Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Edda Eiríks-dóttir fæddist á Akureyri 25. sept- ember 1936. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri að morgni 11. nóvember síð- astliðins. Foreldrar hennar voru Eirík- ur Gísli Brynjólfs- son, forstöðumaður Kristnesspítala, f. 3. ágúst 1905, d. 19. janúar 1986, og Kamilla Þorsteins- dóttir, húsfeyja í Kristnesi, f. 19. janúar 1911, d. 31. mars 1996. Systkini Eddu eru Auður Eiríks- dóttir, f. 1938, Þorsteinn Eiríks- son, f. 1941, og Guðríður, f. 1943. Maki Eddu var Rafn Biering Helgason, bifvélavirki og bóndi, f. 8. júní 1933. Þau skildu 1969. Börn þeirra eru: 1) óskírt svein- barn, f. jan. 1956, d. sama dag. 2) Eiríkur, f. 26.4. 1958, sambýlis- kona Bryndís Snorradóttir, f. 1954. 3) Helgi, f. 10.12. 1960, maki Hjördís Björnsdóttir, f. 1956. 4) Emilía, f. 27.10. 1965, sambýliskona Gauja Rúnarsdótt- ir, f. 1966. Barnabörnin eru sex og eitt barnabarnabarn. Edda varð stúdent frá MA vor- ið 1955. Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði 1955–1956, nám við heimspekideild Háskóla Íslands 1956–1957, varð cand. phil. það- an 21. maí 1957. Hún tók kenn- arapróf frá Kennaraskóla Ís- lands 1957 og stundaði nám í íslensku við Háskóla Íslands 1981–1982. Auk þess sótti hún fjölda námskeiða. Edda var kennari við Langholtsskóla í Reykjavík 1957– 1958, húsfreyja á Stokkahlöðum í Eyjafjarðarsveit 1958–1969, skóla- stjóri Barnaskóla Hrafnagilshrepps 1958–1971 og Grunnskóla Öng- ulsstaðahrepps 1971–1982 (í leyfi 1981–1982). Hún var kennari við Stórutjarnaskóla í S-Þing. 1982– 1983, við Varmárskóla í Mosfells- sveit 1983–1984 og á ný við Stórutjarnaskóla 1984–1987. Hún var kennari við Barnaskóla Bárðdæla í S-Þing. 1988–1990. Frá 1991–2002 var hún kennari á Selfossi og Þingborg í Villinga- holtshreppi og síðast við Grunn- skólann á Hrafnagili í Eyjafjarð- arsveit. Edda var formaður Kennara- félags Eyjafjarðar og formaður Bandalags kennara á Norður- landi um skeið. Hún var lands- forseti Zonta 1977–1979. Edda starfaði í starfshópum á vegum Námsgagnastofnunar við gerð námsefnis í líffræði. Hún ritaði texta bókarinnar „Lista- konan í Fjörunni“, Elísabet Geir- mundsdóttir Ak. 1989 og sá um útgáfu bókarinnar. Útför Eddu verður gerð frá Akureyrarkirju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður á Munkaþverá. Elsku Edda mín, nú er æviskeið þitt liðið. Ég var unglingur þegar ég hitti þig fyrir á heimili foreldra minna við Laufásveg í Reykjavík. Heimilið sem þú kallaðir gjarnan sendiráðið vegna fjölda þeirra ættingja og vina sem þangað sóttu. Í minningunni var ætíð glampandi sól þegar þig bar að garði. Jafnt innan dyra sem utan. Þú áttir oft erindi til Reykjavíkur og við feng- um að njóta heimsókna þinna þrátt fyrir að þú sinntir margs konar fé- lagsmálum. Sætir fundi víða um bæ- inn vegna starfa þinna sem kennari, ásamt ýmsu öðru sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú sinntir ótal verk- efnum; hafðir umsjón með útgáfu listaverkabókarinnar um Listakon- una í Fjörunni, einnig ýmsum náms- bókum fyrir grunnskólann. Það var alveg sama hvert verkefnið þitt var, þú meðhöndlaðir það með mikilli ánægju og gleði. Aldrei hef ég heyrt þig kvarta undan álagi né að þú hafir haft óþarfa áhyggjur af framvindu mála. Til að byrja með komst þú oft- ast ein á Laufásveginn til að hitta móður mína og bundust þið órjúfan- legum vináttuböndum. Seinna fylgdu með þér fyrst stelpuhnokkinn hún Emilía