Tíminn - 22.07.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.07.1970, Blaðsíða 8
TÍMINN MIÐYIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1970. ,Ég verö kannski búin að yrkja jafn nikið og Jónas Svafár áður en lýkur“ — í heimsókn hjá Margréti og Guðmundi í Dalsmynni, Eyjahreppi. Að Dalsmynni í Eyjahreppi, Hnappadalssýslu, búa hjónin, Margrét Guðjónsdóttir og Guð- mundur Guðmundsson, ásamt börnuim sínum. Margrét er mikil áhugakona um skógrækt og hefur komið sér upp falleg- um gróðurreit skammt frá baen um, þótt við örðugan sé að etja um trjárækt á Snæfellsnesinu. Gróðursetur hún venjufega um 400 p.'öntur á ári- — Ég hef allt af verið svo veik fyrir mold, sagði Margrét, þegar ég heim- sótti þau hjón fyrir skömmu, — og læt þá allt annað sitja á hakanum eins og þú sérð, en farðu nú með honum Guðmundi upp í brekku og líttu á ræktun- ina mína og matjurtagarðinn. Guðmundar áhugamál er reyndar hestamennska eins og fleiri bænda á þessum slóðum. Hann sýnir mér líka stoltur raf virkjun, sem hann íét gera fyrir hálfum öðrum áratug og var dýr. En aldrei sá hann eftir þeirri framkvæmd. — Ljósið er svo mikils virði, sagði Guð- mundur. En nú er komið raf- magn í sveitina og heimavirkj- unin í Dalsmynni er notuð með fram í hlöðu og peningshúsum. En hreyknastur er Guðmundur af konu sinni. Ég var búin að frétta að Margrét væri skáld gott og eft- ir hana væru flutt kvæði á flest um samkomum í sveitinni. Hýn vildi ekkert gera úr því og sagð ist ekki vera ská'.'d írekar en aðrir íslendingar, þeir gætu ali- ir gert vísu ef þeir vildu. — En við erum fátæk sveit og kaup- um ekki að skemmtikrafta á samkomur okkar, svo allir verða að leggja sitt að mörk- um, sagði Margrét. — Konura- ar eru allar svo dug.'egar að baka, en það er erfiðara að fá einhvern til að yrkja, svo ég varð að taka það að mér. Ég yrki venjulega kvæði fyrir hjónaballið, sem hér er haldið á hverjum vetri. Sá kveðskap- ur frá því í vetur birtist raunar í Morgunblaðinu, en þeir slepptu úr því sem var pó'i- tískt þegar það kom í blaðinu. Svo var ég fengin til að yrkja fyrir bændahátíðina núna, en hún er alltaf á Jónsmessunni. Fari ég að yrkja kvæði fyrir hana líka árlega þá verð ég búin með 37 kvæði áður en ég dey svona í hjáverkum, en það hefur Jónas Svafár lýst yfir að væri hei.'t ævistarf. Og að endingu birtist hér með leyfi Margrétar bragurinn, sem einn bændanna í Eyja- hreppi söng á samkomunni á síðustu Jónsmessu undir laginu „Komdu og skoðaðu í kistuna mína“: Fyrirtæki í vexti Vírnet h.f. getur annað allri þörf landsmanna fyrir nagla. Útflutningur á önglum a8 hefjast. í Borgarnesi eru framleiddir nær allir naglar, sam notaðir eru hér á landi. Það er verk- smiðjan Vírnet h.f., sem annast þessa framleiðslu. Fyrirtækið var stofnað 1956, og er rekstur þess gekk vel var óðara stofn- uð önnur-'tthgláýferíkáiiiiðja og þá auðvitað í Borgarnesi. Þetta fyrirtæki fór á höfuðið, en í húsnæði þess er nú annað myndarlegt fyrirtæki í eigu Borgnesings, Neshúsgögn. Því miður á áðurnefnt dæmi sér hliðstæður hér á landi. Er við heimsóttum Vírnet h.f. í byrjun