stjórn- arskrána vorið 1944 og hlaut sam- þykki rúmlega 95% kjósenda. Á fyrrnefndu þingi var deilt um hvort forseti þjóðarinnar skyldi vera þingkjörinn eða þjóðkjörinn. Hinu fyrrnefnda fylgdi að forseti yrði valdalaus toppfígúra, hinu síð- arnefnda að forseti, kjörinn af þjóð- inni allri með landið sem eitt kjör- dæmi, hefði afskipti af löggjafarstarfinu í um- boði þjóðarinnar. Þessi afskipti koma fram með táknrænum hætti með því að engin lög taka gildi, nema for- seti undirriti þau sem umboðsmaður þjóð- arinnar. Af því leiðir eðlilega að synji for- seti lögum undir- skriftar, ganga slík lög til þjóðarinnar til sam- þykktar eða synjunar í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þetta jafngilti yfirlýsingu Alþing- is um að allt vald væri frá þjóðinni komið, og að það hafnaði því að hér yrði komið á algeru þingveldi, þ.e. stjórnskipan þar sem Alþingi hefði alltaf síðasta orðið um setningu lög- gjafar. Í þess stað kaus Alþingi að tempra vald þingsins með þjóðkjöri forseta, sem hefði frestandi synj- unarvald. Með því að hafa synj- unarvaldið aðeins frestandi vildu al- þingismenn lýsa yfir að þingið hefði „aðalvaldið varðandi lagasetningu“ og því gilti vilji þess frá synjun for- seta fram að því að þjóðin kvæði upp úrskurð sinn í þjóðaratkvæða- greiðslu. Eins og áður segir fóru fram ít- arlegar umræður um þetta ákvæði bæði innan þings og utan. Sú skýr- ing er því fjarri sanni, að þingmenn hafi afgreitt þetta mál í flaustri eða ekki gert sér grein fyrir eðli þess og inntaki á sínum tíma. Sú kenn- ing, að greinin sé „tilræði við þing- ræðið“ er fjarstæða ein og grund- vallarmistúlkun, sennilega vísvitandi, á markmiðum stjórn- arskrárgjafans eins og þau koma skýrt fram í þingskjölum þessa tíma. Í stjórnarskrám vestrænna ríkja er ekki óalgengt að valdi sé teflt gegn valdi til þess að tryggja að jafnvægi ríki í þjóðfélaginu milli hinna þriggja valdþátta, löggjaf- arvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. Ákvæði 26. greinarinnar er af þeim toga. Atburðir á síðustu mánuðum og árum hafa glögglega leitt í ljós, að full þörf er á slíku stjórnarskrárbundnu viðnámi og mótvægi gegn því að valdið í land- inu færist á fárra hendur. Sé þessi valdheimild af forseta- embættinu tekin, gæti hann eins verið þingkjörinn. Reynslan sýnir að þessi valdheimild hefur verið notuð af hófsemi og varfærni, þar sem henni hefur aðeins einu sinni verið beitt á undanförnum 60 árum. Samt er hún þinginu mikilvægt að- hald, sem ekki má afnema, þó svo þjóðinni gefist kostur á að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslur með öðrum hætti. Fyrir þessum sjónarmiðum mun ég berjast. Eftir fyrrgreinda lands- fundarsamþykkt hlýtur það að verða í opinni andstöðu við Sjálf- stæðisflokkinn og því hlýt ég að segja mig úr honum. Með kveðju Ólafur Hannibalsson. Bréf til Kjartans ’Með þessari samþykktverður að líta svo á að ekki gefist lengur svig- rúm til að berjast fyrir því sjónarmiði innan flokksins, að þessi grein stjórnarskrárinnar fái að halda sér.‘ Ólafur Hannibalsson Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. EIN af málpípum sægreifa, for- maður sjávarútvegsnefndar Alþing- is, lét ljós sitt skína í Morgun- blaðinu 27. okt. sl., í tilefni af landsfundi Sjálfstæðisflokksins, eins og þar segir. Þar mátti sjá mörg gullkornin og raunar nýjar uppgötvanir svo ekki sé dýpra tekið í ár- inni. „Þjóðarbúið á mikið undir því að sjávar- útvegur gangi vel,“ segir formaðurinn djúpskreiði. „Sum sveitarfélög eiga allt undir því að vel gangi við sjávar- síðuna,“ ritar djúp- hyggjumaðurinn á öðrum stað. „Sjávar- útvegurinn er því enn mikilvægari í sjávar- byggðum en margir gera sér grein fyr- ir …“ og hefir margur vafalaust orðið hlessa yfir frumleik í hugsun og orði. Naumast hafa þó Vestfirðingar rekið upp stór augu, enda ýmsu vanir allar götur frá árinu 1995, þegar núverandi sjávar- útvegsráðherra, og nafni hans, steinbítskvótagreifinn frá Flateyri, útmáluðu mikilvægi sjávarútvegs fyrir þeim í framboðsræðum, og kváðust