Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 11 FRÉTTIR Erum að taka pantanir í Hobby húsbíla, árgerð 2006. Sýningarbílar á staðnum. Eigum til á lager McLouis húsbíla Glen 264 á tilboðsverði. Einnig Knaus Sport TR. Tvö Hobby hjólhýsi 460 UFE og 540 UFE Exclusive Netsalan ehf. Knarrarvogi 4, 104 Reykjavík - Sími 517 0220 - www.netsalan.com - Opið virka daga kl. 10-18 Húsbílar Fjarðargata 13-15 Hafnarfirði 565 7100 XE IN N AN 05 11 00 4 Loksins er hann kominn í svörtu, íþróttahaldarinn stórvinsæli í BCD skálum, verð kr. 1.995,- Misty Laugavegi 178, Sími 5513366. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf VERULEGA hallar á íslenska neyt- endur hvað varðar húsnæðislán. Þetta á við þegar farið er af stað og lán eru tekin, en einnig þegar kemur að því að greiða lánin til baka. Þetta eru helstu niðurstöður í könnun sem Neytendasamtökin hafa unnið að í samvinnu við neytendasamtök í Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi, Írlandi, Hollandi, Þýska- landi og Austurríki. Upplýsinga vegna könnunarinnar var aflað á síð- astliðnu vori og úrvinnsla fór fram í sumar og haust. Meðal þess sem fram kemur í könnuninni er að raunvextir af hús- næðislánum eru að jafnaði frá tveim- ur og upp í tæplega fimm prósentu- stigum hærri hér á landi en í hinum Evrópulöndunum níu sem könnunin nær til. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir óviðun- andi að íslenskir neytendur þurfi að greiða miklu meira vegna lána en neytendur í nágrannalöndunum, og það á sama tíma og fjármálafyrirtæk- in hagnast sem aldrei fyrr. Verulegur munur Könnun Neytendasamtakanna var unnin þannig að sendir voru spurn- ingalistar til fulltrúa neytendasam- taka í Evrópulöndunum níu. Neyt- endasamtökin hér á landi söfnuðu svörunum frá þeim og frá lánastofn- unum hér á landi saman og tveir stjórnarmenn í samtökunum, hag- fræðingarnir Jónas Guðmundsson og Ólafur Klemensson, unnu úr svörun- um og tóku saman skýrslu sem birt var í gær. Jóhannes Gunnarsson og þeir Jónas og Ólafur kynntu helstu niðurstöður skýrslunnar á frétta- mannafundi í gær. Ólafur sagði á fundinum að í sum- um atriðum væru húsnæðislána- markaðirnir í samanburðarlöndunum tíu svipaðir. Þannig sé lánalengd að jafnaði á milli 30 og 40 ár. Þá séu láns- fjárhæðir í flestum tilvikum ákveðnar á grundvelli markaðsvirðis eigna. „Nafnvextir eru lágir víðast hvar,“ sagði Ólafur. „Þeir eru á bilinu 3–5%. Það eru dæmi um allt niður í 2% vexti og upp í 10%. Tvö prósent vextirnir voru gefnir upp hjá Dönum síðastliðið vor og við erum hæst með tæplega 10% vexti. Það er hins vegar veruleg- ur munur þegar reiknaðir eru raun- vextir í þessum löndum. Þeir geta verið allt frá 0,2% og upp í 6,9%.“ Fram kom í máli Ólafs að mikill munur væri á þeim gjöldum sem lán- takendur greiða til opinberra aðila og lánastofnana í samanburðarlöndun- um. Hann sagði að stimpilgjöld séu víðast hvar notuð auk þess sem í sum- um löndunum séu skráningargjöld fasteigna einnig. Stimpil- og skrán- ingargjöld geti verið allt frá því að vera engin og upp í 9%. Það sama eigi við um lántökugjöld, þau geti verið frá því að vera engin og upp í 3%. Kostnaður við greiðslu afborgana sé einnig mjög mismunandi milli land- anna, eða allt frá því að vera enginn og upp í að vera hæstur hér á landi, 490 krónur. Ólafur sagði að Norðurlöndin hefðu á margan hátt talsverða sérstöðu hvað húsnæðislán varðar. Innbyrðis séu þau á margan hátt lík. Þetta komi meðal annars fram í því að lánstíminn sé hvað lengstur á Norðurlöndunum, frá 30 og upp í allt að 60 ár. Óhagræði af lítilli mynt Ólafur sagði að það kæmi engum sem til þekki á óvart, að vextir séu hærri hér en í samanburðarlöndun- um. „Ástæðan fyrir þessu er meðal annars sú, að við erum með lítið sjálf- stætt myntkerfi, og af því leiðir mjög oft að vextir eru hærri. Öll þessi tíu lönd eru á evrópska efnahagssvæðinu og sex lönd eru á EMU-svæðinu, sem er stórt myntsvæði. Á stórum mynt- svæðum er jafnan talið að vextir séu lægri en á smærri myntsvæðum. Þarna endurspeglast ákveðið óhag- ræði af því að vera með afmarkaðan markað og litla mynt. Í þessu felst ekki áfellisdómur yfir bönkunum. Skýringin á háum vöxtum skýrist að verulegu leyti af þeirri sérstöðu okk- ar að vera með litla sjálfstæða mynt.“ Hann sagði að aðrir þættir geti einnig komið til, eins og samkeppni, kostnaður við bankarekstur, vaxta- munur og svo framvegis. Hann sagð- ist þó telja sjálfur að skýringin á háum vöxtum liggi fyrst og fremst í óhagræði lítils myntkerfis. Fá hagstjórnartæki Jónas Guðmundsson sagði á frétta- mannafundinum í gær að vextirnir hér á landi markist ekki hvað síst af því að þeir séu orðnir eitt af fáum hagstjórnartækjum í landinu. „Vöxt- unum er núna ætlað að vera lykilat- riði í því að stjórna verðbólgu, eftir- spurn og atvinnustigi, og heyrst hefur á undanförnum vikum að menn fagna sérstaklega væntanlegum vaxta- hækkunum. Við erum hér að draga fram sjónarhorn neytenda í því sam- bandi. Þeir eru nú þegar að greiða hærri vexti en í samanburðarlöndun- um og þeir eru líka að greiða há gjöld.“ Skilur ekki fagnaðarópin Jóhannes Gunnarsson sagði að ýmsir hefðu fagnað þeirri vaxtahækk- un sem Landsbankinn tilkynnti um í síðustu viku en hún væri útgjalda- aukning fyrir heimili og fyrirtæki. „Við göngum út frá því að fyrirtæki velti kostnaðarauka út í verðlagið. Þar með hækkar vöruverð, þar með hækkar vísitalan og þar með hækka lánin. Þegar upp er staðið eru það neytendur sem greiða reikninginn. Ég skil því ekki öll þessi fagnaðaróp og húrrahróp út af hækkandi vaxta- stigi hér,“ sagði Jóhannes.    ! " ! # $% & ' " ()*+"' " , *),     - ..   /) 0 123 -% ) 0  ) 0 4") 0 123 -% ) 0  ) 0 # )&56* 7' $ 8 9""& # : ; ; ! #  2  2 2                     - ..   /) 0 123 -% ) 0  ) 0 4") 0 123 -% ) 0  ) 0 # 8 : $ %" 9""& $ )&56* < # 7' ; ; ! #  2  2 2 2                         3 .. = ") )& > % & "" !" ,), +& / ' '  # 5  ) & 3 4  /) 0 = ") 0 ? ! ) %@", 3 3 Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is Lánin dýr hérlendis Neytendasamtökin bera saman kjör húsnæðislána AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.