Tíminn - 25.07.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.07.1970, Blaðsíða 2
**. "t'(*Vf>*-J f P > * f '!*'>>¦>'. TIMINN LAUGARDAGUR 25. JULÍ 197» Kappreiðar í Skagafirði um verzlunarm.helgina GÓ-SauSárfcróki. Skagfirzku hestamannafélögin Léttfeti og Stígandi, halda kapp- reiðar á Vindheimamelum um verzlunarmannaihelgina. Á Vindiheimamelum hefur stað- ið yfir skeiðvallargerð undanfarin ár á vegum Stíganda. Var völhir- inn vígður s.l. sumar og tók þar með við af Vallabökkum, sem áð- ur voru mótsstaður félagsins um árafoil. Nú hefur hestamannafélagið Léttfeti á Sauðárkróki keypt helm ing þessara mannvirkja og munu félögin bæði standa að móta- haldi þar framvegis. Mótið hefst á laugardag kl. 18 með undanrásucn kappreiða. Á sunnudag hefst dagskrá kl. 14.00. Hópreið félaganna í einkennis- búningum ásamt toopi ungmenna úr foáðum félögum verður í upp- hafi dagskrár og helgistund. — Milliriðlar kappreiða og keppni alhliða gæðinga og klárhrossa með tölti. Keppt um veglega far- andgripi og smærri gripi til eign- ar. Að lokum verður naglaboð- reið og úrslit kappreiða. Hlaupabrautin er foein og 800 m. löng. Verðlaun eru sem hér segir: í skeiði og 800 m. stökki kr. 8.000,00; kr. 5.000,00 og kr. 3.000.00. — í 300 tn. stftkki kr. 5.000.00, kr. 3.000,00 o2 kr. 2.000,00. — í 250 m. folahlaupi kr. 3.000,00, kr. 2.000,00 og kr. 1.000,00 Ifetverðlaun í þessum hlaupum eru kr. 5.000,00. Einnig verður keppt í 800 metra brokki og eru verðlaun þar kr. 2.000,00, kr. 1.500,00 og kr. 1.000,00. Búast má við kappreiðahross- um langt að og er eigendum hlaupahrossa á Suður- og Vestur- landi bent á hagstæðan flutning með Páli Sigurðssyni Kröggólfs- stöðum. Vindheimamelar eru skammt frá Varmahlíð, ekið suður Vall- hólm hjá Völlum. Við mótssvæðið eru næg tjatöstæði og góð. í Mið- garði í Varmahlíð verða dansleik- ir föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Vegaþjónusta FIB FIB —1 Þingvellir, Laugarvatn. FfB —2 Hvalfjörður, FÍB — 3 Akureyri og nágrenni. FÍB — 4 Uppsveitir Árnessýslu FÍB — 5 Út frá Akranesi FÍB —6 Út frá Reyk.iavík. FÍB — 8 Árnessýsla FÍB — 9 Rangárvallasýsla FÍB —11 Borgarf.iörður. Ff B — 12 Norðf jörður, Fagridalur, Fljóts- dalshérað FfB — 13 Hellisheiði, Ölfus, Grímsnes. Fljót PÍB —1G Út frá ísafirði FÍB — 20 VjHúnavatnssýsla. Ef óskað er eftir aðstoð vega- þjónustunnar veitir Gufunesradíó, sími 22384, beiðnum um aðstoð við töku. ^^¦^^^^^•^^^^•^•^^^¦•^¦•^•^^¦^•^¦^^'^•^¦¦^¦^^¦^¦^-^^•^^t^^^^> ¦*[ HEí Ift I nmr~ SKURM NTB-Los Angeles. — Réttar höldki yfir hippaleiðtoganum Charles Manson sem ákærður er fyrir að hafa myrt Sharon Tate og vini hennar í ágúst í fyrra, hófust í gær í Los Ang- eles. NTB-London. — Lögregla stendur nú vakt alían sólar- hringinn í litlum fiskihöfnum í Norður-írlaadi, en þar urðu fyrstu átökin milli hafnarverka manna í verkfalli og verkfalls- brjóta í fyrradag, síðan verk- faflið hófst fyrir tíu dögum. Bændur í Norður-írlandi senda mestallar landbúnaðarafurðir sínar á brezkan marka®, svo nú hafa þeir svo til engar tekjur. NTB-London. _ í brezka stjóramálaheiminum er talið fullvíst, að Heath