Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 41
ir meira um hann en mörg orð. Það þótti öllum vænt um Bigga. Hvað sjálfan mig varðar á ég góðs vinar að sakna og græt innra með mér nú við fráfall hans. Við vorum samstarfs- félagar í Múlalundi í 20 ár, hann sem sendill og ég sem sölumaður. Á okkar samstarf féll aldrei skuggi. Birgir hafði mjög gaman af að ferðast og þrátt fyrir oft og tíðum lé- lega heilsu lagði hann það á sig að fara inn á hálendi Íslands og naut þess í góðra vina hópi. Birgir var mikil félagsvera og naut samvista við fólk í ríkum mæli og ósjaldan var hann hrókur alls fagnaðar. Þegar ég nú kveð þennan góða vin minn þakka ég einlæga vináttu hans árin sem við áttum saman. Ég bið Guð að blessa foreldra hans og aðra ástvini. Við hjónin biðjum Guð að blessa þeim og okkur minningarnar um Birgi. Baldvin Steindórsson. „Blessuð, ég ætla að skrá mig í ferðina.“ Þannig hljómuðu orðin hans Birgis ævinlega þegar hann pantaði sér ferð með ferðaklúbbnum Flækjufæti. Birgir fór í allar ferðir með okkur alveg frá 1994, bæði inn- anlands og utan. Hans verður sárt saknað af ferðafélögum. Það sem ein- kenndi Birgi í öllum ferðum var hvað hann var ljúfur og hjálpsamur. Ef einhver þurfti aðstoð var hann alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd. Það var dásamlegt að heyra hann tala við foreldra sína þegar hann hringdi heim til að láta þau vita af sér og segja þeim hvar hann hefði verið og hvað hann hefði gert þann daginn. Mér er minnisstætt þegar Flækju- fótur var á ferðalagi norður á Strönd- um og hann frétti af því að fjölskylda hans væri á tjaldstæðinu. Hann gat ekki beðið eftir því að vera keyrður þangað heldur lagði hann af stað gangandi því hann ætlaði ekki að missa af þeim. En leiðin var lengri en hann hafði búist við svo að hann varð að snúa við og fá bílstjórann okkar til að keyra sig, sem var auðsótt mál. Það urðu fagnaðarfundir þegar hann hitti þau. Þannig var ræktarsemi þessa dugmikla ljúflings, sem nú er kvaddur með söknuði og þökk fyrir allar ljúfu samverustundirnar. Hann endaði jafnan samtöl sín á orðunum: „Allt í lagi, vinan,“ – orðum sem lýstu æðruleysi og jafnaðargeði. Þau kveðjuorð hljóma í eyrum okkar sem síðasta kveðjan á vegferð hans hér á jörð. F.h. Ferðaklúbbsins Flækjufótar, Sigríður og Helga. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 41 MINNINGAR Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR JÓELSDÓTTIR fótaaðgerðafræðingur, Laufskógum 19, Hveragerði, sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands mánudaginn 7. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 18. nóvember kl. 11.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna. Þórhallur B. Ólafsson, Þórdís Þórhallsdóttir, Halla Þórhallsdóttir, Ingiríður B. Þórhallsdóttir, Kristberg Óskarsson, Guðríður Þórhallsdóttir, Vilborg Þórhallsdóttir, Egill Jón Kristjánsson, Björgvin Þór Þórhallsson, Sigrún Björk Cortes, barnabörn og barnabarnabörn. Útför ástkærrar eiginkonu minnar og systur, MARGRÉTAR HAFSTEINSDÓTTUR, Húnabraut 42, Blönduósi, sem andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blöndu- ósi mánudaginn 7. nóvember sl., fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 19. nóvember og hefst kl. 13.00. Jarðsett verður í heimagrafreit á Gunnsteinsstöðum. Þeim, sem vilja minnast Margrétar, er bent á Félag krabbameinssjúkra barna. Kjartan Hörður Ásmundsson, Stefán Hafsteinsson, Erla Hafsteinsdóttir og aðrir ættingjar og vinir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐBJARGAR JÓNSDÓTTUR, áður til heimilis á Nýlendugötu 15a. Jón H. Þórarinsson, Marilou Suson, Guðlaug Kristófersdóttir, Jónína S. Kristófersdóttir, Kjartan L. Pálsson, Ingólfur Kristófersson, Hildur Guðmundsdóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSGERÐAR THEODÓRU JÓNSDÓTTUR, Hrísholti 12, Selfossi. Gunnlaugur Briem Vilhjálmsson, Kolbrún Svavarsdóttir, Heiðar Bjarndal Jónsson, Erla Gunnlaugsdóttir, Þórhallur Bjarnason, Unnur Gunnlaugsdóttir, Sigurður Birgir Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BJÖRN KJARTANSSON verktaki, Fitjakoti, Kjalarnesi, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 15. nóvember. Svala Árnadóttir, Hallgrímur Þór Björnsson og aðstandendur. Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, RANNVEIG SIGURÐARDÓTTIR, Smárabraut 15, áður Svanahlíð, Höfn, Hornafirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt miðvikudagsins 16. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún Eiríksdóttir, Erlingur Friðgeirsson, Rannveig Eir Erlingsdóttir, Þórdís Erlingsdóttir, Eiríkur Erlingsson. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, ÞORBJÖRG SVEINSDÓTTIR frá Vík í Mýrdal, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðju- daginn 15. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. nóvember kl. 15.00. Sveinn Rúnar Arason, Ragnhildur Hreiðarsdóttir, Sæbjörg Snorradóttir, Halla Aradóttir Loveday, Martin Loveday, Lára Aradóttir, Sveinn Halldórsson, Guðni Arason. Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýnduð okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR KARLSSONAR bónda, Laufási. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkradeildar Heil- brigðisstofnunar Austurlands, Egilsstöðum, fyrir frábæra umönnun. Sigfríð Jóhanna Guðmundsdóttir, Kristbjörg Sigurðardóttir, Halldór Sigurðsson, Guðmundur Karl Sigurðsson, Sólveig Björnsdóttir og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, BÁRA HÓLM, Hátúni 11, Eskifirði, lést á heimili sínu aðfaranótt miðvikudagsins 16. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristinn G. Karlsson, Einar Hólm, Lilja Berglind Jónsdóttir, Súsanna Kristinsdóttir, Halldór Árnason, Þórunn Kristinsdóttir, Skúli Jónsson, Pétur Karl Kristinsson, Gunnhildur Ósk Sæbjörnsdóttir, Guðrún Björg Kristinsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Elskulegur faðir okkar, GUÐBJÖRN FRÍMANNSSON, Heiðarvegi 8, Selfossi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 15. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. María Guðbjörnsdóttir, Sigurður Óli Guðbjörnsson. Lokað verður í söludeild Múlalundar eftir hádegi í dag, fimmtudaginn 17. nóvember, vegna jarðarfarar BIRGIS KORNELÍUSSONAR. Múlalundur, vinnustofa SÍBS, Hátúni 10C.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.