Tíminn - 22.07.1970, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.07.1970, Blaðsíða 4
4 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1970. VERNDIÐ SJONINj LITFILTAR Á SJÓNVC FYRiRLIGCJANDI RAFIÐJAN VESTURCÖTU 11 REYKJAVlK SlM119294 SOLNING HF. Það er yðar hagur að aka á vel sóluðum hiól- börðum. Sólum allar tegundir af hjólbörðum fyrir vöru-. og áætlunarbifreiðir. SÓLNING H.F. — Sími 84320.. — Pósthólf 741. í ^nn VELJUM ®l nunlal VELJUM ÍSLENZKT ff? HJ iSLENZKAN IÐNAÐ | ASAHI PENTAX myndavélar auðvelda fleirum að faka belri myndir fiMð □r ASAHI ^ PENTAX FÓTÓHÚSIÐ BANK ASTRÆTI SÍMI 2-15-56 Æ asahi ^ PENTAX LAUNÞEGASPIALL í síðasta Launþegaspjalli var nokkuð rætt um nauðsyn þess, að gera ýmsar breytingar varð andi samskipti verkalýðsfél-aga og atvinnurekenda og þá eink- um þá breytingu, að koma á fastri viðræðunefnd eða sam- starfsnefnd milli þessara að- ila, svo þeim sé á hverjum tíma ljóst, hver afstaða hvors til annars er í meginatriðum og við hverju er að búast í vænt- anlegum samningaviðræðum. Mikið hefur verið um það fjallað, að fyrirkomulag þess- ara mála á öðrum Norðurl. sé til fyrirmyndar og mun betra en hér á landi. Og víst er um það, að sumt má af frændum vorum læra, þótt ekki eigi allt við hér sem þar er stundað. Þeim til íróðleiks, sem áhuga hafa á þessum málum, skal á eftir gerð nokkur grein fyrir fyrirkomulagi samninga- málanna í Noregi, en þar eru nokkur atriði sem vissulega kæmu til álita að taka upp hér á landi. LAGAÁKVÆÐIN í Noregi er verkalýðshreyf- ingin byggð upp á landssam- böndum, sem eru um 40 talsins og mjög misjöfn að félags- mannafjölda; það stærsta hef- um 70—80 þúsund félagsmenn, en það minnsta innan við 100. Landssamböndin skiptast í fjölda félaga og fyrirtækja- klúbba. Hvert samband hefur framkvæmdastjórn og svo sér- staka landsstjórn. Landssamböndin kjósa fall- trúa á þing heildarsamtakanna, LO. Þau eiga öll fulltrúa í 135 manna fultrúaráði LO. en LO hefur það að auki sérstaka framkvæmdastjórn eða mið- stjórn sem annast daglegan rekstur samtakanna. í Noregi eru það samböndin sem hafa samningsrétt og verk- fallsrétt, með því skilyrði þó, að framkvæmdastjórn LO verð ur að samþykkja bæði uppsögn kjarasamninga og framkvæmd verkfalls. Þetta hefur þó 1 reynd reynzt formsatriði, þar sem mjög sjaldgæft er að fram kvæmdastjórnin fallist ekki á slíkar aðgerðir landssambanda Norsk lög segja svo til um. að boða verði verkfall með 14 daga fyrirvara. Um leið fer kjaradeilan til sáttasemjara. sem innan tveggja daga getur bannað verkfall þar til miðlun hefur verið reynd. Þetta leng- ir þó ekki verkfallsfrestinn, því eftir 10 daga sáttatilraumr getur hvor aðilinn sem er lýst þær tilgangslausar, og er þá hægt að hefja verkfall eftir fjóra daga, — ef samþykki framkvæmdastjórnar LO ligg- ur fyrir. VALD HEILDARSAMTAKANNA Vald heildarsamtakanna, LO. er nokkuð meira en ASÍ hér á landi. Þannig verður LO, eins og áður segir, að sam- þykkja uppsögn kjarasamninga og verkfallsaðgerðir. Fulltrúaráð