júlímánaðar, var þar nýlokið ýmsum skipulags- breytingum á fyrirtækinu. Nv galvaníseringstæki höfðu verið tekin í notkun og verið var að kotna á fót öngladeild, sem mun geta annað allri þörf ís- lenzkra fiskveiða. Örlyigur ívarsson. tæknifræð ingur, tók við stjórn verksmiðj- unnar um síðustu áramót, en hann stsrfaði áður í Dan- Nýju galvaniseringartaekin i Vír- net H.f. Hilmar Egilsson á mlðri mynd. mörku. Kvaðst hann vona að þær breytingar, sem gerðar hafa verið á fyrirtækinu yrðu til batnaðar. Starfsemin væri í vexti, og rekstrargrundvöllur fyrirtækisins góður. Starfs- menn fyrirtækisins eru nú 1S. Vírnet h.f. framleiðir ,þæði svartan sautn og • galvaniserað- an í öllum algengum stærðum. Einhverjar sérgerðir af nögl um munu fluttar inn frá öðrum löndum. Einnig annast fyrirtækið gal- vaníseringu á girðingarstaur- um og fittings. Þá er þar fram leiddur bindivír og mótavlr. Öll stærstu fyrirtæki innan byggingariðnaðarins eiga við- skipti við Vlrnet h.f. Hráefnið er flutt inn í rúllucn og er hagkvæmt í innkaupum. í öllum áðurnefndum fram- leiðslugreinum getur Vírnet h.f. afkastað töluvert meira en þörf er fvrir hér á landi. Sama máli gegnir um önglaframleiðsl una, sem átti að hefjast um miðjan júlí. Fyrirtækið hefur staðið í samningagerð við Fær- eyinga um sölu á önglum þang- að. S.J. öilyguc iyí.íssos>, verksmiSiustjóri Guðmundur Guðmundsson og Margrét Guðjónsdóttir í Dalsmynni „‘Nfí ér Jónsméssuhátíð og vorið að völdum, við skulúm fagna og gleðjast I dag, allt er rómantískt á þessum albjörtu kvöldum, og annríkið gfeymist við seiðandi lag, að dansa og syngja mun létta okkar lund, og lífið er dýrlegt á gleðinnar stund. Þó hart sé í ári og að okkur þrengi, öllu við tökum með stóískri ró, eygjum í hillingum gæfu og gengi, gagnsemi hjarða um engi og mó, með þreki og karlmennsku þofum við strið í þrúgandi verðbólgu og harðindatíð. Búnaðarfræðslan oft bændurna þreytir, þeim blöskrar hve einhliða og stirfiin hún er, þó óþurrkur gangi yfir allmargar sveitir, og ýmsir svo þoli ekki allt þetta taf eingöngu um grænfóður, vothey og kal. Bændurnir kjarnanum keana um kalið og keyptu hann ekki væri annað að fá, en í þessu lamdi er ýmislegt galið og einokun blómstrandi ríkinu hjá, alfmargir kjarnann nær eingöngu fá, þó þeir álíti hann drepi hvert lifandi strá. Votheysgerð bændurnir vilja ekki nýta, þó víst sé hún bjargráð í harðindatíð, en áróðursmenn ætíð verða á það að líta, að ýmsir þeir heyja svo margskonar stríð, sú sannfæring blífur gegnum þunnt bæði og þykkt, að það þoli enginn kvenmaður votheyslykt. Vandamál sveitanna víst eru ærin en verst þó við stúlkurnar okkar að fást, þær f.'ykkjast í burtu eins fljótt og blærinn, en forsmá og hundsa okkar brennandi ást. Það er verra en allt sem að áður ég veit. ef ungfrúrnar hætta að tolla í sveit. Ef búnaðarfélagið breytti um línu og bændunum léti eitthvað raunhæft I té, eins og laglegan búning úr léttu efni og fúm, sem .'yktþéttur kostar ei stórkostlegt fé kafarabúning á kjarnorkuöld, sem kæmi í veg fyrir sénsalaus kvöld.“ SJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.