Tíminn - 18.08.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.08.1970, Blaðsíða 6
6 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 18. ágóst 1970. Spjallað við fjóra menn að afloknum fundi Ólafs Jóhannessonar formanns Framsóknarflokksins á Akureyri fyrir skömmu EINA STJÓRNMÁLAAFLIÐ í LANDINU SEM GÆTI KOMIÐ Á BETRI STJÓRNARHÁTTUM Ólafur Jóhannesson, prófessor, formaður Framsóknarflokksins, hefur í sumar ferðazt víða um land og haldið opinbera fundi um þjóð- :mál, en hann ákvað f vor að heim- sækja öll kjördæmi landsins og halda nokkra fundi í hverju þcirra. Fundir þessir hafa vakið eftirtekt og mjög að vonum. A mánudagskvöldið 10. ágúst ,kom hann til Akureyrar og boðaði til fundar, sem mun hafa verið sá itólfti í hinni miklu fundaferð um 'landði. Akureyrarfundurinn var haidinn ;á Hóte; KEA, í stóra salnum, og ;kom fói’k úr bæ og byggðum við .Eyjafjörð, allt að 90 manns. For- maður Fransóknarfélags Akureyr- ar, Haraldur M. Sigurðsson, setti fundinn og bauð formann flokksins sérstaklega velkominn, svo og aðra fundargesti. Fundarstjóri var Ingvar Gíslason, alþingismaður, og fundarritari Ari Friðfinnsson, Ak- ureyri. Áðalræðu fundarins flutti að sjálfsögðu Ó.’afur Jóhannesson, og var hún að efni til sexþætt. Fyrsti þátturinn fjallaði um eflingu at vinnu í landinu, annar um fjármál,, þar með fjármál ríkisins, þriðji um skóla og fræðslumál, fjórði þátturinn var um verðlagsmá: og viðskiptamál, sá fimmti um byggða jafnvægismál og sá sjötti um stjórnarfarið í landinu. BRIDGESTONE " .! HINIR VIÐURKENNDU JAPÖNSKU HJÓLBARÐAR FÁST HJÁ OKKUR HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR Opið alla daga frá kl. 8—22, einnig um helgar GÚMMÍVINNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055 Ibúð til leigu í Háaleitishverfinu í Reykjavík er til leigu fyrsta flokks 4ra herb. íbúð (ca. 117 ferm.). Leigist frá og með 15. september. Góð geymsla og sér þvottahús. Bílskúr getur fylgt. Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins, merkt: „Fyrirframgreiðsla 1082“. . BÍLAPERUR Fjölbreytt úrval. M.a. Compl sett fyrir Benz — Ford — Opel — Volkswagen o fl Nauðsynlegar I bílnum. S M Y R I L L - ÁRMÚLA 7 - SÍMI 84450 Ólafur lauk frumræðu sinni me® því að rökstyðja, að Framsóknar- flokkurinn væri eina stjórnmála- aflið í iandinu, sem gæti komið á betri stjórnarháttum, og rök- studdi það skilmerkilega. Ræðan var hin sköru.’egasta, yfirgrips- mikil, fróðleg og uppörvandi, enda var gerður að henni góður rómur. Að lokinni frumræðu hófust hinar almennu umræður. Tóku þá til máls Stefán Valgeirsson, bóndi og alþingismaður í Auðbrekku, Ingi Tryggvason, bóndi og kennari á Kárhóli og Sigurður Óli Brynj- ólfsson, bæjarful.trúi á Akureyri, og fundarstjóri. Lögðu þeir allir stóran hlut til máia og beindu auk þess fyrirspurnum til for- mannsins, ennfremur Jón Björg- vinsson. Var í ræðum þeirra víða komið við, og eftir umræðurnar kvaddi Ólafur sér hljóðs á ný og svaraði ölium fyrirspurnum og hvatti menn ti: a® skiptast á skoð unum. í fundarlok ávarpaði haun svo fundargesti, taldi líkur á, að al- þingiskosningar myndu fram fara í haust og bað menn að vera und- ir það búna. Hann taldi stöðu Framsóknarflokksins trausta, flokk urinn væri vaxandi flokkur f land. inu, en kosningar krefðust mikil! ar vinnu og þá vinnu yrðu Fram- sóknarmenn að leggja fram, með þeirri óbifani’egri vissu, að sú vinna bæri árangur og fæli í sér möguleika á betra stjórnarfari á íslamdi. Eins og að IDcum lætur hitti formaður Framsóknarflokksins fjölda