Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yfirlýsing frá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni unni mánuðum saman og við hitt- umst oft í kaffistofunni. Hann vitnar í bók sinni aðeins í það, sem ég hef sagt opinberlega, og þá stundum ranglega, og í um- mæli mín í kaffitímum í Þjóð- arbókhlöðunni, sem hann bað aldrei leyfis að vitna í. Lýsi ég furðu minni á slíkum vinnu- brögðum.“ MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing frá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. „Í Morgunblaðinu 16. nóvem- ber er eftirfarandi frásögn vegna útgáfu bókar Einars Kárasonar um Jón Ólafsson. „Einar var spurður hvort hann hefði leitað til Davíðs Oddssonar eða Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, sem báðir hafa opinberlega verið harðorðir í garð Jóns og við- skipta hans, við gerð bókarinnar. og svaraði Einar því svo: „Það er vitnað í Hannes. Það er líka vitn- að töluvert í Davíð.““ Mér til nokkurrar undrunar leitaði Ein- ar Kárason aldrei til mín, þótt hann ynni að bók sinni á næsta borði við mig á Þjóðarbókhlöð- Sjómanna- afsláttur hækkar GRUNNFJÁRHÆÐ sjómannaaf- sláttar hækkar um 2,5% frá 1. janúar 2006, samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra Árni M. Mathie- sen hefur lagt fram á Alþingi. Það þýðir m.ö.o. að sjómannaafslátturinn hækkar úr 768 krónum á dag í 787 krónur á dag. Í samræmi við hækkun á persónuafslætti Í útskýringum með frumvarpinu segir að hækkunin sé í samræmi við þá hækkun á persónuafslætti sem samþykkt var á haustþingi 2004. Þeir, sem fá greidd laun fyrir sjó- mannsstörf á íslensku skipi eða skipi sem gert er út af íslensku skipa- félagi, eiga rétt á sjómannaafslætti. ÞINGFUNDUR Alþingis hefst í dag kl. 10.30. Á dagskrá eru sex fyrir- spurnir Jóhönnu Sigurðardóttur þingmanns Samfylkingar til félags- málaráðherra og ein til fjár- málaráðherra sem varðar barna- bætur. ÍSLENSK stjórnvöld telja miklu skipta að stofnað verði öflugt mann- réttindaráð á alþjóðavettvangi, sem fylgist með mannréttindum og gagn- rýni einarðlega ríkisstjórnir sem ekki virða þau, sagði Geir H. Haarde utan- ríkisráðherra m.a. á Alþingi í gær, er hann flutti skýrslu sína um utanrík- ismál. Hann sagði dapurlegt að enn væri ekki búið að ganga frá því með hvaða hætti nýtt mannréttindaráð ætti að koma í stað mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna, en sú nefnd væri óstarfhæf. Hann sagði ennfremur að trúverðugleiki SÞ ylti á því að stofnanir þeirra gætu tekið á brýnum vandamálum. Geir kom víða við í skýrslu sinni en umræður urðu um hana í kjölfarið. Hann sagði m.a. að Atlantshafs- bandalagið gegndi áfram lykilhlut- verki og að íslensk stjórnvöld myndu eftir sem áður styðja áframhald- andi aðlögum bandalagsins að breyttum aðstæð- um. Hann fjallaði einnig um varnar- samstarf Íslands og Bandaríkjanna og ítrekaði að viðræðurnar um fram- kvæmd varnarsamningsins hefðu gengið seinlega. Hann minnti á að ís- lensk stjórnvöld væru reiðubúin til að greiða verulegan hluta þess kostnað- ar sem hlytist af rekstri og viðhaldi Keflavíkurflugvallar. Þá hefðu stjórn- völd lýst vilja til þess að kanna mögu- leika á samstarfi á sviði þyrlubjörg- unar, þannig að Íslendingar tækju að sér aukið hlutverk í þeim efnum hér á landi. Hvort tveggja leiddi til aukinna útgjalda og sýndi því eindreginn vilja af hálfu íslenskra stjórnvalda til að finna framtíðarlausn. Sendiráð á Indlandi í mars Geir fjallaði einnig um samninga- viðræðurnar í svonefndri Doha-lotu og sagði að sjötti ráðherrafundur Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar yrði haldinn í Hong Kong í næsta mánuði. Hann sagði mikilvægt að árangur