og seinna stóri bróðir hennar Helgi. Ég var unglingsstúlka þegar þetta var og hafði ósköp lítið að gera með þau, sér í lagi drenginn þinn sem virtist frekar einrænn og dulur og ekkert áfjáður í að fylgja móður sinni eftir daglangt. Hann lék sér við yngri bræður mína en ég reyndi að hafa ofan af fyrir litlu telp- unni þinni. Síðar á lífsleiðinni hitti ég drenginn þinn aftur, þá fulltíða mann, og það tók okkur ekki langan tíma að kynnast hvort öðru því við áttum líkan bakgrunn, við áttum for- sögu og höfðum upplifað svo margt skemmtilegt í gegnum ykkur vin- konurnar. Seinna meir eftir að ég var orðin tengdadóttir þín var það ósjaldan að ég bað þig um að aðstoða mig við gerð ritgerða og meira að segja gerðir þú þér lítið fyrir og komst ak- andi að austan frá Þingborg í Árborg þegar mest lá við. Ég á þér mikið að þakka. Þú hvattir okkur hjónin í náminu í Oregon og gerðir allt sem í þínu valdi stóð til að menntadraumar okkar gætu ræst. Sá stuðningur er ómetanlegur og við Helgi munum koma honum áfram til afkomenda okkar í minningu þína. Við hjónin munum sakna þín. Kær kveðja frá sonarsyni þínum, Rafni. Hjördís Magnúsdóttir. Elsku besta amma mín, nú þegar þú ert farin finn ég mest fyrir eft- irsjá, ég sé eftir hversu lítil sam- skipti við höfðum þessi síðustu ár í lífi þínu. En það er um að gera að hugsa um alla góðu tímana sem við áttum saman. Tímana sem við áttum á Þingborg, Hrafnagilsskóla og síð- ast en ekki síst í Stóragerðinu. Nú þegar þú ert farin þá finn ég fyrir óendanlegum söknuði og finnst vanta að hafa þig hér hjá mér. Þó finnst mér gott að ég hafi fengið að segja bless og náð að tjá þér ást mína áður en þú fórst. Lífið er erfitt án þín og gæfi ég mikið fyrir það eitt að fá að hitta þig aftur. Ég mun aldrei gleyma þér og minningin um þig mun alltaf lifa í hjarta mínu og huga mínum. Ef ég eignast börn þá mun ég segja þeim frá þér og þannig mun minningin um þig lifa. Ég elska þig ávallt. Þinn Hermann. Elsku Edda mín, nú er ævisólin þín til viðar hnigin. Hér sit ég við kertaljós og læt hugann reika til gömlu góðu daganna þegar við vor- um ungar og lifðum lífinu lifandi. Þá voru allir vegir færir, þú varst alltaf svo glöð og kát, kunnir ógrynni af sögum og vísum og sást allt í svo spaugilegu ljósi og allir sóttust eftir þínum félagsskap. Þegar þú komst í heimsókn á Laufásveginn þá glödd- ust allir, jafnt heimilisfólkið mitt, vinir, kunningjar og heimagangar. Allir vildu vera í nálægð þinni. Minn- isstæðir eru mér „silfurdagar“ fyrir jól og á vorin, en þá var silfrið fægt. Við laufabrauðsgerð var oft glatt á hjalla og mikið um að vera. Nú er þetta allt liðið hjá og þú horfin á braut og svo mörgu ósvarað, vegna hvers þetta fór á þennan veg en ekki hinn. Þú fékkst þinn skammt af erf- iðleikum í lífinu en þú barst það aldr- ei á borð fyrir aðra. Það veit enginn hvað í annars brjósti býr. Ég trúi því að við hittumst aftur. Þú takir á móti mér þegar ég kem yfir móðuna miklu. Ég þakka áralanga vináttu. Blessuð sé minning Eddu Eiríks- dóttur. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Hemma, Rabba og Pálma Rafns Eiríkssonar, Eiríks, Bryndís- ar og Tinnu, Helga, Hjördísar, Emil- íu og Gauju. Hjördís Björnsdóttir. Þau verða ekki fleiri símtölin sem hefjast með orðunum: „Á, já, það er hann sjálfur.