Tíminn - 22.07.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.07.1970, Blaðsíða 10
10 TIMINN FULLT TUNGL Eftir P G Wodehouse 45 ætíð þegar hann komst í ge'ðshrær ingu, og þarna stóð nú Freddie með galopinn munninn, einna lík astur póstkassa. Seinna skýrði, hann mál sitt fyrir Galahad | frænda sínum. með tveim einföld- ’ um spurningum, í fyrsta iagi, hvernig í fjáranum var hægt að búast við að hann vissi um nær-! veru Bills? Og í öðru lagi, hvers ! vegna var hann ekki látinn vita? ! Freddie sagði ennfremur, að það lægi í augum uppi, að náungi sem væri margyfirlýstur sem lítilsigld- ur utangarðsmaður og maður hitti svo allt í einu sitjandi í dagstof- unni, alveg rólegan, drekkandi te með örvaroddi andstöðunnar. að maður íeldi að rauða ljósið væri orðið grænt og að maðurinn j hefði verið tekinn i faðm fjöl- | skyldunnar sérstaklega, bætti j Freddie við, þegar manni hefur alveg sérstaklega verið sagt, að umræddur maður væri á g'vnni grein, og maður þurfi engar á- hyggjur af honum að hafa, vegna þess, að sá, sem gefur þessar upp- lýsingar, segizt hafa öll mál þessa manns í hendi sér og að allt sé í lagi“. Það voru þessar setningar sem ollu afstöðu Freddies, sagði hann, og nú spurði hann: „Hafði Gally sagt þessar setningar, eða hafði hann ekki talað þessi orð? Hafði Gally, eða hafði hann ekki svo gott sem sagt, að banninu væri (iflén af vesalings Blister? Og þqss; vegna þyrftu vinir hans og veiunnarar engar frekari áhyggjur að hafa út af honum? Jæja þá, þarna hafði maður þá málið eins og það lá beint við, og það sem Freddie vildi stað festa var einfaldlega það, hversu óréttmætt og hlægilegt var að nefna hann nöfnum eins og „fá- vita með tuskuhaus“. og ásaka hann fyrir að vera búinn að eyði- leggja góðar áætlanir með tóm- um asnaskap. Freddie héit því fast fram. að það sem hefði spillt öllu saman, hefði verið sú forkast- aniega aðferð Gallys að þegja yfir öllu saman, cf hann hefði bara sagt eitt einasía orð um að hann ætlaði að koma Bill inn í húsið á fölskum forsendum, hefði allt farið vel. Freddie benti á, að í svona málum er samvinna hið þýðingarmésta, án samvinnu og hre'nskiininsslegra upplýsinga er ekki hægt að búast við nokkr um árangri. Þsnnig talaði Freddie seinna, en það sem hann sagði, begar hann kom inn um giugg- ann, eftir að hafa vanizt birtunni í dagstofunni, var hins vegar á þessa leið: — Blister. — Þetta eina orð hljómaði um stofuna eins og blásið hefði verið í herlúður og frú Hermione kipptist við í stóln- um, nafnið Lister hafði verið sem rist á hjarta frúarinnar. — Jæja, jæja, .iæja, — sagðj Freddie og ljómaði af gleði. — .læja, jæja, jæja, jæja, jæja, þetta er fínt, þetta er ágætt, svo þú ert búin að sjá að þér, Hermione frænka? Ég var líka alltaf að vona að þín ágæta greind og raun- hyggja. mundi sigra. Ég geri ráð f.vrir, að þú sért búin að sann- færa Dóru frænku, eða ætlir að gera það hið bráðasta. núna beg- ar þú hefur snúizt svona af öllu hjarta á sveif með ástardraumum hinna ungu, þá geri ég ekki ráð 1 fyrir neinni mótspyrnu frá Dóru, hún verður áreiðanlega eins og vax í höndunum á þér, og segðu henni frá mér, ef hún skyidi fara að dgrra sig, að Prue geíí ekki fengið verðugrj maka er. Bill List- er, hann er einn sá ailra bezti og góðlyndasti maður, sem ég þekki, ég er búinn að