Tíminn - 18.08.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.08.1970, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 18. ágúst 1970. Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKK URINN Framkvaemdastjóri: Kristján Benediktsson Kitstjórar Þorarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason o° Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason Ritstiórnar skrifstofur i Edduhúsinu simar 18300—18306 Skrifstofur Banikastræti ? - Afgreiðslusimi 12323 Auglýsingasimt 19523 Aðrar skrifstofur simi 18300 Askriftargjald kr 165,00 a manuðl innanlands — f lausasölu kr. 10,00 eint Prentsim Edda hf Afstaða Framsóknarmanna til þeirra stóru verkefna, sem bíða úrlausnar framundan, var skýrlega mörkuð í stjórnmálaályktun, sem samþykkt var á aðalfundi mið- stjórnar Framsóknarflokksins síðastl. vetur. í upphafi ályktunarinnar er vakin athygli á því, að i byrjun áttunda áratugs aldarinnar standi þjóðin raunveru lega á tímamótum. Framundan blasi við ný verkefni, stærri og torleystari en oftast áður. Þessi vandamál stafa öðrum þræði af tækni- og þekkingarbyltingunni, sem nú fer um heiminn, og krefst alveg nýrra vinnubragða í uppeldis- og fræðslumálum annars vegar og í stjórn og skipulagi atvinnuveganna hins vegar. Hinum þræðinum stafa þessi vandamál af því, að íslenzka þjóðin hefur dregizt aftur úr öðrum þjóðum síðasta áratuginn sökum vanstjórnar og handahófsstefnu núv. stjórnarflokka. Svarið við þeim mikla vanda, sem framundan er, er fyrst og fremst aukin skipulagsstefna. Þjóðin verð- ur að ráðstafa skipulegar fjármagni sínu og vinnuafli til þeirra framkvæmda og atvinnugreina, sem verða að hafa forgangsrétt. Þjóðin verður með markvissri stefnu og starfi að tryggja aukið jafnvægi í byggð landsins. Þjóðin verður að skipuleggja betur uppeldismálin og skólastarfið. En jafnhliða hinni auknu skipulagningu, verður að hyggja vel að einstaklingnum, þroska hans, sjálfstæði og framtaki. Þess vegna álítur Framsóknar- flokkurinn að innan ramma skipulagsstefnunnar eigi að byggja sem mest á einkarekstri og samvinnurekstri. Við allt þetta verður svo að hafa fast í huga, að sjálf- stæðis þjóðarinnar sé vel gætt og ísland sé og verði fyrir íslendinga. Hin stóru verkefni, sem framundan biða, verða ekki leyst með fálmi og handahófi, Áratugs reynsla er fyrir því,. að núv. stjórnarflokkar kunna ekki önnur vinnu- brögð og vilja ekki önnur vinnubrögð. Hér þarf nýja menn og ný vinnubrögð. Framgangur nýrrar stefnu verður ekki tryggður með því að andstæðingar stjórnarstefnunnar skipti sér í smá- hópa. Sú þjóðlega og frjálslynda skipulagsstefna, sem koma þarf, verður aðeins tryggð með því að efla sterk- asta andstæðing hinnar ríkjandi glundroðastefnu og áhrifamesta flokk skipulagsstefnunnar, Framsóknar- flokkinn, Traustur foringi i Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, hefur í sumar haldið marga fundi víða um landið og gert grein fyrir stefnu og markmiðum Framsóknarflokksins. Fundir þessir hafa yfirleitt verið vel sóttir