Morgunblaðið - 18.11.2005, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.11.2005, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Pétur B. Ásgeirsson er ungur alþingismaður sem býr í Þing- holtunum í Reykjavík. Hann virðist vera einn þeirra sem guðirnir elska; myndarlegur lögfræðingur og trúlofaður fegurðardís af auðugum ættum. Pétur er elskaður og dáður af þjóðinni og víkur góðu að þeim sem eiga um sárt að binda. En ekki er allt sem sýnist því Pétur á sér myrkt leyndarmál ... Fyrsta skáldsaga Óttars M. Norðfjörðs. Svo sláandi að ómögulegt er að leggja hana frá sér fyrr en á síðustu blaðsíðu. edda.is Kilja á góðu verði: 1799 kr. Samfylkingin hefurnýverið birt árs-reikninga flokksins fyrir árin 2001 til 2004 á vefsíðu flokksins. Frjáls- lyndi flokkurinn (FF) hef- ur um skeið birt ársreikn- inga sína á vefsíðu flokksins og á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs (VG) í síð- asta mánuði voru lagðir fram endurskoðaðir árs- reikningar fyrir árin 2003 og 2004. Þeir hafa nú verið birtir á vefsíðu flokksins. Ársreikningar Samfylk- ingar sýna hluta af starfsemi flokksins þar sem þeir ná ekki yfir fjármál einstakra félaga, kjör- dæmisráða og þingflokksins, sem eru með sjálfstæðan fjárhag og uppgjör, samkvæmt skýringum Ara Skúlasonar, gjaldkera flokks- ins. Í ársreikningi Samfylkingarinn- ar fyrir árið 2003 má sjá að kostn- aður vegna alþingiskosninganna nam 87,8 milljónum króna. Ekki hefur verið upplýst um framlög til flokksins vegna kosninganna en nokkra athygli vekur að í reikning- unum kemur fram að frjáls fram- lög og styrkir á kosningaárinu voru 1.672.386 krónur eða sem samsvarar um 1,9% af kostnaði vegna þingkosninganna. Meginuppistaða tekna Samfylk- ingarinnar eru framlög frá Alþingi á fjárlögum og frá þingflokki, sem námu 63 milljónum á kosninga- árinu 2003. Í fyrra voru þessi fram- lög samtals um 80 milljónir króna. Fram kom þegar bráðabirgðaupp- gjör Samfylkingarinnar lá fyrir á árinu 2003 að stærstu útgjaldalið- irnir við seinustu kosningar voru vegna kostnaðar við birtingu aug- lýsinga eða um 37 milljónir króna. Samfylkingin skuldaði rúmar 111 milljónir í lok ársins 2003 en í fyrra hafði tekist að lækka skuld- irnar umtalsvert eða niður í tæp- lega 73,9 milljónir króna. Ari segir í skýringum að sumum kunni að finnast rekstrarniður- staðan nokkuð há miðað við hlutfall af tekjum. Þessi háa rekstrarnið- urstaða sé hins vegar nauðsynleg til þess að greiða afborganir af skuldum flokksins, sem hingað til hafi aðallega verið stofnað til vegna þingkosninga. Vaxandi kostnaður áhyggjuefni fyrir alla flokka Kostnaður Framsóknarflokks- ins vegna Alþingiskosninganna ár- ið 2003 var 68,5 milljónir króna samkvæmt upplýsingum Sigurðar Eyþórssonar á skrifstofu Fram- sóknarflokksins. Engin ákvörðun hefur verið tekinn um hvort flokk- urinn birtir ársreikninga sína líkt og FF, VG og Samfylkingin hafa nú gert. Samkvæmt upplýsingum Sig- urðar liggur ekki fyrir sundurliðun á kostnaði flokksins vegna síðustu þingkosninga en hann segir að gróflega áætlað sé helmingur kostnaðarins vegna auglýsinga. Hann segir að gengið hafi sæmi- lega að greiða niður skuldir vegna síðustu þingkosninga. Því verkefni sé ekki lokið og verði væntanlega ekki búið að gera þær upp endan- lega fyrr en kemur að næstu kosn- ingum. „En við erum á áætlun með að ljúka því fyrir þær,“ segir hann. Að sögn Sigurðar fer kostnaður flokka vegna kosningabaráttu stig- vaxandi. „Það er áhyggjuefni fyrir alla stjórnmálaflokkana.