Morgunblaðið - 18.11.2005, Side 16

Morgunblaðið - 18.11.2005, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF HEIMSFERÐIR hafa keypt dönsku ferðaskrifstofuna Bravo Tours í Danmörku. Heimsferðir hafa þegar tekið við fyrirtækinu og eru eftir kaupin orðnar fjórða stærsta ferðaskrifstofa á Norðurlöndunum. Samanlögð velta Heimsferða á þessu ári verður væntanlega liðlega 16 milljarðar króna og á næsta ári mun félagið flytja um 400 þúsund farþega og veltan losa 20 miljarða gangi áætlanir eftir. Heimsferðir hafa nú í hyggju að skoða þann kost að stofna eigið flugfélag til að annast flutninga á farþegum sínum og dótturfyrir- tækja sinna en um fjórar vélar þyrfti til þess að flytja þá. Vaxandi og góður rekstur Umsvif Bravo Tours, sem stofnað var 1998, hafa vaxið mikið á á síðustu árum, einkum tvö hin síðustu og er Bravo Tours nú fjórða stærsta ferða- skrifstofa Danmerkur með um fjög- urra milljarða króna veltu og um 100 þúsund farþega. Í lok júní keyptu Heimsferðir sænsku ferðaskrifstofuna STS Solresor og norsku ferðaskrifstof- unni STS Solia Að sögn Andra Más Ingólfssonar, forstjóra Heimsferða, hefur rekstur Bravo Tours gengið mjög vel og fé- lagið skilað hagnaði frá stofnun en það var rekið með um 350 milljón króna hagnaði síðastliðið reiknings- ár sem lauk 30. september. Hann segir Bravo Tours falla ákaflega vel að rekstri Heimsferða, hugmynda- fræðin og fyrirtækjamenning sé lík og hjá Heimsferðum. „Það er miklu auðveldara að spyrða saman fyrir- tæki sem hafa líkan kúltúr. Þetta er fyrirtæki í frábærum rekstri og var með gríðarlega vöxt á síðasta ári. Við erum að horfa fram á 30% vöxt fyrir Heimsferðir í heild og það eru feikn- arlega skemmtilegar stærðir að horfa á,“ segir Andri Már og bætir við að samlegðaráhrif séu einnig veruleg, s.s. í samnýtingu á flugi, gistingu, skrifstofuaðstöðu og starfs- fólki. Gott ástand í Danmörku Hann segir að ekki verði gerðar breytingar á stjórn Bravo, menn ætli sér einfaldlega að styrkja það starf sem þegar sé í gangi enda góð sigling á Bravo Tours.„Efnahagsástand í Danmörku hefur verið gott og það hefur verið mikil aukning í ferðalög- um í Danmörku. Menn eru að horfa til þess að það verði gott ástand, a.m.k. næstu þrjú ár eða svo. Bravo Tours hafa verið að koma með nýja áfangastaði, sem hafa slegið í gegn, og þeir bjóða upp á mjög breiða vörulínu og það skiptir miklu máli í svona rekstri.“ Spurður um frekari útrás Heims- ferða svarar Andri Már að félagið sé vissulega búið að ná ákjósanlegri stærð, félagið muni flytja 400 þús- und farþega á næsta ári en það sé 800 þúsund flugsæti. „Það gefur okkur möguleika á því að stofna flug- félag um þessa farþega. Það þarf í kringum fjórar flugvélar til að flytja farþegana. Nú förum við að skoða landakortið með allt öðrum hætti.“ Andri Már segir kaupin á Bravo Tours og þar áður Solresor og Solia vera í samræmi við þá stefnu Heims- ferða að verða leiðandi norræn ferðaskrifstofa með sterka stöðu á öllum Norðurlöndunum. „Bravo Tours vinna nú þegar með áður- nefndum dótturfyrirtækjum Heims- ferða í Svíþjóð og Noregi og á næstu mánuðum verður sú samvinna aukin til muna.