Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 56
gera upp á milli íslensku sveitanna og við erum sáttir við að láta The White Stripes um valið,“ segir Eldar Ástþórsson, talsmaður Hr. Örlygs. Uppselt er í stúku á tónleikana en að sögn Eld- ars eru um þúsund miðar eftir í stæði. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar og á Midi.is. Miða- verð er 4.500 krónur auk miðagjalds. JAKOBÍNARÍNA hitar upp fyrir The White Stripes í Laugardalshöll á sunnudaginn. Að beiðni aðstandenda og meðlima The White Stripes sendi Hr. Örlygur, skipuleggjandi tónleikanna, tillögur að tíu íslenskum hljómsveitum til að koma fram með sveitinni. Fyrir valinu varð þessi ungsveit sem hefur vakið mikla athygli að undanförnu. Meðlimir Jakobínurínu eru að vonum ánægðir. „Okkur líst frábærlega á þetta, þetta er voðalega skemmtilegt. Við fengum bara að vita þetta á þriðjudaginn,“ segir Heimir Gestur Eggertsson gítarleikari í sveitinni. „Við erum ekki búnir að hafa mikinn tíma í æf- ingar. Það er búið að vera svo ótrúlega mikið að gera hjá okkur eftir Airwaves. Margir að hringja í okkur og ræða tónleika og ýmislegt,“ segir hann en strákarnir eru meira en til í slaginn. Jakobínarína skrifaði nýverið undir þriggja platna samning við 12 Tóna og er nýbúin að senda frá sér sitt fyrsta lag, „A date with my television“, í útvarpsspilun. Lagið er tekið upp í Sundlauginni, upptökuveri Sigur Rósar. Sveitin mun á næstu misserum reyna fyrir sér erlendis með tónleika- haldi og spilar m.a. á hinni virtu South By South- west-tónlistarhátíð í Austin í Texas. „Við erum ánægðir með að bandið ákvað að velja Jakobínurínu en sveitin er að gera skemmti- lega hluti í dag. Auðvitað er erfitt fyrir okkur að Tónlist | Tónleikar The White Stripes í Laugardalshöll Morgunblaðið/Árni Torfason Hljómsveitin Jakobínarína hitar upp fyrir White Stripes í Laugardalshöll á sunnudagskvöld. Jakob- ínarína hitar upp Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is 56 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Þegar maður er þetta lítill verður maður að hugsa stórt. Er frábær staður til að uppgötva sjálfan sig upp á nýtt. Þeir voru leiddir í gildru... nú þarf einhver að gjalda! Elizabeth Town kl. 8 - 10.30 Litli Kjúllinn (Chicken Little) kl. 6 Ísl. tal Tim Burton´s Corpse Bride kl. 10 Wallaze & gromit kl. 6 enskt tal Four Brothers kl. 10 b.i. 16 ára DV   topp5.is  S.V. / MBL NÝ KVIKMYND FRÁ LEIKSTJÓRA “JERRY MAGUIRE” OG “ALMOST FAMOUS” MEÐ ÞEIM HEITU STJÖRNUM ORLANDO BLOOM (“LORD OF THE RINGS”) OG KIRSTEN DUNST (“SPIDER-MAN”). Nýjasta stafræna teiknimy- ndaundrið frá Disney . Toppmyndin í USA. Nýjasta stafræna teiknimyndaundrið frá Disney . Toppmyndin í USA. Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. Drabet Assasination of R. Nixon Sýnd kl. 6 Drabet (Morðið) Sýnd kl. 6 og 8 Guy X Sýnd kl. 8 Hip Hip Hora ! Sýnd kl. 8 “Tous Les Matins Du Monde” (Allir Heimsins Morgnar) kl. 10,20 KVIKMYNDAKLÚBBUR Alliance Française og Filmundur standa fyrir sýningu á kvikmyndinni Allir heimsins morgnar (Tous les matins du monde) eftir Alain Corneau. Myndin er frá árinu 1991 og skart- ar Gérard Depardieu, Guillaume Depardieu og Jean-Pierre Marielle í aðalhlutverkum. Myndin segir frá herra Sainte Col- ombe, sem er ómdeilanlega snill- ingur gömbunnar. Við dauða eig- inkonu sinnar dregur hann sig í hlé og helgar sig algerlega tónlistinni og uppeldi dætra sinna, Madeleine og Toinette. Hann fellst þó á að taka hinn unga og upprennandi Marin Marais í læri. Allir heimsins morgnar fékk Louis-Delluc verðlaunin og Ces- arinn fyrir bestu myndina árið 1991. Myndin verður sýnd í Háskólabíói í kvöld klukkan 22.20, sunnudaginn 20. nóvember klukkan 17.45 og mánudaginn 21. nóvember klukkan 20. Hún er með enskum texta. Aðgangur er ókeypis fyrir meðlimi í Alliance Française sem sýna fé- lagsskírteini og persónuskilríki við innganginn.     Rokksveitin Noise verður með tón- leika á Dillon í kvöld. Sveitin var að klára upptökur á annarri breiðskífu sinni, sem ætti að líta dagsins ljós á næstunni. Fá tónleikagestir að hlýða á þetta nýja efni í kvöld. Ekkert kostar inn og hefjast her- legheitin um kl. 22. Í DAG Mannvinurinn Sir Bob Geldof erá móti tölvupósti og segir hann eyða tíma fólks og koma í veg fyrir að það geri það sem þurfi að gera. Sagði Sir Bob á ráðstefnu í London að tölvupóstur láti „mann fá á tilfinninguna að maður sé að gera eitthvað, en það er mis- skilningur“. Segir hann í samtali við BBC að bein tengsl séu á milli afkasta fólks og magns tölvupósts sem það virði að vettugi. „Tölvupóstur kemur í veg fyrir að maður hugsi alvarlega um hvað maður ætlar að gera.“ Sir Bob segist hafa lært það af reynslunni að illa orðað tölvuskeyti geti valdið miklum skaða og jafnvel komið í veg fyrir að af viðskiptum verði. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.