Tíminn - 25.07.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.07.1970, Blaðsíða 8
i r t 8 ’ ' ' 0-7 r /. I ',M>U>V>W ! ».»>//». /'777 ’ ‘ '"»i .1 U HOÍ }\!) J f t I) f V'’1 < > <'<1 1 ? í " *“ ' >» TIMINN LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1970 Rætt við ísleif Konráðsson, listmálara STAKSTEINAR ÖR LÍFI MÁLARANS ★ Já, ég heiti ísleifur Konráðsson, er fæddur á Stað í Steingrímsfirði 5. febrúar 1889. Foreldrar mínir voru Konráð Sigurðsson og Þorbjörg Jónsdóttir frá Kaldrananesi, ein af dætrum Jóns Guðmundssonar og Ingibjargar Einarsdóttur, sem þar bjuggu lengi. ★ Þetta var allt lausaleikur á milli foreldra minna í sambandi við tilbúninginn á mér. En það verða margir miklir menn, þótt þeir séu þannig tilkomnir. — Ekkert verri menn, lausaleiksmenn. jr Ég var látinn heita ísleifur Sesselíus í höfuðið á presthjónunum á Stað, séra ísleifi Einarssyni og Sesselju Jónsdóttur. Ég er nú vanur að kalla mig bara ísleif, skil þá frúna eftir. Konráð, faðir minn var ættaður frá Stóru-Ávík í Trékyllisvík. Sigurður Hjaltason, faðir hans, fór í hafið með Þorstekii Þorleifssyni frá Kjörvogi. Það voru miklar kempur, sem þar fórust. Um föður minn veit ég það helzt, að hann fór í siglingar á skip, sem hét Tyra, en fór af því í Kaup- mannahöfn og réðist þá sem báts- maður á danskan kláf, sem sigldi á hafnirnar umhverfis Jótlands- skaga. Hann kvæntist íslenzkri konu, er ættuð var úr Húnaþingi. Þau settust að úti og eignuðust tvo syni, sem nú eru þar búsettir. Þeir voru stórkarlar, þessir hálf- bræður mínir, gengu víst mennta- veginn og græddu á tá og fingri. Faðir minn dó í Höfn 1940 og var brenndur. Ég ólst upp á Hafnarhólmi hjá Óföfu Jörundardóttur. Faðir henn- ar, Jörundur, var sonur Gísla Sig- urðssonar „rika“ í Bæ á Selströnd. Hjá Ólöfu var ég fram yfir ferm- ingu. Hún kom mér í kristinna manna tölu og séra Hans Jónsson fermdi mig í kirkjunni á Kaldrana- nesi. Skömmu seinna dó hún frá mér, blessunin og þá fannst mér ég vera einstæðingur i heiminum, því að hún var — min móðir. — Eftir lát fóstru minnar fór ég að Gautshamri til Þórðar Bjarna- sonar. Hann var mikill hákar.'a- maður og reri frá Gjögri. Svo fluttist hann frá Hamri og keypti Kleifana, þegar Guðjón Guðlaugs- son alþingismaður hætti búskap og flutti þaðan til Hólmavíkur. Það var fjörugt við Steingríms- fjörð, þegar gömlu bændurnir voru þar. Þetta er orðið núll núna á móti því sem var áður. Það urðu þáttaskil í Hfi mínu, þegar ég, eftir þriggja ára dvöl hjá Þórði Bjarnasyni, fór til Guð- jóns Guðlaugssonar. Þar var sífellt v.esen við fiskþurrkun, heyskap og snúninga. Ég kunni ekki við mig og fór þaðan eftir eitt ár og þá til Bjarna keyrara á ísafirði. Hjá honum var ég aðstoðar keyrari. hafði tvo hesta fyrir vagninum og fór með vöru um allan bæ. Svo réði ég mig ti: sjóróðra út í Bolungarvík hjá Sigurði Kára- syni. Þar var nú stundum strembið, maður. Setja fram — róa — taka ípp aftur eftir hvern róður. Þá var enginn brimbrjótur og lendingh mjög slæm. Þó við værum að ry*ia grjótinu úr vörinni að kvöldi, gat hún verið orðin einc eða verri ' næsta morgun. ef brimað hafði um nóttina. Sigurður Kárason drukknaði seinna, þá var hann við sjóróðra á Steingrímsfirði- Slysið varð fram j undan Drangsnesi og að því sjón- \ arvottar í landi, en engri björg varð viðkomið. Næst lá svo leiðin ti: Siglufjarð- ar. Þar var mest von silfursins. Ég réði mig hjá nocs^um. karli, sem hét Roald, og yahn lij'á honum við síldarverkunina. Éinnig var ég í lausavinnu hjá hinum og þessum stórkörlum. Þarna var margt fólk bæði konur og karlar víða að af landinu og þangað var farið sumar eftir sumar. Nú, svo þurfti ég auðvitað að skoða höfuðstaðinn, en þar var nú ekki víðdvölin löng, því að —, út- þráin :eiddi mig ungan og seiddi“ — Ég tók mér far með Botníu gömlu til Hafnar — Já, bara af ævintýralöngun og með tóma vasa — Þegar út kom réði ég mig í verkamannavinnu við „Kajan“ til að fá aura í vasann, og svo skömmu seinna á skip sem hét Friðrik 8- Þetta var kolakláfur 13. þús t. Þar var ég kyndari. Þó vinnan væri erfið hjá Dönum var gott að vera með þeim. Þetta voru beztu karlar og fæðið ágætt. Ég var á þessu skipi í fimm mánuði og þann tíma sigldum við alltaf á Ameríku. Mér fannst ekki mikið ti: um New York og dýuðina þar. Inn í borg- inni sást naumlega í heiðan himin. Þessi tröllskapur átti illa við mig. Þegar ég