Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 47 Fundarboð Aðalfundur FISK-Seafood hf., vegna rekstrar- ársins 1. september 2004 til 31. ágúst 2005, verður haldinn fimmtudaginn 24. nóvember 2005 kl. 17.00. Fundarstaður: Eyrarvegur 18, Sauðárkróki. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins. 2. Önnur mál. Ársreikningur, ásamt skýrslu stjórnar, liggur frammi, hluthöfum til sýnis, á skrifstofum félagsins í Grundarfirði, á Skagaströnd og Sauðárkróki. Stjórn FISK Seafood hf. Félagsfundur/ Faggreinafundur Félagsfundur/Faggreinafundur verður haldinn í Félagi iðn- og tæknigreina í Borgartúni 30 í dag, fimmtudaginn 17. nóvember, kl. 20.00. Dagskrá: 1. Staða kjarasamninganna (Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ). 2. Nýjustu tölur Kjararannsóknanefndar (Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ). 3. Faggreinafundur. 4. Önnur mál. Stjórnin. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Sjálfstæðiskvennafélagið Edda Aðalfundur Sjálfstæðiskvennafélagsins Eddu verður hald- inn fimmtudaginn 24. nóvember nk. kl. 19.30 í sal sjálfstæðisfélaganna í Hlíðasmára 19. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Að loknum aðalfundarstörfum kl. 20.30 verður félagsfundur með jólaívafi. Fjölmennum Stjórnin. Atvinnuauglýsingar sími 569 1100 Í FRAMHALDI af neyðarkalli frá heimshreyfingu kvenskáta, WAGGGS, þar sem segir að kven- skátar í Pakistan kalli eftir liðsinni skáta í heiminum og þá sérstaklega eftir tjöldum fyrir fólk til að búa í, ákvað stjórn Bandalags íslenskra skáta að gefa andvirði 15 tjalda til hjálparstarfsins. Vegna erfiðleika með flutning og verðs á tjöldum hérlendis var ákveðið að senda and- virði 15 tjalda, um 10.000 kr. á tjald. Þar með var ákveðið að styrkja söfnunina um 1.400 pund eða um 150.000 kr. Styrkurinn var sendur heimshreyfingu kvenskáta og þaðan er hann sendur beint til landshreyfingar pakistönsku kven- skátanna sem ráðstafa fénu þar sem það kemur að mestum notum. Skátahreyfingin hvetur skáta sem og aðra landsmenn að styðja safn- anir Rauða krossins og Hjálp- arstarf kirkjunnar til að mæta brýnni neyð í Pakistan. Skátar svara hjálparkalli frá Pakistan TEKNIR hafa verið í notkun þrír sérstakir birtulampar til notkunar gegn skammdegisóyndi fyrir gesti í Vesturbæjarlauginni. Rannsóknir hafa leitt í ljós að skammdegisóyndi hrjáir um 10,5% Íslendinga, sem lýsir sér sem geðlægð sem kemur ávallt fram á sama tíma ár hvert og stendur yfir vetrarmánuðina. Einkenni skammdegisóyndis eru þunglyndi, depurð, skert virkni eða athafnaleysi, kvíði, bráðlyndi, þreyta að degi til, aukin svefnþörf og kyndeyfð. Erlendar rannsóknir sýna að birtumeðferð dregur veru- lega úr þessum einkennum. Birtu- meðferð gengur út á að viðkomandi situr fyrir framan sérstakt ljós í ákveðinn tíma. Birtumeðferð í Vesturbæjarlaug RÁÐSTEFNA um forvarnir verður haldin laugardaginn 19. nóvember kl. 13–17 Í Háskóla Íslands, Lög- bergi, stofu 101. Að henni standa FSS (félag samkynhneigðra- og tví- kynhneigðra stúdenta) og AIESEC (alþjóðlegt félag háskólanema). Markmiðið með ráðstefnunni er að efla grasrótarstarf í forvörnum. Meðal fyrirlesara verða Jakobína H. Árnadóttir frá Lýðheilsustöð og Wilhelm Norðfjörð frá Þjóð gegn þunglyndi. Ástráður, forvarnafélag læknanema, mun segja frá starfi sínu. Pallborðsumræður verða haldnar kl. 16.30. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Hvað virkar í forvörnum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.