Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 43 MINNINGAR þegar henni fannst ástæða til að hæla mér fyrir eitthvað sem ég hafði gert. Fyrir það og öll mín kynni af Eddu er ég óendanlega þakklát. Edda var ekki heilsuhraust og fór ekki alltaf vel með sig. Á undanförn- um árum átti hún við mikla vanheilsu að stríða og var langt frá því að vera sjálfri sér lík. Undir það síðasta var lífsviljinn þrotinn og hún kvaddi södd lífdaga. En minningin lifir og hún er góð. Ég votta systkinum Eddu og börnum hennar, þeim Eríki, Helga og Emilíu, svo og fjöl- skyldum þeirra, mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Eddu Eiríks- dóttur. Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir. Hverfur kvenblómi, hverfur atgervi, en ljós vors lífs lifir með Guði. (Matt. Joch.) Merk og mikilhæf kona er gengin. Ofanrituð orð sr. Matthíasar komu í huga mér er ég heyrði lát starfs- og félagssystur minnar, Eddu Eiríks- dóttur, fyrrverandi skólastjóra og kennara. Ég vil minnast hennar með virðingu og þökk fyrir þann tíma er við áttum mesta samleið í starfi og samveru. Edda var einstök kona, glæsileg, skarpgreind, skemmtileg og stór í öllu því sem hún var og vann. Það sópaði af henni hvar sem hún fór og hún vakti athygli fyrir þann skör- ungsskap og höfðinglegu reisn sem hún bar með sér. Hún var hugsjóna- kona, sem fór ekki alltaf troðnar slóðir, forystukona í orðsins fyllstu merkingu. Kennsla varð lífsstarf hennar og hún lagði í það líf og sál, enda gat hún sér orð sem afburða kennari. Á vettvangi kennarasam- taka var hún atkvæðamikil jafnt norðan fjalla sem sunnan heiða, valin til trúnaðar- og forystustarfa, sem og á öðrum félagslegum vettvangi. Hún stóð fyrir stofnun Beta-deild- ar Félags kvenna í fræðslustörfum, Delta Kappa Gamma á Akureyri, og var fyrsti formaður þeirrar deildar. Hópur stofnenda deildarinnar varð öflugur, bjartsýnn og samheldinn undir styrkri stjórn Eddu, sem hreif okkur með sér og hvatti til dáða. Við vorum einhuga um að stuðla sem mest og best að framgangi fræðslu- og menntamála í landinu. Einnig bundumst við vináttuböndum og margar eru perlurnar sem unnt er að reiða fram úr fjársjóði minninganna frá þessum árum eða eins og skáldið frá Arnarvatni segir, að: ... Vilji mæddum myrkvast lund á minninganna gleðifund skal leitað og í ljósi því öll leiðin vakin upp á ný. --- Svo geymt í hjartans helgidóm skal heilagt minninganna blóm, þar fölnar ei hin rauða rós þar roðnar hún við himneskt ljós. Edda var tilbúin að vinna af eld- móði fyrir framgangi hugsjóna sinna. Ein þeirra var að við heiðr- uðum minningu listakonunnar úr Fjörunni á Akureyri, Elísabetar Geirmundsdóttur. Markmiðið var að stuðla þannig að varðveislu íslenskr- ar alþýðulistar og um leið menning- arverðmæta fyrir ókomna tíð, en fé- lagssamtök okkar hafa m.a. þá stefnu að vekja athygli á konum sem skara framúr í menningar- og menntamálum. Var það samþykkt og skipuð var útgáfunefnd, er sú sem þessi minningarorð ritar, átti sæti í. Ég hygg að ég geti mælt fyrir munn okkar allra félagssystranna sem stóðum að þessari útgáfu að þetta var einstaklega skemmtilegur og gefandi tími. Margir fundir voru haldnir og alltaf var tilfinning mín sú, að þegar að Edda var komin í hús, var eins og stofan stækkaði, loft- ið lyftist, víðar varð til veggja og krafturinn og eldmóðurinn sem ein- kenndi hana, gagntók okkur sem unnum með henni að þessu verki. Við lögðum okkur allar fram og gáfum m.a.