“ Ekki fleiri símtöl, þar sem spjallað er um lífið og tilveruna, hvort sem hversdagurinn er grár og þungskýj- aður og lítil von um uppstyttu, eða sól í heiði og bjart til allra átta. Ekki sagðar eða rifjaðar upp fleiri sögur um skemmtileg atvik eða eitthvað sem gerst hafði um eða upp úr miðri síðustu öld, eða þá nær í tímanum, en gömlu tímana heima í Eyjafirði þekktum við Edda bæði, og hún var ótrúlega minnug og næm á það sem skemmtilegt var. Og símtölin þau eru orðin mörg í áranna rás. Ég man fyrst eftir Eddu sem ungri stúlku, sem eftir var tekið, há- vaxinni, glæsilegri og kátri með kop- arrautt hár. Síðar eftir að ég varð fullorðinn kynntist ég henni, og með- al margs annars á ég henni að þakka verulegan hlut í að ég settist aftur á skólabekk og lauk prófi frá Kennara- skóla Íslands. Þá var bundin vinátta sem aldrei bar á skugga. Lífsstarf Eddu tengdist skólamál- um, hún var um tíma skólastjóri, en mestan hluta starfsævinnar við kennslu, og segja mér margir gamlir nemendur hennar að betri íslensku- eða sögukennara hafi þeir ekki haft. Þá sóttist hún gjarna eftir að glíma við baldna unglingabekki, og skilst mér að fleiri en eitt og fleiri en tvö dæmi séu um að undir hennar um- sjón hafi orðið til „góður hestur úr göldum fola“. Hún átti nefnilega í fórum sínum þann góða eiginleika að vinna traust nemenda sinna, verða vinur þeirra og félagi, og mörg kvöld og margar helgar veit ég að hún sat með þeim sem áttu undir högg að sækja í nám- inu og reyndi til þrautar að skapa skilning og kunnáttu. En lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um Eddu. Margt varð þess valdandi að hún náði ekki að festa rætur á neinum þeirra staða þar sem hún starfaði, og í huganum var hún alltaf á leið heim, á leið norður í Eyjafjörð. Þegar svo til þess kom var margt orðið breytt frá því sem var í minningunni, einnig hún var breytt, og ef til vill þess vegna urðu endur- fundirnir aðrir en búist var við. En þrátt fyrir brekkurnar skyldi enginn maður sjá að nokkuð væri að og ekki ástæða til að ganga haltur meðan báðir fætur voru jafnlangir. Þannig gekk Edda fram, leið ekki doða eða lognmollu í kringum sig, talaði tæpitungulaust og henni fylgdi að jafnaði hressandi andrúmsloft og glaðværð. Hún naut þess að takast á við ný verkefni og meðal annars sem hún fékkst við var námsefnisgerð og einnig skráði hún sögu norðlenskrar listakonu, var kokkur í fjallaferðum svo eitthvað sé nefnt. „Heldurðu ekki að við þurfum að fara að hittast á konsúlatinu?“ sagði hún gjarna og átti þá við heimsókn á Laufásveginn, heimili Hjördísar systur minnar, en þangað komu ótrúlega margir Norðlendingar sem voru að erinda í höfuðstaðnum, fengu jafnvel að gista nokkrar næt- ur, og því allnokkrar líkur á að hitta einhvern að heiman. En nú hefur verið settur punktur í lífsbók Eddu Eiríksdóttur, þessum kafla er lokið en ég trúi því að margir kaflar séu eftir. Ég trúi því líka að hvar sem hún fer, þar fylgi henni þeir eiginleikar sem áberandi voru í hérvist hennar, hjálpsemi, vinátta, umhyggja fyrir lítilmagnanum og ekki síst eiginleikinn að vekja gleði og hlátur með skemmtilegri sögu eða vísu, annaðhvort eftir hana sjálfa eða einhvern annan Ég kveð mína gömlu vinkonu og bið hana eins og við vor- um vön þegar við kvöddumst „ – að vera nú í glóandi Guðsfriði“. Ættingjum og afkomendum Eddu sendum við fjölskyldan innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Björn Björnsson. Amma situr á gula kollstólnum við dyrnar þegar þú svífur upp ráðs- mannsbrekkuna svo létt á fæti og rauða hárið geislandi í birtunni um- hverfis þig. Þú ert svo ægifögur að nærstaddir