og góður róm- ur verið gerður að málflutningi Ólafs. Þeir hafa leitt greinilega í ljós vaxandi traust, sem hinn nýi formaður Framsóknarflokksins nýtur. Það hefur verið lán Framsóknarfl. frá öndverðu að njóta öruggra forustumanna. Nægir í því sambandi að nefna nöfn þeirra Jónasar Jónssonar, Tryggva Þórhalls- sonar, Hermanns Jónassonar og Eysteins Jónssonar. Það var ekki vandalaust að setjast í sess þessara snjöllu for- ustumanna. Ólafur Jóhannesson hefur sýnt það, að hann er befm vanda vaxinn. Það er eindregið álit allra þeirra, sem hafa haft bezta aðstöðu til að fylgjast með störfum hans síðan hann varð formaður Framsóknarflokksins. íslenzka þjóðin þarfnast nú ekki yfirborðsmanna sem foringja, heldur ábyrgra, réttsýnna og traustra manna, sem skilja viðhorf og verkefni nýs tíma. Framsóknar- menn eiga slíkan foringja, þar sem Ólafur Jóhannesson «r. þ.þ. TIMINN EJRLENT YFIRLÍT 9 i*l Kurdar í Irak fagna unnum sigri og nýfengnu sjálfræði Færist sjálfstæSishreyfing þeirra til Tyrklands og írans? Mustafa Barzani SEX til tíu miíljónir manna nefna sig Kurda og þeir héldu hátíð í síðast liðnum mánuði. Vettvangur hátiðarinnar var áttunda þing Lýðræðisflokks Kurda, sem haldið var í hrika- fögru fjallalandslagi í írak, skammt frá ,'andamærum Tyrk lands. Þúsundir Kurda hvaðanæva að frá írak, Líbanon, Vestur- Evrópu og Bandarikjunum — einkum New York, Detroit og Chicago — lögðu leið sína til þorpsins Kallala til þess að sitja flokksþingið og fagna sjálfstjórninni, sem Kurdar i írak fengu með friðarsamning- um við ríkisstjórn íraks, undir- rituðum í marz í vetur. KÚRDAR frá íran, Tyrk- landi, Sýr.'andi og Sovétríkjun um áttu mtklu erfiðara með að komast tii þingsms en hinir, sem Vomu t d. f-í Chicago, Beirut eða París. Allfjölmenn- ur minnihluti Kurda býr 1 þ--ss um löndum en þar er þjóðerni þeirra ekki.y'ðurkennt, né held ur tunga peirra. Kiudar éru nefndir „fjalÍá-Tý9kir“ í Tvrk landi. þegar þá ber á góma á annað oorð. Ka'iala er suraardvalarsraður Mulian Mustafa Barzani, sem er sest'u og sex ára að ald'i Hann er foringi Lýðtæðisflokxs Kurda og var einiúg lei.Rog; Kurd.a í norðurhe'*uðum íraks í níu ára skæruhernaði, sem þeir háðu gegn ’-íkisstjórninni í Bagdad til þess að reyna að fá sjálfstæði sitt viðurkennt. I AUGUM ríkisstjórnar Baath-ista í Bagdad (Arabisk- ir sósíalistar) er flokksþingið í Kallala ..staðfesting á bræðra- ,’agi Araba og Kurda“, eins og ’ komizt var að orði í útvarpinu í Bagdad. f Rawanduz. helztu borginni í Erbil-héraði, þar sem Kallala er, mátti víða sjá áber- andi áletranir eius og þessar: „Lengi lifi lýðveldi Araba og Kurda í írak“, og „Öll samsæri afturhalds og heimsva.'dasinna skulu kramin til- dauða á bjargi einingar Araba cg Kurda“ A1 Taakhi (bræðralag) heit- ir dagblað, sem Kurdar gefa út á máli sínu í Bagdad, og þar var haldið fram, að þingið mark aði „söguleg tímamót“. Kurdar í írak hafa ástæðu til að halda að svo sé, hvað sem segja má um bræður þeirra í nágranna löndunum Kurdar vegna þegar fimm ráðherraembættum í rík- isstjórn iraks. STJÓRNENDURNIR í Bag- dad hafa einnig ástæðu ti: að fagna St.