muni í dag útnefna markaðsmálaráðherr- ann Anthony Barber sem fjár- máraráðherra, en sem kunnugt er lézt McLeod, fjármálaráð- herra í fyrri viku. Tæknimála- ráðherrann Geoffrey Rippon verður sennilega látinn taka við af Barber. NTB-Vínarborg. — 57 ára gamall Austurríkismaður hef- ur verið handtekinn og ákærð- ur fyrir njósnir í þágu Austur- Þýzkalands. Hann hefur játað að hafa látið af hendi upptfs- ingar og kona hans er talin meðsek. NTB-London. — 26 ára gam all Breti, sem verið hefur at- vinnulaus um tíma, var í gær leiddur fyrir rétt í London, ákærður fyrir að hafa vopn ólöglega undir höndum. Það var einmitt hann, sem í fyrra- dag kastaði tveim reyksprengj- um af áheyrendapöllum bre_a þingsins og fram í þingsalinn. NTB-Osló. — Hvalveiðiráð- stefnan sem haldin var í Lond- on nýlega, ákvað að á næsta hvalveiðivertíS, mættu Japan- ir veiða 1493 hvali í suðurhöf- utn, Rússar 976 og Norðmena 231. NÝ SNYRTISTOFA OPNUÐ FB—Reykjavík, föstudag. Nú um helgina er opnuð ný snyrtistofa a« Laugavegi 1S, heit ir hún Afródita, og eru eigendur hennar Árný Þorðardóttir og Kristrún Kristófersdóttir, sem báðar eru nýútskrifaðar úr skóla fyrir fegrunarsérfræðinga, sem Margrét Hjálmtýsdóttir starfræk- ir. Á snyrtistofunni verður hægt að fá alls konar snyrtingu, saunabað, nudd og hárgreiðslu. Þá verða seldar á stoíunni snyrtivörur bæði frá Sans Soucis og Max Factor. Þessar vörur geta allir keypt á stofunni, en ekki aðeins þeir, sem koma þangað til snyrtingar. Munu viðkspitavinum verða veitt ar upplýsingar um litaval og notk un, eftir því, sem óskað er. Ætlunin er að hafa á stofunni í vetur kvöldnámskeið í snyrtingu og megrunarnuddi með líkams- þjálfun og megrunarkúrum, því margar húsmæiður eiga ekki heim angengt til slíkra hluta á daginn. Þá sögðust Árný og Kristrún hafa mikinn áhuga á að hafa sérstaka tíma fyrir unglinga, sem þurfa á andlitssnyrtingu að halda, og einnig sérstaka dreng.iatíma, því margir drengir þyrftu á slíku að halda, en hefðu ekki kjark í að koma á snyrtistofu, þar sem mikið væri um kvenfólk. Stofan verður opnuð á morgun laugardag, og verður framvegis opin alla daga frá 9 til 6 og á laugardögum frá 9 til 12. nn ji I 1 Eins og frá var skýrt hér í Veiðihorninu í sfðustu viku, var ætlunin, að ræða nokkuð uin fiski ræktarsjóðinn nýstofnaða. Mun þa» vera gert hér nú, og skulum við gefa Guðmundi J. Kristjáns- syni form. Landssambands ísl stangaveiðimanna orðið: „Eitt helzte baráttumál okkar í Landssambandinu, hefur lengi ver ið fiskiræktarsjóðurinn. Komist það mál til umræðu á Alþingi 1953, þar sem fram kom tillaga, að væntanleg tekjuöflun fyrir fiskiræktarsjóðinn, væri hægt að fá með því, að fá ákveðnar pró senttölu af heildarsölu raforku í landinu. Var bent á, að veiðimönn um þætti það sanngjarnt, vegna þess að I þeim vötnum, þar sem virkjanir eru gerðar, er hætta á mikiili skerðingu á fiskistofnin- um. Þessi tillaga fékk fremur slæm ar undirtektir hjá stjórn raforku mála. Var þá leitað til landbúnað arnefndar efri-deildar, sem hafði þá lax- og silungsveiðilöggjöfina í endurskoðun. Tók þáverandi form. iandbúnaðarnefndar, Páll