þekkja hann árum saman. Og ef hann leggur listina á hilluna, eins og hann er búinn að j lofa, og snýr sér að kráarrekstri, | þá sé ég ekki annað, en að afkoma i ungu hjónanna sé tryggð. Það er | hægt að græða fé á krám, þau j þurfa auðvitað að fá höfuðstól, en I bað er hægt að útvega hann. Ég 1 sting upp á, að halda hringborðs- fjölskyldufund, þar sem farið verð ur gaumgæfilega út í málið og öllu komið á hreint. Skál Blister, hjartanlega til haming.ju. Frú Hermione hafði setið undir þessari snilldarræðu með glamp- andi augu og spenntar greipar. Ræðumanninum hafði ekki dottið í hug að vaer' nokkuð ógn- vekjandi í fari frúarinnar, en bróðursonur. spm hefði verið skarpskyggnari hefði strax séð hversu afarlík Iver=k"i ljónynju sem ætlar að fara að stökkva á bráð sína. frú Hermiore ver. hún horfði spyrjandi á frænd?. sinn og sagði: — Áttu nokkuð ósagt, Freddie? — E. nei. ég held að ég sé bú- inn að gera þessu máli tæmandi skil. Jæja, þá væri ég fengin. ef þú vildir fará og finná Beách. og biðja hann um að láta niður í töskurnar hans hr. Listers. ef bú- ið er að taka upp úr þeim, og senda þær niður á Emsworth Arms. Ilr. Lister vfirgefur kastal- ann þegar i stað. 9. KAFLI. Freddie var \anur að hlýða öll- um óskum frændkvenna sinna. og þaö hafði hann gert frá blautu barnsbeini, þvi voru það eðlileg viðbrögð hans að framkvæma strax skipnn frá einni úr þeim fótgönguliðsflokki. jafnvel eftir að hann var kvæntur og orðinn virðulegur framkvæmdastjóri hjá einu stærsía hundakexfyrirtæki í Ameríku. þess vegna datt honum ekki í hug. að rétta úr sér og segja við frúna. að ef hún þyrfti að tala við vinnuhjú sin, þá gæti hún bara hringt s.jálf. Nei, | Freddie fór undir eins að finna Beach. Og það var ekkj fyrr en bann var kominn að búrd.vrunum. að honum flaug í hug. að þetta 'ndisveinsstarf væri ósamboðið aðstoðarframkvæmdastjóra. og Freddie nam staðar og þá varð honum ljóst. að hann hefði aldrei að yfirgefa setustofuna, þar átti hann að vera á þessari stundu og reyna að brjóta niður mót- stöðuna gegn vesalings Blister, hann þyrfti að vísu að bregða fyrir sia silkim.júkri mælsku, en hon- um ætti ekki að verða sKot?skuld úr því. Maður, sem ,ar nýbúinn að leika á Majór R.B. Finch og frú hans, eins og strengjahl.ióð- færi. Þegar Freddie kom aftur inn í setustofuna sá hann, að Bill var farinn, að öllum líkindum út um franska gluggann. og að sjálf- sögðu niðurbrotinn maður. En samt var elskandi í stofunni, Prndance, var aem sagt komin og útlit hennar benti greinilega til, að henr.i hafði verið skýrt frá hvernig málum var komið, augu hennar voru dimm af sírsauka og hún var að eta ristað brauð og smjör. sýnilega alveg beygð mann eskja. Frú Ifermione sat enn með rekeiilinn fyrirsframcu;. sig, ^einst og beinstíf og “'bf einhéer mynd-j höggvari hfði beðið hana að ] sitja fyrir, sem táknræna móðirsyst I ur. og þó að Freddie væri búinn I að þekkja frænku sína frá bernsku, 1 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1970. fannst honum, að hún hefði aldrei fyrr verið eins ódulbúin frænka og ekkert nema frænka, þrátt fyr- ir karlmannlega viðleitni, fann hann hvernig kjarkur hans dvín- aði. Ilonum hafði jafnvel gengið betur að fást við frú Emily Finch, þótt skoðanir hennar væru óneit- anlega ein.s og hjá skanmiklu múl- dýri, enda