-ðið við Kurda kost aði feiKna orku og fjérmum en nú er >eim austri ,nkið 100‘ Kurdar fóru ti) Jórdaníu or hafa gengið i lið með Irak-her sem þar er á verði gegn ísrael ÍAl Fatah og fleiri samtök Pale- stínu-skæruliða sendu fuUtrúa á flokksþing Kurda í Kal.’ala. Verjð er að ganga frá nýi'r; stjórnarskrá í írak ti’ þráða birgða, og þar er viðurkenndur L ....... sá réttur, sem Kurdum var heit ið í friðarsamningunum í marz. i október á að fara fram mann- tal Kúrda í írak, og eiga tveir sérfræðin.gar frá Sameinuðu þjóðunum að sjá um fram- kvæmd þess, Síðar á að taka ákvarðanir um, hvort Kurdar eigi að stjórna héraðinu Kirkuk í norð- anverðu írak, en þar eru um fjórir fimmtu af olíulindum íraks- Kurdar hafa mikinn hug á að fá aukinn hlut í olíuauðn- um til þess að leggja í hvers konar framkvæmdir í heima- héruðum sínum. KURDAR verða nú að fylgja fram hinu nýfengna sjálfstæði með því að kjósa eða ti.'nefna héraðsstjórnir og fylkisstjóra. Þeir verða að fara að starfrækja skóla sína og sinna hvers kon- ar fé’.agslegri þjónustu, en allt slíkt var vanrækt mjög meðan herstjórnir Kurda í heimahér- uðum þeirra voru að reyna að bera sigur úr býtum í styrjöld inni við stjórnarvöldin í Bag- dad. Hugmyndin um Kurdistan þjóðríki Kurda vak': enn os gæti mymiyn þess orðið afdrifa rík í Litiu-Asíu. H’igmvndin het ir ásótt Kúrda síðan blaðið Kurdistan bvrjað: að koma út og birtist ' Kairó, Oení og fændon upp úr 1890. ARIÐ 1918 glæddust vonir Kurda um sjá.'fst.æði, þegai Woodrow Wilson Bandaríkja- forseti hét því, a@ aðrar þjóðir en Tyrkir, sem lotið hefðu tyrk neska keisaradæminu, skyldu „hindrunarlaust og án undan- bragða fá tækifæri til að öðl- ast sjálfstæði". Þegar Tyrkland efldist hern- aðarlega undir Kemal Ataturk, fór út um þúfur myndun tveggja nýrra þjóðríkja, sem gert hafði verið ráð fyrir í samningnum í Sevres árið 1920, eða Armeníu og Kurdistan. Hvorugt var nefnt í hinum nýja samningi, sem gerður var í Lausanne árið 1923. Þjóðfrelsishugmynd Kurda o.'li uppreisn þeirra í Tyrklandi, íran og írak á árunum 1925 til 1946, þegar Sovétmenn hvöttu til stofnunar hins skammvinna Mahabad-lýðveldis Kurda í norðvestur íran. Síðan friður- inn var saminn í írak í marz í vor, hefur verið á kreiki óstað- festur orðrómur um, að Kurd- ar hafi að nýu1 hafið þ.ióðlega vakningu umhverfis Mahabad- KURDAR haida sjálíir fram, aið þeir séu um 3 múijónir í írak, hálf 3ja millj. í Tyrk- landi, 2 millj. í íran, fjórðung- ur millj. í Sýrlandi og 100 þús. í SovétlýðveldinJ Tran’ikákasus Fulltrúar E\TÓDusamt.aka Kurda á þinginu i Ka.'lala fluttu með sér frá París skial sem þeir sögðu vera ritað af fyrr- verandi innanríkisráðhe’TB i Sýrlandi Þar va? ríkisstjórnin í Damaskus hvöti til þess að ham’.a eindregið gegn þjóðern ‘svakningu Kurda. Þá var einnig lagt til, að | Kurdar yrðu fluttir frá heim- I Framhald f bis 14. "i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.