Zóphoní asson, vel í okkar mál, en reynsla hans og nefndarinnar varð á sama veg og okkar — málið fékk eng- an byr. En Páll gafst þar með ekki app því að hann hafði hugs að sér, að flytja þetta baráttu mál okkar í þriðju umræðum á Alþingi um lax- og silungsveiðilög in. Hann komst þá að því, að und írteflctirnar voru það litlair, að engin von var til þess að það kæmist í gegn — meirihlutinn ekki fyrir hendi. Gat hann )>ess við mig, að hann væri hræddur um, að enn mundi dragast að lög- gjöfin tæki gildi, ef fiskiræktar sjóðurinn fylgdi með. Margt var í þessari löggjöf er yrði sem fyrst að komast í lög, og taldi Páll útilokað, að koma öllum lögunum í gegn, eins og þau lágu þá fyrir. Skal tekið fram, að margar tillög ur okkar í Landssambandinu, voru þá teknar til greina þótt fiskirækt arsjóðurinn hafi ekki komizt í gegn þá. Tel ég að í bæði skipt in hafi tillögur okkar, sem þá náðu fram að ganga verið mjög jákvæðar fyrir þessi mál í land- inu. Árið 1961 var barátta hafin fyr ir því, að endursk. færi fram sem fýrst viðvíkjandi ýmsum atriðum, sem þá voru í lax- og silungsveiði löggjöfinni og reynslan hafði sýnt, að þyrftu breytinga við. En bað var 1965. sem lögð var fram breyt ingatillaga, er að hafði verið unn- ið af þáverandi veiðimálanefnd og tillit tekið til þeirra tillagna, sem við höfðum lagt fyrir landbúnaðar málaráðuneytið og veiðimálanefnd ina. Vorum við í Landsambandinu ekki ánægðir með, hvaða breyt- ingartillögur voru litlar og óskaði m. a. Búnaðarþingið eftir viðtæk- ari breytingum. Eins og flesturn er kunnugt dag »_•*! KAPPREIÐAR FAXA Á HVÍTÁRBÖKKUM aði málið uppi í Alþingi. En 1967 skipaði landbúnaðarmálaráð herra níu manna nefnd, til að fjaila um viðtæka endurskoðun á veiðilögg.iöfinni. Nefndin skilaði áliti sínu á árinu 1969 og tók nýja löggjöfin gildi s. 1. vor — náði fram að ganga á Alþingi s, 1. vetur. ! Það eru miklar vonir bundnar ; við fiskiræktars.ióðinn m. a. í sam . banli við veiðai i á.m og vötnum,: þar sem miklir möguleikar eru á, j að veiðin aukist verulega á næstu : árum. Getur fiskiræktars.ióðurinn ; gert öllum þeim aðilum mikið gagn, sem áhuga hafa á fiskirækt í ám og vötnum lands okkar. Tekjur sjóðsins eru ekki mikl- ar Hef. ég óskað þess, að þær , gætu veric meiri — en ég er i samt mjog þakklátur þeim aðil I um á Alþingi, sem að þvi stóðu | að fiskiræktarsjóðurinn komst þar í gegn". j' Eins og lesendur Veiðihomsins munu hafa tekið eftir, féll ein lína út í þættinum i gær. en rétt er setningin. sem linan féll úr, þannig: Er nú komið álíka veiði magn úr ánni og í fyrra, að sögn Gísla Ellertssonar, en góð veiði var úr ánni í fyrra eða alls 1609 laxar, sem áður hefur verið nefnt hér í Veiðihorninu. Er hér átt við Laxá í Kjós, og eru lesendur beðnir velvirðingar á villu þessarí. ... EB. FB—Reyk.iavík; föstudag. Um síðustu helgi fóru fram kappreiðar Hestamannafélagsins Faxa á Hvítárbökkum. Á laugar daginn var forkeppni góðhesta, en á sunnudaginn var aðalkeppnin. Mótið fór allt mjög vel fra-m, og var veður bjart. Mikið fjölmenni var á mótinu. Urslit voru sem hér segir: í 250 metra skeiði: Skeifa — Sigurborgar Jónsdótt ur, Hvanneyri á 24,8 sek. Ófeigur, Rósu Guðmundsdóttur, Svignaskarði, á 25,7, Hvellur Jón- ími Hlíðar, Hvítárbakka á 25,8 ek. Á aukaspretti [ skeiði skeið aði Hrollur, Sigurðar Ólafssonar sprettfærið á 24,2 sek. 350 m. stökk: Blakkur, Hólmsteins Árnasonar, Borgarnesi, 27,1, Sóti, Jóhanns Oddssonar, Steinum, 29,0. 