Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MANNEKLA í þjónustu og fé- lagsleg einangrun eru lykilvandamál sem hrjá öryrkja. Þannig getur verið afar erfitt fyrir suma öryrkja að brjótast út úr vítahring félagslegrar einangrunar og taka þátt í samfélag- inu. Einhvern veginn þarf að bæta úr manneklunni með því að rétta hlut þeirra sem starfa við heimaþjónustu, en einnig þarf að rjúfa hina fé- lagslegu einangrun fólks sem smátt og smátt lokast af inni í rýmum sín- um. Þetta er mat viðmælenda blaða- manns sem heimsótti Hátún 10 í gær. Í Hátúni 10 eru 239 íbúðir, en af þeim fá 113 félagslega heimaþjón- ustu, sem felst í þrifum á íbúð, þvotti og fleiru. Sumir íbúar þurfa heima- hjúkrun. Þær Esther Adolfsdóttir og Kristín Jónsdóttir, sem starfa hjá Hússjóði Öryrkjabandalagsins, segja gríðarlegan vanda felast í þeirri manneklu sem blasi við. „Að- eins þrír starfsmenn sinna nú heima- þjónustu, en við þyrftum 10 starfs- menn í fullu starfi til að gera þetta viðunandi,“ segir Esther. „Það hefur hins vegar ekki verið hægt að manna þessar stöður, bæði vegna þess að þessi vinna er erfið og hún er mjög illa launuð.“ Heimaþjónustan er fengin frá Vel- ferðarsviði Reykjavíkurborgar og segja þær Esther og Kristín að erfitt sé að fá fólk til starfa í þjónustuna á meðan bæði laun og aðstaða séu svona slæm. „Fólki þykir erfitt að þjónusta í návígi, sérstaklega þegar það er illa mannað og fólk hefur ekki tíma til að gera eins vel og það myndi gera ef það hefði tíma,“ segir Krist- ín. „Það er einfaldlega ekki hægt að horfa fram hjá þessu lengur. Við finnum verulega fyrir því hjá okkar fólki í húsinu að það fær ekki við- unandi þjónustu. Við erum ekki að tala um einhverja lúxusþjónustu, bara lágmarks viðunandi þjónustu.“ Starfsfólki ekki heimilt að opna ef ekki er svarað Aðspurðar um þá staðreynd að margir dagar hafa liðið frá því að fólk deyr í íbúðum sínum og þar til það finnst segja Kristín og Esther þar um að ræða erfið mörk einkalífs, því fólkinu í heimaþjónustunni sé ekki heimilt að opna dyrnar ef ekki er svarað þegar það bankar. „Það verður að virða rétt fólks til einka- lífs,“ segir Kristín. Þær Kristín og Esther segjast þó afar ánægðar með þær lagfæringar sem hafa verið unnar á húsnæðinu og miklar betrumbætur hafi verið gerðar. Þannig séu íbúðir alltaf lag- færðar og endurbættar þegar þær losna og húsið, sem er að nálgast fer- tugt, sé óðum að yngjast upp. „Við erum stolt af því að aðstaðan hér er öll að batna,“ segir Kristín. Hröð félagsleg einangrun Einn íbúi, sem missti starfsgetu sína eftir erfið veikindi, segir fé- lagslífið dapurlegt, þótt hann sé sjálfur virkur við að koma sér út og taka þátt í ýmiss konar starfi. „Ég ferðast mikið, þótt maður hafi lítinn pening milli handanna,“ segir íbúinn. „Bæði félagslíf og fjárhagslíf eru tekin frá manni þegar maður getur ekki unnið lengur. Það er mjög mikið tekið af manni þar.“ Íbúinn benti ennfremur á að margt af fólkinu í húsinu sé einmana og veikt og einangrist hratt fé- lagslega. „Fólk getur ekki leyft sér neitt vegna auraleysis. Þar má m.a. nefna verslunina hér niðri sem þjón- ar þeim sem kannski komast illa út, en þar er mjög há álagning og dýrt að versla og margir í reikning sem er algjör tímaskekkja,“ segir hann „Það vantar líka nágrannagæslu hér. Í fyrra voru þrjú sjálfsmorð á þess- ari hæð og fólk er að deyja hér og enginn veit af því. Það er ekki nóg að vera bara með einhverja viðburði einhvers staðar niðri eða uppi. Það verður að teygja sig til þessa fólks sem líður svona illa. Fólk verður svo mannfælið. Það vantar fleira fagfólk á þessu sviði til að líta eftir fólkinu sem vill ekki eða getur ekki tjáð sig.