Tíminn - 25.07.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.07.1970, Blaðsíða 16
Laugardagur 25. júlí 1970 Islandsblað I í Oasimörku FB Reykjavík, föstudag. Eins og kunnugt er fara forseti íslands og frú hans, í opinbera hsimsókn til Danmerkur 3- tiJ 7. sentember næstkomandi. Verða þ^u þar gestir dönsku konungs- híónsnna og dönsku ríkisstjórn- arinnar. í því tilefni hefur Kriste legt Dagblad ákveðið að tileinka íslandi nokkrar síður í blaði sinu. Ér ætlunin, að segja þar frá ís- landi og vekja áhuga lesendanna á ísi'enzkri framleiðslu og íslandi sem ferðamannalandi. SKIPBROTSMENN Myndín var iekin í Santa Cruz De Tenerife á Kanaríeyjum er far þegar á norska skemmtiferðaskip- inu Fulvia gengu frá borði á franska skemmtiferðaskipinu Ang erville, en farþegum Fulviu var bjargað um borð í franska skipið eftir að eldur kom upp f Fulviu. Farþegar og áhöfn, alls 719 manns, (eða álíka margir og allir íbúar á Fáskrúðsfirði), björguðust allir ómeiddir, en skipið sökk rúmum sólarhring eftir að eldur- inn kom upp í vélarrúmi skips- ins. (UPI-mynd). Úflit fyrir metár í laxveiðinni í sumar Áukið laxeldi og góð skil- yrði í sjó valda þar mestu EB—Reykjavfk, föstudag. # Allt útlit er nú fyrir að metár verði í Iaxveiðinni þetta ár, ef sama góða veioin og ver ið hefur undanfarið, heldur áfram út veiðitímabilið. Ljóst i-r, að aukið fiskeldi er orsök þessarar góðu veiði, en nú eru rúmlega 10 aðilar í landinu sem halda starfandi klakstöðum. Einnig eru það hin góðu skilyrði sem haldizt hafa í sjónum, talin orsök hinnar góðu laxveiði. • Sem við mátti búast eru það Norðurá og Þverá í Borgar firði, Laxá í Kjós og Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu þær ár, þar sem flestir laxar hafa veiðzt á stöng, það sem af er veiðitím anum. Einnig hefur stangaveið in gengið vel í ám eins og t.d. Laxá í Dölum, Víðidalsá, Ölfus á, Laxá í Leirársveit og Stóru- Laxá í Hreppum. • Þá hefur inikil laxagcnKd upp í klakstöðina í Kollafirði vakið athygli, en í dag var búið að taka alls 1553 laxa úr kistunni þar, en sem kunn- ugt er gengu aðeins 263 laxar upp í stöðina í fyrra. Það er í nær öiluim laxveiði ám landsins sem veiðin hefur gengið betur, en á sama tíma í fyrra, hvort sem það er á stöng eða í net, og því útlit fyrir að meira veiðist úr mörg um ám en nokkru sinni fyrr. Norðurá með 1120 laxa, Þverá 1045. Það eru árnar tvær í Borgar firði, Norðurá og Þverá þar sem mest hefur veiðzt á stöng það sem af er. Á hádegi í dag höfðu veiðzt 1120 laxar úr Norðurá í Borgarfirði, en á sama tíma í fyrra um 700. Úr Þverá var búið að veiða 1045 laxa á liádegi í dag, en þar hef ur veiðin verið jöfn síðan áin var opmið, en þó mun heldur hafa dregið úr veiðinni bar nú síðustu daga, að sögn Péturs K.iartanssonar starfsmans við veiðihúsið við Þverá. Telur Pétur orsök þess vera hitann og þá miklu birtu, sem verið hefur undanfarna daga. Munu laxarnir sem veiðast úr Þverá, vera yfirieitt nokkru vænni en þeir er veiðast úr Norðurá. Þá voru í fyrrakvöld komnir 707 laxar úr Laxá í Kjós, en það mun vera álíka veiði og á sama tíma og í fyrra, enda veiddist mjög vel úr ánni það veiðitímabil. Laxá í S-Þing. með þyngstu laxana. Búið er að veiða um 700 laxa úr Laxá í Suður-Þingeyj arsýslu, en eins og vanale^t er, veiðast oft mjög stórir lax ar úr ánni. Munu margir laxar yfir 20 pund hafa veiðzt úr henni á sumrmu, en sá byngsti 26 punda. Þá hefur veiðin gengið vel það sem af er í Ölfusánni, pg hefur veiðzt mikið af stórum löxum úr henni. Eins og kunnugt er, er mikið veitt í net í Ólfusá, mun um 90 prósent af allri veiðinni úr henni vera veitt í net. Hins