Morgunblaðið - 17.11.2005, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 17.11.2005, Qupperneq 39
máttur tekna ellilífeyrisþega hækki einn og sér ef það er tekið til baka með aukinni skattbyrði. 2. Talað er um einstakling sem býr einn og hefur því heimilisuppbót að fullu og fullan tekjutrygging- arauka. Hér er einungis um að ræða 314 einstaklinga skv. staðtölum Tryggingastofnunar árið 2003 eða aðeins um 1% ellilífeyrisþega. Þótt bætur þessara aðila hafi hækkað mest ellilífeyrisþega eða um 44,4% eins og segir í grein þingmannsins þá er það fyrir skatta og viðmið- unarárið er 1995 ekki 1988 sem nær væri að miða við. Samkvæmt út- reikningi heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins fær þessi hópur mun minni kaupmáttarauka eftir skatta frá 1995 eða 22,6%. 3. Af greininni mætti ráða að kaupmáttur þess sem hefur um 48 þúsund krónur á mánuði annars staðar frá og því einungis með grunnlífeyri og tekjutryggingu á mánuði frá TR, hafi hækkað um 36,5% frá 1995. Þetta er rangt. LEB og heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið hafa reiknað þetta út, að sá sem ekki býr einn og hefur 47.600 kr. á mánuði frá lífeyrissjóði auk grunnlífeyris og tekjutrygg- ingar hefur fengið 18,2 % hækkun kaupmáttar fyrir skatta, en 9,6% eftir skatta frá 1995. Frá 1988 lækk- ar kaupmáttur ráðstöfunartekna um 1,6% fyrir þennan aðila. Ólafur Ólafsson Ólafur er formaður LEB, Einar er hagfræðingur og Pétur, fv. stjórn- armaður í FEB. Einar Árnason Pétur Guðmundsson MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 39 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Minnisblað um búferlaflutninga 1. Hinn 1. júní sl. fluttum við hjónin frá Hrafnseyri í Arnarfirði að Brekku í Dýrafirði, sem er lögbýli, 24 hundruð að fornu mati. 1. ágúst tilkynntum við svo formlega lög- heimilisflutning að Brekku til Ísa- fjarðarbæjar. Höfum við átt þar heimili síðan í nýbyggðu húsi okkar, sem er 64,5 fermetrar að flatarmáli og er sú búseta öllum vitanleg sem til þekkja. 2. Á Brekku rekum við sauðfjárbú og þar er einnig heimili Vestfirska forlagsins sem áður var á Hrafns- eyri. 3. Þegar leið á sumarið fór okkur að berast póstur þar sem við erum staðsett á Brekku á Ingjaldssandi, 425 Flateyri. Við tölum við Hagstof- una. Þá kom í ljós að hún hafði sett okkur niður þarna frekar en ekki neitt, þar sem ekkert hús væri skráð í þeirra skjölum á Brekku í Dýra- firði. Beðið er um leiðréttingu á þessu, en ekkert gerist, þrátt fyrir mörg símtöl. 4. Þá er næst farið að tala við starfs- fólk Ísafjarðarbæjar. Þá kemur í ljós að íbúðarhúsið á Brekku er skráð sem sumarbústaður, þrátt fyrir að á samþykktum teikningum sé talað um íbúðarhúsið á Brekku og í öllum skjölum því viðvíkjandi, þar á meðal í umsókn til Umhverfisnefndar Ísa- fjarðarbæjar um byggingarleyfi, sé talað um heilsárshús. 5. Hefjast nú endalausar hringingar fram og til baka og alltaf erum það við sem þurfum að sækja málið, sem er að verða fjögurra mánaða gamalt. En húsið á Brekku skal teljast sum- arbústaður, hvað sem tautar og raul- ar, þótt það sé byggt samkvæmt ströngustu kröfum sem íbúðar- og heilsárshús. Það nýjasta í þessu máli er það, að við höfum verið flutt „hreppaflutningi“ aftur að Hrafns- eyri og er það að vísu heiður fyrir okkur, sem bjuggum þar í rúmlega 40 ár. 6. Viðtöl okkar við starfsmenn Ísa- fjarðarbæjar, byggingarfulltrúa, bæjarritara og bæjarstjóra viðvíkj- andi þessu máli eru eiginlega brand- ari út af fyrir sig. Hér verður þó ekki vitnað í tveggja manna viðtöl okkar við þessa ágætu starfsmenn, þótt freistandi sé. En þau eru geymd en ekki gleymd. 7. Nú er það spurningin hvort hér sé ekki um fádæmi að ræða, jafnvel einsdæmi. Fólki sem býr á lögbýlis- jörð, rekur þar sinn atvinnurekstur, landbúnað og bókaútgáfu sem það hefur viðurværi af og á þar heimili í nýbyggðu íbúðarhúsi er neitað um að eiga þar lögheimili, á þeim for- sendum að það búi í sumarbústað! Til samanburðar skal vitnað í hæstaréttardóm frá 14. apríl 2005, en í honum voru dómsorð þau, að fólki sem býr í sumarhúsi í sum- arhúsabyggð í Bláskógabyggð á Suðurlandi sé heimilt að telja sig þar til lögheimilis. Hér var ekki um ábúð á lögbýli að ræða og ekki stundaður landbúnaður né annar atvinnurekst- ur. Þarf hér einhverra vitna við? Er Ísafjarðarbær ekki að brjóta á okk- ur mannréttindi á hinn grófasta hátt? Í lögum um lögheimili nr. 21 5. maí 1990 segir svo í fyrstu grein: Lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu. Maður telst hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sín- um, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika. Stundum ber það við að hinn al- menni borgari verður að taka op- inberlega til varna í málum sínum. Það sýnist sannarlega eiga við í þessu dæmi, þótt ekki sé það okkur ljúft. GUÐRÚN STEINÞÓRSDÓTTIR og HALLGRÍMUR SVEINSSON, Brekku í Dýrafirði. Stutt saga úr sveitinni Frá Guðrúnu Steinþórsdóttur og Hallgrími Sveinssyni: Þróun kaupmáttar ráðstöf- unartekna (kaupmáttur eftir skatta) 1988–2005 Ellilífeyrisþegi sem býr ekki einn miðað við ólíkar tekjur á mánuði úr lífeyrissjóði. 1995–2005 1988–2005 Tekjur úr Kaupmáttur Kaupmáttur lífeyrissjóði ráðst.tekna % ráðst.tekna % - 12,4 23.800 11,5 6,5 47.600 9,6 -1,6 95.200 9,6 -5,6 144.000 2,1 -12,8 Byggt á útreikningum heilbrigðis- og tryggingarráðuneytis og LEB

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.