Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Birgir DavíðKornelíusson fæddist í Reykjavík 18. desember 1947. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 10. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Sigríður Pét- ursdóttir, f. 10. nóv- ember 1929, og Kornelíus Jónsson, f. 8. apríl 1915. Systkini Birgis eru: 1) Haraldur, f. 25. ágúst 1950, maki Íris Ægisdóttir, f. 21. nóvember 1953. Börn þeirra eru: a) Sirrý Hrönn, f. 1971, og b) Birgir Grétar, f. 1972. 2) Korn- elía, f. 14. janúar 1952, maki Gísli Árni Atlason, f. 7. febrúar 1950. Börn þeirra eru: a) Jón Kornelíus, f. 1975, b) Kolbrún Ýr, f. 1977, c) Eygló Rós, f. 1978, og d) Óskar Sindri, f. 1984. 3) Pétur, f. 29. mars 1953, maki Gunnhildur Sigurð- ardóttir, f. 21. októ- ber 1956. Synir þeirra eru: a) Sig- urður Rúnar, f. 1977, og b) Harald- ur, f. 1979. Birgir hóf ungur störf hjá Reykjavíkurborg en starfaði síðustu áratugi hjá Múla- lundi. Birgir Davíð verður jarðsung- inn frá Hvítasunnukirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Kæri bróðir, þá er komið að kveðjustund sem kemur reyndar alltof fljótt. Við ólumst upp saman í foreldrahúsum, fyrst í Mávahlíðinni, síðan á Kleifarveginum. Eftir að við systkinin fluttum að heiman og hóf- um búskap hefur Biggi búið hjá for- eldrum okkar og notið ástar og um- hyggju alla tíð. Biggi var trúaður maður þó hann væri ekki að bera trú sína á torg, en hann sótti samkomur bæði hjá Hvítasunnusöfnuðinum og Hjálpræðishernum, einnig var hann í Kristniboðsfélagi karla. Biggi var sérstaklega félagslyndur og hafði mjög gaman af að ferðast, Flækjufót- ur er félagsskapur sem hann ferðað- ist mikið með bæði innanlands og ut- an og hafði mikla ánægju af. Hann lifði hröðu og skemmtilegu lífi, var mikið á ferðinni á Toyotunni sinni (vildi ekki aðra bíltegund), heimsótti marga, stoppaði kannski ekki lengi á sama stað nema hjá löggunni og strætóbílstjórunum en þeir voru meðal bestu vina hans, enda einstak- lega góðir við hann Ekki var lífið hjá Bigga alltaf dans á rósum en hann fæddist með hjarta- galla sem háði honum alla tíð, það var ekki sjaldan sem hann var fluttur í skyndi á sjúkrahús í hjartakasti, svo var það um miðjan júní sl. sem hann greindist með krabbamein sem sigr- aði hann að lokum eftir tiltölulega stutta legu. Biggi var ótrúlega dug- legur í veikindum sínum, aldrei kvartaði hann. Þó að við vissum að honum liði illa þá hafði hann það allt- af ágætt þegar hann var spurður. Mig langar að þakka öllum hans vin- um sérstakan hlýhug í hans garð, einnig þessu yndislega fólki á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi sem ann- aðist hann í gegnum tíðina og síðustu sólarhringana starfsfólkinu á Líkn- ardeildinni í Kópavogi. Að lokum, Biggi minn, megi Guð blessa sálu þína í Himnaríki þar sem ég veit að Gunna, Eggi, og Stína frænka sem þótti svo vænt um þig og þú dáðir svo mjög tóku vel á móti þér. Haraldur bróðir og fjölskylda. Nú höfum við misst okkar kæra ástvin, Bigga frænda. Það er sárt til þess að hugsa að fá ekki að hitta hann aftur, hlæja með honum og spjalla saman. Biggi var svo yndislegur maður, jákvæður og góður við alla. Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa öll- um sem á þurftu að halda og var allt- af með í öllu. Hann var okkur systk- inunum líka einstaklega góður enda vorum við í rauninni líka börnin hans. Hann lét okkur sig varða og fylgdi okkur alla tíð. Okkur þykir svo óend- anlega vænt um hann Bigga okkar og söknum hans sárt en það hjálpar okkur að vita að nú líður honum bet- ur og er vonandi að takast á við ný ævintýr á öðrum, æðri stað. Biggi mun fylgja okkur í hjörtum okkar alla tíð. Megi himinsins englar vaka með þér, kæri frændi. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Systurbörnin, Jón Kornelíus, Kolbrún Ýr, Eygló Rós og Óskar Sindri. Minningarnar streyma fram. Minningar um góðan dreng, sérstak- an karakter. Dreng sem var alltaf tilbúinn að gera öðrum greiða, snúast og snatta og svaraði oft: „Þetta er ekkert mál, ég var hvort sem er á ferðinni.“ Hann var sannur vinur vina sinna og þeir voru margir. Það var ekki hægt annað en að þykja vænt um hann. Við bjuggum í sama húsi þegar við vorum krakkar og vor- um nánast eins og systkini enda mik- ið skyld í báðar ættir og mikill sam- gangur á milli heimilanna. Biggi frændi var hvunndagshetja. Hann var aldrei heilsuhraustur en ótrúlega harður af sér, kvartaði nánast aldrei þótt oft væri hann þjáður. Ef það kom fyrir þá vissi ég að rík ástæða var fyrir því og ég reyndi að aðstoða hann eftir bestu getu. Hann kallaði mig oft einkahjúkkuna sína. Biggi hafði mikið skopskyn og næmt auga fyrir því sem var spaugilegt í lífinu en var aldrei særandi eða niðrandi. Hann átti einlæga trú á frelsarann Jesú Krist og bænin var honum öruggt haldreipi. Um árabil vorum við saman í kirkjulegu starfi í Hvíta- sunnukirkjunni þar sem hann tók að sér akstur eldri borgara á samveru- stundir sem ég hafði umsjón með. Það var alltaf hægt að treysta á hann og vil ég þakka honum fyrir það. Margar ferðirnar fórum við saman á Kotmót um verslunarmannahelgi, þá var ýmislegt spjallað og hlegið en oft voru líka langar þagnir en aldrei óþægilegar. Biggi var nefnilega þannig að það var ekkert aðalatriði að halda uppi samræðum, það nægði að vera til staðar. Nú þegar komið er að leiðarlokum er eitthvað svo sárt að kveðja, samt veit ég að nú er hann laus við allar þjáningar og situr í betri stofunni hjá Jesú. Það er huggun mín. Ég bið góð- an Guð að hugga og styrkja foreldra og systkini og aðra ástvini sem eiga um sárt að binda. Með innilegri sam- úðarkveðju frá Kaupmannahöfn. Elín Pétursdóttir (Ella P.). Þegar mamma hringdi í mig í vinn- una sl. fimmtudag heyrði ég strax á henni að hún var ekki að færa mér nein gleðitíðindi. Því miður reyndist það rétt vera því hann Biggi frændi minn var dáinn, hafði dáið þá um morguninn á afmælisdegi móður sinnar. Við vorum systrabörn, hann var 13 árum eldri en ég þannig að hann hefur verið samferða mér í gegnum lífið. Það er nú einhvern veginn þannig að maður er aldrei undirbúinn fyrir svona fréttir og þótt ég hafi vitað um nokkurn tíma að hann væri veikur, með krabbamein, þá datt mér ekki í hug að hann myndi kveðja svona fljótt. Ég man fyrst eftir honum á jóla- dag, þegar við vorum börn, en það var ein af jólahefðunum að stórfjöl- skyldan hittist heima hjá Siggu og Kornelíusi, foreldrum Bigga. Hann var unglingur og fannst við örugg- lega óttaleg smábörn, hoppandi upp og niður flotta stigann í húsinu þeirra. Löngu seinna þegar ég var að vinna á skrifstofu Hvítasunnukirkj- unnar hafði ég oft samskipti við hann því hann kom gjarnan við hjá okkur