Tíminn - 25.07.1970, Qupperneq 10

Tíminn - 25.07.1970, Qupperneq 10
10 TIMINN LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1970 FULLT TUNGL Sftir P G Wodehouse 48 að hann gerði neina vitleysu, bið megið hafa mig f-rtr því að þetta verður í síðasta sinn sem ég þið paþba að gera mér greiða, enda býst ég við að ef maður bæði hann um að fara út að kaupa epli, þá kæmi hann með fíl. — Frú Hermione gaf frá sér hljóð sem var eins og þegar feiti bull sýður á pönnu, svo sagði hún: — Þarna er Clarence lifandi kominn. Mér hefur oft dottið í hug, að það ætti að taka hann úr umferð. — Galahad sagðist vera systur sinni alveg sammála, og Freddie konkaði kolli, sonarleg virðing hafði hindrað Freddie í að segja hið sama, en honum hafði sannarlega dottið þetta í hug, enda enginn efi á því að stundum fannst manni að hið rétta umhverfi jarisins væri gúmmíklefi. — Þetta eru svo mikil von- brigði fyrir þig, elskan mín, — sagði frú Hermione. — Afleitt, sagði Gally. — Ansas óheppni, Vee, sagði Prudence. — Ég samhryggist þér, ég get ímyndað mér hvernig þér líður, þú hlýtur að kveljast, sagði Freddie. Veronika var alltaf lengi að skilia allt, hún var líka búin að standa lengi þarna án þess að skil.ia nokkuð, hún var alveg rugl- uð, en þessi isamúðarbylgja sem fór um st-QÍima varð til þess að ýta undir hugsunarferil hennar. Hún sagði: — Meinarðu að ég megi ekki eiga festina? — Freddie sagði að það væri einmitt sannleikurinn í hnotskurn. — Má ég ekki vera með hana á ballinu? Nú létti frú Hermione, hún eygði nú leið til að þessi ánægja j yrði ekki aiveg tekin frá dóttur | hennar, að vísu mundi hún ekki fá að drekka þennan fagnaðarbik ar í botn, en hún mundi þó geta teigað einn eða tvo sopa. — Auðvitað máttu það elskan mín, sagði frúin. — Stórfín hugmynd. Nú geta allir aðilar verið ánægðir, haíðu festina á ballið, og skilaðu henni svo til Freddies, svo sendir hann hana af stað, — samþykkti Gally. — Þú verður alveg dásamleg með hana Vee, auðvitað verð ég ekki á ballinu til að dást að þér með festina, því ég verð þá bú- in að drekkja mér í tjörninni, en ég veit að þú verður-yndisleg með festina, sagði Prudenee. Þó að Freddie væri óljúft að beita skurðhnífnum aftur, þá varð hann þó að gera það. Hann sagði. með karlmannlegri meðaumkun, sem fór honum vel: — Ég er hræddur um að það sé ekki hægt, mér þykir fyrir því Vee mín, en þessi hugmynd er líka úr sögunni. þessi skemmtun sem þú ert að tala um verður ekki fyrr en eftir hálfan mánuð, og Agga vill fá festina strax, hún hefur þegar sent fjögur símskeyti út af festinni, og ég býst við að fá það fimmta á morgun eða hinn daginn. og ég get sagt þér að ég býst við að það skeyti verði vel kjarnyrt, mig skortir ímynd- unarafl til að hugsa mér hvað hún mundi segja ef hún þyrfti að bíða í hálfan mánuð enn eftir festinni. Hinn æruverði Galahad gaf frá sér fyrirlitningarhljóð, þar sem hann var piparsveinn, var honum fyrirmunað að skilja þessa lág- kúrulegu smámunasemi frænda síns, enda er vanalega óbrúanlegt djúp í milli skoðana kvænts manns og ókvænts. — Ertu hræddur við konuna þína? Ertu maður eða mús, hún étur þig varla, — sagði Gally. — Það mundi hún