“ Björk Vilhelmsdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir klárt að íbúar í Hátúni 10 eigi rétt á sömu þjónustu og aðrir. „Það kemur mér á óvart að mannekla bitni á því fólki sem býr í Hátúni 10,“ segir Björk. „Því þarna býr fólk sem þarf heimaþjónustu sem felst í miklu meira en bara þrifum, því það er fé- lagslegur stuðningur sem er til þess fallinn að rjúfa félagslega einangrun sem margt af þessu fólki þarf á að halda. Því hefði ég haldið að þessi hópur væri í forgangi fyrir heima- þjónustu.“ Björk segir borgina stefna að því að bæta hlut verst launuðu stéttanna í næstu kjarasamningum. Þar sé sér- staklega horft til umönnunarstarfa sem oftast séu unnin af konum. Von- andi geti það haft góð áhrif á mönn- un í þessi störf. „Þá höfum við verið að innleiða félagsliðanám og erum að þróa þau störf svo þau verði meira spennandi sem framtíðarstörf fólks sem er sérhæft sem félagsliðar í fé- lagslegri umönnun,“ segir Björk. „Ég hefði haldið að í Hátúni þyrfti sérhæfða og sérmenntaða starfs- menn á þessu sviði og ég mun athuga hvort það sé ekki þannig og hvort hægt sé að breyta því á þann veg ef svo er ekki.“ Þarf að bæta ímynd og stöðu umönnunarstarfa Lára Björnsdóttir, sviðsstjóri Vel- ferðarsviðs Reykjavíkur, segir mannekluna mikið áhyggjuefni. Þá sé afar erfitt að þjóna blokkunum í Hátúninu, enda sé þar kominn stór hópur fólks sem hefur mjög miklar og ólíkar þjónustuþarfir. „Ein leiðin til að bæta þessa þjónustu er að sam- þætta heimaþjónustuna við heima- hjúkrun og það erum við að reyna,“ segir Lára. „Við höfum verið að reyna að vinna í því í mörg ár að breyta ímynd starfsins. Það hefur birst í laununum og viðhorfum til starfsmanna. Þessi starfsemi hefur hingað til byggst á ófaglærðu fólki, en síðustu ár höfum við verið að mennta hluta þessara starfsmanna til að verða félagsliðar. Við útskrif- uðum 50 konur í fyrra og vorum með annan hóp sem fékk reynslu sína metna og komust í félagslega námið í svokallaðri brú sem við skipulögðum með Eflingu. Félagsliðar fá hærri laun en almennir starfsmenn. Nú verða almennir samningar gerðir og ég vona að þeir fái menntun sína metna í launum.“ Lára fagnar umræðunni sem Sig- ursteinn Másson er að vekja, því endurskoða þurfi gildismat sam- félagsins varðandi þjónustu við þennan hóp fólks, bæði hjá sveitarfé- lagi og ríki. „Þarna er um að ræða þjónustu sem er dýrmæt og skiptir sköpum fyrir þetta fólk að fá.“ Aðalbjörg Traustadóttir, fram- kvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis, segist einn- ig fagna því að umræðan sé komin upp á borðið. „Ég er ánægð með það að Sigursteinn vill taka á málum þarna,“ segir Aðalbjörg. „Þetta hef- ur verið vandamál lengi og við mun- um leggja okkar að mörkum í þess- ari uppbyggingu. Með því á ég við þann hluta sem við erum með þarna, sem er heimaþjónustan.“ Aðalbjörg segir hins vegar ekkert launungarmál að aðstæður hafa ver- ið mjög erfiðar á liðnum mánuðum að fá fólk inn til þessara starfa. „Þar sitjum við við sama borð og hjúkr- unarstofnanir og fleiri og það er það sem er flókið,“ segir Aðalbjörg. „Umönnunarstörf eru ekki hátt skrifuð, þrátt fyrir að allir viti að þau séu mikilvæg. Við höfum átt erfitt með að toga þau upp úr þessu lág- launahjólfari. Það er auðvitað vand- inn sem við stöndum frammi fyrir og verður að taka á. Það þarf líka að auka stuðning til þessa starfsfólks, því það er oft að vinna við mjög erfið skilyrði og ekki má vanmeta það álag sem það vinnur undir.