Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STEINUNN Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra undirrituðu í Höfða í gær samning um móttöku og þjónustu við flóttafólk. Undanfarna mánuði hefur Reykjavíkurborg tekið á móti 31 flóttamanni eða sjö fjöl- skyldum. Flestir eru frá Kolumbíu eða 24 og ein fjölskylda er frá Kós- ovó. Fullorðna fólkið er byrjað í ís- lenskukennslu og læra um íslenskt samfélag hjá Mími símenntun, grunnskólabörnin eru öll í Austur- bæjarskóla og eldri börnin í nýbúa- deild Iðnskólans. Bæði Austurbæjar- skóli og Iðnskólinn sérhæfa sig í að taka á móti einstaklingum af erlendu bergi brotnu. Er gert ráð fyrir að þau fullorðnu fari út á vinnumarkaðinn að loknu sex mánaða íslenskunámi. Við undirritun samningsins sagði Steinunn Valdís mikla ánægju ríkja hjá borginni með þá ákvörðun að taka á móti þessu flóttafólki. Sagði hún að allt kapp væri lagt á að þjóna hópnum sem best og aðlaga fólkið ís- lensku samfélagi. Þá sagði Steinunn Valdís frá því að hún hitti eina stúlku úr hópnum sem gat gert sig skiljan- lega á íslensku og því lofaði hópurinn mjög góðu og aðlögunin væri strax byrjuð. Árni Magnússon sagði borgar- stjóra hafa tekið ákaflega vel í það þegar félagsmálaráðuneytið leitaði til borgarinnar vegna þessa flóttafólks. Sagði hann Íslendinga hafa tekið á móti tæplega 250 flóttamönnum til dagsins í dag en þetta væri í fyrsta sinn sem flóttafólk kemur frá Suður- Ameríku. Sagði Árni að flóttamenn sem hingað hafi komið hafi aðlagast íslenskum aðstæðum ótrúlega vel, ekki síst með tilliti til þess bakgrunns sem margir koma frá. Að sögn Drífu Hrannar Kristjáns- dóttur, verkefnisstjóra flóttamanna- verkefnisins hjá Reykjavíkurborg, eru flóttamennirnir frá Kólumbíu að flýja undan stríðsátökum þar í landi og sumar kvennanna hafa verið í flóttamannabúðum bæði í Ekvador og Kostaríka. Vilja læra íslensku Eru þetta allt konur með börn og elsta konan er 73 ára. Komu þeir í tveimur hópum, annar um miðjan september og hinn um miðjan októ- ber. Segir hún að konurnar séu mjög duglegar og ákveðnar í því að byrja nýtt líf. Þá séu þær mjög viljugar til að læra íslensku. Segir hún að allt fólkið frá Kólumbíu beri sig mjög vel. Að undirskriftinni lokinni komu allir flóttamennirnir í Höfða og héldu þrjú barnanna stuttar ræður þar sem þau þökkuðu fyrir ómetanlegan stuðning og sögðu að besta leiðin til að aðlagast íslensku samfélagi væri að læra íslensku eins fljótt og auðið er. Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneyti semja um móttöku flóttamanna Ísland hefur tekið við um 250 flóttamönnum Morgunblaðið/Ásdís Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri undirrita samninginn. Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is SAMTÖK iðnaðarins ráðleggja fé- lagsmönnum sínum eindregið að ráða fremur fólk til starfa heldur en að nota starfsmannaleigur, þar sem reglur um starfsmannaleigur séu ófullkomnar og mikil áhöld um hvernig og hvar skuli greiða skatta og önnur gjöld vegna starfsfólks. Sveinn Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, sagði að fyrirhuguð lög um starfsmannaleig- ur tækju ekki til reglna um skatt- greiðslur, sem þeir hefðu litið á sem eitt helsta vandamálið þar sem fé- lagsmenn í Samtökum iðnaðarins hefðu fengið kröfur frá skattyfir- völdum um skil á staðgreiðsluskött- um og tryggingagjaldi vegna þess- ara starfsmanna. Þær greiðslur hefðu hins vegar verið innifaldar í leigugjaldinu til starfsmannaleig- anna. Yfirskattanefnd væri búin að úrskurða í málum sem þessum og mál þessa efnis væru til meðferðar fyrir dómstólum, en það væri mjög til vandræða að reglur í þessum efn- um væru ekki skýrar. Sveinn bætti við að á meðan nið- urstöður dómstóla lægju ekki fyrir í þessum efnum þætti þeim óverjandi annað en að vara félagsmenn sína við vegna óvissunnar. Inn í þetta spilaði til dæmis hvaðan starfsmennirnir kæmu og hvort tvísköttunarsamn- ingar væru í gildi milli Íslands og viðkomandi lands. Sveinn sagði að af þessum sökum bentu þeir félagsmönnum sínum að taka fólk fremur á launaskrá. Það mælti ekkert á móti því að nýta þjón- ustu þessara miðlana eða starfs- mannaleiga til þess að finna starfs- menn og greiða þeim eðlilega þóknun fyrir