englar snúa sig úr háls- liðnum, spila feilnótur og detta í hrönnum niður úr skýjahnoðrunum sínum. Þér stendur létt á sama og heldur þínu striki upp brekkuna og hverfur inn á milli grenitrjánna. Eft- ir sitja englarnir gapandi og það slær þögn yfir himnaríki. Við það vaknar Guð almáttugur af værum blundi. „Nú, já,“ kumrar hann í skeggið og rýnir niður í grenitrén. „Það er þessi í græna kjólnum,“ tautar hann svo. Hann grípur bók af náttborðinu og skundar af stað. Á kilinum stendur „Edda“. Hann fer geyst enda kaffiþyrstur. Ekki væri verra að fá smá Síríus með, hugsar hann með sér. Það verða fagnaðarfundir þegar þú gengur upp steintröppurnar framan í stallinum og birtist á flöt- inni fyrir framan húsið. Og áður en langt um líður fyllist allt af gestum og hlátur og glaðværð fljóta um sveitir himnaríkis. Af þér fer orðstír, mín kæra frænka. Það mæta Sellur og Imbur og Al- dís með jólaköku. Það mæta kennarar og ráðherrar, hjúkkur og forsetar, læknar og sjá- endur, bændur og búalið. Menn koma gangandi og hjólandi, ríðandi og akandi, flögrandi og flugs- andi, á sauðskinnsskóm og lakk- skóm, hælum eða gúmmískóm. Og svo kemur Guð með hina Edd- una undir hendinni. Og sníkir sér kaffi og meððí. Hann blaðar í bók- inni, það er bókin þín. Þar segir frá öllum yndislegu stundunum sem við áttum með þér hér. Þar segir frá ferð til Reykjavíkur, þegar þú gekkst um barnaskóla einn í leit að vinkonu þinni og kallaðir á hana eins og þú hafðir víst gert áður: „Gísli, Eiríkur, Helgi! Faðir vor kallar kútinn. Gísli, Ei- ríkur, Helgi! Faðir vor kallar kút- inn.“ Síðan var smá þögn. Og svo heyrð- um við: „Hér sé Guð! Gísli, Eiríkur, Helgi, faðir vor kallar kútinn.“ Þann- ig gekkst þú um gangana og leitaðir. Þangað til að allt í einu komstu hlaupandi og þusandi gegnum hlát- urinn: „Heyriði stelpur, við skulum drífa okkur héðan út hið snarasta. Það er prestaráðstefna hér!“ Við vorum snöggar í bílinn. Það segir líka frá því hvernig þú fékkst litla feimna stelpu til að ganga með gleraugun sín í fyrsta skipti. Það segir frá því þegar þú gafst þér tíma, rétt fyrir þorrablót, til að lesa í Ævintýrabókunum fyrir öll börnin sem ætluðu að gista hjá afa og ömmu. Það segir frá sundferðum í Laugaland, ferð í Fnjóskadal og Bárðardal, drifskaftslausum bíl á Uxahryggjum og baunabollum í Hveragerði hjá Borgu, sjö rétta veislum og köflóttum tertum. Það segir frá ævintýrum og æv- intýralegri persónu sem á engan sér líkan og þyrlaði lífsgleðinni í kring- um sig hvar sem hún fór, konu með stórt hjarta, kennara af Guðs náð. En það væsir ekki um þig í himna- ríki. Þar eru engir kettir. Amma er búin að búa um þig fyrir löngu og Agatha Christie enn að skrifa. Á náttborðinu bíður þín staflinn. Þegar kvöldar þá laumast þú kannski þangað inn og blaðar í bunk- anum, lest fram í morgunsárið. Og Guð les í Eddu-bókinni. Hann er dottinn í það í súkkulaðinu. Og við. Sitjum hér í snjóugum ver- aldleikanum og söknum þín. En brosum gegnum minningarnar og tárin. Við vitum hvað við erum óend- anlega heppin að hafa fengið að hafa þig í lífi okkar í gegnum árin. Vitum að við mætum í kaffið um það leyti sem þú klárar Agöthu. Elsku Edda mín, hafðu þakkir fyrir allt og allt. Elsku Emma, Eiki, Helgi og fjöl- skyldur, við sendum ykkur okkar samúðarkveðjur. Rósa, Dan og Kamilla Sigrún. Fallin er hjartans fögur rós og föl er kalda bráin. Hún sem var mitt lífsins ljós lúfust allra er dáin. Drjúpa hjóðlát tregatárin og tómið