Tíminn - 22.07.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.07.1970, Blaðsíða 3
MTOVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1970. TIMINN 3 Bindindismót í Galtalækjarskógi. Bindindismót um ■ verzlunarmannahelgina Bindindismótið i Galta- Iækjarskógi verður um verzlunarmannahelgina eins og undanfarin ár. Hefur að- sókn að mótinu farið vax- andi ár frá ári og s. 1. ár voru mótsgestir tæptega '7 þúsund. Eins og kunnugt er, eru það Umdæmisstúkan nr. 1 og íslenzkir ungtemplarar, sem efna til mótsins. Bindindismótið verður sett á laugardagskvöld af formanni framkvæmdanefnd ar mótsins, Ófafi Jónssyni, umdæmistemplar. Dans verð ur stiginn á tveimur stöð- um, á palli og í stóru tjaldi. Þrjár hljómsveitir, Náttúra, Sóló og Opus 4, leika fyrir gömlu og nýju dönsunum. — Á sunnudág verður guðs þjónusta, séra Bjöm Jóns- son prédikar, og síðar um daginn verður sérstök barna skemmtun með þátttöku Kristínar Ólafsdóttur, sem er ðlíum kunn úr barnatím- um Sjónvarpsins og ungar stúlkur úr Hafnarfirði syngja. Barnaskemmtuninni lýkur með barnaballi. Seinni hluta sunnudags verð ur íþróttakeppni. Kvöldvaka og dans. A sunnudagskvöld hefst fjölbreytt kvöldvaka kí. 20. Ingólfur Jónsson, landbúnað- arráðherra, flytur hátíðar- ræðu, Guðrún Tómasdóttir syngur einsöng, leikararnir Sigríður Þorvaldsdóttir, Þóra Friðriksdóttir og Jón Sigurbjörnsson skemmta, en undirleik annast Magnús Pét ursson. Þá verður skemmti- þáttur Karls Einarssonar, grínista og Lárus Sveinsson leikur á trompett. Síðan kemur þjóð.’agasyrpa með þátttöku Kristínar Ólafsdótt ur og Halldórs Fannar, ásamt kvartettinum „Lítið eitt“. Einnig koma fram „Heimir og Jónas“, ásamt Vilborgu og Páli. Að kvöld- vökunni lokinni verður dans að og leika fyrrneínöar hljómsveitir fyrir dansinum Á miðnætti verður varðeld- ur og f’ugeldum skotið. — Mótinu verður sliti'ð á mánu dag. Ferðir á mótið. Vitað er um skipulagðar hópferðir á bindindismótið frá Reykjavík, Hafnarfirði, Framhalo a ols. 14 VINNINGA- SKRÁ Vorhappdrættis Framsókn- arflokksins 1970 Sumarhús í Grímsnesi 18555 Snjósleði 19967. Vélhjól 21095 Vélhjól 21095, Snjósleði 19967. Myndavél f. kr. 5000,00 hver vimningur: 4102 10734 14497 15754 15973 16257 20159 24031 24655 25638 26200 27723. Veiðivörur fyrir kr. 3.500 hver vinningur: 498 2296 3Í03 4494 13068 15801 16846 17435 18987 27518. Pálmi Eyjólfs- son fimmfugur Pálmi Eyjólfsson, sýslufulltrúi á Hvolsvelli, verður 50 ára í dag, miðvikudaginn 22. júlí. Hann er nú á ferðalagi. Pálma verður nán ar getið í íslendingaþáttum Tím- ans. FB-Keykjavík, þriðjudag. Ævisaga Árna prófasts Þórarins sonar, eftir Þórberg Þórðarson, er komin út hjá Máli og menn- ingu. Þetta er síðara bindi ævi- sögunnar, og önnur prentun end- urskoðuð. Bókin er 582 síður, og aftast er að finna nafnaskrá fyrir bæði bindin. f þessu bindi ævi- sögunnar eru þrjár bækur: Á Snæ- feUsnesi, Með eilífðarverum og Að ævilokum. Þá eru komnar út tvær pappírs kiljur hjá Máli og menninga. Það eru Þættir úr sögu sósiaiismans, eftir Jóhann Pál Árnason, og Frásögur úr byltingunni, eftir Ghe Guevara. Á bókarkápu segir um Þætti úr sögu sósíalismans og höfund- inn, að Jóhann Páll Árnason sé kunnur fyrir greinar um nútíma- sögu pg stjórnmál, sem birzt hafa ur