300 m. stökk, Faxi, Magnúsar Magnússonar, Reykjavík, 23,6, Gula-Gletta,. Erlings Sigurðssonar, Reykjavik., i 23,8, Ölvaldur. Guðrúnar Fjeld-i sted, Ferjukoti, 23,8. 250 m. folahlaup. ' Léttir, Þorvaldar Guðnasonar, Skarði 20,0 Lýsingur Guðmundar Árnasonar. Stafholtsveggjum, 20,2 og Von, Jóhönnu Blöndal, Staf- holtsey 20,5. í albliða góðhestaflokki var íyrstur Randver, undan Ljúf frá Kirkjubæ, með meðaleinkunn 8. 31. Eigandi hans er Reynir Aðal stéinsson, Hvítárbakka. f B-flokM Wárhesta með tölti var efstur Sörli með einkunnina 7,99, eigandi Auðunn Eyþórsson, Hamri, Borg arnesi. Kvikmyndasýning í Nýja Bíó 21. júli var liðið eitt ár frá því að menn lentu fyrst á tunglinu. er þeir Neil Armstrons og Edwin Aldrin urðu fyrstir manna til að stiga fæti á fjarlæga stiörnu. I tilefni af bví, hefur verið gerð eins og hálfs klukkutíma kvik- mynd, sem f.iallar um ferð beirra og undirbúning að henni. Texti myndarinnar er lesinn af hinum kunna leikara Gregory Peck. Mynd þessi verður sýnd í Nýja Bíói í Reykjavík kl. 2 eftir há- degi laugardaginn 25. júlí. Aðgang ur er ókeypis og öllum heimi.1, á meðan húsrúm leyfir. lgzó,ni:reil:g?y'til. Læknamiðstöð Framhald af bls. 16 1970 voru veittar þrjár milljónir króna til stöðvardnnar og 540 þús- und krónur til endurbóta á sjúkra- skýlinu héf> Árið 1969 var fyrst veitt fé á fjárlögum til bygging- arfanar, kr. 300 þúsund. Læknamiðstöðin verður byggð við núverandi sjúkraskýli með tengibyggingu og eru bein tengsl milli husanna. Verður húci á tveim ur hæðum, sem hvor um sig eru 260 fermetrar, en samtals er nýt- anlegur gólfflötur brútto um 588 'fermetrar, og brúttomál um 1940 rúmmetfar. A efri hæð venður skoðun, rannsókn og öl? aðgerðar- aðstaða fyrir læknana, ásamt skrif stofum þeirra, biðstofum og mót- töku, en á neðri hæðinni er lyf sala með sémngangi, aðstaða fyr ir tannlækni með lítilli biöstofu, funda- og kaffistofu fyrir starfs- fólk og lækna. Einnig verður á neðri hæðinni „'ítil fbúð fyrir þá, sem leysa læknana af, 0g geymslu- rými. , Á sjúkraskýlinu þarf að gera ymsar endurbætur og lagfæring- ar. Hefur verið lögð áherzla á að koma öllum sjúkrastofum fyrir á efri hæðinni í beinum tengslum við ."æknamiðstöðina, 0g verður þannig hægt að aka sjúklingunum beint yfir í læknamiðstöðina til rannsókna og aðgerða. A neðri hæð s.iúkraskýlisbs verður komiO fyrir matreiðslu. kyndingu, þvotta aðstöðu, ásamt gestaherbergi og íbúff fyrir h.iúkrunarkonu. Alls bárust þrjú ti:boð í þenn- an fyrsta áfanga frá fyrirtækjum á Egilsstöðum, og reyndist tilboð Húsiðjunnar vera hagstæðust Arkitektarnir Þorvaldur S. Þor valdsson og Manfreð Vilhjálmsson teiknuðu læknamiðstöðina svo og fyrirhugaðar breytingar á sjúkra- skýlinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.