og það var alltaf gaman að hitta hann. Hann var líka fastur punktur í öllum ferðalögum á vegum kirkjunn- ar og kom á flest mót sem voru hald- in og fór þá gjarnan með mömmu minni á milli staða. Við Biggi áttum ferðaáhugann sameiginlegan og það var gaman að hitta hann þegar hann var kominn úr einhverri ferðinni og kom til að segja okkur ferðasöguna. Hann var glað- lyndur og sjaldan sá ég hann reiðan við nokkurn mann. Hann lét samt al- veg vita af því ef honum mislíkaði eitthvað en það var fljótt úr honum. Biggi vann á Múlalundi og ef okk- ur vantaði eitthvað þaðan á skrifstof- una þá var bara að hringja í hann og innan skamms var hann kominn með það sem okkur vanhagaði um og ef ég sagði við hann að ég hefði getað sótt þetta þá fannst honum það nú óþarfi, hann væri hvort sem er á ferðinni. Stundum kom ég við hjá honum í vinnunni og verð að viður- kenna að mér fannst gaman að vera frænka hans, hann var vel liðinn og augljóst að starfsfólkinu þótti vænt um hann. Það er á engan hallað þótt ég segi að bónbetri mann var ekki að finna til að keyra eldri borgarana okkar á samverur fyrir þá sem kirkj- an stóð fyrir. Biggi frændi átti marga vini og þeir eru margir sem sakna hans en mestur er þó söknuður foreldra hans sem svo sannarlega voru eins og klettar í hafinu í veikindum hans svo og systkina hans. Um leið og ég og fjölskylda mín vottum minningu Bigga frænda virðingu okkar send- um við Siggu, Kornelíusi og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur og styrki á allan hátt. Erla Birgisdóttir. Síminn hringdi til mín frá Reykja- vík og mér var sagt að Guð hefði kall- að kæran vin minn, Birgi, heim til sín. Það eru mörg ár síðan ég kynnt- ist Birgi, hann fór víða á samkomur og kom oft á samkomur hjá okkur á hernum og þar gerðist hann sam- herji. Minningar eru margar, hann var alltaf svo hlýr, hann átti lifandi trú á Frelsarann. Birgir gekk ekki heill til skógar en hann treysti á Jesú. Ég man eftir honum á mótum sem við héldum, það voru góðar og skemmtilegar stundir og við Birgir náðum svo vel saman. Oft vorum við snemma á fótum þegar ég bar ábyrgðina á matseldinni og þá rétti hann mér hjálparhönd, og þá var oft glatt á hjalla. Ég talaði við Birgi þegar hann var veikur heima, hann vissi hvert stefndi og var öruggur í Jesú. Ég kvaddi hann og sagði: „Við mætumst á ný, Birgir minn.“ Ég votta foreldrum hans og fjöl- skyldu samúð með ósk um blessun og styrk Guðs. Nú ertu horfin í himinsins borg og hlýðir á englanna tal. Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg, í sólbjörtum himnanna sal. Þeim öllum sem trúa og treysta á Krist, þar tilbúið heimili er. Þar ástvinir mætast í unaðarvist, um eilífð, ó, Jesú, hjá þér. Guð blessi minningu þína. Ingibjörg Jónsdóttir (Imma). Í dag kveðjum við ljúflinginn og sómadrenginn Birgi Davíð Korn- elíusson. Birgir var starfsmaður Múlalundar, vinnustofu SÍBS, um langt árabil, aðallega við léttar sendi- ferðir í banka og aðrar stofnanir sem Múlalundur átti samskipti við. Birgir var einstakur drengur, traustur og áreiðanlegur, sem ávallt var tilbúinn að aðstoða samstarfs- menn sína við ýmsa snúninga, enda var Birgir sérlega vinamargur og átti vini og félaga í öllum starfsstéttum þjóðfélagsins. Guð blessi minningu Birgis Dav- íðs. Aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveður. Steinar