næðist á fundinum en um það ríkti þó ekki sérstök bjartsýni á þessu stigi. Þá fjallaði Geir um veiðar úr norsk- íslenska síldarstofninum og sagði það mikil vonbrigði að Norðmenn skyldu ítrekað koma í veg fyrir samkomulag um stjórn síldveiðanna með kröfu um stóraukna aflahlutdeild. Hann tók síð- an fram að undirbúningur málsóknar Íslands gegn Noregi fyrir alþjóða- dómstólnum í Haag vegna Svalbarða- deilunnar væri í fullum gangi og bætti við að það virtist vera eina leiðin til að vernda lögmæta íslenska hagsmuni á Svalbarðasvæðinu. Að lokum má geta umfjöllunar Geirs um fyrirhugað sendiráð Íslands á Indlandi. Hann sagði að það yrði opnað í Nýju-Delhí í mars næstkom- andi. Vonir stæðu til að sendiráð Ind- lands á Íslandi yrði opnað á næsta ári. Hann sagði um íslenska sendiráðið, að leitast yrði við að halda kostnaði við þær breytingar í lágmarki, m.a. með flutningi verkefna. Geir H. Haarde utanríkisráðherra flytur skýrslu um utanríkismál Telur miklu skipta að stofnað verði öflugt mannréttindaráð Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Geir H. Haarde launþega þessa lands. Lífeyrisþegar og atvinnulausir munu vilja halda jól eins og aðrir og ekki veitir af stuðn- ingi sem ég tel víst að ríkisstjórn Ís- lands muni veita af heilu og fullu hjarta,“ sagði hann. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, nefndi að um- ræddar eingreiðslur væru 26 þúsund krónur og sagði að það munaði um minna fyrir hópa sem væru að reyna að draga fram lífið á mánaðartekjum langt undir hundrað þúsund krónum. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylk- ingarinnar, minnti á að SA og ASÍ hefðu einnig samið um 0,65% launa- hækkun umfram umsamdar hækk- anir og sagði að sú hækkun ætti einnig að ná til öryrkja, atvinnu- ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því í upphafi þingfundar Alþingis í gær að ríkisstjórnin tryggði lífeyrisþegum, öryrkjum, öldruðum og atvinnulausum sam- bærilega eingreiðslu nú í desember og launþegar fá samkvæmt nýlegu samkomulagi Samtaka atvinnulífsins og ASÍ. Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra sagði að samkomulag- ið snerti þá sem væru á vinnumark- aði en ekki þá sem væru á bótum. Guðmundur Magnússon, vara- þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hóf umræðuna og spurði hvort ríkisstjórnin myndi beita sér í þessum málum. „Við treystum því að ríkisstjórnin komi fram við þessa hópa eins og aðra lausra og ellilífeyrisþega. Fleiri þingmenn tóku til máls. Halldór Ásgrímsson sagði að rík- isstjórnin hefði átt fund með samtök- um aldraðra í lok september og þar hefði verið ákveðið að flýta því að ganga frá skýrslu samráðsnefndar þriggja ráðuneyta um málefni aldr- aðra. Sú skýrsla lægi nú fyrir. „Næst á dagskrá er að halda fund með þeim til þess að fjalla um framhaldið m.a. að því er varðar bætur. Þessi mál eru því í farvegi,“ sagði hann og bætti því við að engar ákvarðanir hefðu þó verið teknar. Síðar í umræðunni vís- aði Halldór á bug þeim fullyrðingum Helga Hjörvars að ríkisstjórnin hefði svikið samkomulag við öryrkja um kjarabætur. Kalla eftir því að öryrkjar og aldraðir fái eingreiðslu UM 90 kvenfélög um allt land hafa setið við dúkkugerð síðan í vor og mun Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna (UNICEF) á Íslandi selja dúkkurnar í Iðu í Reykjavík og á skrifstofu félagsins að Laugavegi 42 frá og með morgundeginum. Verður ágóðinn af sölu brúðanna nýttur til að koma fleiri stúlkum í skóla í Gíneu-Bissá sem er þriðja fátækasta ríki í heimi. Hver og ein dúkka er handgerð og unnin af alúð og eins og sjá má eru þær jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Hafa kvenfélags- konur