Tíminn - 25.07.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.07.1970, Blaðsíða 7
 ■ i \ í. j-. •.'." • ..■ jgB&b : *.:....: LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1970 TÍMINN Hnúðlax er veiddur við strönd Kantsjatkaskaga undir ströngu eftirliti. S. Fjedorof, líffræðidoktor: Mikið gert til þess að viðhalda og efla stofna nytjafiska í Sovétríkjunum ■& Nokkrir síldar- stofnar horfnir Hagvenja Kyrra- hafslax í Atlants- hafi ☆ Salakastofninum bjargað Fjórtáa liöf liggja að ströndum Swvétríkjanna, svo það er etfli- legt aö töluverður hluti íbúanna í strandhéruðum helgi líf sitt sjón um, fiskveiðum og fiskiðnaði. I Sovétríkjunum eru i»ú veidd 6.5 miOjón tonn af ýmsum fisk- tcgundum í samanburði við 1.2 til 1.4 milljónir tonna, sem veidd voru á fhnrnta áratugnum. En jáfnframt því að fiskvinnsla er aukin fast sovézkir vísindamenn og sjómenn við að viðhalda og auka auðlegð sjávarins. En áður eai nónar verður frá þessu skiýrt vil ég benda á, að nú á tímum, þegar sjémeren fjöl- margra landa veiða margar fiskteg. skortir þvi miður mikið á, að all- ar fiskveiðiþjéðir hafi gripið til ráðstafana til að vSShalda stofn- tmxrni. Síldveiðar eru ágætt dœmi um þetta. Sem fctmnugt er lifa stærstu sSdarstefnarnir í höfum Nor'ð- orrEvrépu, norðuxihlratum Atlants- og Kyrrahafs. Tékið er til þess, að sbofninn hafi minnkað mikið, þegar ttngsQd er mikill 'hluti af aflanum (og er aðailega sett í bræðsin). Árangur af svo óskyn- samlegtrm veiðum í stórum stíl er, að nokkrir stofnar af Kyrra- hafssild ern hættir að veiðast. En það er ekfci langt um liðið, siðan þessir stofnar veittu sovézk- um og japönsfcum sjómönnum og fiskimönnum annarra þjóða mifc- inn afla. Þannig var aflinn af svo- nefndum Sahkalin-Hokkardo síld- arstofni stundum rúmlega 400 til 500 tonn á ári, en nú veiðist ekki nema 2 til 3 þúsund tonn af þessari síld. í byrjun sjöunda áratugsios voru um 200 þúsund tonn veidd árlega af Korfokaragína sildarstofninum. En á síðastliðnum árum veiða sovézk og japönsk fiskiskip ekki nema nokkra tugi tonna af þessari síld. Á grundvelli tillagna sovézkra vísindamanan voru ýmsar ráðstaf- anir gerðar í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum veiðanna á þessa síldarstofna. Bannað var að veiða á þeim svæðum, sem ungsildin safnast saman á, bann- að var að veiða með veiðitækj- nm, sem höfðu svo smáa möskva að þau tóku ungsíldina, settar voru skorður við veiðum á kyn- þroska síld og gotsíld- En þessar ráðstafanir og aðrar, sem gert er ráð fyrir í reglugerð um fiskveiðar í Sovétríkjunum, geta aðeins viðhaldið þessum síld- arstofnum að óverulegu inarki, þar sem 6nnur lönd gera ekki slík ar ráðstafanir. Á síðastliðnum árum hafa hefztu stofnar Atlantshafssíldar — sérstaklega Skandinavíustofs inn minnkað og aflinn sömuleiðis. Þetta hefur áhrif á efnahagslíf sfldveiðiþjóðanna — sérstaklega fslendinga og Norðmanna. Rann- sóknir visindamanna margra þjóða sanna, aó orsök þessa er «kki aðeins breyting, sem orðið hefur á lífsskilyrðum síldarinnar á þessum slóðum, heldur einnig veruleg auknjng á síldveiðunum á miðunum við strendur Noregs, Kolaskaga og íslands. Sovétríkin bundu enda á veiðar á smáfiski í vífcum og fjörðum á ströndum Múrmansk héraðs árið 1963 og hafa strangt eftirlit með veiðum á stærri fiski. Eftir því sem við vitum hefur ísland frá árinu 1967 gert ýmsar ráðstafanir til að rcglubinda síld- veiðarnar. Reynsla sú sem fengizt hefur af reglubundnum veiðum á vorgots- síld í Eystrasalti (svonefndri salaka), en hún veiðist einkum í Riguflóa, er gott dætni um hag- kvæmar fiskveiðar í Sovétríkjun- um. Vegna ofveiði í Riguflóa á árun- um 1953 til 1956 brást saláka afl- inn á árunum 1956 til 58. Á ár- inu 1959 settu sovézkir vísinda- menn fram tillögur um no.kkrar ráðstafanir, sem fiskimenn fram- kvæmdu síðan til að efla salaka stofninn. Reglur voru settar til að draga úr veiðinni, skipafjöldi við þessar veiðar takmarkaður, netutn í sjó fækkað sem því nam að viðkoma stofnsins yrði ekki hindruð o.s.frv. Þetta varð ekki aðeiiis til þess að viðhalda stofninum, heldur jók hann. Núna er hann í sæmilcgasta ástandi, eins og sjá má af góðum afla, sem er 80 til 100 þúsund tonn og einnig af rannsókinum á árangri af ofangreindum ráðstöf- unum. í Sovétríkjunum er einnig margt gert til að viðhalda og auka stofn annarra nytjafiska, t.d. lax- fiska. Núna er hægt að fullyrða að margar tegnndir af laxi og sérstaklega sú þýðingarmesta — Atlantshafslaxinn er enn miki’væg ir nytjafiskar eingöngu vegna þess fjármagns sem varið hefur verið til viðhalds þeirra. Sovézkir fiskifræðingar leggja sig fram um að hagvcnja iaxateg- undir úr Kyrrahafi í Atlantshafi. í þessu skyni hafa sérstakar fisk- eldisstöðvar verið reistar á Kola- skaga, þar sem alin eru upp seiði úr hrognum Kyrrahafslax. Um 200 milljón seiði laxategunda hafa verið sett út í Barentshaf og Hvíta haf frá árinu 1957. Á síðasta ára- tug eða frá árinu 1960 hefur þessi lax fundizt í ám á Kola- skaga og hans hefur orðið vart i ám á Noregi og íslandi. En því miður hefur þessi lax ekki eignazt „verndara" í þessum löndum. Hann hefur verið tölu- vert veiddur og það hefur að sjálfsögðu hamlað uppkomu trausts 'stofns. Viðhald og aukningu stofna nytjafiska er aðeins hægt að tr.vggja með sameiginlegu átafci allra fiskveiðiþjóða. í sambandi við þetta er óhjákvæmilegt að koma á náinm samræmingu í hin um ýmsu þátlum fiskveiðanna bæði innan ramnia alþjnðastofnana og með tvíhliða samningum ein- stakra rikja. APN Kyrrahafslax gengur upp í Amurfljót.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.