Morgunblaðið - 17.11.2005, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 17.11.2005, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Harmur stríðsins Benjamin Britten ::: Sinfonia da Requiem Dímítríj Sjostakovítsj ::: Sinfónía nr. 8 Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Rumon Gamba, fer fyrir hljómsveitinni þegar mögnuð og dramatísk verk verða flutt. gul tónleikaröð í háskólabíói Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30Fít o n / S Í A F I 0 1 5 0 2 8 Tónleikakynning Vinafélagsins hefst kl. 18.00 í Sunnusal Hótel Sögu. Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur kynnir efnisskrá kvöldsins. Verð 1.000 kr. Súpa og brauð innifalið. Allir velkomnir. Stóra svið Salka Valka Í kvöld kl. 20 Fi 24/11 kl. 20 Fö 25/11 kl. 20 Su 4/12 kl. 20 Su 11/12 kl. 20 Woyzeck Fö 18/11 kl. 20 Lau 19/11 kl. 20 Lau 26/11 kl. 21 Su 27/11 kl. 21 Þr 29/11 kl. 20 UPPS Fi 1/12 kl. 20 Fö 2/12 kl. 20 Fi 8/12 kl. 20 Kalli á þakinu Su 20/11 kl. 14 UPPS L au 26/11 kl. 14 Su 27/11 kl. 14 Su 4/12 kl. 14 Su 11/12 kl. 14 Má 26/12 kl. 14 Id - HAUST Wonderland, Critic ´s Choice? og Pocket Ocean Su 20/11 kl. 20 Mi 23/11 kl. 20 Aðeins þessar sýningar! Nýja svið/Litla svið Lífsins tré Fö 18/11 kl. 20 Lau 19/11 kl. 20 Fö 25/11 kl. 20 Lau 26/11 kl. 20 Lau 3/12 kl. 20 Alveg brilljant skilnaður Su 20/11 kl. 20 UPPSELT Su 27/11 kl. 20 UPPSELT Má 28/11 kl. 20 UPPSELT Su 4/12 kl. 20 AUKAS. Síðustu sýningar! Manntafl Í kvöld kl. 20 Fi 24/11 kl. 20 Mi 30/11 kl. 20 GJAFAKORT GEFÐU EFTIRMINNILEGA UPPLIFUN GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ GILDA ENDALAUST 18. SÝN. FÖS. 18. NÓV. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 19. SÝN. LAU. 19. NÓV. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 20. SÝN. FÖS. 25. NÓV. kl. 20 nokkur sæti 21. SÝN. LAU. 26. NÓV. kl. 20 nokkur sæti 22. SÝN. FÖS. 02. DES. kl. 20 23. SÝN. LAU. 03. DES. kl. 20 Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Fullkomið brúðkaup Fim. 17.nóv. kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT Fös. 18.nóv kl. 20 UPPSELT Lau. 19.nóv kl. 19 UPPSELT Lau. 19.nóv kl. 22 UPPSELT Sun. 20.nóv kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT Fim. 24.nóv. kl. 20 AUKASÝNING Í sölu núna Fös. 25.nóv. kl. 20 Örfá sæti Lau. 26.nóv. kl. 19 UPPSELT Lau. 26.nóv. kl. 22 Nokkur sæti 2/12, 3/12, 9/12, 10/12, 16/12, 17/12 Ath! Sýningum lýkur í desember! Miðasalan opin virka daga frá 13-17 og allan sólarhringinn á netinu. BENJAMIN BRITTEN th e turn of the screwef t i r Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400 www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 PARS PRO TOTO - DANSVERKIÐ VON BOREALIS ENSABMLE - ÁRÓRA BOREALIS Von, dansverk eftir Láru Stefánsdóttur, framleitt af Pars Pro Toto & Áróra Bórealis, brot úr nýju verki á gömlum merg, framleitt af Borealis Ensemble. Laugardaginn 19. nóv. kl. 20 & Sunnudaginn 20. nóv. kl. 17 Ath! Aðeins þessar tvær sýningarMiðaverð kr. 2.000.- HLín Petursdóttir, sópran, og Kurt Kopecky, píanó „Ástir og örvænting” - Hádegistónleikar 29. nóv. kl. 12.15 Miðaverð kr. 1.000.- (MasterCardhafar kr. 800.-) Kabarett í Íslensku óperunni Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON “Söngur Þórunnar er í einu orði sagt stórfenglegur...” SH, Mbl. Næstu sýningar Fös. 18. nóv. kl. 20 örfá sæti laus Fös. 25. nóv. kl. 20 aukasýn. Lau. 26. nóv. kl. 20 ALLRA ALLRA SÍÐASTA AUKASÝN. Geisladiskurinn er kominn! Jólaævintýri Hugleiks - gamanleikur með söngvum fyrir alla fjölskylduna. Frumsýning lau. 19.11., nokkur sæti laus Mið. 23.11. Fös. 25.11. Fös. 2.12., uppselt Lau. 3.12., nokkur sæti laus Fös. 9.12., uppselt Lau. 10.12. kl. 16, uppselt Sun. 11.12. Lau. 17.12., nokkur sæti laus Sun. 18.12. Fim. 29.12. Fös. 30.12. AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR. Sýnt í Tjarnarbíói, sýningar hefjast kl. 20.00. Miðapantanir í síma 551 2525 og á www.hugleikur.is . AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Þau tíðindi hafa borist fráBretaveldi að sumum þar-lendum finnist orðið nóg um uppgang erlendra glæpasagnahöf- unda og vilji hefta framgang þeirra með öllum tiltækum ráðum. Eitt af því sem rætt er í kjölfar veitingar Gullna rýtingsins á dögunum er að framvegis verði verðlaunin ein- ungis veitt höfundi sem hefur ensku að móðurmáli en ekki ein- hverjum útlenskum höfundi sem ekki er einu sinni hægt að bera fram nafnið á án þess að verða sér til skammar og svelgjast á í leið- inni. Segir þetta auðvitað meira um heimóttarskap breskra bókmennta- frömuða en nokkuð annað.    