numið heimspeki og félags- í tímaritum og blöðum. Hann hef- fræði í Tékkóslóvakíu, á ítalfu og í Þýzkalandi. Þessa bók ber ekki að skoða sem ágrip af sögu sósfalismans, kenninga hans og baráttu, heldur eru valin úr þau meginatriði, sem mestu máli skipta fyrir nútfmamenn, segir ennfremur. — í bókinni er ritað um ýmiss atriðl, sem ekki hefur áður verið rætt um í samhengi í íslenzkum ritum, og mun ekki sízt þykja nýnæmi að kaflanum um kommúnismann í Vestur-Ev- rópu milli styrjaldanna og yfirlit- inu um Maí-byltinguna í Frakk- landi, og þá atburði sem henni eru tengdir. Á bókarkápu bókar Che Gue- vara, segir: „Kenningar Che Gue- vara og fordæmi hafa þegar haft mikil áhrif um allan heim og eiga ef að iíkum lætur eftir að marka enn dýpri spor. Þessi bók birtir mynd af manninum og byltingar- leiðtoganum Che Guevara: í bylt- ingarstríðinu á Kúbu CFrásögur úr byltingunni); Á ráðherraárum hans f Havana (nokkur bréf og greinar); os i siðustu orustu lífs hans, í Bólivíu árið 1967 (Tvö, þrjú, mörg Vietnamstríð og Úr dagbók frá Bólivíu). í bókinni er einnig inngnngur Fidels Castros að Bólivfudagbókinni og ritgerð um Che Guevara, eftir Lars Alldén. Rafmagnsverð og heimtauga- gjöld Rafmagnsveitu Reykjavíkur hækka frá og með 1. júlf 1970 vegna hækkana, sem orðið hafa á heildsöluverði rafmagns, laun um og efniskostnáði. Síðasta hækk un á orkuverði Rafmagnsveitunn ar, utan söluskattshækkunar 1. marz s. 1., varð 1. júlí 1969, og hefur raímagnsverðið haldizt ó- breytt þar til nú, þrátt fyrir hækk un á heildsöluverði Landsvirkjun ar á rafmagni í febrúar s. 1. er leiddi til hækkunar á verði hjá öðrum rafveitum. Hækkun orkuverðs nemur 19% Og skiptist þannig, að tæp 8% eru vegna hækkaðs heildsöluverðs s. 1. vetur, rúm 7% vegna þeirra launahækkana, er orðið hafa á s. 1. 12 mánuðum, en afgangurinn, um 4% vegna hækkana á erlendu efni á sama timabili. Hækkun orku verðs til rafhitunar með roftíma er þó minni, eða um 10%. Stafar sú hækkun að mestu leyti af hækk un heildsöluverðs á rafmagni, en launa- og efniskostnaður hefur takmörkuð áhrif á verðið vegna bættrar nýtingar á veitukerfi Raf magnsveitunnar, sem fyigir raf- hitanotkun. Hækkun mælaleigu og heimtauga gjalda er 19% og skiptist þannig, að 12% eru vegna launahækkana og 7% vegna efnishækkana á áð- urnefndu tímabili. Þar sem þriggja mánaða álestr artímabil gildir, verða ofangreind ar hækkanir, að venju, fram- kvæmdar í áföngum og koma því almennt ekki að fullu fram „Hann sýnir okkur sumt það bezta f eðli mannsins — hæfi lei'kann til að fórna sér fyrir rétt mætan málstað ... ", segir nafn- kunnur Brasilíumaður, Amoroso Lima. um Che Guevara. á reikningum fyrr en í október n. k. Ákveðið hefur verið, að fram fari grundvallarendurskoðun á bygglngu gijaildskrár Rafmagns- veiiunnar með það sjónarmið í huga, að auk tryggingar á fjár hagsgrundvelli Rafmagnsveitunn ar, verði hún einfaldari í notkun, réttlát og hagkvæm fyrir hinar ýmsu tegundir rafmagnsnotenda. Borgarráð hefur nýlega sambykkt að athugun þessi verði gerð og heimilað samninga við innlenda og erlenda sérfræðinga bar að lútandi. Styrkir til framhaldsnáms Menningarsjóður vestfirzkrar æsku veitir styrk fyrir árið 1970 til framhaldsnáms. sem viðkom- andi getur ekki stundað í heima- byggð sinni. Að öðru jöfnu skulu etfirtaldir aðilar njóta forgangs um styrk úr sjóðnum. 