Tíminn - 25.07.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.07.1970, Blaðsíða 6
TIMINN LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1970 UNDANFARIÐ hafa sel- skinnspelsar verið í tízku. Litur þeirra og önnur feg- urð hefur tryggt þeim stöðugt meiri útbreiðslu í mörgum löndum. Samfara þessum stígandi vinsæld- um eykst að sjálfsögðu eft- irspurnin eftir selskinnum, og hefur það nú því miður leitt til rányrkju á seln- um. f langan tíma hafa sel- veiðar verið aðalatvinnu- grein íbúanna við norður- heimsskautið, en lengi vel var það svo, að engin hætta var á ofveiðí á seln- um. Grænlendingar t. d. veiddu aðeins þann fjðlda sela er þeir þurftu til þess að hafa nog f sig og á og svo til Ijóss og hita. Notuðu Grænlendingarnir nær ein- göngu skutla eða riffla til veiðanna. Stórveiði i sel — eða ef til vill heldur kóp- um, er aftur á mófi mjög hættuleg ógnun við sel- stofninn norður þar. Til þess að forðast skemmdir i skinnunum vegna byssu- kúlna, hefur riffillinn nú verið lagður til hliðar að mestu leyti og selurinn í stað þess drepinn með kylf sm. Þegar þessi veiði- aðferð var orðin þekkt, reis upp míkil andúð í garð selveiðimannanna. Voru þeir sagðir grimmir og 6- mannlegir, er gengu ósköp sakleysislegir að vesalings kópunum, er áttu sér einskis ills von, en voru síðan drepnir með kylfun- um. Farið hefur verið fram á að banna alla sel- skinnspelsa, en rányrkjan heldur engu að síður áfram og í stöðugt ríkara mæli. Til þess að bjarga selstofninum frá alg|örri tortimun hafa lög nú verið gefin út af löggjafarvald- inu í Bretlandi. GRIMMD í SKJdLI SELSKINNAPELSANNA ^fcuitjM :.i ? Ái Jjftftjt! — Aðeins vegna þess hve selurinn hefur indæl, sorg- roædd augu hefur fólkið svo mikla andúð' á selveiðimönn- unum, segir Tom Lineham, sem er einn þeirra veiðimanna er bua í Lineolnshire á Eng- landi. En hann hefur einmitt þessa dagana verið önnum kafínn við að vinna úr veiði- skýrslum síðasta veiðitímabils. — Það er ekkert hræðilegra við veiðar okkar selveiðimanna heldur en þegar bændurnir rota rottur, eða þegar menn úða flugnaeitri yfir fiskifkig- ur, segir Lineham ennfremur. Dugnaðurinn fyrir mestu Tom Lineham stjórnar fimm manna veiðihóp, ásamt Orkneyingnum, haffræðingnum og selveiðaatvinnumanninum Fraser Ohristie. Þeir nota létt sjálfvirk skotvopn við veið- arnar. Á hraðbát sínum tekst þeim oftast að komazt mjög nærri selnum, er sólar sig á ströndinni eða á sandhólunum. Síðasta veiðitímabil náðu þeir félagar mjög góðum ár- angri við selveiðarnar. Hlut- ur þeirra er ekki aðeins 6 pund fyrir hvert skinn á mark- aðnum á meginlandinu, því að í stöðugt ríkara mæli fer hlut urinn eftir „atorkusönnuninni" og mun slík „sönnun" vera stöðugt áhrifameiri í framtíð- inni og orsök þess hvort menn fá „löglegt leyfi" hjá yfirvold- unum til þess að veiða sel. Eftir að lög voru ákveðin tii verndar selastofninum hef- ur eign slíkra „atorkusannana" oftast ráðið úrslitum hvort selveiðimennirnir halda áfram .iðju sinni eða ekki. Fyrstu daga síðasta veiði- tímábils veiddi veiðihópur Lineham og Ohristie, 45 kópa. Það var lö kópum færra en að- alkeppinautur þeirra, Tom Young, fékk á sama tíma. Stundaði hann veiðarnar frá skozkum fiskibáti frá Boston. En fyrir utan þá 60 kópa, sem veiðihópur Youngs fékk þenn- an tíma náðu þeir 10 lifandi selum sem þeir seldu í dýra- garða í Norfolk og Derbyhér- aði. Annar veiðimaður, Ronnie Fisher frá Kings Lynn, reri á gömlum „koppi" og komzt í feitt, veiddi hann einnig 60 seli á þessum fyrstu dögum veiðitímabilsins. Maður er ber hið velþekkta nafn Walter Scott (sá er þó titlaður majór) vinnur mikið við rannsoknir á selum og lifn- aðarháttum þeirra. Segir hann að selastofninn í The Wash, sem er næststærsti sela- stofninn í Evrópu, sé