líktist hún þeirri skepnu bæði í sjón og raun. — Er Blister farinn? — spurði Freddie, og fór þegar að hugsa um, hvað hann ætti að segja næst, eitthvað sem að gagni kæmi. — Farinn, — sagði Prudance í gegnum beiska n.unnfylli af rist- uðu brauði og smjöri. — Já, hann er farinn, þegjandi og hljóðalaust, rekinn út í hríðina, áður en ég var búin að sjá hann aimennilega. Hjálpi mér, en sá munur, ef að sumt fólk hér í Blandingskastala hefði hjarta í br.jóstinu, þá væri þetta sann- arlega betri staður. — Vel mælt, litla mín. Ég er þér fullkomlega sammála, þetta hús vantar einmitt dálítið af mannlegum kærleika, mitt ráð er að þú skrúfir frá einhverju slíku, Hermione frænka. — Hermione lét þetta ráð eins og vind um eyru þjóta. en spurði Freddic, hvort hann hefði hitt Beach, Freddie neitaði því og sagðist skyldi segja henni hvers vegna, hann sagðist 'hafa vonað að hið góða myndi sigra, og ef frænka sín gæti fórnað sér eins og tveim mínútum af sínum dýrmæta tíma, þá langaði hann til að setja fram nokkur atriði, sem gætu orðið til þess, að hún liti mál þessara ungu elskenda mildari augum, þessara vesalinga, sem væri verið að stía í sundur. Frú Hermione hafði töluverða hneigð til að bergða fyrir sig hversdagslegum setning- um, og nú sagði hún: — Bull og vitleysa. — Freddie hristi höfuðið og sagði að þctta Váeri ekki sá andi sem hann hefði vonazt eftir. Prudence, sem hafði varpað öndinni af miklum þunga með vissu milli, sagði að sig furð aði á hvað sumt fólk gæti látið •r miðvikudagur 22. júlí — María Madalena Tungl í hásuðri kl. 4.30. Árdegisháflæði í Rvík kl. 9.40. HEILSUGÆZLÁ Slökkviliði ■:Þikrah'Pr<'lðir Sjúkrabifreið i HafnarfirW sima 51336 fyr. ' vkja»'fk >g Röpavog slm) 11106 Slysavarðstofan i BorRarspltalannm er opio aUan sólarhrlnfftnn Að elns móttaka slasaðra Stmt 8121L Kópavogs-Apótek op ReflavHmr Apótek err optn vtrka <lae» kl 9—19 iaugardags kl. 9—14 hete» daga kL 13—16 Almennar upplýsangæ um iækn« pjónustu t bormnm eru eeínai sfcmsvara læknafélag' Reykjaviii ur, stml 18888. F; garhr ’> i Rópavogt HHðarvegl 40. slml 42844 Kópavogs-apótek og ieÐavtkur apótek ero opir vtrka daga *L • —1S taugardag* kl 9—14. uelgt daga kL ÍS—lft. Apótek Hafnarfjarðar er opið aUa virka daga frá SsL 9—7 á Laugar dögum ki 9~2 og a suunudöguiri og ððruro belffidögum er ipið r ki 2..-4 Tannlæknavaki er 1 He, -iijvernd arstöðmnt fþai tero slysavarð stofan var) og er opin laugardag’ og sunnudaga kl 6—6 e h Sitm 22411 Kvöld- og helgarvörzlu Apóteka í Reykjavík, vikuna 18 —24 jú’.í Vesturbæjar-Apótek — Háaleitis- Apótek. Næturvörzlu í Keflavík 22. 7. annast Kjartan Ólafsson. rrUTGÁ ^FTLÁNIR Fiugfélag íslands h.f.: Millilandaflug. Gullfaxi fór tii Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:30 í morgu i, og er væntaniegur til Keffavíkur kl. 18:15. Vélin fer til Kaupmanna- hafnar kl. 19:15 í kvöld og er væntanleg þaðan aftur tii Kefla- víkur k.'. 01:55 í nótt. Gullfaxi fer til Osló og Kaupmanna hafnar ki. 08:30 í fyrramálið. Fokker Friendship vél félagsins fer til Vaga Bergen og Kaupmanna hafnar ki. 12:00 í dag. Innanlandsflug. í dag er áætlað að fljúga til Akur eyrar (3 ferðir) til Vestmannaeyja (2 ferðir) til tsafjai'ðar. Sauðár- króks, Egilsstaða og Patreksfjarð- ar. Á morgun er áætlað að fl.júga til Akureyrar (3 ferðir) il Vest- mannaeyja (2 ferðir) ti,' Fagur- hólsmýrar. Hornaíiarðar Tsafjarð- ar, Egilsstaða, Raufarhafnr og Þórshafnar. Loftleiðir h.f.: Eirikur rauðj er vænUnlegur frá NY kl. 0730 Fer til Luxemborgar kl. 0815. Er væntanlegur ti! baka frá Luxemborg kl. 1630 Fer til NY kl. 1715. Þorfinnur karlsefni er væntanleg- ur frá NY kl. 0900. Fer fil Luxem- borgar kl. 0945. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 1800. Fer til NY kl. 1900. Guöríður Þorbjarnardóttir er væntanleg frá NY kl. 1030. Fer lil Luxemborgar kl. 1130. Er væntan- leg til baka frá Luxemborg kl. 0215. Fer til NY kl. 0310. ^TTtTNGAR Skipadeild SÍS. Arnarfell fór í gær frá Rotterdam til Reykjavíkur. Jökulfel; fór 20. þ m. frá R'.vkjavík ui Ne," Bed- ford. Dísavfell rór gær 1 'á Öei- fast til Antwerpen, Bremen. Luþ- eck og Svendborgar. Litlafeh' er í Reykjavík. Helgafll fer væntan- lega í dag frá Pargas íil Ventspils. Stapafell er væntanlegt til Rvík i dag- Mælifell er væntan'.egt til La Spezia 30. þ. m. Bestik kem.ir til Rvk i dag. SÖFN OG ~SÝNINGAR tslenzka dýrasafnið verður opið daffleg? i Breiðfirð maahúð Skólavörðustls 6B kl 10—22 Isl dórasafnið Ásgrimssafn. Bergstaðastrætj 74 er opið alla daga nema taugard. frá kl 1.30-—4 Tt.agsi.íf Orlof hafufirzkra húsmæðra verðui að Laugum : Dalasýsln 31 lúli — 10 ágúst Tekið verður a móti umsóknum a skrifstofu verkak"ennafélagsins Framtiðin. Alþýðuhúsinu .mánu- daginn 13. júlí kl. 8,30 — 10 e. h- TRÐSENDTNG Frá Ferðahappdrætti Pólyfón- kórsins. Dregið var 15. júlí. Vinningar féllu þannig: Nr 7439 Snánarferð. 5162. flugferð til Kaupm.h. '611, lugfai ti! London. Frá Styrklarfélagi Vangefinna: Minningarkort styrktarfélags Van gefinna fást á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu félagsins Laugavegi 11. sími 15941. Verzl, Hlin Skólavörðustíg, Bókaverzjur, Snæbjarnar, Bóka- búð Æskunnar og Minningarbúð inni Laugavegi 56. Minningarspjöld Menningar- og minningarsjóðs kvenna fást á eftirtöldum stöðum: A skrif- stofu sjóðsins Hallveigarstöðum við Túngötu. i Bóka Braga Bryn jólfssonar Hafnarstræti 22, hjá Valgerði Gísladóttur, Rauðalæk 24, Önnu Þorsteinsdóttur, Safamýri 26 og Guðnýju Helgadóttur Sand túni 16. Minningarkort Styrktarsjóðs Vistmanna Hrafnistu D.A.S. eru seld á eftirtöldum stöðum í Rcykja vík, Kópavogi og Hafnarfirði: Happdrætti D.A.S., Aðalumboð Vesturveri, sími 17757. Minningarspjöld Minni jrsióðc Maríu Jónsdóttirr flugfr fást á eftirtölduia stöðum Verzl. Okulus. Austurstræti 7 Rvfk. Verzl. Lýsing. Hverfisgötu 64, Rvík Snyrtistofunni Valhöll, Laugav. 25 o? hjá Mariu Tiiafsdótliur. Dverga- Minningarspjöld Kvenfélags Laugarnessóknar fást i Bókaverzl- uninni Rrísateigi 19, sámi 37560 og hjá Sigríði Hofteigi 19, síml 3<544, Astu. Goðheimum 22 sími 32060 og hjá Guðmundu Grænuhlíð 3. simi 32573. Lárétt: 1 Mál. 5 Hæða. 7 Gróða. 9 Sprænu. li Komast. 12-Guð. 13 Þungliúin. 15 Titt. 16 Æð. 18 Kasta.'armr. Krossgáta Nr. 585 Lóðrétt: 1 Kletts. 2 Misk- unn. 3 Eins. 4 Frostbit- 6 Fiskurinn. 8 Slár. 10 Sturl- að. 14 Púki. 15 Vonarbæn- 17 Tími. Ráðniiig á gátu nr. 584 Lárétt: 1 Iðrast. 5 Ata. 7 Inn. 9 Gil. 11 Ná. 12 Lá. 13 Nit. 15 Alt- 16 Örg. 18 Ófagur. Lóðrétt: 1 Ilinni. 2 Rán. 3 At. 4 Sag. 6 Slátur. 8 Nái. 10 111. 14 Töf. 15 Agg. 17 Ra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.