Tíminn - 22.07.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.07.1970, Blaðsíða 1
■AMVMMMNVCIMtf AVMftMt 8MWÉVMI MEO HJCSTU YÖXTUM SAMVtNNUBANIONN ttut 161. tbl. — Miðvikudagur 22. júlí 1970. — 54. árg. AFRAMHALD-v ANDI KULDATÍÐ OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Meðalhitinn þa'ð sem af er júlímán. er 1 til 2 stigum fyrir neðan meðallag. Síðustu sóls»- hringa hefur verið þráfelld norðanátt á lanuinu og oft rok. f Reykjavík voru til dæmis 9 vindstig um hádegi í dag. Horf ur eru á svipuðu veðri næstu dægrin. Á Austfjörðum var talsverð rigning í dag, og sums staðar á Suðurlandi fór að rigna um miðjan dag. Á Norður- og Aust urlandi er hitinn ekki nema 4—6 stig á láglendi. Á hálend inu hefur verið frostlaust í dag, en s. 1. nótt var eins stigs frost á Grímsstöðum á Fjöllum og á Hveravöllum. Nokkuð hefur fölvað á 'hálendinu, en úrkoma hefur verið lítil siðustu sólar hringa. Á Austfjörðum hefur hrímað í fjöll, en snjókoma er ekki mikil. í dag fór að snjóa víða á hálendinu og urðu nokkr ir fjallvegir illfærir og jafn vel ófærir. Var snjórinn mjög bleytublandinn og því hálkan geysileg og gerði það alla um- ferð örðuga, þótt snjókoman væri ekki mikil. Myndin er tekin í Reykjavík í dag og er ekki beinlínis sum arleg, enda er veðráttan það ekki heldur. Tímamynd GE. Nýjar kosningar á Seyðisfirði FR—Reykjavík, þriðjudag. Ákveðið hefur verið að kosið verði að nýju á Seyðisfirði 9. ágúst næst komandi, en eins og kunnugt er dæmdi Félagsmála- ráðuneytið kosningarnar ógildar. Kjörskrá til kosninganna verður hin sama og við kosningarnar 31. maí s. 1. og sömuleiðis verður kjörstjórn sú sama og þá. Utankjörstaðarkosning hófst á Seyðisfirði í gær, og hafa þegar nokkrir neytt atkvæðisréttar síns, en hreppsstjórinn í Seýðisfjarðar hreppi er kjörstjóri utankjörstaða kosninganna. Við síðustu kosningar voru 476 manns á kjörskrá, og eru það því einnig nú. Fimm listar bjóða fram til kosninganna, og eru þeir skipaðir sömu frambjóðendum og í maí. Framboðslistarnir eru A- listi, Alþýðuflokksins, B-listi Fram sóknarflokksins, D-listi, Sjálfstæð isflokksins, G-listi Alþ.bandalags- ins og H-listi, Óháða kjósenda. í kosningunum 1966 voru sömu list ar bornir fram, og þá hlutu þeir menn sem hér segir: A-listi einn mann kjörinn, B-listi tvo menn, D-listi 3 menn, G-listi 1 mann og H listi tvo menn kjörna. f kosningunum i maí s. 1. fékk A listi 2 menn kjörna, B-listi 1 mann kjörinn, D-listi 2 menn kjörna, G listi 1 mann kjörinn og H-listi 3 menn kjörna. Hrólfur Ingólfsson bæjarstjóri lét af embætti um miðjan mánuð- inn, en embætti bæjarstjóra hafði Samveldið í hættu vegna verið auglýst laust til umsöknar og rann umsóknarfresturinn út um síðustu mánaðamót. Þrjár um sóknir bárust, en ekki hafði enn verið gengið frá ráðningu bæjar stjóra, þegar úrskurður Félags- málaráðuneytisins barst um, að kosningarnar væru ólöglegar. Samningar Breta við EBE hafnir NTB—Briissel, þriðjudag. Samningaviðræðurnar um að- ild Bretlands að Efnahagsbanda 'agi Evrópu hófust í Briissel síð- degis í dag. Almennt er reiknað með að ekki verði séð fyrr en að allmörgum mánuðum liðnum, með hvaða kjörum Bretland get ur gerzt aðili að bandalaginu. Á blaðamannafundi, sem Scheel, ut- anríkisráðherra V-Þýzklands, hélt í dag kvaðst hann búast við því, ■að í lok ársins yrði viðræðum væntanlega lokið og formlegar ákvarðanir um aðild Bretlands og annarra ríkja, sem sótt hafa um ____ Framhald á bls. 14. McLeod látinn SB—Reykjavík, þriðjudag. NTB-New York, þriðjudag. Samveldislönd