og Margrét. Biggi minn, ég veit að þú kannast við þetta orðalag. Það var oft sagt, Biggi minn, í Múlalundi og var það sérstaklega þegar það þurfti á þinni aðstoð að halda. Þú varst okkar sendiherra og stóðst þig með prýði. Alltaf varst þú til í að skutlast og var þá sama hvort það var að fara með einhvern af okkar einstaklingum sem starfa hérna einhverra erinda, fara í pósthús eða bankann. Nú er komið að kveðjustund en það fara allir sinn veg að lokum og ég veit að þinn vegur er ljósum prýddur. Ekki var búist við því að þú myndir kveðja okkur svona fljótt þar sem ekki er langt síðan þú sagðir að þú kæmir aftur til vinnu hjá okkur. Við biðum eftir því að þú kæmir aftur en ekki kom Biggi. Hér var á ferðinni maður sem fylgdist með hlutunum. Birgir var glaðvær og er það ómet- anlegt að hafa starfsmann sem er já- kvæður og alltaf tók hann gríni vel. Hann var einn af þeim sem gaf lífinu ljós og mun það ljós loga áfram í huga okkar hér í Múlalundi. Um leið og við í Múlalundi fréttum af því að þú værir farinn var sett upp mynd af þér og kveikt á kerti. Við munum alltaf minnast þín með þakklæti og gleði í hjarta Samviskusemin sem þú sýndir Múlalundi var einstök og vild- um við félagarnir þakka kærlega fyr- ir margar góðar stundir. Þitt ljós mun lifa og við vitum að það er tekið vel á móti þér þar sem þú ert núna en þar loga ávallt kerti frið- ar og gleði í kringum þig. Við hjá Múlalundi sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til for- eldra, systkina og annarra vanda- manna. Við viljum þakka kærlega fyrir að hafa fengið að njóta krafta þinna því þú sinntir Múlalundi vinnu- stofu SÍBS heils hugar. Hvíl í friði, kæri vinur. F.h. vinnufélaga í Múlalundi. Helgi Kristófersson. Elskulegur vinur, félagi og sam- starfsmaður Birgir Davíð Kornelíus- son lést á líknardeild Landspítalans í Fossvogi fimmtudaginn 10. nóv. sl. Hann var fæddur 18. des. 1947 og því á 58. aldursári þegar hann lést. Kynni okkar Birgis hófust fyrir meira en 40 árum, þegar ég gerðist félagi í Kristniboðsfélagi karla 1961. Hann var einlægur og góður kristni- boðsvinur, sem lagði sitt af mörkum til að boða fjarlægum þjóðum kristna trú. Birgir var einnig félagi í Fíladel- fíusöfnuðinum í Reykjavík og sótti að jafnaði samkomur á Hjálpræðishern- um. Í þessu samfélagi öllu þroskaði hann sína kristnu trú. Birgir var sonur hjónanna Sigríð- ar Pétursdóttur og Kornelíusar Jónssonar. Hann naut mikils ástríkis foreldra sinna og á heimilum systk- ina sinna var hann aufúsugestur. Raunar veit ég að Birgir var aufúsu- gestur hvar sem hann kom, sem seg- BIRGIR DAVÍÐ KORNELÍUSSON Útför systranna, JÓNU GUÐMUNDU JAKOBSDÓTTUR og INGIBJARGAR ÞÓRÓLFSDÓTTUR, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 18. nóvember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, María Rögnvaldsdóttir, Halldór Þórðarson, Elínbet Rögnvaldsdóttir, Guðmundur Halldórsson, Þórólfur Halldórsson, Ágústa Halldórsdóttir, Auðbjörg Halldórsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJÖRN VIGNIR SÆMUNDSSON, Ránarbraut 9, Vík í Mýrdal, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 14. nóvember. Kolbrún Matthíasdóttir, Matthías Jón Björnsson, Hafdís Þorvaldsdóttir, Ingi Már Björnsson, Hjördís Rut Jónsdóttir, Kristín G. Ólafsdóttir og barnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.