fólks a® máii fyrir og eftir fundinn, til að ræða landsins gagn og nauðsynjar, eins og títt er. Hafði ég þá einnig ta: af mönn- um, bæði til viðræðna um fundinn, fu»£te*efnið á breiðum grundvelli, en þó fyrst og fremst til að fá hjá þeim fréttir um ýmsa þætti at- hafnalífsins á þessum mikla anna- tíma ársins. Fyrst hittum við að máli Hauk bónda Steindórsson bónda í Þríhyrningi og iögðum fyrir hann nokkrar spurningar. En hann er einn af yngri bændum sýslunnar, mikill ungmennafélagi og traustur maður. Hvemig eru búskaparhorfur nú? — A fremstu bæjum Öxnadafs og Hörgárdals eru tún nú svo kal- in, að ekki mun fást af þeim nema mjög lítil uppskera. Heyskapur verður þar sáralítill, en víða á öðrum stöðum eru tún sæmiieg en ákaflega misjöfn og víða stór- skemmd. Ýmsir reyna að bæta sér upp túnaskemmdir með grænfóð- urrækt, en of snemmt er að spá nokkru um árangur hennar. Þegar á heildina er litið og þrátt fyrir mikla erfiðteika margra bænda hér um slóðir, held ég, a® bústofns- skerðing verði þó ekki mjög mikil, Haukur Stelndórsson í Þríhyrningi því að það er mesta neyðarúrræði og allt verður reynt til að koma í veg fyrir það. — Er berjaspretta í ár? — Börnin eru farin að finna ber, en þau eru ekki vel þroskuð ennþá. Þau geta þó orði® veruieg, ef sólríkt verður næstu vikurnar. — Er lax kominn i Hörgá? — Ekki hef ég frétt af þvi í sumar, en töluvert hefur verið s;eppt af gönguseiðum í ána und anfarin ár, og ætti laxinn nú að fara að skila sér, ef allt er með felldu. Laust starf Fjölskyldudeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar óskar eftir að ráða starfsmann til þess að vinna að málum, er lúta að fjölskyldumeðferð. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf þurfa að hafa borizt Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, Vonarstræti 4, fyrir 26. ágúst, n.k. Nánari upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldu- deildar. v' 1' Ólafur Jóhannesson, formaSur Framsóknarflokksins. — Miklar framkvæmdir í þínu nágrenni? — Nei, með minnsta móti. Stækkun íbúðarhúss á einum bæ og bygging fjóss og hlöðu á öðr- um eru einu byggingarframkvæmd ir í mínu nágrenni. — Er mikið félagslíf í Öxnadal og Hörgárdal? — Ekki á þessum tíma árs. Vor ið kom seint ti: okkar, og síðan það kom og gaf okkur tækifæri til margs konar bústarfa, hefur: hvert verkefni búskaparins rekið annað og rekið fast á eftir okkur. Bústörfin taka allan tímann, því víðast er mjög takmarkaður fjöldi fólks. Tómstundir gefast því fáar og félagslífið verður að bíða betri tíma. En við notum útvarpið okk ur til fróðleiks og skemmtunar og lítum í biöðin, svo að við höfum veður af því, hvað er að gerast ut- an venjulegs sjónmá:s. — Og einnig í pólitíkinni? — Já, einnig á þvi sviði h.’jót- um við að hlusta og lesa, eftir því sem tíminn leyfir. Ég ætla nú ekki að fara að ræða um stjórnmál, en er hins vegar reiðubúinn til a® taka þátt í næstu kosningum, hvort sem þær verða nú í haust , eða á vori komanda. Ég þakka svörin. Einn fundargestanna á Akureyr arfundinum var Hjörtur Eiríks- son, uliarfræðingur, starfsmaður í Gefjun, viðræðugóður maður, önn- um kafinn að vísu, eins og fleiri, m. a. við móttöku og viðræður við nokkra Rússa, sem kunna að meta ís.'enzk ullarteppi og peysur í vetrarkulda hins víðlenda ríkis í; austrinu, og kaupa mikið af þeim vörum frá Akureyri. — Hve margt starfsfólk er í verk smiðjum samvinnumanna á Gler- áreyrum á Akureyri? H|örtur Eiriksson, ullarfræðlngur hjá Gefjunnl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.