Breta hafa lýst andúð sinni á þeirri ákvörðun nýju stjórnarinnar í Bretlandi, að taka upp að nýju vopnasölu til Suður-Afríku. f tilkynningu Sir Alec Douglas-Home, utanríkisráð- herra, sagði að þangað yrðu þó að- eins flutt vopn, með því skilyrði, að þau yrðu ekki notuð til að fram fylgja aðskilnaðarstefnu stjórnar Suður-Afríku. Tanzanía hefur þeg- ar hótað að segja sig úr brezka samveldinu, og komið hefur til ó- eirða á nokkrum stöðum. Stjórn Verkamannaflokksins bannaði árið 1964 alla vopnasölu til Suður-Afríku og bað var ekki fyrr en í gær, að Douglas-Home tilkynnti að Bretar væru viljug ir að taka hana upp að nýju. Þrátt fyrir að ekki hafa enn ver ið gerðir samningar, hefur til- kynningunni verið tekið með ó- eirðum og mótmælum. í dag gerðu 300 stúdentar áhlaup á bú Stað brezka landsstjórans í Lusaka í Zambíu og brutu rúður og rifu niður brezka fánann. Kenneth Kaunda, forseti Zambíii hringdi til Douglas-Home og varaði hann við að taka aftur upp vopnasöl- una. Stjórnin í Uganda var kölluð 'saman til fundar í dag og forset inn Obote, hefur þegar gefið út opinberlega ávítur á brezku stjórn ina fyrir að styðja aðskilnaðar- stefnuna. Utanríkisráðuneytið í Kuala OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Engar sovézkar flutningaflug vélar hafa farið um Keflavíkur flugvöll í dag. Leitinni að týndu risaflugvélinni er enn haldið áfram. í dag leituðu fimm vélar frá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, og margar leitarflugvélar leituðu vestur svæðið, frá Kanada, Bandaríkj unum og Grænlandi. Einnig taka mnrg skip bátt í leit'nni í dag flugu nokkrar sovézkar f'uavélRr vestur með norður- strönd íslands og suður hafið milli íslands og Grænlands. Lumpur í Malaysíu mótmælti einnig og benti brezku stjórninni á þá hættu sem þetta gæti haft í för með sér fyrir samveldið. í aðalstöðvum Sameinuðu þjóð anna í New York, hafa fulltrúar Létu flugstjórarnir ekkert af sér vita til flugumferðarstjórn arinnar hér, en talið er víst að þær hafi farið að leita að týndu vélinni. í gær flugu einn ig fjórar sovézkar flugvélar sömu leið. Ekkert hefur enn fundizt af týndu risaf.'ugvélinni og ekkert komið fram sem bent gctur til afdrifa hennar. Sovétstjórnin beindi í gær þeim tilmælum til skipa og flug vála á því svæði sem talið er að flugvélinni hafi hlekkzt á. að leita hennar. Tilkynningunni var útvarpað frá Moskvu. Var Afríkulanda haft sitt af hverju að segja í dag og í gær. Forsætisráðherra Nýja Sjálands, Keith Kolyoke, sagði í dag, að stjórn hans stæði fast við þá Framhald a t>is. 14. það fyrsta tilkynningin sem sovézk yfirvöld hafa látið fara frá sér vegna flugvé'.ahvarfs- ins. Var gefin upp nákvæm staðarákvörðun þar sem síðast heyrðist til flugvélarinnar. í gær sagði starfsmaður sov ézka sendiráðsins í Lima í Perú, að fréttirnar um hvarf flugvélarinnar væru ekki á rökum reistar, heldur væri hér um að ræða tilraunir til að varpa skugga á hina miklu að- stoð sem Sovétríkin væru að veita á jarðskjálftasvæðunum í Perú. Ian MeLeod, fjármálaráðherra í hinni nýju stjórn í Bretlandi, andaðist í nótt. MeLeod var 56 ára að aldri og hafði bæði verið formaður og ráðherra um árabil, þegar Íhaldsflokkurinn var við völdin, á árunum 1952—61. Um tveggja ára bil til 1965 var hann ritstjóri blaðsins „Spectator". Ian McLeod var talinn einn af mestu ráðamönnum ríkisstjórnar Ed- wards Heaths, sem nýlega tók völd in í Bretlandi. lan McLeod EKKERT KOMID FRAM SEM BENDIR TIL AFDRIFA RISAFLUGVÉLARINNAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.