fyllir allt. Ekkert sefar hjartasáin í sálu andar kalt. þögul sorg í sál mér næðir, sár og vonar myrk en Drottinn ætíð af gæsku græðir og gefur trúarstyrk. Hnípin vinur harmi slegin, hugann lætur reika. Kannski er hún hinumegin í heilögum veruleika. Þú ert laus frá lífsins þrautum og liðin jarðarganga. En áfram lifir á andans brautum ævidaga langa. Heimur bjartur bíður þar og bráðum kem ég líka. Þá verður allt sem áður var er veröld finnum slíka. Drottinn verndar dag og nótt á dularvegi nýjum. Aftur færðu aukinn þrótt í eilífð ofar skýjum. Þú alltaf verður einstök rós, elsku vinan góða. Í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hjóða. (Jóna Rúna Kvaran.) Þín frænka, Jóhanna B. Magnúsdóttir. Í dag er til moldar borin kær vin- kona og fjölskylduvinur, Edda Ei- ríksdóttir kennari. Edda var besta vinkona móður minnar og nátengd fjölskyldunni öll mín bernsku- og uppvaxtarár. Ógleymanlegar eru all- ar heimsóknirnar á heimili Eddu og fjölskyldu hennar, sem á mínum bernskuárum var á Stokkahlöðum. Þangað fór móðir okkar oft með okk- ur elstu systkinin að leika við bræð- urna þá Eirík og Helga. Á Stokka- hlöðum var gaman að vera, bæði úti og innandyra. Rafn, þáverandi eig- inmaður Eddu, rak bílaverkstæði á bænum og þar í kring voru ófá bílhræ sem gaman var fyrir okkur krakkana að leika okkur í. Og ekki var síðra að drullumalla við lækinn sem rennur um hlaðið eða leika við hundinn á bænum, hann Krumma blessaðan. Mér þótti íbúðarhúsið á Stokkahlöðum ævintýralega flott. Þar hétu herbergin litanöfnum, græna herbergið, bláa herbergið og bleika herbergið. Í græna herberg- inu var fullt af bókum sem mér þótti gaman að lesa. Minnisstæðastar eru mér bækurnar um Beverly Gray sem þar voru allar með tölu. Eyddi ég ófáum stundum þar inni við lestur. Edda amaðist aldrei við því að ég lægi inni í bókum, en hvatti mig óspart og benti mér á skemmtilegar bækur og seinna var hún óspör á að lána mér bækur sínar. Á Stokkahlöð- um lærði ég líka að telja og er mér mjög minnisstætt hvernig ég upp- götvaði þann leyndardóm. Ég lærði nefnilega að telja hænurnar á bæn- um þar sem þær spígsporuðu fyrir utan kofann sinn, gamlan bíl ef ég man rétt. Fermingarárið mitt var ég í skóla hjá Eddu á Hrafnagili þar sem hún var skólastjóri. Þar var dýrðlegur vetur og skólastarfið að ýmsu leyti óhefðbundið, enda aðeins kennt þrjá daga vikunnar. Edda var kennari af guðs náð þegar hún var í essinu sínu og það var aldrei leiðinlegt í kennslu- stundum hjá henni. Hún kunni líka að hvetja nemendur á jákvæðan hátt og tala við börn og unglinga eins og jafningja. Það er ekki öllum gefið. Edda var leiftrandi gáfum gædd og einstaklega vel máli farin. Frá- sagnargáfu hafði hún í ríkum mæli og nutu samferðamenn hennar þess þegar hún vildi svo við hafa. Eddu þótti gaman að elda mat og halda veislur enda var hún listakokkur. En henni þótti minna gaman að taka til eins og gengur og þess naut ég. Ófáum stundum eyddi ég á heimili hennar, einkum meðan hún bjó á Laugalandi, við tiltekt og hreingern- ingar og fékk ríkulegan vasapening fyrir. Svo var líka alltaf svo gaman að taka til hjá henni, sérstaklega í bóka- skápunum. Mér þótti alltaf ánægju- legt að vera hjá Eddu og gaman þeg- ar hún kom í heimsókn því henni fylgdi hressilegur blær, jákvætt og hvetjandi viðmót. Edda sýndi mér mikla tryggð alla tíð, fylgdist með mér og mínum og hringdi gjarnan EDDA EIRÍKSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.