LO á einnig að gefa meginlínurnar varðandi kröfugerð almennt; þ. e. ákveða, hvaða meginkröfgur s'kuli farið fram á fyrir alla þá launþega, sem í samningavið- ræðum munu standa. Hins veg ar geta einstök sambönd mótað eigin kröfur til viðbótar við þessar meginkröfur. Ef um er að rseða samninga, sem snerta fleiri en eitt lands- samband. hefur LO einnig vald til þess að taka við stjórn samn ingaviðræðnanna og skipa, í sarrttáði við viðkómandi lands- sambönd, sérstaka 'viðræðu- nefnd. ATKVÆÐAGREIÐSLUR Stundum hefur verið um það rætt, hversu fáir mæta stund- um á félagsfundi í verkalýðs- félögunum og taki ákvarðanir um samningsgerð og jafnvel verkföll. í Noregi gilda ákveðnar regl ur um þetta atriði. Eru til tvenns konar atkvæðagreiðsl- ur. Annars vegar, ef um er að ræða sameiginlega samninga fyrir öll aðildarsambönd LO, fer fram allsherjaratkvæða- greiðsla í öllum samböndunum um það samkomulag, sem samn inganefndir hafa gert, og gild- ir þá heildaratkvæðatalan með eða móti. Þótt meirihluti fél- agsmanna í einu sambandi sé þannig á móti samkomulaginu, þá gildir samkomulagið ef meirihluti allra LO-félags- manna samþykkir það. Hins vegar er svo samkomu- lag, sem gildir fyrir aðeins eitt landssamband. Gildir þar sú meginregla, að ef meirihluti þeirra félagsmanna, sem sam- komulagið snertir, samþykkir það, þá er það samþykkt, en annars ekki. Sé þátttakan hins vegar ekki slík, að slikur hreinn meirihluti fáist, þá'er at kvæðagreiðslan því aðeins bind andi að % hlutar félagsmanna hafi tekið þátt í henni. Annars er hún aðeins ráðgefandi, og skal framkvæmdastjórn LO þá taka ákvörðun í málinu, eftir viðræður við stjórn viðkom- andi sambands. VALD FRAMKVÆMDASTJÓRNAR Framkvæmdastjórn LO hef- ur því mun meira vald en mið- stjórn ASÍ. Til viðbótar við ofangreind völd, getur fram- kvæmdastjórnin, í samráði við viðkomandi samband. leitað nýrra leiða í samningaviðræð- um og jafnvel afboðað verk- fall. Á hinn bóginn getur hún einnig boðað til samúðarverk- falla. Þótt það sé yfirleitt ekki gert nema með samþykki við- komandi sambanda, þá þarf slíkt samþykki ekki að liggja fyrir. Miðstjómarvaldið hjá LO í Noregi er því nokkuð sterkt, enda verkalýðshreyfingin þar mun fjölmennari en hér á landi. Félagsmenn í LO eru um þrefalt fleiri en íslenzika þjóð- in. Elías Jónsson. Kjöt - Kjöt 5 verðflokkar, verð kr. 56,00 — Mitt viðurkennda hangikjöt, verð frá kr. 115,00. — Opið kl. 1—7 fimmtudaga og föstudaga, á laugardögum kl. 9—12. Sláturhús HafnarfjarSar Guðmundur Magnússon, sími 50791, heima 50199 ÞORSTEINN SKÚLASON, héraSsdómslögmaSur HJARÐARHAGA 26 Viðtalstim! kl 5—7. Smi 12204 WIPAC ÞOKULJÓSIN VINSÆLU ÚR RYDFRIA STALINú ERU KOMIN AFTUR Póstsendum um land allt S M Y R I L L Armúla 7 Sími 84450. Stúlkur Sænsk niðurlagningarverksmiðja óskar eftir nokkrum stúlkum til flökunai og snyrtingar á síld. Nánari upplýsingar veitir Gunnar ólafsson á daginn í síma 26950 og milli kl. 17 og 20 í síma 16391.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.