Tíminn - 25.07.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.07.1970, Blaðsíða 5
IAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1970 TIMINN MEÐ MORGUN KAFFENU Það nýjasta í eldhúshagfræði er að seti'a popkornmaís í pönnukckudeigið: Þá stökkyp þær sjálfar upp og snúa sér viS. — í hreinskilni sagt, þá fannst mér þéssi rauðhærða, sem þú varst með í gærkvöldi, ekki sérlega spennandi. — Nei, en það máttu ekki minnast á við konuna mína. — Nei, auðvitað ekki. En hver var þetta þá? — Konan mín. — Ertu galinn maður, ætl- J arðu að drekkja henni Ásu j Finns. Þú hefur sett sjónvarps j loftsnetið í samband við þvotta vélina. — 67. Hvað starfið þér i daglega lífinu? — Stjörnufræðingur herra. — Stjörnufræðingur? og svo vitið þér ekki, hvað ofursti hií J ur margar stjörnur. [ — Er það rétt, að þú hafir ehm sinni verið tekinn til faoga af mannætum? — Já það errétt. Ég var meira að segja á inatséðlinum við brúðkauþ höfðingjadótturinnar. — Nú og hvemig slappstu lifandi? — Það slitnaði upp úr trú- kkfaninai. Frú Guðrún var að heinv sækja vinkonu sína. Á leiðinni gegn um húsið sá hún hvar húsbóndinn lá í sófa og hraut háfct. — Já, maðurinn minn hefur átt svo erfiðan dag, sagði vin- konan. Hanci var að opna fyrir mig pickleskrukku. &&'*'*>, — Ef þér er sama Valborg, vil ég heldur kyssa þig tvisvar, þegar ég kem lieim- Pétur gamli sat einn yfir drykkju á ' barnum og útmál- aði sorgir sínar fyrir barþjón- inum. — Það er óskaplegt, að kon an mín skuli líta svona út, þeg ar hún er 14 dögum yngri en Marlene Dietrích. í síðustu viku tóku samtök blindra í Kaupmannahöfn upp þá nýbreytni, að halda tízku- sýningu fyrir meðlimi sína, og eins og myndin sýnir, voru við- staddir mjög ánægðir með þetta framtak. Það var reyndar Svíi, Kaj Holm, sem var drifjöðrin í þessu, en hann hefur um nokk- urt skeið gert athuganir á þvi. hvað helzt megi gera til að stytta þessu fólki stundir. Hing að ti; hefur afþreyingarefni blindra nær eingöngu verið bundið við upplestur og hljóm- list og lestur bóka með blindra- letri, en Svíinn og samstarfs- menn hans hafa bent á ýmsar leiðir, sem áður háfa ekki þótt koma til greina. i Sýning þessi fór þannig fram, að þulur lý&fi nákvæmlega klæðnaði sýningarfólksins, en síðan gekk það um og allir máttu spyrja það spjörunum ur um efni, snið og þess háttar, og auðvitað líka þreifa á fatnað- inum, því á þann hátt geta þeir blindu gert sér ljósasta grein fyrir hlutunum. Eins og fyrr segir, voru við- staddir stórhrifnir af þessari tilbreytingu, og mæ.'tust tiA þess að fleiri fengju að njóta slíkrar ánægjustundar. DENNI D/EMALAUSI Þau eiga krakkal ég sé 2 þri. hjól. Hver man ekki eftir Robert ínó, ítalska drengnum með silf urtæru röddina, sem söng sig inn í hug og hjörtu flestra. se,m til hans neyrðu? Hann var einn af mörgum smástrákum sem drýgðu tekjur fátækra fjölskyldna sinna með því að syngja á gangstéttum og kaffi húsum Rómaborgar. Svo var það eitt sinn að Dani nokkur, sem þarna var á ferð. hreifst svo mjög aí söng hans, að hann fékk leyfi foreldranna til að taka piltungann með sér til Danmerkur og hét þeim því, að þegar hann sneri heim aft- ur, yrði hann heimsfrægur. Sú varð líka raunin. eins og allir vita. Nú er Robertínó orðinn tutt ugu os þriggja ára os kvænt ur maður. Hann hefur að mestu lagt sönginn á hilluna. en snú ið sér að kvikmyndunum i staðinn. Um þessar mundii vinnur hann að sinni fyrstu mynd, og hann hefur s.iálfur skrifað handritið, auk þess sem hann er framleiðandi og fer með aðalhlutverkið. Þetta á að verða spennandi stríðsmynd og laus við allan söng, því Róbertínó er mjög andvígur því, að uppgjafa söngvarar séu að glamra við að koma fram í músík-myndum og söngleik.ium. Og hann segist taka kvikmynda leikinn alvarlega, sem listgrein út af fyrir sig, hvað sem ölium söng líði. Róbertínó er annars fram úrskarandi ánægður með lífið, og segist hafa allt sem hugur inn girnlst, nema son, en hann á eina dóttur. Normu. En þegar sonurinn ^asðist, verður sam- stundis skellt á hann nafninu Rígölettó, og svo verður tíminn að leiða í l.iós, hvort blessað barni'ð stendur undir nafni. Mengun umhverfisins er nú mjög á dagskrá, enda ekki að ástæðulausu. Það hefur t.d. sýnt sig upp á síðkastið í skrúðgörð um víða á meginlandi Evrópu, að 'erfitt reynist að halda við trjágróðri að einhverju marki til vengdar. Tré hryaja niður af carbón-eitrun og mikil og stöðug endurnýjun verður að fara fram, ef halda á við trjá- gróðri svo einhverju nemi. Reyndar eru það helzt tré með- fram fjölförnum akvegum sem ílla fara, t.d. þarf árlega að gróðursetja tugi þúsunda trjáa með fram vegum \ Frakklandi til þess eins að haMa í horfinu. Arið 1963 gróðursettu Frakkar 83.423 tré við vegi sína, eci í ár þurfti 87.076 tré til þess eins að halda þessum gróðri við. Raymo^d Burr, sem íslenzk- ir sjónvarpsáhorfendur þekkija betur undir nafninu P. Mason", er nú að ljúka við aðra geysi- langa sjónvapsséríu, Ironside. Að þessu þreytandi og erilsama verki loknu, hyggst hann taka sér lasngt og gott frí á einka- eyju sinni Naituba, sem er í Kyrrahafinu. Þar dvaldist hann einnig mánu'ðum saman, eftir að hann var laus við þann vin- sæ.'a Perry Mason. Þegar Burr vinnur að sjón- varpsupptöku, kemst ekkert annað að hjá honum,.sízt af öllu ástin.-' Hann hefur verið giftur þrisvar sinnum, en býj- nú einci- Skýringin á því, hversu illa hon- um helzt á kvenfólk'nu, liggur eflaust að. einhverju leyti í því, að hann hefur hreinlega ekki haft nokkurr. tíma tií að sinna því. Sé stundatafla hans athuguð, fer málið að skýrast. Kliikkan fimm: Fótaferð. Klukkan sex: Byrjað að vinna í upptökusal, og haldið sleitulaust áfram til kvölds með eins stuttum mat- ar- og kaffihréum og mögulegt er. Klukkan níu: Heim og beint í bað. Klukkan hálf tíu: í rúmið, þar sem hann borðar kvöldverð og horfir á sjónvarp til kl. ellefu- Þá verður blessaður m»ð urinn auðvitað að fara að soía til að geta vaknað hress og endurnærður k:. fimm næsta morgun. <

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.