hætti á skipinu réði ég mig í Tivolí, einn bezta skemmti- stað Kaupmannah. Þarna vann eg í „sjoppu" og Ujaipaöi tii vio leirtauið, var eiginlega há.'fgerður „uppartnings" karl. Þetta leiddist mér og fór á Dyrehavsbakken, baðstað út við Eyrarsund og var þar þjónustu- maður á „restauration“. Þarna voru skemmtilegir karlar og gam- an að transporta í þessu. Næst róði ég mig við „Hoved- banegárden“ og var þar látinn pússa silfurtauið, sem notað var handa fína fqjjcýpi., ,,g iV(j E Þarna var ég í ein fimm ár. Okk ur fél: vel sartian, mér og yfirmann- inum, sem reyndist, mér hliðhollur. Og honum þótti slæmt að missa mig, þegar ég fór. En mig langaði í tilbreytingu og réði mig á „tran- sport“ kláf, sem hét Konstanín og sigldi um Norðursjóinn og Eng- :and. En þessu undi ég ekki lengi og eftir eitt ár leitaði ég aftur til míns fyrri húsbónda, en þá kvaðst hanr. hafa ráðið annan í minn stað, „en bíddu þó með að ráða þig í tvo þrjá daga“, sagði hann. Daginn eftir fékk ég svo boð um að ég gæti fengið hjá honum mitt fyrra pláss- En þá fórum við að þræta um kaupið, sem mér fannst ekki nægi- lega hátt. Auðvitað var hann ófús til að borga meira, en með okkur tókust þó samningar, sem báðir létu sér sæmilega líka. Þarna var ég svo í þrjú ár, en þá gerði ég helvítis feil. — Ég hafði :eigt hjá íslenzkri konu, hún var ekkja, og þegar hér var kom- ið vildi hún ólm fara upp til ís- lands og ég féllst á að fylgja henni heim. Við tókum okkur far með íslandínu og komum til Reykjavík- ur eftir fáa daga. Málverkið er frá Kaldrananeci. Listamaðurinn ísleifur Konráðsson. — Já, þetta var ljóta heMtis vitleysan. Ég átti aldrei að fara frá Höfn. Hér var ekkert að hafa, slitrótt tímavinna á eyrinni. Ekk- ert fast — og svo var maður einn góðan veðurdag orðinn gamall og kominn á ellistyrk. — Nei, ég hef aldrei verið í kvennastássi, 1 km'.k.v' ekki hér heima. Þar getur hv^r^.^sitt aö' minriar íhlutunar. Aö má:a — Já, það var nú ein- mitt stóra augnablikið. Ég var kominn á ellilaun og var einhvern dag á rölti niðri í Banka- stræti. Þá mæti ég Jóhannesi Kjarval. Hann var með striga í hendinni og ætlaði að fara að mála mynd. Ég þekkti Kjarval dálítið, svo ég vík mér að honum og segi: „He.Víti er nú gaman að geta málað — Ferðast út um sveitir og málað það, sem mann langar til.“ Kjarval segir: „Þarna er Málarinn. Kauptu striga, pensla og liti. Farðu svo að mála.“ — Það er nú nokkuð gott að segja þetta við ólærðan mann — segi ég. „Jú, gerðu þetta bara. Þú þarft ekkert a@ læra. Þetta kemur af sjálfu sér.“ „Já, en það kostar f.’eiri hundruð ki’ónur að kaupa þessar tilfæring- ar.“ „Bölvuð vitleysa. Þetta kemur allt í hendi. Það þýðir ekkert að hugsa svona þá kemst þú aldrei áfram.“ Þarna eys karlinn úr sér vizk- unni, svo ég fer hálfpartinn að trúa honum. — „A ég að trúa þér?“ segi ég. „Já, já“ segir hann. „Málaðu bara það sem þér dettur í hug, meðan þú ert að byrja,“ Ég kveð svo Jóhannes Kjarva.' og rölti hugsandi inn i Málarann. Ég þekkti Helga faktorinn, og segi honum frá ráðleggingum Kjarvals. Helgi hló, en ég kaupi nú samt striga í eina smámynd, pensla og einar 3—4 sortir af litum — aða.'- liti. En nú versnar í því. Ég hef ekki nóga peninga. „Nú, ég verð þá að lána þér þetta,“ segir Helgi, og svo labba ég heim til mín, þangað sem ég bjó þá, í Hamrahlíðinni, með allt þetta dót — Já, sannanlega var það Jó- hannesi Kjarval að þakka, að ég fann sjálfan mig þó seint væri, og fór að mála. Þegar heim kom byrjaði ég strax að grufla yfír því hvað ég æfcti nú að mála, — á hverju skyldi byrja. Ég átti mynd af Hjálp í Þjórsár- dal og hún var fyrsta „modelið," Seinna tók Sigurður uppboðs- haldári þettá málverk fyrir mig og seldi það á uppboði, einhverri konu, að mig minndr fyrir eitt þús- und krónur. Og nú byrjaði ballið, lagsmaður. Setja hausinn í bleyti — fara út á land — finna fallega staði og mála — mála. Ég fór fyrir Jökul — Margar mínar myndir eru undan Jökli. — Dritvík — Öndverðarnes — Jökull inn sjálfur séður frá Breiðuvík. Ég réðist á Lóndranga og Þúfna- berg, þar sem — „Kolbeinn sat efst á klettanöf og kvaðst á við hann í neðra.“ Ég réðist svo sem ekki í neitt smávegis fyrst, enda var ég stund- um þreyttur. — Og nú tekur málarinn stafina sína tvo og staulast að málverka- FT-amhald á bls. 14. Rósir heitir þetta málverk. i J v 1 I I i >

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.