aldrei myndu styðja rík- isstjórn, sem fylgdi núgildandi kvótakerfi. Fyrir svik við þau loforð hefir nú Bolvíkingurinn uppskorið laun und- irgefni sinnar við pólitíska almættið í Sjálfstæðisflokknum, enda lærður í stjórnmálafræðum, þar sem kennt er sérstaklega að bera kápuna á báðum öxlum. Með leyfi að spyrja: Hverjir eru það í sjávarþorpum Íslands, sem ekki gera sér grein fyrir mikilvægi sjávarútvegs? Eiga þeir kannski heima í fiskiþorpum Vestfjarða? Eða höfðu þeir á sinni tíð lífsvið- urværi sitt af vinnu í fiski á Stöðv- arfirði? Ætli þeir, sem hafa verið flæmdir í fylkingum frá búsetu sinni á landsbyggðinni vegna gripdeild- arkerfis sjávarútvegsins, þurfi hurðarskelli úr Vestmannaeyjum til að upplýsa sig um gildi sjávar- útvegs? Skyldu þeir, sem enn sitja eftir í verðlitlum eignum sínum, ekki hafa áttað sig á til hvers leiddi, þegar ráðstjórnarmenn tóku að gefa fáum útvöldum fiskinn í sjón- um, sem öll afkoma þeirra byggðist á? Ofan á allt annað þurfa þeir svo að hlusta á að talað sé til þeirra eins og þeir séu fífl. Í Morgunblaðinu 22. okt. er frá því greint, að kvóti hafi verið leigður fyrir 8,8 millj- arða – áttaþúsund og áttahundruð milljónir króna – og mest afla- hlutdeild flutt frá Vest- fjörðum. Það skyldi þó ekki vera að leigan hafi að mestu runnið til þeirra sem höfðu feng- ið aflaheimildunum út- hlutað ókeypis? Fyrir einbýlishús í Reykjavík, sem selst á 112 milljónir, fengjust 12 milljónir á Ísafirði – en ólíklegt að kaupandi fyndist. Víða um land stefnir í eyðingu byggða við sjávarsíðuna, og er mönnum lítil huggun í þeirri uppgötvun Morgunblaðsins um ár- ið, að sjávarbyggðir í eyði nýttust vel sem sumarhúsabyggðir. Það er svo efni í aðra grein að ræða misnotkun fjölmiðla, þar sem lénsherrarnir beita auðvaldi sínu ótæpilega til að skara eld að eigin köku og launaðir erindrekar þeirra á þeim vettvangi afflytja allt sem viðkemur ástandi í útvegsmálum. Og tala m.a. um sættir á forsendum auðlindagjalds, sem nemur fjárhæð, sem er lægri en það sem létt var af sægreifunum í gjöldum. Þessum ófagnaði öllum hefir ver- ið sagt stríð á hendur. Því verður fram haldið, þar til af léttir þessum endemis ófarnaði. Málpípan Sverrir Hermannsson fjallar um sjávarútvegsmál Sverrir Hermannsson ’Hverjir eruþað í sjávar- þorpum Íslands, sem ekki gera sér grein fyrir mikilvægi sjáv- arútvegs?‘ Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. AFGREIÐSLA dómsmála undanfarið hefur vakið undrun almennings. Það er með ólíkindum, að í veigamiklum dóms- málum skuli dóm- stólar leika sér með lögfræðilegum klækj- um, að vísa áríðandi álitaefni frá dómi. Það er ekki vansa- laust, að dómarar skuli með þessum hætti grafa undan réttlætinu í landinu. Það er ekkert rétt- læti, að dómarar skuli hengja sig á auka- atriði til að þurfa ekki að fjalla efnislega um brýn álitamál, sem komið hafa upp í landinu. Ljóst er, að ef dómarnir hefðu haft til umfjöllunar ákæru, vegna minni brota óþekkts manns, hefðu þeir snarlega dæmt í málinu. Breyta verður réttar- farsreglum til þess vegar, að þær gefi dómurum ekki sjálfdæmi um hvort mál, sem kemur til úrlausn- ar, sé vanhæft, ef þeim líkar ekki að dæma í þeim. En önnur mál, sem ákært er í með viðlíka hætti og sett fram með gömlum hefðbundnum hætti, ekki. Það er krafa al- mennings, að réttlætið, sé haft að leiðarljósi, þar sitji háir sem lágir við sama borð. Mik- ilvægt er, að öllum vafa á því hvernig ákærur eiga að vera úr garði gerðar, sé eytt. Þær reglur þurfa að vera algjörlega ljósar og einfaldar í allri gerð. Dómstólar eiga ekki að geta skotið sér undan, að dæma í mál- um, þótt þeim þyki það óþægilegt, þá eiga dómarar að fá sér ann- að starf. Lögfræðilegir klækir tröllríða dómskerfinu Hreggviður Jónsson fjallar um dómsmál Hreggviður Jónsson Höfundur er fyrrv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins. ’Það er ekkertréttlæti, að dómarar skuli hengja sig á aukaatriði til að þurfa ekki að fjalla efnislega um brýn álita- mál …‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.