Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR F í t o n / S Í A F I 0 1 4 9 1 5 SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN EFTIR JÓN KALMAN STEFÁNSSON 5-STJÖRNUBÓK „... HRÍFANDI FYNDIN ... SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN ER FRÁBÆRLEGA VEL STÍLUÐ BÓK. ... ÞVÍ SKÁLD ER JÓN KALMAN, GLIMRANDI SKÁLD.“ „ÞETTA ER FYNDIN BÓK OG SKRINGILEG EN SAMT DJÚP OG SÁR“ Páll Baldvin Baldvinsson, DV Þórunn Hrefna Sigurjóns- dóttir, Rás 1 FRÉTTIR „ÝKTAR“ Bayan Baqer Solagh, innanrík- isráðherra Íraks, sagði í gær að full- yrðingar um að fangar stjórnvalda hefðu sætt pyntingum og verið svelt- ir í Bagdad væru „ýkjur“. Solagh sætir gagnrýni vegna meintra pynt- inga, sem vakið hafa hörð viðbrögð. Flaugavarnir til Póllands? Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa átt viðræður við stjórnvöld í Póllandi og fleiri Evrópuríkjum um að komið verði þar upp varnarkerfi gegn langdrægum eldflaugum. Friðargæsluliðar heim Ákveðið hefur verið að kalla heim íslensku friðargæsluliðana sem verið hafa við störf í norðurhluta Afganist- ans. Kom það fram í máli Geirs H. Haarde utanríkisráðherra á Alþingi í gær. Er það gert vegna vaxandi spennu milli afganskra stríðsherra en ráðist hefur verið á hjálparliða óháðra samtaka. Uppbygging á Akureyri Tillögur um uppbyggingu mið- bæjar Akureyrar hafa verið lagðar fram af stýrihópi verkefnisins Ak- ureyri í öndvegi en miklar breyt- ingar eru fyrirhugaðar. Meðal ann- ars er gert ráð fyrir fjölskyldu- og skemmtigarði þar sem nú er Ak- ureyrarvöllur og umfangsmikilli íbúðarbyggð á miðbæjarsvæðinu. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Minningar 44/50 Viðskipti 16 Skák 56 Erlent 18/20 Brids 56 Minn staður 22 Myndasögur 54 Höfuðborgin 24 Dagbók 54/57 Akureyri 26 Staður og stund 55 Suðurnes 26 Af listum 59 Landið 26 Leikhús 658 Menning 32/33 Bíó 62/65 Umræðan 36/43 Ljósvakamiðlar 66 Bréf 43 Veður 67 Forystugrein 34 Staksteinar 67 * * * Kynningar – Morgunblaðinu fylgir auglýsingablað frá Soldis, einnig fylgir bæklingur frá Betra baki. Silkitré & silkiblóm Laugavegi 63, Vitastígsmegin soldis@soldis.is sími 551 2040 Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                 ! " # $ %     &     '() * +,,,              HÖNNUNARSÝNINGIN Hús og híbýli var opnuð formlega í nýrri við- byggingu Laugardalshallar í gærdag en sýningin mun standa fram á sunnudag. Almenningi gefst kostur á að skoða sýninguna á laugardag og sunnudag. Þar munu framleiðendur, hönnuðir, verslanir og heildsalar sýna vörur sínar. IceXpo er fram- kvæmdaraðili og segir Dagmar Har- aldsdóttir, framkvæmdastjóri sýn- ingarinnar, gærdaginn hafa heppnast með eindæmum vel. Á sama tíma voru settir Hönn- unardagar en það er Hönnunarvett- vangur sem stendur fyrir þeim. Í til- efni af þeim verður fyrirlestraröð í Laugardalshöll í dag þar sem yf- irskriftin er „hönnun/viðskipti/ innblástur“ en það verða innlendir sem erlendir hönnuðir sem munu miðla af reynslu sinni. Þá verða einn- ig veitt hönnunarverðlaun fyrir fram- úrskarandi árangur á sviði hönnunar á árinu. Sýningin verður opin um helgina frá 11 til 18 og kostar þúsund krónur inn. Börn tólf ára og yngri fá ókeypis. Hönnunarsýning í nýrri viðbyggingu Laugardalshallar Morgunblaðið/Sverrir Dagmar Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar Húsa og híbýla, sýnir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra og Valgerði Sverris- dóttur viðskiptaráðherra forláta fótanuddtæki og virðist þeim skemmt. Hönnun og híbýli kynnt á Hönnunardögum HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær þann úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur að rúmlega þrítugur Albani sæti gæsluvarðhaldi til 5. desem- ber, en grísk lögregluyfirvöld hafa farið fram á að hann verði fram- seldur til Grikklands vegna morðs sem talið er að hann hafi framið þar í landi. Úrskurður um gæsluvarðhald var kveðinn upp í héraðsdómi 14. nóvember sl. Maðurinn framvísaði fölsuðum skilríkjum við komuna hingað til lands frá Ósló í sept- ember, og gaf upp rangt nafn. Var hann ákærður fyrir þau brot, og dæmdur til að sitja í 45 daga í fang- elsi, sem lauk 14. nóvember, og kom því gæsluvarðhaldið í beinu framhaldi af afplánuninni. Varðhald Albana staðfest ÁKVÆÐI í samningum Sambands bankamanna tryggir þeim sömu hækkanir og samdist um vegna end- urskoðunar samnings Alþýðusam- bands Íslands og Samtaka atvinnu- lífsins og þeir voru líklega fyrstir til að setja slíkt ákvæði inn í samninga sína, þar sem þeir gerðu sína samn- inga í október í fyrra, fyrir rúmu ári. Í 11. gr. kjarasamnings banka- manna við Samtök fjármálafyrir- tækja segir: „Komi til þess að samn- ingum á almennum vinnumarkaði verði sagt upp á grundvelli forsendu- ákvæðis þeirra á gildistíma samn- ings þessa skal aðilum heimilt að segja launalið samningsins upp með þriggja mánaða fyrirvara miðað við mánaðamót. Komi til þess að nefnd sú sem fjallar um forsendur kjara- samninga á almennum vinnumarkaði nái samkomulagi um breytingu á samningum skal sambærileg breyt- ing gilda um þennan samning.