“ Sjálfstæðisflokkurinn birtir ekki upplýsingar um kostnað flokksins við kosningar til Alþingis. Að sögn Kjartans Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins, eru reikningar flokksins lagðir fram í miðstjórn eins og skipulags- reglur flokksins gera ráð fyrir. Í ársreikningum VG kemur fram að beinn kostnaður flokksins vegna síðustu þingkosninga var tæplega 17,2 milljónir króna. Þar af voru útgjöld vegna auglýsinga tæplega 9 milljónir króna og kostn- aður vegna kynningarefnis rúm- lega fimm milljónir. Lesa má úr ársreikningi VG á kosningaárinu að rekstrartekjur flokksins námu tæpum 32,9 millj- ónum, þar af voru opinber framlög 25,4 milljónir, framlög styrktar- manna 1,2 milljónir og svonefndar aðrar fjáraflatekjur rúmlega 6,1 milljón. Á síðasta ári urðu umskipti og 12,4 milljóna króna hagnaður varð af rekstri, útgjöldin höfðu þá lækkað í 17,1 milljón en tekjurnar námu 29,6 milljónum. Langtíma- skuldir VG voru 11,8 milljónir um síðustu áramót. Kosningabaráttan fyrir síðustu alþingiskosningar kostaði Frjáls- lynda flokkinn tæplega 15,6 millj- ónir króna samkvæmt rekstrar- reikningi. Rekstrartekjur á kosningaárinu voru rúmlega 17,5 milljónir, þar af voru framlög vegna alþingiskosninganna 10,6 milljónir og opinberir styrkir rúm- lega 4,3 milljónir. Efnahagsreikn- ingur sýnir að flokkurinn skuldaði rúmar 9,8 milljónir í lok síðasta reikningsárs. Í skýrslu forsætisráðherra á Al- þingi í apríl sl. kom fram að heild- arframlög úr ríkissjóði til stjórn- málaflokkanna hefðu aukist úr 182,7 milljónum árið 2000 í 295 milljónir króna árið 2005 eða um rúmlega 60%. Fréttaskýring | Þrír flokkar hafa birt árs- uppgjör á vefsíðum sínum Flokkar berj- ast í bökkum Kosningar 2003 kostuðu VG, Samfylk- ingu, FF og Framsókn 189 milljónir Kosningabaráttan kostar sitt. Nefnd fjallar um smíði lög- gjafar um fjármál flokka  Gerð sérstakrar löggjafar um fjárreiður stjórnmálaflokka er nú til umfjöllunar í nefnd sem forsætisráðherra skipaði. Í henni sitja 9 fulltrúar stjórn- málaflokkanna sem eiga full- trúa á Alþingi og hefur nefndin þegar haldið þrjá fundi. Nefnd- armenn hafa viðað að sér upp- lýsingum erlendis frá og á nefndin m.a. að ræða hvort setja eigi framlögum til flokka skorður. Ósennilegt er að nefndinni takist það ætlunar- verk sitt að skila tillögum fyrir áramót. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÞAÐ er ýmislegt sem ber fyrir augu þegar maður er á leið heim úr skólanum og ýmislegt sem þarf að skoða og rannsaka. Drengurinn á myndinni heitir Steinn og hann var ekkert að flýta sér heim. En þegar heim var komið tók Steinn að sjálf- sögðu til við að læra svo allt væri klárt þegar nýr skóladagur hæfist. Morgunblaðið/Ómar Margt að skoða á leiðinni heim úr skóla Í DAG hefur Fasteignasjónvarpið göngu sína á þremur sjónvarps- stöðvum og á netinu, það er að segja á Skjánum, SkjáEinum, Sjónvarp- inu, breiðbandinu og ADSL-kerfi Símans. Fasteignasjónvarpið sendir út fasteignakynningar í sjónvarpi allan sólarhringinn. Undirbúningur að stofnun stöðvarinnar hefur staðið yf- ir frá því í byrjun september og gengið vel, að sögn Hlyns Sigurðs- sonar, framkvæmdastjóra Fast- eignasjónvarpsins. Áhorfendum Fasteignasjónvarps- ins gefst kostur á að hafa áhrif á dag- skrá stöðvarinnar með því að senda sms-skilaboð og velja þá eign sem það vill sjá. Þetta er svipað því sem þekkist á Popp- tíví þar sem áhorfendur geta óskað eftir ákveðnu tónlist- armyndbandi. Að öðru leyti skiptist dagskráin þannig að öll virk kvöld klukkan 20 verða sýndar nýjustu eignirnar á mark- aðnum. Klukkan 21 verða sýnd fjöl- býlishús og klukkan 22 verða sýnd einbýlishús. Síðastliðinn þriðjudag hóf Fast- eignasjónvarpið einnig útsendingar á RÚV en þar verður sendur út 10 mínútna þáttur alla virka daga klukkan16.55 og verður hann endur- sýndur að loknu endursýndu Kast- ljósi milli klukkan tólf og eitt eftir miðnætti. Upp úr miðnætti á sunnu- dögum verður svo vikan tekin saman í einn þátt, svokallaðan samantekt- arþátt. Fasteignasjónvarpið heldur áfram á SkjáEinum klukkan 19.20. Einnig verður hægt að horfa á hverja kynningu fyrir sig á fast- eignavef Morgunblaðsins og á sjón- varpsstöðina í beinni útsendingu á mbl.is. Fasteignasjónvarpið á þremur stöðvum fer í loftið í dag Á dagskrá allan sólarhringinn Hlynur Sigurðsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.