Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Ný Íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminn Sýnd kl. 5, 8 og 10.45 B.i. 12 ára Africa United  S.V. Mbl.  TOPP5.is  Ó.H.T. Rás 2  S.k. Dv Sýnd kl. 4 og 6 Sýnd kl. 10.30 B.i. 16 ára SÁ BESTI Í BRANSANUM ER MÆTTUR AFTUR! hörku spennumynd frá leikstjóra 2 fast 2 furious og boyz´n the hood Sýnd kl. 5.45 b . 16 ára Sýnd kl. 8 og 10.20 bi. 14 ára Sýnd kl. 10.15  MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5, 8 og 10.40  MMJ Kvikmyndir.com  MBL TOPP5.IS  Sjóðheit spennumynd með ofurtöffaranum Paul Walker og hinni stórglæsilegu Jessicu Alba. Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! Miðasala opnar kl. 15.30 Sími 564 0000 Sjóðheit spennumynd með ofurtöffaranum Paul Walker og hinni stórglæsilegu Jessicu Alba. TOPP MYNDIN Á ÍSLANDI Í 2 VIKURkl. 5.30, 8 og 10.20 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 B.i. 14 ára BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Forsýnd kl. 8 bi. 16 ára  MBL TOPP5.IS  Sýnd kl. 5.30 bi. 12 ára LEIKKONAN og söngkonan Jó- hanna Vigdís Arnardóttir sendi á dögunum frá sér plötuna Mann- söngvar. Jóhanna eða Hansa eins og hún er oftast kölluð hefur verið ein af okkar fremstu leik- og söng- konum síðan hún útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands vorið 1999. Hún hefur mikið látið að sér kveða í söngleikjum og skemmst er að minnast hennar í söngleiknum Chic- ago þar sem hún var í burð- arhlutverki og hlaut fyrir túlkun sína tilnefningu til Grímunnar. Á Mannsöngvum flytur Hansa fjórtán lög sem öll eru þekktari í flutningi karlmanna. Af uppruna- legum flytjendum má nefna Tom Waits, Megas, Hauk Morthens, Luccio Dalla, Egil Ólafsson, Leon- ard Cohen og Nick Drake. Hansa segir að hún hafi farið marga hringi í að velja lögin á plöt- una en í fyrstu hafi karlmanna- hugmyndin ekki verið uppi á borð- inu. „Það var ekki fyrr en við vorum komin með flest lögin að við sáum að þau áttu það öll sameiginlegt að vera sungin af karlmönnum. Þá kviknaði sú hugmynd að gera karl- mannslög að einskonar þema plöt- unnar.“ Það vekur athygli blaðamanns að á plötunni er að finna tvö Tom Wa- its-lög, „Tom Traubert’s Blues (Waltzing Mathilda)“ og „Invitation to the Blues“ og Hansa er spurð hvort hún sé sérstakur aðdáandi tónlistarmannsins. „Já, ég er mikill aðdáandi. Hann er svo skemmtilega dramatískur og leikhúslegur og hentar mér mjög vel – þó að ég botni nú ekki alltaf í textunum hans.“ Aðspurð þá hvort treginn sé nokkuð leiðarstef á plötunni þegar litið er til laga á borð við „Til eru fræ“, „Tvær stjörnur“ Megasar, „Famous Blue Raincoat“ eftir Leon- ard Cohen og fyrrnefndra Waits- laga, segir Hansa að hún og hljóm- sveitin hafi á móti smíðað útsetning- arnar eftir eigin höfði og á plötunni sé til dæmis enginn drungi yfir Megasi. „Þau eiga það frekar öll sameiginlegt að vera einlæg og það er ekkert óþarfa prjál á þeim.“ Hönsu til halds og trausts á plöt- unni eru engir byrjendur: Karl O. Olgeirsson stjórnar upptökum auk þess sem hann spilar á píanó en aðr- ir hljóðfæraleikarar eru Sigtryggur Baldursson á trommum og slag- verki, Valdimar Kolbeinn Sig- urjónsson á kontrabassa og Pétur Þór Benediktsson sem spilar á gítar en allir sáum þeir um að leggja hönd á plóg þegar að útsetningunum kom. „Þeir eiga ekki síður mikið í þess- um diski en ég og þegar við komum saman og byrjuðum að æfa þá gerð- ist eitthvað stórkostlegt. Til dæmis urðu til nokkrar útgáfur af laginu „Caruso“ áður en við tókum upp og þar fram eftir götunum.“ Hansa syngur það lag á frummál- inu, en einnig er tvö frönsk lög að finna á Mannsöngvum, „La Mer“ og „Les Moulins De Mon Coeur“. Hún er spurð hvort hún tali bæði ítölsku og frönsku. „Ég tala frönsku en ekki ítölsku en ítalski framburðurinn í „Caruso“ er víst ekki fjarri lagi. Hann Leone [Tinganelli] hlustaði á lagið og var víst mjög ánægður með framburð- inn þannig að ég er ekkert voðalega smeyk yfir frammistöðu minni í lag- inu.“ Hansa er að lokum spurð hvar hún myndi staðsetja sjálfa sig sem söngkonu. „Ætli ég hafi ekki svolítið drama- tískt yfirbragð. Mér finnst til dæmis skemmtilegast að spila á tónleikum fyrir framan áhorfendur og það má vera að það hafi eitthvað með leik- listina að gera. Þetta er alltaf spurn- ing um að fanga augnablikið.