setið við dúkkugerðina síð- an í vor og er afraksturinn um 800 dúkkur. Morgunblaðið/Golli Dúkkur sem gleðja PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði vegna uppstillingar á lista flokksins við bæjarstjórnar- kosningarnar á vori komanda verður haldið á morgun, laugardag. Sextán manns gefa kost á sér í prófkjörinu, þar af tveir í fyrsta sæti listans, en kosið er í átta efstu sætin með því að raða frambjóðendum í þau sæti. Eftirtaldir gefa kost á sér: María Kristín Gylfadóttir, MA í stjórnmálafræði, Sólveig Kristjáns- dóttir, stjórnmálafræðingur, Skarp- héðinn Orri Björnsson, sérfræðing- ur, Rósa Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri, Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, markaðs- og bók- haldsfulltrúi, Valgerður Sigurðar- dóttir, bæjarfulltrúi, Geir Jónsson, mjólkurfræðingur, Bergur Ólafsson, forstöðumaður, Almar Grímsson, lyfjafræðingur, Hallur Helgason, kvikmyndagerðarmaður, Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, húsfreyja og varabæjarfulltrúi, Magnús Sig- urðsson, verktaki, Halldóra Björk Jónsdóttir, ráðgjafi, Árni Þór Helgason, arkitekt, Haraldur Þór Ólason, framkvæmdastjóri, og Guð- rún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur. Núverandi oddviti gefur ekki kost á sér Þrír af fimm núverandi bæjar- fulltrúum gefa ekki kost á sér í próf- kjörinu, þau Magnús Gunnarsson, núverandi oddviti flokksins í bæn- um, Gissur Guðmundsson og Stein- unn Guðnadóttir. Hinir tveir bæj- arfulltrúarnir, þau Haraldur Þór Ólason og Valgerður Sigurðardóttir, bjóða sig bæði fram í efsta sæti listans. Kosið er í Víðistaðaskóla milli klukkan 10–20 og er prófkjörið opið öllum flokksbundnum sjálfstæðis- mönnum. Þannig hafa allir fullgildir meðlimir sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri á prófkjörsdag rétt til þátttöku. Þá hafa þeir stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins sem náð hafa 18 ára aldri og eiga munu kosningarétt í Hafnarfirði á kjör- degi bæjarstjórnarkosninga, 27. maí nk., og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í bænum fyrir lok kjörfundar prófkjörs, einnig rétt til þátttöku. Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði á morgun Tveir vilja í efsta sætið SAMKVÆMT mati dómsmálaráðu- neytis er ekki tilefni til rannsóknar á meintu fangaflugi Bandaríkjastjórn- ar um íslenska lofthelgi þar sem samkvæmt meginreglum um með- ferð opinberra mála hér á landi verð- ur slíkt ekki gert nema fyrir liggi vitneskja eða grunur um slíka refsi- verða háttsemi. Kemur þetta m.a. fram í svari Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra til Helga Hjörv- ar alþingismanns en sá síðarnefndi fór fram á það að fyrirskipuð yrði rannsókn á meintum flutningum fanga Bandaríkjastjórnar um ís- lenska lofthelgi í fangelsi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar og segir m.a. sterkan grun leika á því að umræddir fangar séu beittir pynd- ingum við yfirheyrslur. Uppfyllir ekki skilyrði Við þessu ætlar dómsmálaráð- herra ekki að verða og ber við að samkvæmt mati dómsmálaráðuneyt- is uppfylli málsreifun í bréfi Helga og tilmæli þar um opinbera rann- sókn ekki þau skilyrði, sem lög og meginreglur um meðferð opinberra mála gera, til að orðið verði við er- indinu. Helgi Hjörvar segir þetta vera furðulegt áhugaleysi hjá dómsmála- ráðherra og ljóst að hér vilji menn greinilega ekki aðhafast. Hann bendir á að Evrópusambandið hafi fyrirskipað rannsókn á fangelsunum umræddu, og að ríkisstjórnir Svía og Spánverja hafi fyrirskipað rann- sóknir á fangaflugi um lönd þeirra. Verður ekki við ósk um rannsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.