út listaverkakort með myndum af verkum Elísabetar og kynntum líf hennar og list á kvöldvöku í Akur- eyrarkirkju. Nú hefur Edda kvatt, en minning- armyndin sem hún skilur eftir í huga mér er skýr og sterk. Ber þar hæst sá dugnaður og lífskraftur sem ein- kenndi viðmót hennar og framgöngu alla á meðan heilsa og þrek leyfði. Ég þakka allar dýrmætu samveru og samstarfsstundirnar okkar, minnug þess að gleði liðins tíma er huggun dagsins í dag. Ég kveð Eddu með ljóði Elísabet- ar Geirmundsdóttur sem varð okkur afar kært: Ég ætla að biðja vindinn að kveða þítt við gluggann þinn. Ég ætla að biðja frostið að vefa rósavoð á rúðuna þína svo kuldinn komist ekki inn. Ég ætla að biðja mánann að strjúka mildum geisla mjúkt um þína kinn. Ég ætla að biðja svefninn að vefja um þig vökudrauminn minn. Fjölskyldu Eddu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur í þeirri fullvissu að ,,ljós vors lífs lifir með Guði“. Blessuð sé minning Eddu Eiríks- dóttur. Þóra Steinunn Gísladóttir. Fljótt skipast veður í lofti og þráð- urinn milli lífs og dauða er örþunnur, við fáum ekki umflúið skapadægur okkar. Ég talaði við Eddu í síma viku fyrir andlát hennar. Þá fann ég að hún átti bágt með mál en að mér dytti í hug að það yrði okkar síðasta samtal var svo víðs fjarri. Eddu kynntist ég í húsmæðraskól- anum á Laugalandi. Þar eignuðumst við ævarandi vináttu. Edda var raun- góð, kraftmikil og drífandi kona. Hún var þeim góða eiginleika gædd að kunna og geta hvatt og stutt aðra til dáða enda unnum við vel saman t.d. að samfundum okkar skóla- systra. Edda átti ekki síst þátt í því að kátt var á hjalla og mikið sungið er við stelpurnar hittumst. Oft vatt hún sér að mér og spurði: ,,Hvað eig- um við nú að syngja, Bogga?“ Ég lít í anda liðna tíð, en leynt í hjarta geymi. Sú ljúfa minning létt og hljótt, hún læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei gleymi. (Halla Eyjólfsdóttir.) Þá er ekkert annað eftir en þakka Eddu ánægjulega samfylgd og elskuríka nærveru. Vertu Guði falin. Þín vinkona, Þórunn F. Benjamínsdóttir (Bogga). Edda skólasystir mín var Eyfirð- ingur í húð og hár, fædd og uppalin á landnámsjörðinni og höfðingjasetr- inu Kristnesi. Okkar leiðir lágu sam- an þegar ég fór norður yfir heiðar til náms við Menntaskólann á Akureyri, en við vorum samstúdentar þaðan árið 1955. Við héldum ætíð sambandi síðan, gerðum báðar kennslu að ævi- starfi og höfðum alltaf um margt að ræða þegar færi gafst á að hittast. Við ferðuðumst saman, meðal annars hringinn í kringum landið með kvæðamannafélaginu Iðunni og á Sagnaþing í héraði í Borgarnesi og á Sauðárkróki, en ekki brást að Edda var skemmtilegur ferðafélagi, kát og ræðin og þekkti landið og söguna. Edda var farsæll og skemmtilegur kennari og kenndi víða, í Reykjavík, á Selfossi og í Þingborg í Flóa, en lengst af þó fyrir norðan, m.a. á Laugalandi og Hrafnagili. Hún var vel ritfær og mér þótti vænt um þeg- ar hún gaf mér bókina Listakonan í Fjörunni, en texti bókarinnar er hennar. Edda var mikill veitandi og höfð- ingi heim að sækja og nutum við bekkjarsystkini hennar þess þegar haldið var norður til að halda upp á stórafmæli. Á 25 ára stúdentsafmæl- inu bauð hún okkur heim á Lauga- land í mat, en enn