Morgunblaðið - 17.11.2005, Page 50

Morgunblaðið - 17.11.2005, Page 50
50 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn stendur sig einstaklega vel, einkum ef hömlurnar sem hann glímir við eru hafðar í huga. Vel á minnst, hvernig væri að lyfta að minnsta kosti einni þeirra? Gríptu tækifærið og bingó, þær eru á bak og burt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sambönd eru eins og hvert annað framtak í lífinu. Líttu á þau sem slík í stað þess að láta samskiptareglurnar slá þig út af laginu. Ef þú leggur þig ávallt fram, verður útkoman jákvæð. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er gott að luma á margvíslegum óskum, þú værir ekki jafn heil mann- eskja og þú ert ef svo væri ekki. En einbeittu þér að einhverju einu í dag, ef markmiðið er ekki skýrt er ekki nema von að illa gangi að halda sig við efnið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn er frekar ýktur þessa dag- ana. Honum er bæði nauðsynlegt að hvíla sig og hafa mikið fyrir stafni. Millivegurinn virðist draga úr honum mátt. Helltu þér af fullum krafti út í það sem þú gerir, eða slepptu því. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Slakaðu aðeins á, þér hættir til að gera of mikið úr einföldustu hlutum, eins og að mála eða færa húsgögnin. Ef það heppnast ekki, má alltaf gera það aft- ur. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Líkamsrækt og vellíðan eru tengd órjúfanlegum böndum. Ef þú venur þig á hreyfingu, sama hvort þú ert í stuði eða ekki, verður þú að sama marki ónæm fyrir streitu og veikindum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hlutverk vogarinnar er að vera öðrum fyrirmynd. Þegar syrtir í álinn er hennar fyrsta viðbragð að leggja enn meira á sig. Þannig hvetur hún mann- skapinn til dáða. Áreynsla og vel- gengni tengjast órjúfanlegum bönd- um. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn er ekki viss um hvað réttast væri að taka til bragðs. Hug- urinn starfar á ógnarhraða. Hann labbar milli herbergja og gleymir óð- um hvers vegna. Langt bað eða stutt gönguferð eru svarið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn ber miklar væntingar til sjálfs sín og setur markið hærra fyrir sig en hann myndi nokkru sinni gera fyrir aðra. Slappaðu aðeins af. Þú bæt- ir líf annarra með þínu framlagi, mundu það. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Himintunglin greiða fyrir því að stein- geitin losi sig út úr fjárhags- vandræðum. Þú eyðir peningum í hluti sem hafa einhverja þýðingu fyrir þig. Kvittanirnar eru í veskinu. Ertu þessi manneskja sem þær gefa til kynna að þú sért? Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberanum finnst sem hann sé bundinn af áætlunum annarra, og þannig virðist það svo sannarlega vera. Náðu valdi á lífi þínu í dag með afdrátt- arlausri yfirlýsingu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn er enn fastur í sama hjól- farinu og þarf að átta sig á því að hann getur komist upp úr því. Það gæti gerst innan tíðar, jafnvel strax í kvöld. Stjörnuspá Holiday Mathis Venus og Mars eru í jafn- vægi um þessar mundir, sem gerir kynjabaráttuna friðsælli en ella. Konur og karlar hafa margvíslega styrk- og veikleika sem ýmist vega hver annan upp, jafnast út eða passa vel saman og búa til heildarmynd, líkt og púsluspil. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 bullukoll, 8 úr Garðaríki, 9 laumar, 10 taut, 11 veslingur, 13 áann, 15 hestur, 18 fjöt- ur, 21 verstöð, 22 þukla á, 23 ræktuð lönd, 24 rúmliggjandi. Lóðrétt | 2 rask, 3 endar, 4 þvaður, 5 aur, 6 gáleysi, 7 grætur, 12 þangað til, 14 illmenni, 15 hindruð, 16 oftraust, 17 núði með þjöl, 18 stálsleginn, 19 hlífðu, 20 kúldrast. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 félag, 4 sósan, 7 aumum, 8 nægir, 9 inn, 11 ná- in, 13 kali, 14 ættin, 15 hlýr, 17 áköf, 20 urt, 22 reisn, 23 ræmur, 24 kónga, 25 rausa. Lóðrétt: 1 fóarn, 2 lampi, 3 gumi, 4 sónn, 5 sigla, 6 nærri, 10 nótar, 12 nær, 13 kná, 15 horsk, 16 ýtinn, 18 kempu, 19 ferja, 20 unga, 21 trúr.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Íslenska óperan | Ragnheiður Gröndal með útgáfutónleika kl. 20 ásamt 12 manna hljómsveit í tilefni útgáfu geisladisksins Aft- er the Rain sem 12 Tónar gefa út. After The Rain er fyrsta plata Ragnheiðar með hennar eigið efni, eigin lög og texta. Miðaverð er kr. 2.000 og forsala er í verslun 12 Tóna að Skólavörðustíg 15. Safnaðarheimilið Hellu | Kristjana Stef- ánsdóttir og Agnar Már Magnússon halda tónleika í nýja safnaðarheimilinu, Hellu, kl. 20.30. Á tónleikunum koma auk þeirra fram Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassaleik- ari og Scott McLemore trommuleikari. Þjóðleikhúskjallarinn | Benni Hemm Hemm með tónleika í kvöld kl. 22, aðgangseyrir að- eins kr. 500. Nýútkomin plata sveitarinnar verður til sölu á sérstöku tilboðsverði. Garðatorg | Þuríður Sigurðardóttir heldur tónleika í tilefni af 40 ára söngafmæli henn- ar. Með Þuríði í för verða Magnús Kjart- ansson á hljómborð, Vilhjálmur Guðjónsson á gítar, Jóhann Ásmundsson á bassa, og Gunnlaugur Briem á trommur. Kl. 21. Að- gangur ókeypis. Háskólabíó | Sinfóníuhljómsveit Íslands. Áttunda sinfónía Sjostakovitsj og Sinfonia de Requiem eftir Britten. Hljómsveitarstjóri Rumon Gamba. Myndlist Akranes | Einar Hákonarson sýnir olíu- málverk í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15–18. BANANANANAS | Hildigunnur Birgisdóttir – Hring eftir hring III, lífið er lotterí. Til 26. nóv. Byggðasafn Árnesinga | Á Washington– Eyju og Grasjurtir. Til nóvemberloka. Café Cultura | Róbert Stefánsson sýnir ljós- myndir teknar á Hróarskelduhátíðinni 2004. Síðustu sýningardagar. Café Karolína | Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir ný verk og lágmyndir úr tré. Til 2. des. Energia | Kolbrún Róberts. Allt fram streymir. 13 abstrakt olíumálverk. Út nóv- embermánuð. Gallerí 101 | Haraldur Jónsson sýnir til 26. nóv. Opið fim.–lau. 14 til 17. Gallerí + Akureyri | Haraldur Ingi Haralds- son sýnir verk sín. Til 27. nóv. Gallerí I8 | Þór Vigfússon sýnir til 23. des. Gallerí Lind | Ólöf Björg Björnsdóttir er listamaður nóvembermánaðar. Gallerí Sævars Karls | Guðrún Nielsen. Skúlptúr „Tehús og teikningar“ til 17. nóv. Gel Gallerí | Jóhannes Rúnar til 25. nóv. GUK+ | Hartmut Stockter til 16. janúar. Hafnarborg | Jón Laxdal til 31. des. Hrafnista Hafnarfirði | Guðfinna Eugenía Magnúsdóttir til 6. des. Karólína Restaurant | Óli G. með sýninguna „Týnda fiðrildið“ til loka apríl 2006. sjá: www.oligjohannsson.com. Kling og Bang gallerí | Örn J. Auðarson – Miðgarður – Blárauður – Afgirtur reitur. Opið fim.–sun. kl. 14–18. Til 4. des. Listaháskóli Íslands | LHÍ, Laugarnesvegi 91, stofa 024. Halldór B. Runólfsson, list- fræðingur, flytur erindi um verk Gabríelu Friðriksdóttur myndlistarmanns. Umræður og Gabríela situr fyrir svörum. Gabríela var fulltrúi Íslands á tvíæringnum í Feneyjum 2005. Listasafn ASÍ | „Vinsamlegast“ . Örn Þor- steinsson og Magnús V. Guðlaugsson. Til 4. desember. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning. Listasafnið á Akureyri | Helgi Þorgils Frið- jónsson til 23. des. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist II – Um rými og frásögn. Sýning á verkum 13 ísl. samtímalistamanna. Til 12. febrúar 2006. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Tími Romanov-ættarinnar. Til 4. des. Listasafn Reykjanesbæjar | Húbert Nói, til 4. des. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið, yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Bernd Koberling til 22. janúar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Guðrún Vera Hjartardóttir til 30. des. Erró til 23. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Jó- hannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá fæð- ingu málarans. Til 19. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Hraun- blóm til 27. nóv. Listasmiðjan Þórsmörk Neskaupstað | 10 listakonur frá Neskaupstað sýna á Egils- staðaflugvelli. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Lars Tun- björk til 20. nóv. Safn | Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Kristinn E. Hrafnsson – „Stöðug óvissa“, Jón Laxdal – „Tilraun um mann“. Opnunartímar: mið.– fös. 14–18, lau.–sun. 14–17. Til 11. des. Saltfisksetur Íslands | Hermann Árnason – Himinn haf og allt þar á milli. Til 20. nóv. Op- ið alla daga frá kl. 11–18. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða Frægð | Þorsteinn Otti Jónsson sýnir „Börn Palest- ínu“. Þjóðarbókhlaðan | Brynjólfur Sveinsson til áramóta. Þjóðmenningarhúsið | Í veitingastofu sýnir Hjörtur Hjartarson málverk. Þjóðminjasafn Íslands | Tvær ljós- myndasýningar. Konungsheimsóknin 1907 og Mannlíf á Eskifirði 1941–1961. Til 27. nóv. Þrastalundur, Grímsnesi | Reynir Þor- grímsson. Leiklist Félagsheimili Kópavogs / Hjáleigan | Það grær áður en þú giftir þig. Verkið er spuna- verk, byggt á Kirsuberjagarði Tsjekhovs. Leikhópurinn vinnur textann sinn sjálfur, ekkert handrit er til, unnið er útfrá sam- komulagi leikaranna um það hver er að- alvending hverrar senu. Leikurinn gerist í litlum bæ; Sandhellisgerði á Suðurfjörðum. Bækur Súfistinn | Höfundar Eddu lesa úr nýjum bókum. Reynir Traustason les úr Skugga- börnum, Guðrún Eva Mínervudóttir úr Yosoy – Af líkamslistum og hugarvíli í hryllingsleik- húsinu við Álafoss, Óttar M. Norðfjörð úr Barnagælum og Hreinn Vilhjálmsson úr Bæjarins verstu. Dagskráin hefst kl. 20. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga nema mánudaga í vetur frá kl. 10–17. Vönduð hljóðleiðsögn, margmiðlunarsýning og gönguleiðir. www.gljufrasteinn.is. Minjasafn Austurlands | Kynning fer fram kl. 20.30 á nokkrum myrkraverum, m.a. með upplestri og söng og hljóðfæraleik. Þjóðmenningarhúsið | Handritin – saga handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja- safnið – svona var það, Fyrirheitna landið, ís- lenskt bókband. Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa. Veitingastofan Matur og menn- ing býður alhliða hádegis- og kaffimatseðil. Þjóðmenningarhúsið | Sýnt er íslenskt bók- band gert með gamla laginu, jafnframt nú- tímabókband og nokkur verk frá nýafstað- inni alþjóðlegri bókbandskeppni. Sýningin er afar glæsileg og ber stöðu handverksins fagurt vitni. Félagsskapur bókbindara sem kallar sig JAM-hópinn setti sýninguna upp. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Ís- lands eru fjölbreyttar og vandaðar sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11–17. Kvikmyndir Norræna húsið | Criss Cross Film on Film. Hér er stefnt saman kvikmyndum kvik- myndagerðarmanna og myndlistarmanna, sem og heimildamyndum, frá Norðurlönd- unum og Eystrasaltsríkjunum. Sýndar eru 9 myndir sem hafa mismunandi sjónarhorn á það hvernig við upplifum og hugsum um ímyndir og sögu þeirra. Aðgangur ókeypis. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.