í mikilli hættu ef rányrkjan heldur áfram. Er Ssott aðalvísindaleið- togi „The Universities Feder- ation for Animal Welfare". Eftir því sem hann segir eru 900—1200 kæpur með af- kvæmi sín á tæpa 700 ferkíló- metra svæði áróssins. Eðlilegt dauðsfall er um það bil 20% af öllum kópunum fyrstu 6—7 vikurnar sem þeir lifa. Segir Scott að eftir því sem árin líða muni stöðugt færri kæp- ur ná kyniþroskaaldrinum á fjórum árum, ef hin mikla veiði sem nú er stunduð í The Wash haldi áfram. — Ég vil aðeins óska þess, að lögin væru í fullu gildi þetta veiðitímabil, segir Scott ennfremur, því að ef allt á að haldast í eðlilegu horfi í The Wash, þá má ekki veiða nema 250 seli þar. Skotvopnin verst Á síðasta ári voru alls 532 kópar veiddir í The Wash. En þetta veiðitímabil er reiknað með að í kringum 800 kópar verið þar veiddir. Á næstumni munu náttfiru- fræðingar frá náttúrufræði- stofnun í Englandi ferðast um veiðistaðina og ætla þeir sér að festa plastmerki á hreifar kópanna. Er þetta gert til þess að kynnast betur lifnaðarhátt- um þessar selategundar, sem nú er að öllum líkindum orðin allmiklu minni heldur en grá- selurinn, sem var friðaðtir fyr- ir nokkrum áram. Þótt það líti nofekuð undar- lega út hefur dýraverndunar- stofnunin RSPCA verið á móti því, að opinberir aðilar gefi út fyrirskipun um, hvað megi veiða mikið af selnum visst tímabil. Er stofnunin á móti þvi vegna þess, að henni finnst ekki vera næg sönnum fyrir því, að selurinn ógni öðr- um fiskistofnum. Hins vegar viil stofnunin, að eftirlit sé haft með særðum selum, sem kunna að finnast á veiðistöðv- unum, og svo kópum sem misst hafa mæður sínar. En fyrstu þrjár vikurnar er það móður- mjólkin, sem heldur lífinu í kópunum litlu. Selveiðimaðurinn Tom Line- ham býður aftur á móti vel- komin 16gin um verndun sel- stofnsins umrædda. Það er vegna þess að þau koroa til með að rétta hlut selveiðimann anna að einhverju leyti. Eru líkur á þvi, að lögin verði til þess að selveiðimennirnir verði ekki lengur kallaðir pen- ingagráðug ómenni o.sSrv. eins og þeir hafa oft verið kallaðir af almenningi dg blöðunum. Þá segir Lineham einnig að það hljóti að vera mannúðlegt „að deyða þá kópa sem villzt hafa frá mæðrum sinum í óveðram eða undir öðrum kringumstæ'S- um." Það hlýtur að vera betra að rota þá með kylfum heldur en láta þá deyja úr sulti. Hins vegar verður það að viðurkennast, að ekki er loku fyrir það skotið, að kóp- arnir geti alizt upp hjá öðrom kæpum en mæðrum sinum, f því sambandi má nefna, að fyr- ir skömmu fengu Scott og M. Brown hjá RSCPA tvo kópa, sem lðgregluþjónar i Hunstan- ton höfðu fundið eina og yfir- gefna, góðan spöl frá sjó. Þeir félagar, Scott og Brown, fóðruðu kópana í nokkra daga í vagni 50 km. frá ströndinni. Síðan fóru þeir með þá á hraðbáti fram með strðndinni og settu þá að lok- um í selahóp. Sögðu þeir Scott og Brown að þeir myndu seint gleyma storum glamp- andi augum kópanna litlu og hinum veiku og eymdarlegu Mjoðum, sem þeir gáfu frá sér um leið og þeir renndu sér niður í vatnið og syntu til hinna selanna. — Ég á erfitt með að sætta mig við, að nokkur manneskja geti fengið sig til þess að deyða þessar litlu skepnur með kylfum, sagði M. Brown. Scott finnst það aftur á roóti ohugn- anlegt þegar selveiðimennirnir nota skotvopn við veiðarnar. Hann vonar að skotvopnin verði algjörlega bönnuð sem fyrst við veiðarnar. Hann hef- ur sýnt mörgum mynd af ung- um sel mef sex blýkúlur i kviðnum, og hann segir að þessi selur hafi verið drepinn með kylfuhöggi, til þess a? hann þyrfti ekki að líða frek- ari kvalir. (Þýð. EB). — Þaö er ekkert óhognalegra viS okkar veiðiaoferSlr en þegar bændurnir drepa rottur, segja selveiöimennirnir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.