Breski gagnrýnandinn MarcelBerlins gerir þetta að umtals- efni í dálki sínum í The Guardian í gær og hefur mál sitt með því að segja að Gullni rýtingurinn sé svo eftirsótt verðlaun fyrir hinar „myrðandi stéttir“ að jafngildi Man Booker verðlaununum í bókmennt- um. Síðan rifjar hann upp að ný- bakaður verðlaunahafi heiti því sérkennilega nafni Arnaldur Indr- iðason og spyr í kjölfarið hvort les- andinn taki eftir einhverju óvenju- legu við nafnið. „Einmitt. Hann er útlenskur. Nánar tiltekið íslenskur og skrifaði bókina sína á íslensku. Þar að auki voru þrír af þeim sex sem tilnefndir voru einnig jafnút- lenskir.“ Svo rifjar Berlins upp að fyrir þremur árum hafi Gullni rýtingur- inn fallið Spánverjanum José Carl- os Somoza í skaut og árið þar áður hreppti Svíinn Henning Mankell þau, en nú sé hreinlega komið nóg af útlendingadekrinu að mati CWA (Crime Writers Association) og það hafi tilkynnt að framvegis verði einungis gjaldgengar til verðlaun- anna bækur skrifaðar á ensku. Engan Erlend í hóp umsækjenda takk!!    Frumkvæðið að þessum sinna-skiptum kemur að sögn frá kostunaraðila (hvílíkt orðskrípi) verðlaunanna sem mun vera ein helsta bókaverslunarkeðja Bret- lands, sem að sjálfsögðu vill heldur kosta verðlaun til handa líklegum metsöluhöfundi enskumælandi en til einhvers sem ekki er einu sinni hægt að bera fram nafnið á vand- ræðalaust. „Auðvitað hafa heyrst mótmæli, aðallega frá útgefendum sem leggja á sig að leita uppi, þýða og gefa út það besta sem skrifað er af glæpasögum í Evrópu – Harvill sér- staklega (útgefandi Arnalds) en einnig smærri en áhugasama útgef- endur á borð við Serpent́s Tail og Bitter Lemon Press,“ segir Berlins. Hann spyr síðan þeirrar spurn- ingar sem hlýtur að brenna á glæpasagnalesendum breskum. „Fer breskum og bandarískum glæpasögum hnignandi? Eru löndin tvö að tapa meira en aldarlöngum yfirburðum sínum í greininni? Eru ítalskir, franskir, þýskir, spænskir og norrænir höfundar að skrifa betri glæpasögur? (takið eftir að ég sagði ekki skandinavískir höfund- ar, vegna þess að þá hefði Ísland ekki talist með)“ Fyrir þessa yfirburða landa- fræðiþekkingu hlýtur Berlins ótal prik.    Hann kveðst hafa fjallað umglæpasögur í meira en tvo áratugi og meginvandi breskra glæpasagnahöfunda sé einfaldlega hár aldur og skortur á yngri höf- undum. „P.D. James er á níræðis- aldri og Ruth Rendell er komin yfir áttrætt. Flestir hinna eru á sjötugs- aldri. En hvar eru góðir yngri höf- undar til að halda uppi merkjunum. Þeir eru auðvitað til nokkrir en staðreyndin stendur að England er að tapa forystuhlutverkinu. Það er engin tilviljun að glæpasögur evr- ópskra höfunda skipa efstu sætin á metsölulistum og verðlaunapöllum. Þær bestu þeirra eru sannarlega mjög góðar. Það dapurlega við þetta eru viðbrögð CWA, að vísu undir þrýstingi frá markaðnum, sem eru fólgin í því að ef við getum ekki unnið verðlaunin í sanngjarnri keppni, þá útilokum við bara þá sem eru hugsanlega betri en við. Þetta gerir ekkert annað en draga úr vægi verðlaunanna sem hingað til hafa verið álitin önnur af tveim- ur virtustu alþjóðlegu viðurkenn- ingunum sem veitt eru fyrir glæpa- sögur.“    Kannski verður þetta til þess aðArnaldur Indriðason er síðasti „útlendingurinn“ sem hreppt hefur Gullna rýtinginn eða að næsti „kostunaraðili“ hafi minni áhyggj- ur af „frummálinu“ en sjái sér hag í því að verðlauna eingöngu höfunda sem skrifa jákvætt um trefjar eða morgunkorn, jógúrt, salernis- pappír eða innihurðir. Engan Erlend takk! ’Eru ítalskir, franskir,þýskir, spænskir og norrænir höfundar að skrifa betri glæpasögur en breskir og banda- rískir? ‘ AF LISTUM Hávar Sigurjónsson Verður Arnaldur síðastur „útlend- inga“ til að fá Gullna rýtinginn? havar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.