Morgunblaðið - 17.11.2005, Page 38

Morgunblaðið - 17.11.2005, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EINN af þingmönnum stjórn- arliða hefur sent frá sér grein um efnahag eldri borgara til stjórn- arþingmanna og fjölmiðla. Þær ályktanir sem þingmaðurinn dregur eru villandi og lýsa alls ekki kjörum eldri borgara. Setningaskipan hans er þess eðlis að textinn verður auð- veldlega misskilinn. 1. Sleppt að líta á skattbyrðina, en hún hefur aukist verulega þegar um lægri tekjur er að ræða. 2. Talað um 1% lífeyrisþega sem lýs- andi dæmi fyrir heildina og áhrif- um skattanna sleppt. 3. Kaupmáttur ráðstöfunartekna í raun lækkað frá 1988, í því dæmi sem tekið er í grein þingmannsins, þó að allt annað megi skilja af vill- andi skrifum hans. 1. Af greininni og sérstaklega töflu sem henni fylgir mætti álykta að tekið væri tillit til skatta. Svo er þó ekki, því samanburðurinn milli ára og textinn þar sem ályktanir eru dregnar er alltaf fyrir tekjuskatta. LEB hefur margítrekað bent á að eini raunhæfi mælikvarðinn á þróun kjara sé kaupmáttur ráðstöfunar- tekna (þ.e. eftir tekjuskatta). Skattbyrði ræðst af þróun skatt- leysismarka og skattprósentu. Frá upptöku staðgreiðslukerfis skatta hefur skattbyrðin þyngst verulega, sérstaklega fyrir þá sem lægri tekjur hafa. Þetta er aðallega vegna þess að skattleysismörk að raungildi hafa setið eftir svo greiddur er skattur af stærri hluta tekna en áð- ur. Þetta á sérstaklega við um árin 1988–1995 en í grein þingmannsins er ekki greint frá því hvað gerðist þau ár. Lítum á tilbúið dæmi um hvernig skattbyrðin hefur aukist. Við tökum dæmi um einstakling með 100.000 kr. í mánaðartekjur sem ekkert hækkar í rauntekjum þessi ár þ.e. tekjur hans breytast eins og verðlag. Þá kemur í ljós að hann greiddi ekk- ert í tekjuskatt af sömu rauntekjum árið 1988 en greiðir nú 9.385 kr. á mánuði eða 9,4% tekna sinna (sjá meðfylgjandi töflur). Það munar um minna fyrir ekki hærri tekjur. Þann- ig hefur skattkerfið leitt til aukinnar skattbyrði, þó að rauntekjur hækki ekkert. Það er því til lítils að kaup- Villandi framsetning og rangar ályktanir Ólafur Ólafsson, Einar Árnason og Pétur Guðmundsson gera at- hugasemd við grein þingmanns um efnahag eldri borgara ’Frá upptöku stað-greiðslukerfis skatta hefur skattbyrðin þyngst verulega, sér- staklega fyrir þá sem lægri tekjur hafa.‘ FYRIR áratug eða svo, var sam- göngukerfi innan Kópavogs aðhlát- ursefni margra, en fyrir styrka stjórn sjálfstæðismanna í Kópavogi hefur verið bætt rækilega úr því. Greiðlega er nú hægt að keyra um Kópavog án þess að gatnakerf- ið virki þannig að tómar hindranir og endalaus hringtorg verði á vegi manns. Forystumenn í Kópa- vogi hafa gengið rækilega til verks svo að nú er hægt að keyra þar um án þess að mæta tómum hindrunum. Metnaðarleysi nú- verandi meirihluta bæjarstjórnar í Hafn- arfirði í umferð- armálum og mál- efnum ferðaþjónustunnar er vel þekkt. Tækifæri til þess að greiða fyrir umferð um Reykjanesbraut var gloprað niður og í Hafnarfirði fyll- ist nú allt af þrengingum, hring- torgum og hindrunum í gatnakerf- inu. Upplýsingamiðstöð ferðamanna var flutt inn á bæjarkontórinn, illa merktan og er hún opin á skrif- stofutíma en ekki