eftirminnilegri var 40 ára stúdentsafmælið þar sem Edda var í undirbúningsnefnd og notaði tækifærið til að skipuleggja ferð fram Eyjafjörðinn. Þar var hún í essinu sínu og sagði skemmtilegar sögur af bændum og búaliði enda gjörþekkti hún sitt fólk auk þess sem hún kunni skil á öllum kennileitum þannig að landið lifnaði við í frásögn hennar. Enn nutum við gestrisni hennar á Hrafnagili á 45 ára útskrift- arafmælinu árið 2000. Síðasta æviár sitt átti Edda heima á fæðingarjörð sinni, Kristnesi. Við hittumst fyrir norðan nú í sumar þegar haldið var upp á hálfrar aldar stúdentsafmæli, en þá leyndi sér ekki að hún gekk ekki heil til skógar. Við ræddum síðast saman á afmæl- isdegi hennar 25. september þegar hún var komin á sjúkrahús þaðan sem hún átti ekki afturkvæmt. Börnum og systkinum Eddu og fjölskyldum þeirra sendi ég innileg- ustu samúðarkveðjur fyrir mína hönd og bekkjarfélaga Eddu í MA. Blessuð sé minning Eddu Eiríks- dóttur. Anna G. Kristjánsdóttir. Og nú er sól að hníga og gullnir glampar loga, svo glitri slær á tinda og spegilsléttan sæ. Í fjarska synda svanir um sólargyllta voga, silfurtónar óma í kvöldsins létta blæ. Og núna þegar haustar og hníga blóm og falla, þá heldur þú í norður og vegir skilja um sinn. Og ef ég gæti handsamað himinsgeisla alla, ég hnýtti úr þeim sveiga að skreyta veginn þinn. Er hamast kaldur vetur og hríðin hvín á glugga og hauður allt er fjötrað í ramelfd klakabönd, ég vildi geta sungið úr sál þér alla skugga og seitt þinn hug á ný inn í vorsins draumalönd. Og nú er leiðir skiljast og vetur sest að völdum, þá verður þetta síðasta kveðjuóskin mín. Að vorið eigi í hjarta þínu völd á dögum köldum og vefji sínu fegursta skarti sporin þín. (Jón frá Ljárskógum.) Jenný Karlsdóttir. Nú er Edda Eiríks vinkona okkar og samstarfsmaður við Vallaskóla farin á fund feðra sinna. Það er óhætt að segja að þar hafi farið stór- brotin kona. Hún var bráðgreind, skemmtileg, ákaflega mannglögg og hafði einstaka frásagnarhæfileika. Eftirminnilegar eru heimsóknir til hennar í Eyjafjörðinn þar sem hún sýndi okkur bæina og sagði skemmtisögur frá flestum þeirra. Hún talaði mergjað íslenskt mál og oft fann hún fólki viðurnefni til þess að gæða frásagnir sínar meira lífi, þannig að við þurftum að kannast við fleira en skírnarnafn ef vita átti um hvern var rætt. Við þekktum marga nemendur hennar sem minnast hennar með því að reka upp hrossahlátur og segja „Já, hún Edda Eiríks,“ og svo kemur einhver brandari úr kennslustund hjá henni. Í kennslustundum hefði Eddu ekki líkað að fela sig bak við púðurryk kraftbirtingarskothríðar eða bendiprik. Hennar kennslu- stundir voru „uppistand“ eins og nú er sagt og hafði hún jafnan síðasta orðið. Margir munu hafa fengið ým- islegt óþvegið en í raun hafði hún alltaf mikla trú á nemendum sínum og var mikill vinur vina sinna. Ef hún þurfti að segja einhverjum til synd- anna hét það að tala við fólk „á norð- lensku“. Yrði hún leið á umræðuefn- inu vitnaði hún í föður sinn og sagði: „Tölum nú um ættir hrossa.