“ Heimsferðir fjórða stærsta ferðaskrifstofa Norðurlanda Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Mikill vöxtur Krít er einn af vinsælli stöðum Bravo Tours og margir gera sér ferð til að skoða eyjuna Santorini.      %  &'&( & 6' " ,   +! B B B B B B B                    !"#    #   *  +,$  -    +, . /-.& 0   )* *&+ ,-#     9C) D$"+ @/, 8)' D$"+ @/, <% D$"+ @/, <- D$"+ @/, 8 D  @/, # > @/, E >$ @/, F"+5% 8 @/, F'%" @/, - > #  @/, ;  @/, #< @/, ""A8" ! <6!/,> @/, G" @/, . /-  0 9$ D$"+ @/, < " #  @/, + 6 @/, HC  C D$"+ @/, ;$C <@$ @/, @ 6 @/, 7%> @/, IJ< 9C I $ " K%%% '  @/, ."'  @/, /1  2*3* <   (6/6  @/, !"/L% " "  )/, K/ @/, 2    HM(N &  ) ,)                 A A   A A A A A A 8 % /! / ) ,)    A A   A A  A A A A A  A A A A A A A A 1 23 1 23 1  23 1 23 A 1 23 1  23 1 A23 1 23 1  23 A 1 A 23 1 23 1 23 1 A23 A A A 1 A 23 A 1 23 A A A A A A A  ) + % K>$ & $ % F"+  ,, ,   ,  , , ,  , , , , ,  , , , , , ,  A A , ,  A , A A A A A                                   . + & 5, , 9K , = 9@"%" <6'  ) +         A A    A  A A A A A ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● LANDSBANKI Íslands hefur fengið leyfi frá fjármálaeftirliti Kanada til að opna þar söluskrifstofu. Skrifstofan verður á Prince Street númer 5112 í Halifax, Nova Scotia. Ólafur Þorsteinsson mun stýra söluskrifstofunni en hann hefur verið búsettur í Kanada sl. sjö ár og hefur viðamikla reynslu á sviði alþjóðlegra viðskipta sem einkum tengist sjávar- útvegi. Landsbanki opnar í Nova Scotia BAKKAVÖR Group skilaði 3 millj- arða króna hagnaði fyrir skatta fyrstu níu mánuði ársins og nam hagnaður eftir skatta 2,3 milljörðum króna. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður fyrir skatta tæpum 1,3 milljörðum króna og hagnaður eftir skatta nam 950 milljónum króna. Heildartekjur fyrstu níu mánuði þessa árs námu 51,2 milljörðum króna, samanborið við 11,6 milljarða á sama tíma í fyrra. Heildareignir samstæðunnar voru 112,4 milljarðar króna, en voru 29,7 milljarðar í ársbyrjun. Yfirtakan á Geest hefur mikið að segja Rekstur Geest var tekinn í sam- stæðu félagsins frá og með 1. maí 2005, en frá 1. janúar til 30. apríl gætir áhrifa Geest sem hlutdeildar- félags. Segir í skýringum með upp- gjörinu að efnahagsreikningur Bakkavarar hafi tekið miklum breyt- ingum á tímabilinu vegna yfirtök- unnar á Geest, og eru breytingar á heildareignum fyrirtækisins skýr- asta dæmið um það. Þá jukust fastafjármunir um 246% á tímabilinu og námu um 82 millj- örðum króna við lok þess. Munaði þar um viðskiptavild sem metin er á um 52 milljarða króna og tengist að mestu yfirtökunni á Geest. Þá hafi yfirtakan leitt til lækkunar á eiginfjárhlutfalli félagsins þar sem hún hafi að mestu verið fjármögnuð með lánsfé. Eigið fé við lok tímabilsins var 3,1 milljarður króna, samanborið við 1,1 milljarð á sama tíma í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 28,3% sam- anborið við 14,9% á sama tímabili í fyrra og eiginfjárhlutfall lækkaði úr 37% í 12%. Bakkavör skilar 2,3 milljarða hagnaði UPPGJÖR Bakkavör Group bjarni@mbl.is    -       %  ) .          -!*    &!  )      /00(0 12'2'   1( 3345 +'502 '34' +2(5      # 6   0'555 055755 00252 (45(  0(/ 0'1(   +/0( 0'/2 +152   3255 '5055   6 *   # !* )  .  !* 1055 0'8 '(8 0055 148 0/8       !"   #$%&%"  '(  (              MARKAÐSHLUTDEILD bresku smásölukeðjunnar Tesco jókst úr 28,3% í 30,2% á milli ára, miðað við tímabilið frá ágúst til september. Þetta er niðurstaða markaðskönnun- ar sem fyrirtækið TNS birti í vikunni og sýnir stöðu sjö stærstu aðilanna í smásölugeiranum breska. Aukin hlutdeild Tesco er stærsta breytingin sem orðið hefur á mark- aðinum á síðasta ári. Skerfur Morri- son-keðjunnar dróst mest saman á árinu eða úr 15,5% í 11,5%. Hlutur annarra félaga breyttist lítið á árinu, þannig minnkaði hlutdeild Iceland, sem er í eigu Baugs, lítillega á milli tímabila eða úr tveimur prósentum í 1,9 prósent. Tesco skekur Írland Eigendur lítilla og meðalstórra verslana á Írlandi eru uggandi þessa dagana vegna þess að löggjöf sem verndaði markaðsstöðu þeirra fellur úr gildi snemma á næsta ári. Nú þeg- ar hefur Tesco fært sig inn á mark- aðinn og opnað fjórar kjörbúðir und- ir nafninu Express þar sem boðið er upp á sama verð og í stóru matvöru- verslununum. Samkvæmt blaðinu The Irish Times er búist við miklu verðstríði í kjölfar niðurfellingu laganna, sem muni koma neytendum til góða. Hinsvegar séu ekki allir jafn ánægð- ir með tilkomu Tesco á markaðinn, en blaðið spáir því að Írar muni kjósa með fótunum rétt eins og á Bretlandi þar sem eitt af hverjum átta pundum sem eytt er renni í vasa Tesco. Hlutdeild Tesco eykst        1 2  3  #  3 ,  4  51   6  6  6  6  6  6  6 #  1/   #  1/  !  6  6  6   6  6  6  6 ● TVÖ glæsileg met voru sett í Kaup- höll Íslands í gær. Annars vegar fór úrvalsvísitala aðallista yfir fimm þús- und stig í fyrsta skipti, hæsta gildi dagsins var 5.011,96 stig en loka- gildi var 4.999,84 stig. Hins vegar fór velta í viðskiptum með hlutabréf yfir eina billjón króna (eitt þúsund milljarða) það sem af er ári. Heildarvelta gærdagsins í Kaup- höllinni nam um 28,3 milljörðum króna, þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir um 22,5 milljarða. Mest viðskipti voru með bréf Straums-Burðaráss, fyrir um 8,8 milljarða króna. Mest hækkun varð á bréfum Actavis, 2,6%, og næstmest á bréfum Íslandsbanka, 2,5%. Athygli vekur að velta með hluta- bréf í Kauphöllinni það sem af er ári nálgast veltu með skuldabréf og nemur hlutabréfavelta nú um 47,4% af heildarveltu ársins en árin 2003 og 2004 var hlutfalliðum 30%. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að velta með skuldabréf hafi verið heldur minni framan af ári en í fyrra. „En sam- anlögð velta hlutabréfa og skulda- bréfa verður væntanlega meiri en í fyrra.“ 2  3        /- &'&+ & 6' " ,                  Glæsileg met í Kauphöll Íslands  O PI       ! !  2 2 <K ( 79Q   !  !  2 2 M9M R;Q   !  !  2 2 R;Q F@'/       !  ! 2 2 HM(Q 7$S E$    !  !  2 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.