Morgunblaðið - 18.11.2005, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.11.2005, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÓKIN ER Í STÓRU BROTI OG PRÝDD HUNDRUÐUM LJÓSMYNDA www.jpv.is „Áberandi, ef ekki framúrskarandi vel úr garði gerð, til hennar óspart vandað, augnayndi frá einni síðu til annarrar ... um kjörgrip að ræða sem ekkert menningarheimili getur verið þekkt fyrir að vera án.” Bragi Ásgeirsson / MORGUNBLAÐIÐ „… verulegur fengur að þessari miklu bók.“ Viðar Hreinsson / Kistan.is KJÖRGRIPUR RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA er heimilt samkvæmt úrskurði Hér- aðsdóms Reykjavíkur að taka að nýju til rannsóknar mál er varðar Tryggingasjóð lækna en fyrr á þessu ári vísaði Hæstiréttur mál- inu frá héraðsdómi vegna ýmissa vankanta á rannsókn málsins sem og ákæru. Gunnar Örn Kristjáns- son hafði áður verið sýknaður í hér- aðsdómi en hann var kærður í mál- inu m.a. fyrir brot á lögum um endurskoðendur með því að hafa vanrækt skyldur sínar sem löggild- ur endurskoðandi með því að hafa eftir endurskoðun á ársreikningum Tryggingasjóðs lækna fyrir árin 1992–2000 áritað reikningana án fyrirvara og án þess að hafa aflað fullnægjandi gagna til að byggja slíkt álit á. Gunnar Örn krafðist þess nú að héraðsdómur úrskurðaði að óheim- ilt væri að hefja lögreglurannsókn að nýju á þeim sakarefnum sem voru grundvöllur ákærunnar sem héraðsdómur sýknaði hann fyrir árið 2004. Einnig að óheimilt væri að taka lögregluskýrslu af Lárusi Halldórssyni, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Tryggingasjóðs lækna, sem vitni að þeim sakarefn- um. Jafnframt var þess krafist að úrskurðað yrði að Gunnar Örn hefði ekki réttarstöðu sakbornings vegna þeirra sakarefna sem voru grundvöllur ákæru í hæstaréttar- málinu. Af hálfu varnaraðila, rík- islögreglustjóra, var gerð krafa um að öllum kröfum Gunnars Arnar yrði hafnað sem var og niðurstaða dómsins. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ætla verði að með því að vísa málinu frá héraðsdómi á sínum tíma hafi Hæstiréttur verið að gefa lögreglu og ákæruvaldi færi á að bæta úr tilgreindum ágöllum sem vörðuðu bæði lögreglurannsókn og ákærusmíð, enda hefði rétturinn að öðrum kosti sýknað ákærða. Heimilar endurupptöku máls Tryggingasjóðs lækna FLUGVÉLAR sem bandarísk stór- blöð hafa sagt að séu í eigu leppfyr- irtækja bandarísku leyniþjónust- unnar hafa oft lent hér á landi eða flogið um íslenska flugstjórnar- svæðið, samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn Íslands og Flug- málastjórn á Keflavíkurflugvelli. Sú sem lenti á Reykjavíkurflugvelli á miðvikudag er farin af landi brott, hún hélt áfram til St. John’s á Ný- fundnalandi snemma í gærmorgun. Þær upplýsingar sem Morgun- blaðið hefur frá flugmálayfirvöldum ná frá ársbyrjun 2001 til 1. nóv- ember sl. Í skrám frá flugmála- yfirvöldum eru tiltekin kallnúmer flugvéla sem samkvæmt New York Times eða Chicago Tribune eru í eigu leppfyrirtækja CIA og sam- kvæmt skránum hafa 13 flugvélar í eigu fyrirtækjanna lent hér á landi í samtals í hátt í 30 skipti. Ein hef- ur aðeins flogið yfir en ekki lent hér. Flestar lendingarnar voru árið 2004 eða 12. Fleiri vélar sem aðrir hafa bent á að gætu tengst fanga- flutningum hafa lent hér eða flogið um flugstjórnarsvæðið. Átta leppfyrirtæki Þessar vélar eru í eigu átta mis- munandi fyrirtækja, m.a. Devon Holding & Leasing sem á flugvélina sem lenti á Keflavíkurflugvelli á miðvikudag. Sú vél virðist hafa komið til landsins a.m.k. þrisvar áð- ur og alltaf lent á Reykjavíkurflug- velli. Þrjár aðrar vélar í eigu sama fyrirtækis hafa lent hér á landi. Bandarísk dagblöð hafa fjallað um öll þessi fyrirtæki í tengslum við fangaflug CIA, þ.e. flug með fanga til landa þar sem þeir mega eiga vona á að sæta harðræði eða pynt- ingum en slíkt brýtur í bága við al- þjóðlega sáttmála. Eins og kannski mátti búast við hafa hvorki banda- ríska leyniþjónustan né bandarísk stjórnvöld viljað segja nokkuð um hvort stofnunin stundi ólöglegt fangaflug. Misjafnt er hversu miklar vís- bendingar eru um að þessar til- teknu vélar sem fóru um Ísland hafi verið notaðar til ólöglegs fangaflugs en í sumum tilvikum eru þær þó býsna afgerandi, t.d. er varðar tvær flugvélanna, þeirra með kallnúmerin N379P og N168D. Ekkert hefur heldur verið staðfest um að flugvélarnar 14 hafi verið að flytja fanga þegar þær lentu hér eða flugu yfir. Líkt og flest annað varðandi fangaflugin er erfitt að staðfesta það með óyggjandi hætti. Geta farið framhjá yfirvöldum Flestar fyrrnefndra véla hafa lent á Keflavíkurflugvelli. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslu- manns á Keflavíkurflugvelli, er mis- jafnt hvort einkaflugvélar sem fara um flugvöllinn séu tollafgreiddar og það fari m.a. eftir því hvort þær séu á leið inn á eða út af Schengen- svæðinu. Þegar vélarnar lendi til þess eins að taka eldsneyti en eng- inn fari frá borði, sé ekki farið um borð í vélarnar nema einhver sér- stök ástæða gefist til þess. Jafnvel þótt vélar séu tollafgreiddar sé heldur ekki sjálfgefið að tollverðir fari um borð í flugvélarnar, þótt það sé gert í flestum tilvikum. Að- spurður sagði Jóhann að því væri ekki hægt að útiloka að fangar væru fluttir með þessum flugvélum án þess að yfirvöld á flugvellinum yrðu þess vör. Aldrei neitt grunsamlegt Vélar sem lenda á Reykjavíkur- flugvelli eru afgreiddar af Flug- þjónustunni ehf., þar með talin sú sem lenti á vellinum á miðvikudags- kvöld. Ari Kolbeinsson, starfsmaður Flugþjónustunnar ehf. á Reykjavík- urflugvelli, sagði að tollverðir færu ávallt um borð í flugvélar sem kæmu frá útlöndum og aldrei hefði nokkuð grunsamlegt komið í ljós. Varðandi vélina sem lenti á mið- vikudag sagði hann að hún hefði verið að koma frá verkstæði fram- leiðanda vélarinnar á Spáni þar sem hún hefði verið í allsherjar yf- irhalningu. Aðspurður sagði Ari að flugmenn vélarinnar hefðu ekki verið ánægðir með að blaða- og fréttamenn hefðu tekið á móti þeim á flugvellinum. Þá væri það ljóst að einhver hefði brotið trúnaðareið með því að greina frá því að von væri á flugvélinni. Meintar flug- vélar CIA oft lent á Íslandi Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is UM 100 börn, sem duttu úr inn- kaupakerrum eða veltu þeim yfir sig í fyrra, slösuðust það mikið að þau voru flutt á slysadeild. Sum þeirra slösuðust mjög alvarlega og dæmi eru um að börn hér á landi hafi beðið varanlegan skaða af slíku falli, að sögn Herdísar L. Storgaard, verk- efnastjóra Árvekni, hjá Lýð- heilsustöð. Talið er víst að mun fleiri börn en 100 hafi dottið úr inn- kaupakerrum í fyrra, án þess að skaðast svo mikið að þau væru flutt á sjúkrahús. Í gær kynntu Lýðheilsustöð- Árvekni og Slysavarnafélagið Landsbjörg átak sem miðar að því að auka öryggi barna í inn- kaupakerrum. Reynt verður að beina því til forráðamanna barna að nota innkaupakerrurnar rétt og þann búnað sem börnum er ætlaður. Þá er höfðað til verslana að sjá til þess að nóg sé til af innkaupakerrum með búnaði fyrir börn, að starfsfólk leiðbeini fólki um notkun örygg- isbúnaðarins, að kerrurnar séu í lagi og nánasta umhverfi verslananna greiðfært fyrir innkaupakerrur. Sett verða upp veggspjöld í verslunum og upplýsingar sendar leikskólum svo nokkuð sé nefnt. Öryggisbelti í kerrum Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sviðs- stjóri slysavarna hjá Slysavarna- félaginu Landsbjörg, sýndi örygg- isbúnað sem nota á fyrir börn í innkaupakerrum. Annars vegar er um að ræða kerrur með sérstaka barnastóla og 5-punkta öryggisbelti fyrir börn að 9 kg þyngd, sem eru þá innan við eins árs. Þær kerrur eiga að vera með bremsu. Hins vegar eru kerrur með útfellanlegu barnasæti og með því á að nota öryggisól svo barnið geti ekki klifrað upp úr sæt- inu. Þessi búnaður er ætlaður börn- um að 15 kg þyngd, eða 3–4 ára. Hættan á að börn slasist í inn- kaupakerrum er mest þegar þau eru eftirlitslaus, barnið er ekki með ör- yggisól og stendur upp í kerrunni, það er haft í vöruhluta kerrunnar, hangir eða situr á brún kerrunnar. Efnt til átaks sem miðar að auknu öryggi barna í innkaupakerrum Dæmi um varanlegan skaða Eftir Guðna Einarsson gudn@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sigrún Þorsteinsdóttir sviðsstjóri festir Freyju Friðfinnsdóttur í inn- kaupakerru með öryggisól. Hulda Magnadóttir læknir er lengst til vinstri. FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú, hafa þegið boð um að vera viðstödd embættistöku Alberts II fursta af Mónakó. Hátíðarhöldin hefj- ast í dag, föstudag, og lýkur þeim á sunnudaginn. Ýmsir þjóðarleiðtogar víðs vegar að úr Evrópu verða einnig við- staddir embættistökuna. Upphaf hátíðarhaldanna verður kvöldverður í kvöld í boði furstans af Mónakó en embættistaka Alberts II mun fara fram í dómkirkjunni í Monte Carlo fyrir hádegi á morgun. Að henni lokinni verða gestir viðstaddir hersýningu til heiðurs hinum nýkrýnda fursta. Síðdegis fer fram fót- boltaleikur í tilefni embættis- tökunnar. Um kvöldið verður hátíðarkvöldverður í fursta- höllinni en hátíðarhöldunum lýkur svo á sunnudag. Forseta- hjónin til Mónakó
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.