Morgunblaðið - 18.11.2005, Síða 1

Morgunblaðið - 18.11.2005, Síða 1
Söngvarar svara kallinu Syngja „Hjálpum þeim“ fyrir bágstadda í Pakistan | 62 Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Lexus IS250 á toppnum  Finninn fljúgandi  Hjá Kistufelli í 53 ár  Clio III bíll ársins 2006 Íþróttir | Keflavík áfram í Evrópukeppninni  Markús Máni stefnir á EM  Sænsk lið vilja Dóru London. AFP. | Nokkrum af mestu öndvegisverkum enskra bókmennta hefur verið breytt í textaskilaboð á ensku. Farsímafyrirtækið dot-mo- bile hefur látið þýða sígild rit- verk höfunda á borð við Will- iam Shakespeare, Jane Austen, Charles Dickens og John Milt- on á sms-mál til að auðvelda nemendum námið og vekja áhuga þeirra á fagurbókmennt- um. Fleygum orðum Hamlets Danaprins í leikriti Shake- speare, „To be or not to be, that is the question“ (að vera eða ekki vera, þarna er efinn), hef- ur til að mynda verið breytt svo: „2b? Nt2b? = ???“ Sígild verk þýdd á sms „ÍBÚALÝÐRÆÐI er orðin tóm, því miður. Við erum kölluð til skrafs og ráðagerða, eftir að búið er að ákveða alla hluti, og svo er okkur talin trú um að það hafi verið haft samráð við okkur,“ sagði Elísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtaka Grafarvogs, á opnum fundi um málefni Sundabrautar í gærkvöldi. Elín sagði hugmyndina um samráð við íbúa einfaldlega tískuhugtak sem lítið væri að marka enda ekki skilgreint hvað í því fælist. Á fundinum, sem framkvæmdaráð Reykjavíkur- borgar stóð fyrir á Grand hóteli í gærkvöldi, voru hugmyndir um Sundabraut kynntar fyrir á þriðja hundrað fundarmönnum, en að því loknu fengu íbúarnir orðið. Guðmundur Arason, formaður nýstofnaðra Íbúasamtaka Laugardals, sagði það grundvöll þess að hægt væri að tala um samráð við íbúa að bornir væru undir þá fleiri en einn kostur, og helst fleiri en þeir þrír sem hefðu lengi verið uppi á borðinu; jarðgöng, hábrú og hin svokall- aða innri leið. Hann benti á að aldrei hefði verið gerð tilraun til þess að meta tap íbúa vegna lækkandi húsnæðisverðs sem tengdist Sunda- brautinni, einblínt hefði verið á kostnaðinn. Að fenginni góðri reynslu af Hvalfjarðar- göngum ættu jarðgöng að vera mun betri kost- ur en innri leiðin, sagði Guðmundur, sem tók þó fram að íbúasamtökin væru ekki búin að móta afstöðu sína, en myndu gera það á næst- unni. Anna Kristinsdóttir, formaður fram- kvæmdaráðs Reykjavíkur, lagði á fundinum áherslu á að meirihluti borgarstjórnar hefði talið hábrú betri kost en innri leiðina, en þar sem Vegagerðin hefði talið innri leiðina hag- kvæmasta, og hið svokallaða símafé sem rík- isstjórnin hafði heitið til verksins hefði verið bundið því að sú leið yrði farin, hefði Reykja- víkurborg staðfest að það yrði svo, svo fram- arlega sem sátt næðist við íbúa nærliggjandi hverfa. Morgunblaðið/Sverrir Á þriðja hundrað manns sat opinn fund um málefni Sundabrautar á vegum framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar á Grand hóteli í gærkvöldi. Vildu sjá fleiri kosti Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Túnisborg. AP, AFP. | Yfir 16.000 fulltrúar frá 176 löndum sátu í gær alþjóðlegan fund í Túnis þar sem áhersla var lögð á ráðstafanir til að brúa gjána sem myndast hefur í upplýs- ingatækni milli ríkra og fátækra þjóða heims. Fundarmenn hvöttu til þess að auknu fé yrði varið til að gera íbúum fátækra landa kleift að hagnýta upplýs- ingatæknina. Meðal annars var kynnt frumgerð fartölvu sem kostar aðeins 100 dollara, eða um 6.200 krónur, og er ætluð börnum í fá- tækum löndum. Hægt er að nota tölvuna til að kom- ast í þráðlaust net- samband og hún er búin handsveif sem hægt er að snúa til að búa til þá orku sem þarf til að nota tölvuna á rafmagnslausum svæðum. Nicholas Negroponte, bandarískur sérfræð- ingur í upplýsingatækni, sagði að markmiðið væri að fá ríkisstjórnir, alþjóðleg samtök, fyr- irtæki og einstaklinga til að standa straum af framleiðslukostnaðinum þannig að hægt yrði að gefa börnum í þróunarlöndum tölvurnar. „Ein fartölva á hvert barn“ Stefnt er að því að framleiða nokkur þúsund tölvur í ár og yfir hundrað milljónir á næstu tveimur árum. Verkefnið er kallað „Ein far- tölva á hvert barn“ og gert er ráð fyrir því að slíkar tölvur verði einnig settar á markað í auðugum löndum þegar fram líða stundir en seldar þar á hærra verði. „Þessi öflugu og nytsamlegu tæki gera börnunum kleift að vera virkari í náminu,“ sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, þegar hann kynnti fartölvuna á fundinum í Túnis. Upplýsinga- tæknin færð til fá- tækra þjóða Fartölva sem ætluð er fátækum börnum. ÁKVEÐIÐ hefur verið að kalla íslensku friðar- gæsluliðana í Afganistan brott frá norðurhluta landsins vegna aukinnar spennu og átaka á svæð- inu, að því er fram kom í máli Geirs H. Haarde ut- anríkisráðherra á Alþingi í gær. Von er á þeim til Íslands um miðjan desember. Friðargæsluliðarnir hafa frá því í september starfað í endurreisnarsveitum alþjóðlega örygg- isliðsins í Afganistan. Sjö þeirra hafa starfað í norðurhluta landsins og sjö í vesturhlutanum, skv. upplýsingum Morgunblaðsins. „Á undanförnum vikum hefur spenna aukist verulega milli afganskra stríðsherra í norður- hluta landsins og hafa árásir verið gerðar á full- trúa óháðra hjálparsamtaka og friðargæsluliða,“ sagði utanríkisráðherra. Forsendur fyrir veru friðargæsluliðanna hefðu því breyst. „Því hef- ur verið ákveðið að hætta þátttöku í endur- reisnarsveit í norðurhlutanum en halda áfram í vesturhlutanum að öllu óbreyttu. Jafnframt verða kannaðir möguleikar á öðru íslensku framlagi til friðargæslu Atlantshafsbandalags- ins í Afganistan sem komi í staðinn og sam- ræmist kröfum um öryggi borgaralegra frið- argæsluliða.“ Fjölgað í friðargæslunni Geir sagði að miklu skipti að Íslendingar yrðu áfram þátttakendur í friðargæslu á veg- um NATO og í eftirliti Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu. „Á næstu árum verður sam- kvæmt áætlun fjölgað í íslensku friðargæslunni og þá verður þátttöku í frið- argæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna gefinn aukinn gaumur,“ upplýsti hann. Friðargæsluliðar fara frá norðurhluta Afganistans Eftir Örnu Schram arna@mbl.is STOFNAÐ 1913 313. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.