“ Eddu var víl og tilgerð ekki að skapi, bar ekki tilfinningar sínar á torg þó svo að hún væri mjög tilfinn- inganæm. Þótt Edda hafi víða farið og marg- ir staðir hafi átt ítök í henni var Eyjafjörðurinn hennar staður. Af- komendur hennar og frændfólk voru stolt hennar og gleði. Við kveðjum Eddu með þakklæti og vottum aðstandendum hennar og vinum samúð okkar. Þórdís Kristjánsdóttir, Björg Sigurðardóttir, Jósefína Friðriksdóttir, María Kjartansdóttir, Steingerður Jónsdóttir og Hafdís Hafsteinsdóttir. Uppi stend ég ósnjall maður; – engin ræða er lík þeirri, er feðrafold og mæðra flytur, sögurík, sú, er rótt við ruggur smáar raular friðarlag, sú, er einnig ann oss hvílu eftir liðinn dag. (Guðmundur Böðvarsson.) Fyrir rúmlega þrjátíu árum komu allmargir kennarar saman til að móta nýjar hugmyndir í náttúru- fræðikennslu á grunnskólastigi. Í fararbroddi var Reynir Bjarnason og fast að baki honum stóð Hrólfur Kjartansson. Þeir félagar unnu á vegum menntamálaráðuneytisins og mynduðu sex manna starfshóp sem hittist víða um land við námskeiða- hald og vinnu við samningu náms- efnis. Oft var það Edda er ljáði hópn- um húsrými og hjartahlýju á þessum fundum. Hún var höfðingi í lund og góð heim að sækja. Samvinna og samvera hópsins varð til þess að sterk vináttubönd mynduðust. Edda var oftar en ekki þungamiðj- an í umræðum um efnið enda konan mjög vel máli farin og talaði kjarn- mikla íslensku, svo að nemendur hennar sögðu stundum að hún talaði fornmál og var það í góðu sagt. Ekki dró það úr mætti orða Eddu að hún átti mjög auðvelt með að setja hugs- anir sínar fram í bundnu máli, bæði í kviðlingum og einnig vísnabálkum og sagðist þá gera bragarhætti Pass- íusálmanna að sínum. Enn lifa í hug- um okkar vísur og kvæðabrot sem flugu í leik og starfi. Edda var hug- myndaríkur og kröftugur samstarfs- maður og henni var sérlega lagið að halda utan um hópinn með hjálp- semi, glaðværð og hlýju. Þótt vin- áttuböndin slakni í áranna rás eru þau þeirrar gerðar sem aldrei slitna. Þeir Reynir og Hrólfur létust báð- ir langt um aldur fram og nú hefur enn verið höggvið skarð í hópinn okkar með fráfalli Eddu. Við kveðjum kæra vinkonu sem kölluð hefur verið til starfa á nýjum vettvangi. Megi friður almættisins fylgja henni. Afkomendum Eddu og aðstand- endum öllum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Blessun guðs vaki yfir ykkur. Hálfdan Haraldsson, Pétur Garðarsson, Þórey Ketilsdóttir. Eitthvað er það sem innstu hnúta bindur og leysir þá aftur létt eins og vindur sem strýkur um þak á þessum fjallakofa án þess nokkur heyri – meðan allir sofa. Eitthvað er það sem engin hugsun rúmar en drýpur þér á augu sem dögg – þegar húmar. (Hannes Pét.) „Við erum englar með einn væng, við getum aðeins flogið með því að halda utan um hvert annað!“ Þannig hefur það alltaf verið þeg- ar við skólasysturnar höfum komið saman, gegnum bráðum 50 ár. Nú hefur stórt skarð verið höggvið í keðjuna okkar. Ein úr hópnum hefur kvatt þetta jarðlíf, Edda Eiríksdóttir frá Kristnesi við Eyjafjörð. Það var haustið 1955 að 26 hressar ungar stúlkur settust í Húsmæðra- skólann á Laugalandi í Eyjafirði. Nú skyldi læra að elda mat, sauma, prjóna, vefa og allt það sem húsmæð- ur þess tíma þurftu að kunna. Þessar stúlkur komu víða að af landinu, allar með blik í auga og eftirvæntingu í svipnum. Þessi vetur varð okkur öll- um mikið og gott veganesti út í lífið og myndaði þá vináttu sem haldist hefur alla tíð síðan. Edda var löngum potturinn og pannan í öllum okkar uppátækjum og hún var foringinn sem hélt hópn- um saman þótt árin liðu. Edda var skemmtileg, bráðvel gefin og litrík persóna sem sópaði af. Ekki