um helgar eða á tímum þegar ferðamenn endilega leggja leið sína í Hafnarfjörð. Við Hafnfirðingar búum í fal- legum bæ, einum fallegasta bæ á Íslandi. Mikilvægt er að bærinn okkar haldi sínum sérkennum. Hann er alltaf að stækka og æ fleiri hafa áhuga og löngun til að búa hér. Við sem erum að bjóða okkur fram til þjónustu fyrir bæinn okkar verðum að hafa að leiðarljósi að kynna bæinn okkar út á við og koma í veg fyrir að þeir sem sinna ferðamannaþjónustu sjái ekki tóm- ar hindranir og vandkvæði við að beina sínum viðskipta- vinum til Hafnar- fjarðar. Við verðum að sjá til að gatnakerfi Hafnarfjarðar verði ekki hindrun og að Hafnarfjörður verði settur efst á kortið sem áhugaverður val- kostur allra þeirra sem sinna ferðamannaþjón- ustu á landinu. Bæjarstæði Hafn- arfjarðar er eitt af fal- legustu bæjarstæðum á Íslandi. Við verðum að standa vörð um fallegu gömlu húsin okkar sem standa næst höfninni og gera heildar- skipulag íbúðar- byggðar á hafnarsvæð- inu. Að öðrum kosti missum við okkar sér- kenni og verðum ekki valkostur ferðaþjónust- unnar við að beina ferðamönnum til Hafn- arfjarðar. Mín bjargfasta trú er sú, að gatnakerfi innan Hafnarfjarðar sé nátengt ferðamannaþjónustu. Við verðum að greiða götu stórra bíla eins og rútubíla til að við getum sett Hafnarfjörð á kortið sem einn af bestu kostum ferðamannaþjón- ustunnar. Það eykur tekjumögu- leika fyrirtækja og verslana í Hafn- arfirði og skapar bænum okkar aukna möguleika til að eflast og dafna. Samgöngukerfi Hafnarfjarðar – Ferðamannabær- inn Hafnarfjörður Eftir Guðrúnu Jónsdóttur Guðrún Jónsdóttir ’Mín bjargfastatrú er sú, að gatnakerfi inn- an Hafnarfjarð- ar sé nátengt ferðamanna- þjónustu. ‘ Höfundur er hjúkrunarfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins. Hún óskar eftir 3.–4. sæti. Prófkjör Hafnarfjörður UM LANGT skeið hafa mikil skoðanaskipti átt sér stað meðal borgarbúa og annarra íbúa lands- ins um hvaða kostur sé heppilegastur við lagn- ingu Sundabrautar. Þrír valkostir hafa helst verið í um- ræðunni: Leið I (hábrú), leið II (botn- göng) og leið III (eyja- lausn). Helst hefur ver- ið rætt um svokallaða leið I (hábrú), ekki síst vegna tenginga við miðborgina annars vegar og hins vegar leið III (eyja- lausn) sem hefur verið valkostur Vegagerðarinnar á grundvelli kostn- aðar. Kostnaðarmunur þessara leiða er u.þ.b. á verðlagi í dag: Leið I er met- in á 15 milljarða enn leið III á 9,4 milljarða. Í desember 2004 voru lagðar fram kærur á úrskurð skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 19. nóvember sama ár og hinn 8. nóv- ember sl. kom loks úrskurður um- hverfisráðuneytisins þar sem úr- skurður Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum er stað- festur. Hinn 6. september sl. ákvað rík- istjórnin að leggja 8 milljarða til lagningar Sundabrautar og sama dag bókaði borg- arstjórn m.a. eftirfar- andi: „Borgarstjórn Reykjavíkur fagnar þeirri ákvörðun rík- isstjórnarinnar að leggja áherslu á sam- göngubætur í höf- uðborginni við ráð- stöfun söluandvirðis Landssíma Íslands. Sérstaklega er því fagnað að átta milljarðar króna skulu lagðir til fyrsta áfanga Sunda- brautar á árunum 2007–2010 og að ekki séu uppi áform um gjaldtöku af umferð. Að því gefnu að um- hverfisráðherra telji báðar leiðir yfir Kleppsvík færar og viðunandi lausn fáist á tengingu Sundabrautar við Sæbraut með tilliti til hagsmuna miðborgarinnar og nærlægrar byggðar, mun verða ráðist í breytingu á gildandi Aðalskipulagi Reykjavíkur með það fyrir augum að fara svokallaða innri leið.