áreiðan- lega reyna, sagði Freddie, — þú gleymir því að Aega er dóttir amerísks milljónamærings, og ef þú hefðir nokkurn tíma hitt am- erískan milijónamæring. . . — O, ég hef kynnzt heilli tylft, sagði Gally. — Þá ættir þú að vita að þeir ala dætur sínar þannig upp. að þær vænj.a vissrar undirgefni af karlkyninu. Agga var ekki nema sex ára, þegar hún taldi orð sín lög, og það er skoðun sem hún hefur enn, enda hefur það alltaf legið í loftinu, að maðurinn sem húr. giftist, hoppaði í gegnum gjarðir. Ég gerði allt sem hún vildi, þetta er nokkurs konar fyr- irfram ákveðið drengskaparbragð, sem ekki stoðar að bregðast, að vísu eru fáar ef bara nokkrar indælli stúlkur til á jörðinni en Agga, en ef þú spyrðir hvort hún væri svolítið ráðrík á stundum, þá mur.di ég svara hreinskilnings- iega. að þú hefðir einmitt hringt bjöllunni og unnið vindilinn og hnetuna. Ég elska Öggu meira en mannleg orð fá lýst, en ef þú settir mér tvo úrslitakosti. hvort ég vildi heldur hundsa hennar minnstu óskir, eða ganga að götu- lögregluþjóni og gefa honum ut- anundir, þá mundi ég hiklaust velja lögregluþjóninn, og það þýðir ekkert að kalla mig auman þræl, bætti Freddie við og sneri sér að Gally, sem einmitt hafði kallað frænda sinn — auman þræl, — svona er ástandið og mér fellur það vel, enda vissi ég vel hvað ég var að fara útí, þegar lögmaðurinn var að splæsa okkur saman. Þegar Freddie var búinn að halda þessa tölu, þögðu allir um hrið, svo sagði Vee: — Þú gætir sagt Öggu að þú hefðir lánað mér festina. — Auðvitað gæti ég gert það, og nnindi gera ef mig langaði til að undirstöður vítis nötruðu og eitthvað í líki við jarðskjálftana í San Francisco brytist út. Ykk- ur virðist öilum hafa sézt yfir annað þýðingarmikið atriði, sem ég get vel bent ykkur á, þó við- kvæmt sé. þar sem hér er engin viðstaddur nema ættingjar, ein- hver fjárans asni hefur sagt Öggu að við Vee höfum verið trúfofuð, og síðan hefur hún tortryggt Vee og allar hennar gerðir, sagði Freddie. — Hlæilegt, það var eins og hver annar barnaskapur, sagði frú Hermione. — Og allt búið fyrir löngu, sagði Gally. —• Já, ég býst við því, en ef j þetta mál kemur á dagskrá hjá okkur Öggu, þá er á henni að neyra, að trúlofun okkar Vee ha-fi verið slitið daginn áður, svo það er áreiðanlegt að ég lána þér ekki festina, Vee, og bið þig um að afhenda mér hana samstu-nd- is, auðvitað finnst mér þetta leitt og skil vel vonbrigði þín og allt svoleiðis, sagði Freddie. — Ó, Freddie, sagði Veronika. — Já, mér finnst þetta leiðin- ; legt, en svona er lífið, sagði Freddie. Veronika rétti hægt út hendina, varir hennar titruðu og fallegu augun hennar voru rök, en hún sem sagt rétti fram hendina. sem i hélt á festinni, enda ekki furða. því Freddie var orðinn fljúgandi mælskur og talaði af miklum krafti, það hafði hann lært í hin- um erfiða skóla hjá Donaldson. — Þakka þér fyrir, sagði Freddie, en hann hafði verið of fljótur á sér, því það var eins og Veronika hefði séð sjálfa sig á dansleik, og henni fannst hún standa þar nakin eða svo til, ef hún hefði ekki þessa skínandi gimsteinafesti um hálsinn. Varir hennar hættu að titra og úrðu allt í einu eins og beint