“ Samhljóða ákvæði er síðan að finna í kjarasamningum Bandalags háskólamanna sem gerðir voru í febrúar/mars í vetur. Bankamenn fá einnig hækkun Morgunblaðið/Golli HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær þriggja ára fangelsisdóm Héraðs- dóms Reykjavíkur yfir manni fyrir að hafa nauðgað fyrrverandi sam- býliskonu sinni, fyrir ölvunarakstur og fíkniefnabrot. Dómarar Hæsta- réttar gagnrýndu drátt á rannsókn lögreglu, sem tók ekki skýrslu af manninum fyrr en tæpum tveimur mánuðum eftir atburðinn. Maðurinn játaði fíkniefnabrot og ölvunaraksturinn en neitaði að hafa haft kynmök við konuna. Þótti fram- burður konunnar trúverðugur, auk þess sem áverkar sem hún hlaut þóttu renna stoðum undir sögu hennar. Framburður mannsins var hins vegar metinn ótrúverðugur. Var því maðurinn sakfelldur fyrir öll brotin. Auk þess að vera dæmdur í þriggja ára fangelsi var manninum gert að greiða fórnarlambi sínu eina milljón króna í skaðabætur, og greiða allan sakarkostnað, samtals um 970 þúsund krónur. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að lögregla hafi verið kvödd til að beiðni konunnar eftir atburðinn, og hafi hún gefið upp símanúmer hjá fé- laga mannsins sem var með honum í bíl. Náði lögreglan þannig sambandi við manninn, sem neitaði að hafa ver- ið á heimili konunnar, en sagðist engu að síður ætla að koma á lög- reglustöðina til viðræðna. Í annarlegu ástandi með þriggja ára barn sitt Þegar hann stóð ekki við það fór lögreglan að heimili mannsins, en hann svaraði ekki þegar þeir knúðu dyra. Lögreglumenn heyrðu greini- leg merki um umgang inni í íbúðinni, og nágrannar sögðu manninn hafa verið fyrir utan íbúðina 15 mínútum áður, ásamt þriggja ára barni sínu, og hafi hann virst í annarlegu ástandi. „Við þessar aðstæður hefði lög- regla átt að handtaka ákærða og færa til skýrslugjafar. Þá hefði verið unnt að gera á honum líkamsrann- sókn, sem hugsanlega hefði komið að gagni við sönnunarfærslu í málinu,“ segir í dómi Hæstaréttar. Skýrsla var ekki tekin af manninum fyrr en tæpum tveimur mánuðum síðar. „Þessi dráttur á rannsókn lögreglu hefur ekki verið skýrður og er að- finnsluverður,“ segir í dóminum. Dóm Hæstaréttar kváðu upp Markús Sigurbjörnsson, Árni Kol- beinsson, Garðar Gíslason, Gunn- laugur Claessen og Hrafn Bragason. Málið flutti fyrir hönd ákæruvalds- ins Ragnheiður Harðardóttir vara- ríkissaksóknari, en verjendur voru Sveinn Andri Sveinsson hrl. og Guð- rún Helga Brynleifsdóttir hdl. Hæstiréttur staðfesti dóm fyrir nauðgun og fíkniefnabrot Dráttur á rannsókn lögreglu gagnrýndur HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær konu á fimmtugsaldri rúmlega tvær milljónir króna í skaðabætur vegna tjóns sem hún varð fyrir þeg- ar hún rann á svellbunka fyrir framan Fjölbrautaskólann í Breið- holti í janúar 2000, og sneri með því dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Taldi Hæstiréttur ljóst af fram- burði vitna að starfsmenn hefðu sýnt af sér gáleysi með því að sand- eða saltbera ekki svellbunkann sem konan féll á nema um morguninn, þrátt fyrir að kennsla í skólanum stæði fram á kvöld. Starfsmenn skólans sögðu staðinn þar sem kon- an féll hafa verið til vandræða, snjóbræðslukerfi á göngustígnum sem konan gekk eftir hefði ekki náð að enda stígsins, og þar hefði því myndast svellbunki. Vildi stefndi, íslenska ríkið, að konan bæri hluta af ábyrgðinni á slysinu þar sem hún hefði ekki farið nægilega varlega á stígnum. Á þetta féllst Hæstiréttur ekki, ekk- ert hefði komið fram sem benti til þess að konan hefði ekki farið nægilega varlega. Fram kom að hún þekkti aðstæður ekki vel, enda hafði hún nýlega hafið kvöldnám í skólanum. Dæmdi Hæstiréttur ríkið til að greiða konunni tæplega 2,1 milljón króna, auk vaxta og dráttarvaxta, og til að greiða 700 þúsund króna sakarkostnað. Dóminn kváðu upp hæstarétt- ardómararnir Guðrún Erlends- dóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Lög- maður konunnar var Hákon Árna- son hrl., en lögmaður íslenska rík- isins var Guðrún Margrét Árnadóttir hrl. Dæmdar skaða- bætur vegna falls á svelli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.