“ Ljóst er að nú liggur fyrir að leysa þarf tengingar inn í íbúðar- hverfi bæði Voga- og Hamrahverfis. Ef hægt er að leysa þau mál ásamt tengingu við miðborgina er ekkert því til fyrirstöðu að hefja undirbún- ing að framkvæmdinni. En ef ekki nást ásættanlegar lausnir á þessum þáttum verður að skoða aðrar leiðir við lagningu Sundabrautar. Það er því mikilvægt að íbúar borgarinnar taki nú virkan þátt í því samráðs- ferli sem framundan er og vil ég þess vegna hvetja alla þá sem á málinu hafa áhuga að mæta á opinn fund framkvæmdaráðs Reykjavík- urborgar sem haldinn verður fimmtudaginn 17. nóvember kl. 20 á Grand hóteli við Sigtún. Opinn fundur um Sundabraut Anna Kristinsdóttir fjallar um skipulagsbreytingar í Reykja- vík ’Ef hægt er að leysaþau mál ásamt tengingu við miðborgina er ekk- ert því til fyrirstöðu að hefja undirbúning að framkvæmdinni.‘ Anna Kristinsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi og formaður framkvæmdaráðs. Jakob Björnsson: Útmálun helvítis. „Álvinnsla á Íslandi dregur úr losun koltvísýrings í heiminum borið saman við að álið væri alls ekki framleitt og þyngri efni notuð í farartæki í þess stað, og enn meira borið saman við að álið væri ella framleitt með raforku úr eldsneyti.“ Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar um rjúpnaveið- ina og auglýsingu um hana, sem hann telur ann- marka á. Eggert B. Ólafsson: Vegagerðin hafnar hagstæð- asta tilboði í flugvallarrútuna. Örn Sigurðsson: Bornir eru saman fjórir valkostir fyrir nýjan innanlandsflugvöll. Prófkjörsgreinar á mbl.is www.mbl.is/profkjor Guðlaug H. Konráðsdóttir mælir með Valgerði Sigurðardóttur í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði. Elísabet Valgeirsdóttir styður Valgerði Sigurð- ardóttur í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði Sólveig Haraldsdóttir styður Harald Þór Ólason í 1.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar ÞAÐ fer óneitanlega ýmislegt um hugann þegar fagnað er 120 ára afmæli stúkunnar Eining- arinnar nr. 14 hér í Reykjavík. Þetta er hár aldur og því ber að gleðjast yfir því að stúkan lifir all- góðu lífi enn í dag og hefur innan sinna vébanda mikið af góðu og hæfileikaríku fólki, fólki með hugsjónir um bindindi og boðun hollra lífshátta. Því er hins vegar ekki að leyna að vissulega vildum við sjá svo miklu fleiri í okkar sveit, ekki sízt þegar horft er til þess mikla vanda sem við er að fást í samfélaginu af völdum vímuefna. Söguleg upprifjun er raunar alltaf þörf en skal ekki tíunduð hér, en þeir sem rýna í söguna eru sam- mála um að með stofnun góðtempl- arareglunnar hafi fólk unnið ein- staklega þarft verk og gott í baráttunni gegn þess tíma geig- vænlegu áfengisböli og ekki aðeins þar, heldur og átt sinn dýrmæta þátt í félagslegri vakningu þjóð- arinnar. Þegar skoðuð er saga verkalýðshreyfingar hér í árdaga þá er hún í fyrstu samofin reglunni á margan