strik, rakinn hvarf úr augum hennar, í staðinn kom i þau trylltur sjálfs- varnar giampi og hún dró að sér hendina og sagði: — Nei. — E., sagði Freddie aumingja- lega. Hann varð undarlega mátt- farinn, þessu hafði hann ekki átt von á, og hann velti fyrir sér hvernig hann ætti að ráða fram úr þessu. Tilfinninganæmur mað- ur getur ekki ráðizt á stúlku og tekið hálsfesti af henni með valdi. — Nei. þú gafst mér festina í afmælisgjöf og ég ætla mér að helda henni, sagði Veronika. — Halda henni? Þú meinar þó ekki að þú ætlir aldrei að láta mig fá hana? — Jú einmitt. — En Agga á hana. — Hún getur keypt áðra. Þessi snjalla lausn varð til þess að frú Hermione jafnaði sig alveg og sagði: — Auðvitað, elskan mín, þetta er snjallt hjá þér, ég er bara alveg hissa að þér skyldi ekki detta þetta í hug Freddie. — Mér lízt ágætlega á þessa lausn, maður getur alltaf ráðið fram úr örðugleikum ef maður leggur heilann í bleyti, sagði Gally. 1 Fredde var nú farinn að slaga, en það hafði hann ekki gert síð- an hann var með Tipton Plimsoll, áðúr én hann fór til Jimpson Murgatroyd laiknis, en samt reyndi Freddie að láta þetta fólk skilja kringumstæðurnar, en það furðaði hann mest að enginn virt- er laugardagur 25. júlí — Jakobsmessa Tungl í hásuðri kl. 7.02. Árdegisháflæði í Rvík kl. 12.28. HEILSUGÆZLÁ Slökkviliði. i”krah!t>í-tðlr. Sjúkrabifreið i Hafnarfirði stina 51336 fVT. vkja-ík ig ROpavog simt 11106 Slvsavarðstofan i Horgarspttalannin ei opln alian sftlarhrlnElnn 5ð elns móttaka slasaðra Stmt 8121Í. Köpavogs-Apötek og Keflavikui Apötek ert optn vlrka daga kl 9—19 laugardaga ki. n—M hele* daga kl. 13—15 Almennar uppiýsinga: um ækni 0-jónusi.u 1 oorginn: eru aetnai sunsvara t æknafé)ag‘ Rerkiavtfc ur, sim) 18888 Fi garhr * i KOpavogl Hlíðarveg) t-0 simi *2p4s Fópavogs-apótefc og ÁeflavUiur apótek eru opir virka dag* icl —19 taugardaga fcl 9—1A nelgi daga kL 13--lft. Apótek Hafnarfjarðai opið ailii virka daga frá kl 9—7 é Laugai döguro kl 9—2 og í sunnudögum og ððrum helgidögum er opið i.á kl 2—4 Tannlæknavaki er ' Heósuvemd arstöðinnl (þar *em alysavarð stofan var) og er opin laugardag' og sunnudaga kl 5—6 e h Siml 22411 Kvöld- og helgarvörziu Apóteka í Reykjavík vikuna 25. — 21. júlí annast Ingólfs Apótek og Laugar nes Apótek. Næturvörzlu í Keflavík 25. og 26. 7. annast Arnbjörn Ólafsson. Næturvörzlu í Keflavík 27. og 28. 7. annast Guðjón Klemenzson. KIRKJAN Kópavogskirkja: Guðsþjónusta kl. 10,30. Guðný Guðmundsdóttir leikur einleik á fiðlu. Séra Gunnar Árnason. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11. Ræðuefni. Viðureign in við samtíðina" Dr. Jakob Jóns- son. Neskirkja: Messa fcl. 11. Séra Frank M. I-Iall dórsson. LanghoUsprcstakall: Guðsþjónusta kl. 10.30. Séra Sig. Haukur Guðjónsson. Hallgrímskirkja í Saurbæ. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Bragi Benediktsson fríkirkjuprestur í Hafrarfirði predikar. Séra Jpn Einarsson. Dómkirkjan: Messa kl. 11 Séra Óskar J. Þor láksson. Mosfellskirkja: Barnamessa kl. 11 Séra Bjarni Sigurðsson. Hafnarfjarðarkirkja: Mesaa kl 10,30. Garðar Þorsteins- son. FLUGÁÆTLANIR Loífleiðir: Eiríkur rauði er væntanlegur frá NY k). 