það, en með því að taka starfsfólkið á launaskrá lægi alveg fyrir hver réttarstaðan væri. Þá væri líka alveg uppi á borðinu um hvaða kjör væri að ræða. Öruggara að ráða fólk en nota starfsmannaleigur Í VIÐTALI við Þórhall Gunn- arsson, ritstjóra í Kastljósi Ríkissjónvarpsins þriðjudags- kvöldið 15. nóvember 2005 (endurbirt í DV degi síðar og alþjóð áfram til skoðunar á vef Kastljóss), eyðir Jón Ólafsson athafnamaður af einhverjum ástæðum talsverðu púðri á tækifærisræðu sem Davíð Oddsson, þáverandi forsætis- ráðherra, flutti í fimmtugsaf- mæli mínu seint á síðustu öld. Telur Jón að sú ræða hafi verið ákaflega „bitur“ og „öll“ snúist um Jón Ólafsson og málefni tengd bankakerfinu sem Davíð hafi verið „heltekinn“ af. Ekki stemmdi þessi lýsing vel við það sem afmælisbarnið minnti um ræðu Davíðs. Svo fór einnig fleirum sem ólíkt téðum Jóni voru gestir í veislunni. Svo heppilega vildi hinsvegar til að synir mínir tóku öll skemmtiatriði veislunnar upp á myndband. Athugun hefur nú leitt í ljós að í allri ræðu Davíðs er aldrei minnst á fyrrgreindan Jón Ólafsson. Hinsvegar er far- ið fáeinum orðum um ljóð eftir mig sem birtist í ljóðabókinni Ort (Reykjavík 1991). Þetta ljóð heitir Jón Ólafsson slysast og fjallar um Jón Ólafsson Ind- íafara. Umfjöllun ræðumanns um ljóðið tekur á að giska 30 sek- úndur. Heildartími ræðunnar er um 13 mínútur. Indíafari verður Lundúna- fari Örstutt athugasemd frá Þórarni Eldjárn TALIÐ er að kostnaður við breyt- ingar á atvinnuleysisbótakerfinu, sem kynntar voru í fyrradag, nemi um 700 milljónum á ári, miðað við þá forsendu að atvinnuleysi sé þrjú prósent á ári, að sögn Sig- urjóns Arnar Þórssonar, aðstoð- armanns félagsmálaráðherra. Kostnaður við hækkaðar grunn- bætur nemur um 200 milljónum á ári, en kostnaður vegna upptöku tekjutengingar bóta, sem felur í sér að bótaþegar fá allt að 180 þúsund krónum á mánuði í þrjá mánuði, nemur um 500 milljónum á ári, miðað við sömu forsendur. Sigurjón segir að miðað við nú- verandi atvinnuástand verði auk- inn kostnaður sennilega um helm- ingur af þessari upphæð. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra segir að framundan í ráðu- neytinu sé að semja frumvarp til laga um þessar breytingar. Að- spurður hvort hann telji að fleiri muni nú sækja í að vera á atvinnu- leysisbótum en áður, segir hann að það eigi eftir á að reyna á hvort slík fjölgun verði en nefnd sem starfaði á vegum ráðuneytisins og skoðaði þessi mál boðaði meðal annars hertar vinnumarkaðsað- gerðir og aukið eftirlit með því hvort um raunverulegt atvinnu- leysi væri að ræða. „Svo vil ég nú trúa því að þeir sem verði fyrir því óláni að missa vinnuna geri sitt ýtrasta til að út- vega sér nýja vinnu,“ segir Árni og bætir við að verið sé að búa svo um hnútana að tímabundið at- vinnuleysi setji ekki fjárhag fólks úr skorðum. Breytingar á atvinnuleysisbótakerfi Kostnaður um 700 milljónir á ári miðað við 3% atvinnuleysi Morgunblaðið/Ómar MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Einari Kárasyni rithöfundi: „Þegar ég var spurður að því á blaðamannafundi vegna útkomu Jónsbókar hvort ég hefði talað við Davíð Oddsson svaraði ég því neit- andi, og viðstaddir hafa almennt átt auðvelt með að skilja það svo. Við gerð bókarinnar talaði ég við u.þ.b. hundrað manns, vini Jóns og óvini og allt þar á milli. Ég leitaði fyrst og fremst eftir að heyra um persónuleg kynni manna af Jóni, og í bland var spurt um skoðanir á hon- um eða hans umsvifum. Mér vitan- lega hafa persónuleg samskipti Jóns og Davíðs næstum engin verið, en um skoðanir Davíðs á Jóni þurfti ég ekki að spyrja; þær hefur hann viðr- að í ræðu og riti og til þeirra orða er vitnað í bókinni. Ég þurfti því „lítið að tala við Davíð“ eins og ég sagði á fundinum, og er stundum kallað „understatement“, úrdráttur, og flestir skildu réttilega sem svo að ég hefði ekki talað við Davíð. Það er því hárrétt sem segir í yfirlýsingu Seðla- bankastjórans: „Einar Kárason hef- ur aldrei talað við mig um Jón Ólafs- son eða þessa bók og aldrei leitað eftir samtali við mig.“ Og rétt er að árétta að ég hef aldrei ætlað mér að gefa annað í skyn.“ Vegna yfirlýsingar Davíðs Oddssonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.