veg og þaðan fengið hið félagslega form að miklu leyti. Ekki síður ber að halda því á lofti hversu réttur kvenna til virkrar þátttöku var virtur allt frá upphafi og alla tíð síðan, jafnréttishug- sjónin í hávegum höfð, en því fór fjarri að svo væri á þeirri tíð og vankantar á enn í dag. Engum blandast heldur hugur um að fyrstu áratugirnir voru samfelld baráttusaga er til sigurs leiddi með bannlögunum, svo mikil voru þá áhrif þessarar hreyfingar til góðs í þjóðlífinu. Einingin hefur allt frá stofnun staðið í fylkingarbrjósti fremst og svo er enn í dag, þó að víðar sé vel unnið. Saga hennar er því merk og stúkan hefur víða haft heillavæn- leg áhrif á umhverfi sitt. Svo verð- ur áfram að vera, því aldrei hefur áfeng- isauðvaldið reitt eins hátt til höggs og nú og áhrif þess á almenn- ingsálitið ískyggilega mikil hvarvetna í þjóðlífinu. Varðstaða er því lífsnauðsyn, því falskur frelsistónninn felur þau launráð sem fólki eru brugguð til þjónkunar við þau gróðaöfl eitursins sem einskis svífast, og mengun hugarfarsins er áberandi hjá svo alltof mörgum. Auglýsingarnar um virðinguna sem bjórbrugguninni fylgir eða þrá vatnsdropans eftir því að breytast í bjór eru lýsandi dæmi um lögbrotin sem framin eru í sí- fellu og yfirvöld vilja ekki eða þora ekki að taka á, máske af hlífð við þetta ágenga auðvald, því ekki skal þjónkuninni trúað. Í fersku minni eru bjórauglýsingarnar sem troðið var í sjónvarpið eftir viðtal við for- seta Íslands sem var að boða bar- áttu gegn vá vínsins og annarra eiturefna, enda hefur eflaust verið greitt vel fyrir þessa dæmalausu og ósvífnu smekkleysu. Ung kona sem var að kynna sláturgerð í sjónvarpi endaði á því að gott væri svo að fá sér bjór með slátrinu og þótti meira að segja sumum bjór- unnendum nóg um bjórdýrkunina. En þannig er sífellt verið að læða því að hjá þjóðinni, ekki sízt hinum ungu og ómótuðu, að lífsnauðsyn sé að neyta áfengis, í því sé að finna einhvern mesta menningar- auka sem völ er á í þokkabót. Og þegar farið er af bjórunnendum og „frelsis“sinnum að fimbulfamba um eiturlyfjavandann sem vissu- lega er skelfilegur þá er okkur hollt að hafa í huga þá óyggjandi staðreynd að upphaf þeirrar neyzlu er nær undantekningalaust í neyzlu áfengis. Bandaríkjamenn tala um yfir 90% fylgni. Eða skyldu þau á Vogi sem fást við hin- ar válegu afleiðingar taka undir þetta með virðinguna og vatns- dropans þrá eða þá sláturbjórinn, hvað heldur fólk um það? Vökul skal því varðstaðan áfram verða og þar mun Einingin ekki láta sitt eft- ir liggja. Um leið og við óskum okkur öllum til hamingju með það að eiga Eininguna að á 120 ára af- mælinu, þá skal því heitið af okkur félögunum þar að halda ótrauð baráttunni áfram gegn því böli sem veldur svo ómældri óhamingju og allt yfir í mannfórnir. Við heit- um á þig sem þetta lest að vera með okkur í þeirri góðu baráttu, þú munt aldrei sjá eftir því. Hugsað upphátt á afmælisdegi Helgi Seljan skrifar í tilefni af 120 ára afmæli Einingarinnar og vekur fólk til umhugsunar ’Einingin hefur allt frástofnun staðið í fylking- arbrjósti fremst og svo er enn í dag, þó að víðar sé vel unnið.‘ Helgi Seljan Höfundur er Einingarfélagi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.