04.30. Fer til Luxemborg ar kl. 05.15. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl 14,30. Fer til NY ki. 15.15. Þorfinnur karlsefni er væntanleg ur frá NY kl. 07 30. Fer til Lux- emborgar kl. 08,15. Er væntanleg ur til baka frá Luxemborg kl. 16.30 Fer ti! NY kl. 17,15. Snorri Þorfinnsson er væntanleg ur frá NY kl. 09.00 Fer til Lux- emborgar kl. 09.45. Er væntanleg ur til baka frá Luxemborg kl. 18.00. Fer til NY kl. 19.00. Leifur Eii’íksson er væntanlegur frá NY kl. 08,30. Fer til Oslóborg ar Gautaborgar og Kaupm.hafn- ar kl. 09,30. Er væntanlegur ti! baka kl. 00.30. Fer til NY kl. 01,30 FLUGFÉLAG ÍSLANDS hf. Gullfaxi fór til Lundúna kl. 08, 00 í morgun og er væntanlegur til Keflavíkur kl. 14,15 í dag. Vélin fer til Kaupmannahafnar kl. 15.15 í da.e og er væntanleg þaðan aft ur tii Keflavikur kl. 23.05 í kvöld. Gullfaxi fer til Lundúna ki 08.00 í fyrramálið og til Osló og Kaup mannahafnar kl. 15.15 á morg un. Innanlándsflug. I dag er áætlað að fljúga til Akur eyrar (3 ferðir) til Vestmanna eyja (2 ferðir) ti! Egilsstaða (2 ferðir) til Hornafjarðar. ísafjarð ar og Sauðárkróks. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar 3 ferðir) til Vestmanna ey.ia (2 ferðir) tii ísaf.iarðar. Egilsstaða. Fagurhólsmyrar og Hornafjarðar. SIGLÍNGAR Ríkisskip: Hekla er á Akureyri og fer það an kl. 12.00 á hádegi á morgun (sunnudag) til Siglufjarðar, Vest fjarða og Reykjavikur. Herjólfur fór frá Hornafirði kl. 17.00 í gær til Þorláksbafnar, það an kl. 10,00 fyrir hádegi i dag til Vestmannaeyja. Síðan fer skipið frá Vestm. kl. 14,30 í dag til Þor lákshafnar, þaðan aftur kl. 19, 30 til Vestmannaeyja Á sunnu dag fer skipið frá Vestm. kl. 12, 00 á hádegi til Þorlákshafnar, paðan aftur kl. 17,00 til Vest- mannaeyja. Frá Vestm. kl. 21,00 um kvöldið til Reykjavíkur. Kerðubreið fer frá Reykjavík þriðjudaginn 28. þ. m. austur um iand í hringferð. Skipadeildin: Arnarfell er væntanlegt til Rvík ur í kvöld. Jökulfell fór 20. þm. frá Rvík til New Bedford. Dísarfell fór frá Antwerpen í gær til Brem en, Liibeck og Svendborgar. Litla fell er í Reykjavík. Helgafell fer frá Ventspils í dag til Svendborgar Stapafell fór frá Hafnarfirði í gær til Akureyrar. Mælifell er væntan •egt til La Spezia 30. þjn. Bestik er í Reykjaví’k. fSlagsOf Félagsstarf eldri borgara. Sunnudaginn 26. júlí verður far- ið í Arbæjarsafn. Dagskrá: Safnið skoðað, Færeysk- ir þjóðeansar, leikþáttur, -glímu- sýning, dans á palli. Lagt verður af stað frá Austurvelli kl. 1.30 e.h. Þáttökugjald kr. 50. Uppí. í sírna 18800 kl 1 — 4 föstudag. Ásgrímssafn, Bergstaðastrætj 74 er opið alla daga nema laugard. frá kl. 1.30—4. Lárétt: 1 Vaxtasvindlari. 5 Fljóta- 7 Hrein. 9 Söngfólk. 11 Hreyfing. 12 Jarm. 13 Óþrif. 15 Svefnrof- 16 Dýr. 18 Eldstæði. Krossgáta Nr. 588 Lóðrétt: 1 Mjólkurmatinn. 2 Pípur. 3 Korn. 4 Dreif. 6 Agengar. 8 Kast. 10 Þvotta- efni. 14 Má’. 15 Vei'ðistaður. 17 Fljót. Ráðning á gátu nr. 587: Lárétt: 1 Fýldur. 5 Áls. 7 Ofn. 9 Sel. 11 Ká. 12 TU. 13 Kró. 15 Man. 16 Snú. 18 Skorpa. Lóðrétt: 1 Flokks. 2 Lán. 3 DL. 4 Uss. 6 Blunda. 8 Fár. 10 Eta- 14 Osk. 15 Múr. 17 Nn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.