þótti okkur verra að hún var Eyfirðingur og gat því miðlað hinum af kunnáttu sinni á umhverfinu. Oft var vitnað í Eirík pabba, sem allt vissi! Þegar við fórum í okkar daglegu útivistar- göngu út að Grásteini fengum við oft fyrirlestur um heiti fjalla og bæja þar í sveitinni, enda vissum við heil- mikið um þessa fallegu sveit að vori. Innan veggja þessa gamla skóla var sérstakur heimur, sem stóð á gömlum merg og við urðum hluti af. Námið var í föstum skorðum og var hópnum skipt í þrennt, sauma, vefn- að og matreiðslu. Í eldhúsi urðu allar að vera í kjólum og tvennum svunt- um með kappa um hárið. Gerðumst við virðulegar húsmæður, vinnukon- ur og bakarar. Varð hinn mesti pilsa- þytur, þegar við geystumst um ganga skólans í þessum skrúða. Mik- ið var saumað, ofið og prjónað. Á kvöldvökum sátum við með saumana meðan lesin var framhalds- saga. Skemmtilegast var þó þegar við sungum saman, en það höfum við alltaf gert gegnum árin. Þrátt fyrir formfast og reglusamt líf þennan vetur gátum við alltaf kryddað það með glensi og gríni. Ógleymanleg er Edda okkur á árshátíð skólans, í gervi Rómeós, þar sem hún kom þeysandi á fáki sínum og söng til sinnar heittelskuðu Júlíu. Edda var alltaf sjálfsögð að koma fram fyrir okkar hönd, bæði í ræðu og riti. Við eigum eftir þann fjársjóð, sem enginn getur frá okkur tekið, en það er björt minning um mikla og mæta konu. Við þökkum áratuga vin- áttu og tryggð. Við munum sakna Eddu í vor, þegar við fögnum 50 ára Laugalandsafmælinu. Með gleði lán- um við henni vængina okkar, svo hún geti tekið flugið á vit ljóssins. Börnum Eddu og öðrum ættingj- um sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Skólasysturnar frá Laugalandi 1955–56. Kennsla, skemmtisögur og mann- lífið sjálft voru viðfangsefni Eddu Eiríksdóttur. Lífsorkan entist ótrú- lega þrátt fyrir ört versnandi heilsu á efri árum hennar og hugurinn stóð til þess að hafa sæmilegan brag, helst nokkuð skínandi á jarðvistinni. Edda bjó yfir ágætum meðulum til þess arna, bæði var hún glæsileg og gáfuð enda tókst henni þetta að jafn- aði – að gefa lífinu lit. Fjölskylda mín á henni margt að þakka, kennslu dætranna og gott ná- grenni meðan hún kenndi við Þing- borgarskóla. Vinum sínum var hún hinn hollasti ráðgjafi. Með söknuði kveðjum við heiðurskonu. Ingi Heiðmar Jónsson. Eftir þunga sjúkdómslegu er Edda Eiríksdóttir fallin frá. Þegar komið er á minn aldur bregður manni alltaf þegar einhver úr hópi gamalla vina og jafnaldra kveður. Ég minnist Eddu frá þeim tíma er við vorum samtímis í MA. Hún var glæsileg stúlka, há og beinvaxin og bar sig vel. Námsmanneskja góð, enda hljóp hún okkur af sér, las einn bekk utanskóla og lauk stúdents- prófi ári fyrr en við hin. Eins og fara vill strjáluðust sam- fundir er frá leið og voru engir síð- ustu áratugina. Þó hittumst við af og til meðan bæði störfuðum við skóla hér Norðanlands. Minnisstætt er mér þó námskeið í gerð prófa og námsskrár er var hald- ið á Laugarvatni á vegum mennta- málaráðuneytisins, að mig minnir undir stjórn Andra Ísakssonar og Þuríðar Kristjánsdóttur. Þar var Edda mikil driffjöður, bæði í námi og skemmtan. Að lokum lifir minningin um glæsta unga konu, fulla af þrótti og lífsfjöri. Farðu vel, gamla vinkona, og hafðu þökk fyrir samvistirnar. Helgi Þorsteinsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.