“ Aðalbjörg segir vandann síður en svo leystan með því að hlaða verka- fólki af erlendu bergi brotnu í þessi störf og halda þeim þannig í lág- launahjólfarinu. „Við getum heldur ekki ætlað útlendingum það hlut- skipti að vinna eingöngu við lægst launuðu störfin hér á landi,“ segir Aðalbjörg. „Við hljótum að vilja byggja upp öfluga velferðarþjón- ustu. Við erum að leita leiða til að bregðast við þessum vanda, gera starfið meira aðlaðandi og gefa því meiri virðisauka. Við lítum á þetta sem verkefni sem við höfum fengið og þurfum að leysa.“ Þarf að rétta hlut starfsfólksins Þjónusta við íbúa í húsi Öryrkjabandalagsins við Hátún 10 er í lágmarki og íbúar afar ósáttir við ástand mála. Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, hefur kallað eftir aðgerðum. Svavar Knútur Kristinsson og Árni Sæberg fóru í heimsókn í Hátún 10 og ræddu við íbúa og starfsfólk þar inni ásamt þeim sem umsjón hafa með velferðarmálum hjá borginni um ástandið. EYGLÓ Ebba Hreinsdóttir og Sigurjón Grétarsson hafa verið öryrkjar frá barnæsku. Hún fékk heilablæðingu við fæðingu og hann fékk flogaveiki sem smábarn. Þau hafa dvalið í húsinu í tólf ár og fluttu nú í apríl í nýja íbúð, sem þau segja mun betri en þá sem þau voru í. „Ég þarf miklu meiri þrif en ég fæ,“ segir Eygló Ebba. „En konan sem er yfir þrifunum segir að ég geti bara gert það sjálf. Það er svo mikil mannekla að þau hafa ekki tíma til að hjálpa okkur. Enda eru þrifin hræðileg. Það fæst enginn mannskapur til að vinna þessa vinnu. Kaupið er svo lágt hjá þeim að það fæst enginn til að þrífa.“ Eygló og Sigurjón segjast hafa áhyggjur af líðan al- varlega geðfatlaðra einstaklinga sem búa í húsinu, enda líði þeim mjög illa og þjónusta við þá sé alls ekki næg. „Til dæmis er hér einn sem var tekinn af sambýli þar sem hann bjó og honum leið vel,“ segir Eygló. „Nú horf- um við á honum hraka mjög illa og honum fer hratt aftur. Hann hefur ekkert að gera hingað, enda fær hann ekki þá þjónustu og umönnun sem hann þarf. Við höfum heyrt hann öskra af vanlíðan. Hér er mikið af svona fólki og það er ljóst að hér þarf mun meira af fagfólki í sál- fræði og félagsráðgjöf. Það er brýn þörf á meiri viðveru sérfræðinga og fagfólks. Það er fullt af málum hér sem tilheyra sálræna geiranum meir en þeim efnislega. Djákninn er hins vegar búinn að vinna mjög gott starf.“ Þarf meira af fagfólki á sviði sálfræði og félagsráðgjafar til starfa Eygló Ebba Hreinsdóttir og Sigurjón Grétarsson segja mikla þörf á að draga öryrkja úr félagslegri einangrun. „SAMEIGNIN er oft mjög illa þrifin, gólfin skítug og karmar og fleira mjög til ósóma,“ segir Hulda Björk Kolbeinsdóttir, íbúi við Hátún 10. Kveður hún einnig lítið staðið fyrir fé- lagsstarfi fyrir íbúa húss- ins. Meira mætti vinna í því að draga þá fram og út í lífið. „Það er líka blandað of mikið saman geðsjúkum og öðrum. Hér er margt fólk sem á ekki heima hér, því það þarf mikla þjón- ustu og hjúkrun sem það ekki fær hér.“ Hulda Björk, sem býr ásamt manni sínum, Gunnari Bjartmarssyni, segir þau hjónin hafa það gott, enda séu þau ferðafær, en margir hafi það verra. „Verslunin er mjög dýr og margt fólk sem kemst ekki neitt út og er ein- angrað er komið í vítahring, því það er orðið fátækt strax um mán- aðamótin þegar það borgar reikninginn sinn í búðinni.“ Brjóta þarf upp félagslega einangrun Hulda Björk Kolbeinsdóttir og Gunnar Bjart- marsson segja marga þurfa meiri þjónustu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðríður Ólafsdóttir hjá Öryrkjabandalaginu og Esther Adolfsdóttir og Kristín Jónsdóttir hjá Hússjóði ÖBÍ vilja allar að þjónustan við öryrkja batni, en segja að bæta þurfi ímynd félagsþjónustustarfa og hækka laun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.