Tíminn - 25.07.1970, Síða 9

Tíminn - 25.07.1970, Síða 9
liAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 197» TIMINN Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Pramirvæmdastjóri: Kristjan Henediklsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábj. Andrés Kristjánssnn, Jón Helgason og Tomas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnar skrifstofur 1 Edduhúsinu simai IS30O—18306 Skritstofui Bankastræli *> - Afgreiðslusimi 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur simi 18300 Áskriftargjald kr 165.00 á mánuði innanlands — t lausasölu kr. 10,00 eint Prentsm Edda hf Undirstaða framfaranna Lífskjarabætur í þróuðum iðnaðarþjóðfélögum grund- vallast fyrst og fremst á nýjum uppfinningum og endur- bótum framleiðslu og framleiðsluaðferða í iðnaði. Stöð- ugt berast okkur fréttir af slíkum nýjungum og oft höf- um við verið fljótir að tileinka okkur þær með miklum hagsbótum. Á sviði nýjunga á þessu sviði eru stórþjóðirnar að sjálfsögðu í fararbroddi. Það er ekki sízt vegna þess, að þær ráða yfir því mikla fjármagni, sem oft á tíðum þarf til að ná árangri í þessum efnum. Það eru slíkar nýjung- ar og framfarir og aukin tækni, sem leggja grundvöll að stöðugt og sívaxandi velmegun iðnaðarlandanna og eru þar miklu þyngri á metunum, en þær náttúruauð- lindir, sem þessi lönd ráða yfir. Þar eru hinar miklu iðnaðarframfarir í Japan kannski skýrasta dæmið, en einnig má benda á iðnað Dana, ef við viljum líta okkur nær. Tæknilegar framfarir í atvinnulífi íslendinga eru að mestum hluta grundvallaðar á þekkingu og tækni, sem sótt hefur verið til annarra þjóða, sem hafa verið á undan okkur í alhliða iðnaðarþróun, en við höfum einn- ig átt marga hugvitsmenn, sem lagt hafa drjúgan skerf af mörkum til framfara í framleiðslu og atvinnulífi hér á landi, og það er rangt ef menn halda, að við íslend- ingar höfum lítið af mörkum að leggja til framfara í tæknilegum efnum. Tæknin er svo fjölbreytileg og svið hennar svo mörg, að ýmsir möguleikar eru fyrir hendi fyrir smáþjóðir að leggja þar sitt af mörkum. Það hafa mörg hinna smærri iðnaðarlanda sýnt svo áþreifanlega að ekki þarf um að deila, og íslenzkir hugvitsmenn hafa einnig sannað það svo ekki verður um villzt, að við ættum að geta lagt þar fram okkar skerf. Hér er það hugvit einstaklinganna og tækniþekking, sem höfuðmáli skiptir. En það eitt nægir ekki. Það verður að gera ýmsar ráðstafanir til þess að virkja það hugvit. Stærsti þröskuldurinn, sem í vegi stendur. er fjár- hagslegs eðlis. Þróun og hönnun vöru, t.d. véla og tækja, getur tekið langan tíma, og slík starfsemi er yfirleitt mjög fjárhagslega áhættusöm fyrir févana einstaklinga og fjárhagslega veik fyrirtæki Þessir aðilar leggja þvi Ógjarnan út í vöruþróun, sem mikill kostnaður fylgir. því eigi verður ávallt séð fyrir, hvort. árangur leið.ir til arðbærrar framleiðslu. T ækninýlungasjóður Þróaðar iðnaðarþjóðir hafa komið upp sjóðum, er lána áhættufé til aðila. sem leggja i kostnað við þróun tækninýjunga. Þessir sjóðir lána yfirleitt meira en heim- ing þess kostnaðar, sem vöruþróun krefst á móti fram- lagi annarra. Leiði tilraunir ekki til jákvæðs árangurs, breytist lánið í óafturkræft framlag En leiði tilraunir hins vegar til jákvæðs árangurs. endurgreiðist lánið á vissum árafjölda með eðlilegum kjörum Samtök íslenzkra iðnrekenda hafa margoft bent á nauðsyn slíkrar sjóðsmyndunar hér á landi. en þar hefur enn verið talað fvrir daufum evrum stjórnvalda. þrátt íyrir öll stóru orðin í sambandi við EFTA aðild Vonandi opnast augu ráðamanna þó fyrir þvi t'yrr en síðar. hver lyftistöng slík sjóðmyndun gæti orðið fyrir framþróun iðnaðar á íslandi, hve litlu væri hætt en ávinnin.gur gæti orðið stórfelldur. — TK 9 WALTER SULLIVAN: Rússar og Bandaríkjamenn leita orsaka kólnunar á norðurhveli RÚSSAR og Bandaríkjamenn eru að hefja mjög umfangs- miklar rannsóknir til þess að komast að raun um, hvað valdi kólnandi loftslagi umhverfis norðurheimskautið, hvers vegna ísinn á Norður-íshafina hafi þykknað jafn mikið að undanförnu og raun ber vitni, og hvort aukning íssins sé að einhverju leyti orsök ísalda. Rannsóknunum verður hrað- að eins og kostur er. meðal ann árs vegna mikilla auðlinda. sem fundizt hafa í heimskauta- löndum Sovétríkjanna og Norð ur-Ameríku. Notaðir verða kjarnorkuknúnir kafbátar, gerfihnettir og flugvélar. Kom- ið verður upp fjölmörgum at- huganastöðvum á rekísnum, bæði mönnuðum og ómönnuð- um. Meðal auðlindanna, sem fur.d izt hafa, má nefna gulf og fleiri málma, sem fundizt hafa á Tamir-skaga nyrzt í Síberíu, og ákaflega auðugar olíulindir norður af Alaska. ÍS HEFUR aukizt afar mik- ið að undanförnu norður af Sovétríkjunum, en gert er ráð fyrir stórlega aukinni flutninga þttnf'rájsjó á því svæði. Af þess um sökum er sovézka skipa- smiðaraðúnéýfiíí að 'á’íKu^ " S-'' ’ ætlanir um smíði margra nýrra ísbrjóta Gert er ráð fyrir að ísbrjótar þessir hafi hálft ann- að eða tvöfalt vélarafl á við ísbrjótinn Lenin, sem nú er meða.’ öflugasta ísbrjóta. Hann er knúinn kjarnorku og eru vélar hans 40 þús. hestöfl. Ekki er gert þar ráð fyrir að nýju ísbrjótarnir verði knúnir kjarnorku. Washington-háskóli hefur undirbúið rannsóknir Banda- ríkjamanna og notið til þess að- stoðar Visindastofnunar Bandaríkjanna (National Sci- ence Foundation), en athugan- irnar ganga undir nafninu AIDJEX, sem er skammstöfun heitisins Artic Ice Dynamics Joint Experiment. Kanna á ná- kvæmlega 300 mílna rekís- svæði. Áætlun Sovétmanna ganga undir nafninu NEI meðal enskumælandi manna. en það er skammstöfun heitisins Na- tural Experiment of Interac- tions. Markmið rannsóknanna er að komast að raun um, hvaða öfl stjórna því, hve mik- il orka berst til heimskauta- svæðisins með vindum, haf- straumum oy --ólarljósi. og hve mikið af henni fer forgörðum út í geiminn. RÚSSAR ætla að koma upp fjórum rannsóknastöðvum á rek isnum og 24 omönnuðumn stöðv-jm af iaki en rannsóKn irnai verða stundaðar sam fleytt i siö ár að minnsts kosti Þá verður einnig bætt fiórum veðurathuvuoarskipuim við i þjóða flota veðurskið" a þessu svæ5i Sovézki heimskautasérfræð ingarinn ai Aleksei F Treshni kov segir að þessi nýju veður skip verði búin eldflaugum. j» VíðúrathuganaBtöðvár. ® RannBðknaatöðvar í r«kÍB. o pniannaðar rannBÓknaBtöðvar.-, Á AlþdSða v«ðuráklp.. A Vlábotar v«ðurBklp, H lii % I SO ÍS 5 Uppdráttor aS athugunarsvæði Rússa. (Örin bendir á athugunar- svaeSi Bandaríkjamanna). se*n unnt sé að skjóta upp í há- loftin til þess að athuga loft- straumana þar. Sovétmenn munu ennfremur hafa könnunarskip í sandun- um tveimur, sem hlýr sjór streymir um til Norður-íshafs- ins, en það eru Berings-sund og hafið milli Noreg5 og Græn- lands. DR. TRESHNIKOV er yfir- maður raunsóknarstof n u nar þeirra í Leningrad, sem ann- ast rannsóknir á heimsskautun- um báðum. Hann kom um miðj an júlí í heimsókn til Colum- bia-háskóla í Bandaríkjunum og ræddu fréttamenn þá við V.«V*V*-V*V*V‘V*-V.V*X..V.X.*V- Fyrri hluti hann. Meðal þeirra. sem tóku á móti dr Treshnikov. var dr Kenneth H Hunkins, en hann er frumkvöðuli bandarisku racinsóknanna ásamt dr. Norbert Untersteiner frá Washington háskóla, en báðir hafa starfað í rannsóknastöðvum á rekís ■ Norður-íshafinu Rannsóknir Bandaríkja manna kosta óhemju fé og eiga að standa vfir i sex ár. en há marki na bæ; á árunum 1972 og 1973 Fiölmargar ríkisstofn anir standa aí rannsóknunum en æðsti yfirmaðurinn er Jos eph O. Eletcher ofursti frá Rand-hlutafélaginu i Santa Monica Kaliforníu. Fletchex ofursti stofnaði fyrstu. bandarísku athugunar- Tin«——.................... stöðina á íseyju árið 1952, en þá var hann enn í flughernum. Eyjan gekk undir r.afninu T- 3 eða íseyja Fletchers. íseyja er að því leyti frábrugðin rekís jökum, að hún er slétt að ofan og mynduð á landi eða áföst landi. TALIÐ er nauðsynlegt að aðalstöð bandarísku rannsókn- anna sé á íseyju. Venjulegur rekís klofnar iðulega þegar hann er á hreyfingu og flug- vellir þar geta því eyðilagzt þá og þegar Hugmyndin er að miðstöð rannsóknanna sé á slíkri íseyju, en síðan verði komið fyrir fjorurr ómönnuð- um athugunastöðvum umhverf is hana með tólf mílna milli- bili. íseyjan, sem aðalstöðin verð ur reist a, má ekki vera svo stór, að hún hafi veruleg áhrif á öfl þau, sem valda hreyfingum rokíssins amhverf is hana Komið verður upp fjór utn öðrum mönnuðum athug- unastöðvum á rekísnum fjær aðalstöðinni, og myndast pannig ferningui um 60 mílur á kant. Koma á upp sex ómönn uðum athugunarstöðvum enn utar. Rekisinn sem athugunar stóðvunum vtrður komið fyrir á. hlýtur að breyta innbyrðis afstöðu peirra - sífellu, vegna áhrifa vinda. aafstrauma og hreyfingar jarðarinnar Athug- amr eiga að fara fram á Klukkustundarfresti á innri stöðvunuir ot tveggja stunda fresti á hinum ytri. til þess að fylgjast nákvæmlega með þess um hreyfingum I I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.