vegar er mjög erfitt að fá tæm andi upplýsin.gar um, hvað mik iíí veiðist úr ánni þar eð svo margir einstafolingar veiða þar. Álíka vei'ði úr EHiðaániim og á sama tíma í fyrra S.l. þriðjudag var búið að Framhald á bls. 14. ~í Fyrsta læknamiBstöBin mun rísa á EgilsstöBum JK—Egilsstöðum, föstudag. í dag hófust framkvæmdir við byggingu læknamiðstöðvar á Egils stöðum, með því að Helgi Gísla- son á Helgafelli, formaður sjúkra húsnefndar, tók fyrstu skóflustung una. Að^ því loknu hófst jarðýtu- vinna. í fyrsta áfanga verður byggingin gerð fokheld. Þetta er fyrsta læknamiðstöðin á íslandi, sem byggð er samkvæmt breytingu þeirri á læknaskipunarlögum, sem samþykkt voru á Alþingi 22. apríl 1969. Að minnsta kosti þrjú lækn ishéruð munu standa að læknamið- stöðinni. Það er Austur-Egilsstaða- læknishérað, Norður-Egilsstaða- hérað og væntanlega ltakkager'ðis hérað, Borgarf jörður eystri. í lögunum segir, að þegar liðdn séu fimm ár frá því að lækaamið- stöð tók ti? starfa, verði svæði það, sem stöðin þjónar, eitt lækn ishérað, og ákveði ráðherra nafn hins nýja héraðs. Á fjárlögum Pramh a öls. 2 Sparisjóöur Sauðárkróks gaf 225 þús. til menningarmála GO—Sauðárkróki. P^östudaginn 10. júlí var haldinn aðalfundur Sparisjóðs Sauðár- króks í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki. Á fundinum var ákveðin úthlut un úr Menningars.ióði Sparis.ióðs ins af rekstrarafgangi s. 1. árs, að upphæð kr. 225,000,00. sem skiptist þannig: 150,000,00 til Sauðárkrókskaup- staðar til að koma upp útilistaverki í tilefni af 10 ára afmæli staðar ins 1971^_______________________ HÉRAÐSMÓT í SKAGAFBRÐI Héraðsmót Framsóknarmanna í Skagafirði verður haldið í félags- heimilinti Miðgarði laugardaginn 22. ágúst Karlakórinn Vísir á Sigfilufii'ði syngur Önmir -'kpnimti atriði verða tilkynnt siðar 40.000,00 til Byggðasafnsins í Glaumbæ til vaxtar og viðgangs safnsins eftir nánari ákvörðun safnstjórnar. 35.000,00 til Lúðrasveitar Sauð árkróks til hlióðfærakaupa. En þetta er í þriðja sinn, sem veitt er úr s.ióðnum til ýmissar menningar starfsemi í héraðinu. A fundinum var einnig veitt fé úr Menntas.íóði Sparis.i'óðsíns til könnunar og friðunar á þingstað Skagfirðinga að Litla-Garði i Hegranesi. Stefán Ólafur Stefánsson póst meistari. sem verið hefur for maður sparisjóðsstjórnar undan- farin ár baðst undan endurskosn meu. f st.iórn voru kosnir Biörn Danjelsson skóla^tióri o.a Kári i -lónsson, póstmaður. Þriðji niað i urinn í stjórn er kosinn af sýslu nefnd ^kaaafiai'ðarsýslu. og er bað Sænumdur Hermannsson. s.iúkrahúsBráðsmaður. Meö áburð og fræ á Auðkúluheiði KK—Blönduósi, föstudag. í gær, fimmtudag, fóru félag ar úr þrem ungmenaafélögum í Austur-Húnavatnssýshi, inn á Auökúluheiði undir stjórn Árna Vigfússonar, formanns ungmennafélagsins Húna í Torfulækjarhreppi, til að aam ast dreifingar á grasfræi og áburði, en Landgræðsla rikjs ins, útvegaði ungmennasaim- bandinu fræ og áburð til dreif ingar f ár. Þetta er þriðja sumaritJ í röð er félagar úr ungmenna- félögunum dreifa fræi og áburði á Auðkúluheiði og er árangur þessa starfs mjög góð- ur. Allt er nú grænt yfir að lita þar sem sáíi var síðustu tvö ár og fjö:gar búpeningi á þessu svæði. er áður voru sandar og auðn. Sýnir "þetta Ijóslega gildi þessa starfs os eiga ungmennafélögin vissu- lega skilið hrós fyrir sitt braut \ ; ryðjendastarf í uppgræðslu [ i landsins, sem þau hafa innt sVo ! myndarlega af hendi, með góðri aðstoð Landaraíðsliinnar . í þessari ferð á Auðkú.\i heiði var dreift fjórum tonn- ; um og fimm hundruð kílóum 'af grasfræi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.