“ Það er 21 12 CC sem gefur Mannsöngva út. Tónlist | Jóhanna Vigdís sendir frá sér plötuna Mannsöngva Að fanga augnablikið Á Mannsöngvum gerir Hansa lög karlmanna að sínum. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Útgáfutónleikar verða í Fríkirkj- unni sunnudaginn 2. des. Miðasala hefst næsta mánudag en frekari upplýsingar er að finna á www. 2112.is. og hittir sjálfsagt naglann á höfuðið. Það er kærleikslítil veröld sem slíkir menn lifa í. Einna átakanlegust er saga manns sem búinn er að vera í eitri og afbrotum allt sitt líf en Reynir hittir hann þegar ljósið leikur um hann um stund. Hann eignast kær- ustu og honum fæðist sonur en fyrr en varir hefur eitrið sogað hann nið- ur á botninn á ný. Blaðamaðurinn og rithöfundurinn Reynir Traustason er sögumaður og aðalhöfundur Skuggabarna, afrakst- ur nokkurra ára vinnu undir sléttu og felldu yfirborði höfuðborgarinnar og er samnefnd bók um viðfangs- efnið að koma út þessa dagana. Reyni stendur ekki á sama um þessi börn, myndin hans er mjög persónu- leg, hann fléttar m.a. heimilislífi sínu, einkum sambandi hans við dóttur sína, inn í viðbjóðinn. Það er á vissan hátt áhrifarík aðferð, minnir okkur á að öll vorum við einhvern MANNLÍFSMYNDIRNAR sem dregnar eru upp í Skuggabörnum eru ömurlegar, enda fjallar hún um þjóðfélagsböl eiturlyfja og fylgifiska þeirra: Fórnarlömbin, aðstandend- urna, handrukkarana, glæpina, nið- urlæginguna, sorgina. Við höfum séð aðra hlið á þessum undirheimi í frá- bærum myndum eins og Hlemmi og Lalla Johns, hér snúa að okkur ung og falleg stúlkubörn, einstaklingar sem koma ekkert síður frá góðum heimilum en slæmum og fylgst er með handrukkara að störfum. Hann segist vera handbendi andskotans tíma börn í viðsjárverðum heimi. Frásagnaraðferðin setur einnig skorður, það dylst engum að Reynir er einlægur í því sem hann er að gera en þegar upp er staðið er hann engu að síður full fyrirferðarmikill, boðskapurinn verður óskýrari í per- sónulegum frávikum, tóbaksmökk- urinn truflar athyglina frá viðfangs- efninu. Skuggabörnin hans Reynis eru yfirleitt sjáanleg, það þarf ekki að kafa djúpt eftir þeim í undirheim- ana, hinsvegar skellum við yfirleitt á þau blinda auganu og látum sem ekkert sé. Reynir og félagar vekja okkur til umhugsunar um þeirra nöturlegu tilvist og þar með er ákveðnum tilgangi náð. Það er aftur á móti erfiðara að koma auga á höf- uðpaurana í þessum Niflheimi sam- tímans, peningamennina, hvít- flibbabófana sem stjórna eiturlyfjatraffíkinni, þeir hafa verið og eru Hinir ósnertanlegu. Vonandi á Reynir eða einhver annar skelegg- ur heimildarmyndagerðarmaður eft- ir að komast í tæri við þá, þar liggja rætur vandans. Það er reyndar vikið að uppsprettunni, innflutningnum og sýnt hversu auðvelt er að koma eiturlyfjum inn í landið. Við blasir enn ein sönnun þess að efnin sem tollgæsla og lögregla ná að finna eru ekki nema toppurinn á ísjakanum, aðeins einn tíundi þess magns sem smyglað er til landsins. „Reynir og félagar vekja okkur til umhugsunar um þeirra nöpurlegu tilvist og þar með er ákveðnum tilgangi náð,“ segir meðal annars í umsögn. Innsýn í skuggaveröld KVIKMYNDIR Skuggabörn  Heimildarmynd. Leikstjórn: Þórhallur Gunnarsson og Lýður Árnason. Handrit og sögumaður: Reyni Traustason.Tónlist- arstjórn: Pétur Hjaltested. Framleiðandi: Í einni sæng. 50 mín. RÚV 15. nóv. Ísland 2005. Sjónvarpið Sæbjörn Valdimarsson EIN vinsælasta söngkona landsins, Ragnheiður Gröndal, heldur útgáfu- tónleika í Íslensku óperunni í kvöld en Ragnheiður sendi á dögunum frá sér plötuna After the Rain. Platan er sú fyrsta þar sem Ragnheiður kemur fram með sitt eigið efni, lög og texta en áður hefur hún gefið út tvær sóló- plötur. Á tónleikunum í kvöld kemur Ragnheiður fram ásamt tólf manna hljómsveit, sem samanstendur af þeim tónlistarmönnum sem komu að upptökum á plötunni auk strengja- kvartetts og bakraddasöngvara. Vinsældir Ragnheiðar hafa aukist jafnt og þétt undanfarin misseri og til marks um það skaust After the Rain í þriðja sæti Tónlistans fyrstu viku sína á listanum og er platan nú í fjórða sætinu. Miðaverð á útgáfutónleikana er 2.000 kr. og forsala er í verslun útgef- andans, 12 Tóna við Skólavörðustíg. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Ragnheiður flytur sín eigin lög á After the Rain. Tónlist | Ragnheiður Gröndal með útgáfu- tónleika í Óperunni Á eigin vegum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.