1. Ungmenni sem misst hafa fyrirvinnu (föður eða móður), og einstæðar mæður. 2. Konur. meðan fullt launajafn rétti er ekki í raun. Ef engar umsóknir eru frá Vest fjörðum, koma eftir sömu reglum Vestfirðingar búsettir annars stað- ar. Umsóknir stílist til: „Menning arsjóðs vestfirzkrar æsku“ og sendist til Vestfirðingafélagsins í Reykjavík, c/o Sigríður Valdi- marsdóttir, Birkimei 86. fyrir júlí lok. 19% hækkun rafmagnsverös ÁVIÐA Mbl. tekur afstöðu gegn Laxárvirkjunar- stjórn í ritstjórnargrein Mbl. í gær er rætt um Laxárvirkjunarmál ið og er upphaf greinarinnar svohljóðandi: „Þegar upplýst varð um fyr- irætlanir þess efnis að veita | jökulvatni í Laxá og byggja fþ þar mikil miðlunarmannvirki, | mætti sú ráðagerð almennri ja andstöðu, enda sannast sagna i furðulegt, að nokkrum skyldi j til hugar koma að spilla Laxá § og jafnvcl Mývatni með þess | um hætti. Síðan hefur staðið i H þrefi og hefur Iðnaðarmálaráðu § neytið beitt sér fyrir samkomu lagi um það, að einungis yrði gerð rennslisvirkjun í Laxá, en engar vatnsmiðlanir. Héldu menn, sannast sagna, að bar með væri málið komið heilt í höfn, en af einhverjum ástæð- um, virðist stjórn Laxárvirkjun ar haga framkvæmdum þannig, að síðar yrði unnt að gera vatns miðlanir. Eru það þó meira en vafasamar aðgerðir, því að áreiðanlegt er, að íslendingar munu aldrei leyfa það, að Laxá eða Mývatni verði spillt." Farmiðasala er líka útflutningur f grein, sem íteimir Hannes son ritaði í Tímann síðla í síðasta mánuði um viðskipti og markaðsmál, gerir hann far- miðasölu flugfélaganna að um- talsefni og sýnir fram á hve mikilvægur útflutningur hún cr orðin þjóðinni. f greininni segir Heimir m. a.: „Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar komu alls 44,099 crlendir ferðamenn til landsins á síðasta ári. Þar af komu lang flestir með flugvélum eða um I42 þús. f þessari tölu eru ekki meðtaldir farþegar á skemmti ferðaskipum, sem höfðu ör- stutta viðdvöl, en hins vegar dvalargestir Loftleiða, sem flestir nema mjög stutt við, en voru hinsvegar það margir, að þeir stóðu undir 44% af heildarnotkun Hótel Loftleiða. Á árinu 1960 komu alls 34.733 erlendir ferðamenn til lands- ins, þannig að aukningin verður ekki talin veruleg á þessum tíma, þó áfram miði. Lang- flestir ferðamannanna voru frá Bandaríkjunum eða 17,934 og munar þar mestu um áningar- fai-þega Loftleiða, næstir koma Englendingar sem voru 4.637, Þjóðverjar voru 4.621, Danir 4,112, Svíar 2.697, Frakkar 1,674 og Norðmenn 1,641. Fleiri komu frá: Ástralíu eða 239, en t. d. Spáni (111) og aðeins 106 Luxemborgarbúar heimsóttu okkur á árinu þrátt fyrir dag- legar flugsamgöngur milli land- anna. Frá því á árinu 1966 hef- ur dönskum ferðalöngum stöð- ugt fækkað þrátt fyrir stórbætt ar samgöngur milli landanna og fjölgun brezkra ferðamanna er aðeins 919 frá árinu 1966. Hlýt ur þctta að vera athugunarefni fyrir Flugfélag íslands, sem fyrst og fremst byggir flug sitt Ierlendis á þessum tveimur lönd um. Spænskum ferðamönnum fjölgaði um 14 frá árinu 1366 og verður það að teljast mikill viðskiptahalli okkur í óhag eft- Framha'.d e bls 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.